Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 67

Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iur ii-jvm UJrrf 'U If Fegurðarsamkeppnin: Fagmannlega að verki staðið Ágæti Velvakandi Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til Ríkisstjónvarps- ins og nýju útvarpsstöðvarinnar Stjömunnar fyrir að gera Fegurð- arsamkeppni Islands sómasamleg skil í máli og myndum. Fagmann- lega að verki staðið. Á undanföm- um ámm hefur staðið nokkur styrr um þessa keppni og er bros- legt að fylgjast með feimnislegum vinnubrögðum Qölmiðla, einkum útvarps og sjónvarps, þegar fjall- að hefur verið um keppnina en nú er röggsamlega á þessu tekið og áðumefndir fjölmiðlar skiluðu þessu efni vel og hispurslaust til hlustenda og áhorfenda. Hvað sem hver segir er þetta sumum áhugavert efni, aðrir geta leitt þetta hjá sér. Samvinna áður- nefndra aðila er líka athyglisverð og sýnir að það er ekki ómögulegt að ríkisstofnun eigi samleið með fyrirtæki á hinum fijálsa markaði — það er bara ekkert að því og sannast með þessu. Vel gert sjón- varpsmenn og Stjömumenn. Áhugamaður um kvenlega fegurð. Bændur ættu að nýta hlunníndi sín betur Kæri Velvakandi Mikil óráðsía er það sem nú við- gengst í landbúnaðarmálum þjóðar- innar — fyrir skömmu var 250 tonnum af lambakjöti kastað á haugana og nú á að fara að ausa þúsundum tonna í ref og mink. Og þetta er sama kjötið og þjóðin hefur ekki haft efni á að kaupa enda er það fokdýrt í framleiðslu. Og á sama tíma er landið að blása upp vegna ofbeitar! Þeir sem stjóma landbúnaðar- málunum þurfa að taka sér tak. Hvemig væri að brydda uppá ein- hveijum nýjungum. Gera bændur og búalið nógu mikið af því að nýta hin ýmsu hlunnindi sem í gamla daga þóttu svo mikilsveð. Ég nefni mó og surtarbrand sem dæmi. Væri ekki meira vit í að bændur Ágæti Velvakandi Mig langar til að svara ungum konum sem skrifuðu í Velvakanda nýlega og voru þær að biðja um íslenskt tal á allar myndir í sjón- varpinu. Ég var með fulla heym sem ung kona en sfðan fór heymin að dofna. Ég varð að fá heymar- tæki þegar ég var fimmtug. Það var mikil hjálp. Nú þegar ég er 63 ára er ég hætt að heyra bæði í sjón- varpi og útvarpi. Ég er þessum konum ekki reið en bið þær að hugsa málið. Setjið þið tappa í eyr- un í nokkur kvöld og horfið á sjónvarpið. Þá skiljið þið okkur sem erum heymarlaus og heymarskert. Það hefur komið fram í fréttum Mótekja með gamla laginu. stunduðu móvinnslu — móinn mætti t.d. nota til kyndingar í stað olíu. Eða er kannski möguleiki að vinna einhvers konar olíuvökva úr mó? að það væm um 200 heymarlausir í landinu. Það era um 200 manns fæddir heymarlausir. En í landinu era um fímmþúsund manns með heymartæki samkvæmt upplýsing- um frá Heymar- og talmeinastöð íslands. Við höfum fullan rétt á að fá íslenskan texta á allar íslenskar myndir. Við greiðum okkar afnota- gjöld. Það var mikill fengur fyrir okkur að fá Stöð 2 og fá að sjá allar þessar skemmtilegu myndir. Ég vona bara að þið haldið áfram að veita okkur þessa ánægju. Við þurfum að lifa í þögn og nota aug- un fyrir eyra. Áróra Helgadóttir Gæti einhver hugvitsmaður e.t.v. kannað þessi mál. Gífurlegt magn er af mó í landinu og víða er hann auðnuminn, og gæti hér verið um verðmæta auðlind að ræða. Alla vega mætti nýta móinn til kynding- ar heima á búunum og það er meira vit í að leggja vinnu í mótekju en að framleiða kjöt fyrir sorphaug- ana. Mörg hlunnindi mætti nefna sem bændur hafa ekki nýtt sem skyldi. Ég vil nefna silungsveiði í vötnum en eins og komið hefur fram í blaða- skrifum fyrir skömmu mætti stórauka hana og gæti silungsveið- in orðið arðvænleg búgrein. Æðarvarpi mætti víðar koma upp þar sem það er ekki fyrir hendi. Auka mætti ferðamannaþjónustu á bóndabæjum og koma upp heimilisiðnaði á minjagripum í tengslum við hana. Loks má nefna skógrækt sem áreiðanlega gæti orðið arðvænleg hér eins og í öðram löndum. Vandinn í landbúnaðinum er ábyggilega ekki sfst kominn til fyrir ráðleysi bænda sem alltof lengi hafa hjakkað í sama farinu og treyst á ríkisforsjá. Jóhann Islenskan texta á all- ar íslenskar myndir ^Abu Garcia i Veiðivörur fyrir þig | LOFTSTÝRIBÚNAÐUR ( ' 3 Höfum fyrirliggjandi: * Loftstrokka * Loftstýriloka * Tengibúnað Alltsamkvæmt fg^stöðlum Veitum tækniráðgjöf og þjónustu Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. SÖLVHGLSGÖTU 13 -101 REYKJAVÍK • ARMULA23 • 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 ■ TELEX 2207 GWORKS ■ PÓSTHÓLF 1388 Hótel Þelamörk við Akureyri Við bjóðum gistingu í vistlegum eins og tveggja manna herbergjum. Heit og góð sundlaug á staðnum. Morgunveróur og aðrar máltíðir eftir pöntunum. Svefnpokapláss fyrir einstaka hópa. Verið velkomin. Hótel Þelamör simi 96 21772

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.