Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Sverrir Norræna skógræktar sambandið: FIMMTÍU manna hópur á vegum Norræna skógræktarsam- bandsins hefur ferðast um sunnan- og vestanvert landið undanfarna daga. Ferðin er liður í samstarfi norrænna skógræktarmanna en til slíkrar íslandsferðar er efnt á nokkurra ára fresti. Þessi ferð, sem stóð í sex daga hófst á Þingvöllum þar sem „Furu- lundurinn“ svokallaði var skoðaður en hann má telja upphaf tilrauna- reita í skógrækt á Islandi. Síðan var hópnum kynnt skógræktin í Haukadal og Þjórsárdal og ekið var Fjallabaksleið nyrðri til Kirkju- bæjarklausturs og litli skógarreitur- inn þar heimsóttur. Þaðan var ekið um Suðurland, komið við í tijá- safni Skógræktar ríkisins í Múla- koti og skoðuð ræktunarstöðin að Tumastöðum í Fljótshlíð. Síðan var haldið í Borgarfjörð, komið við í skóginum í Jafnaskarði og loks far- ið í Skorradal þar sem blaðamaður Morgunblaðsins ásamt ljósmyndara hitti hópinn fyrir. Áður en heim var haldið var ætlunin að koma við í tilraunastöðinni á Mógilsá, skoða aðstöðuna hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og fara í Heiðmörk. Nokkrir þátttakendur voru spurðir álits á framtíð skógræktar á Is- landi. Skógrækt útheimtir þo- limæði „Þegar við komum hingað var okkur sagt að íslenska skógræktin hefði hafist um síðustu aldamót fyrir tilstilli skipstjóra á dönsku skipi,“ sagði Matti MultamÁki, að- stoðar framkvæmdastjóri Finnsku Skógrætarsamtakanna. „Honum var það að þakka að tilraunir hóf- ust með skógrækt hér en síðan hafa mál þróast og nú er komið á betra skipulag. Ég get ekki betur séð en að vel hafí tekist til. En skógrækt útheimtir þolinmæði og hún kallar á mikið fjármagn. Mér sýnist hér vera við sömu vandamál að etja og við þekkjum í Finnlandi og í Svíþjóð þar sem landbúnaður- inn hefur hingað til haft forgang um stuðning frá ríkinu. En ég hef þá trú að offramleiðsa á landbúnað- arvörum um allan heim eiga eftir að breyta þessari afstöðu skógrækt- inni í hag. Nú ætti skógræktin að fá sitt tækifæri. Fyrsta skrefið í átt að nytjaskóg- rækt er að efla skilning bænda á skógrækt og kynna þeim hana sem atvinnugrein sem hægt er að lifa af. Við Finnar höfum lifað af skóg- rækt í aldir og skógrækt færist Mikið verkefni fram- undan „Islenska skógræktarfólkið er harð duglegt og gengur upp í starfí sínu af líf og sál,“ sagði Ib Nord Nilsen, sem sér um skóga í einka- eign á vesturströnd Jótlands. „Það sem við höfum séð af landinu og Gengið um í skóginum undir leið- sögn Ágúst Árnasonar skógar- varðar og Hákonar Bjarnasonar fyrverandi skógræktastjóra. Norrænir skógfræktarmenn hlýða á Ágúst Árnason skógarvörð í Skorradal. Islenskir skógar eiga framtíð fyrirsér sífellt í áukanna eftir að landbúnað- urinn er hættur að gefa jafn mikið af sér og áður. Skógrækt á allstað- ar framtíð fyrir sér og þið hafíð grunninn að byggja á. En skógrækt er ekki eingöngu nytjaskógar Það má ekki gleyma nauðsyn þess að maðurinn kynnist skóginum og kunni að búa við hann.“ ræktun hér, svipar mjög til þeirra aðstæðna sem ég vinn við, en það er skógrækt í klettóttu landi og er ég að fást við sömu trjátegundir og ég sé hér. Við höfum aðallega fengið að kynnast afrakstri tilrauna og ár- angurinn er greinilega misjafn en ég efast ekki um að skógrækt á framtíð íyrir sér á íslandi ef nægi- legt fé fæst. Ég tel að íslendingar eigi einnig að leggja áherslu á rækt- un skóga til útivistar eins og reyndin hefur orðið á í Danmörku. Það tók okkur eitthundrað ár að ná því marki sem við höfum í dag í dönsku skógunum. Fyrir mig er þessi ferð eins og að líta til baka yfír sögu dönsku skóganna. Þið eig- ið mikið verkefni fyrir höndum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.