Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 1

Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 1
181. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgfunblaðsins Reagan slapp naumlega Santa Barbara, Reuter. LITLL einkaflugvél hafði nærri rekist á þyrlu Reagans Banda- ríkjaforseta i Suður-Kalifomíu á fimmtudagskvöld. Vélin flaug í aðeins sjötíu metra fjarlægð frá þyrlunni. Reagan og aðrir farþegar um borð í Marine One tóku ekki eftir flugvélinni og engin hræðsla greip um sig. Flugmaður þyrlunnar stýrði henni örugglega frá litlu flugvél- inni. Reagan var á leið til búgarðs síns nálægt Santa Barbara, en þar mun hann dveljast í 25 daga í sumar- leyfi. Nancy forsetafrú var ekki með manni sínum í þyrlunni, heldur hafði farið á undan. Leyniþjónustumenn, sem yfir- heyrðu flugmann einkaflugvélar- innar, sögðu að hann hefði ekki haft neitt iilt í huga, en ekki er ljóst hvers vegna hann villtist inn á flug- leið forsetans. Sjá ennfremur „Flugmaðurinn var á bannsvæði...“ á síðu 30. Morgunblaðið/Svernr ÚRSKORRADAL Fulltrúar Norræna skógræktarsambandsins í gróðursælum trjálundi I Skorradal. Sjá frásögn á bls. 16 Bandaríkin: Mikill viðskipta- halli í júnímánuði Washington, Reuter. í JÚNI var viðskiptahallinn í Bandaríkjunum 15,71 milljarður dollara, ef til vill sá mesti, sem um getur. í maí var hann 14,04 Vestur-Þýskaland: Nýjar reglur um með- ferð sjávarafurða kynntar EMBÆTTISMENN vestur-þýsku stj ómarinnar efndu I fyrradag til blaðamannafundar þar sem kynntar voru nýjar reglur varð- andi fiskinnflutning. Er þeim ætlað að minnka ormamengun í fiskinum. Markmið fundarins var jafnframt að leggja áherslu á að fískur væri hollustufæða og auka álit almennings á fiskafurðum en margfrægur sjónvarpsþáttur um ormamengun hefur að undan- förnu valdið stórum minni fisk- neyslu i landinu en áður. Reglurnar taka gildi í haust og munu ná til fískiðnaðar í Vestur- Þýskalandi en embættismennimir skýrðu frá því að mælt yrði með svipuðum reglum í öllu Evrópu- bandalaginu. Nefnt var að Hollend- ingar og Danir hefðu flutt ormamengaðan fisk til landsins og gæti ormurinn valdið manntjóni. Fiskinnflutnings íslendinga var ekki getið í þessu sambandi. 1 nýju reglunum getur m.a. að líta eftirfarandi: 1. Fjarlægja skal öll innyfli þegar í stað úr físki áður en hann er frystur til að koma í veg fýrir að þráðormar komist úr innyfl- unum yfír í fískholdið. 2. Fjarlægja skal þunnildi af stórvöxnum fiski og sömuleiðis innyfli úr smærri fiskteg- undum á borð við sfld og makrfl. 3. Auknar varrúðarráðstafanir verða gerðar I sambandi við meðhöndlun og verslun með físk í vestur-þýskum fiskvinnslustöðvum. I þýskum blöðum var þess getið í gær að aukinn fjöldi sela og annarra sjávarspendýra gæti verið orsök auk- innar ormamengunar í fiski er veiddist í Norður-Atlantshafi. milljarðar en í júni jókst innflutn- ingur oliu og annarra vara um tvo milljarða. Viðskiptahallinn jókst þrátt fýrir að viðskiptin við Kanadamenn séu nú reiknuð á annan hátt en fyrr og þannig, að hallinn gagnvart þeim hefur lækkað. Ef gömlu reiknings- aðferðimar hefðu verið notaðar hefði hallinn í júnf verið 16,32 millj- arðar dollara, sem er nýtt met. Það fyrra er frá í júlí á síðasta ári þeg- ar hallinn var 16,05 milljarðar. Innflutningur í júní var 36,84 milljarðar dollara, 34,82 í maí, og útflutningur jókst einnig en miklu minna þó. Var hann 20,78 milljarð- ar dollara í maí en 21,13 í júní. Eins og oft áður var viðskipta- hallinn í júní mestur gagnvart Japan, 5,35 milljarðar dollara, en gagnvart Vestur-Evrópuríkjunum var hann 2,92 milljarðar. Á síðasta ári var viðskiptahallinn í Banda- rfkjunum 156,2 milljarðar dollara en nú stefnir í að hann verði 166,3 milljarðar fýrir allt árið. Þróunin til þessa hefur valdið E1 Salvador: Skæruliðar samþykkja viðræður San Salvador, Reuter. Vmstrisinnaðir skæruliðar i Mið-Ameríku-lýðveldinu E1 Salv- ador samþykktu í gær tilboð Duartes forseta um að hefja fríð- arviðræður í næsta mánuði. Tilboð Duartes kom fram f ræðu hans í þjóðþinginu í fyrrinótt. Forystumenn skæruliðahreyfíng- arinnar FMLN sögðust í gær vilja hefla viðræður við ríkisstjómina 15. september. Verða viðræðumar í samræmi við samkomulag það sem ijórir leiðtogar annarra Mið- Ameríkuríkja ásamt Duarte gerðu með sér 7. ágúst þar sem hvatt var til vopnahlés innan níutíu daga í borgarastyijöldum þeim er geisað hafa í nokkrum löndum á svæðinu. Þá var einnig ákveðið að bann yrði lagt við utanaðkomandi aðstoð við uppreisnarhreyfíngar. Sjá síðu 29: „Reagan vill ... “ Persaflói: Iranir vilja slæða tundurdufl Furstadæmin hafna aðstoð Níkóstu, Reuter. FLOTI iranskra herskipa sigldi í átt að ströndum furstadæmisins Oman í gær til að vera reiðubúinn til að aðstoða við tundurduflaslæð- ingn við strendur landsins. Oman er hluti Sameinuðu furstadæmanna, ríkjasam- bands á suðurhluta Arabíu- skagans. Teheran-útvarpið sagði að í liðsaflanum væru stór og lítil skip, froskmenn og ýmis tæki. franir hafa kennt Bandaríkja- mönnum þau tundurdufl sem fundist hafa út af hafnarborg- inni Fujairah í Sameinuðu furstadæmunum en útgerðar- menn telja að duflin séu írönsk. íranir buðu fram aðstoð sína á miðvikudaginn en í gær höfn- uðu furstadæmin kurteislega boðinu. I tilkynningu utanríkis- ráðuneytis þeirra sagði að strendur landsins væru nú svo til lausar við tundurdufl; þeirra eigin strandgæsla hefði séð um það. Ennfremur sagði að gera yrði gangskör að því að stöðva stríðið milli írana og íraka. Reagan mörgum bandarískum hagfræðing- um vonbrigðum enda höfðu þeir búist við, að hún yrði orðin önnur og betri um þetta leyti. Gengi doll- arans hefur fallið um 50% á tveimur árum en samt lætur viðskiptabatinn enn biða eftir sér. Þegar fréttin um viðskiptahall- ann barst út féll dollarinn verulega á gjaldeyrismörkuðum víða um heim. Lækkaði hann um 2,25 pfennig gagnvart þýska markinu og er nú tíu japönskum jenum ódýr- ari en áður. Gullúnsan hækkaði um rúmlega þrjá dollara og kostar nú 460,50 dollara. Reagan-stjómin hefur reynt að spoma við tollvemdarstefnu á Bandaríkjaþingi en aukinn við- skiptahalli gæti gert þá baráttu erfíðari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.