Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 fclk í fréttum Morgunblaðið Systkinin fjögur með böm sín í fanginu. Fyrir aftan standa makar þeirra. Frá vinstri em Haraldur með Freyju Rós i fanginu og María kona hans, Kristín með Elvar Má og Halldór, Margrét með Bjaraa og Valgeir, Björg með Aðalstein og Sigfús maður hennar. Sérstæð skírn í Hagakirkju á Barðaströnd Fjögur systkini frá Haga á Barðaströnd létu skíra böm sín samtímis í Hagakirkju 1. ágúst síðastliðinn, þtjá drengi og eina telpu. Hlutu bömin nöfnin Aðal- steinn, Bjami, Elvar Már og Freyja Rós. Systkinin em böm Kristínar Haraldsdóttur og Bjama Hákonar- sonar og heita Björg, Margrét, Kristín og Haraldur. Þórarinn Þór prófastur á Pat- reksfirði skírði, en hann hafði jafnframt fermt systkinin. Til gam- ans má geta þess að bömin eru öll fædd á tímabilinu apríl til júlí í fyrra. Að halda uppi merkinu Þegar Yoko Ono kom með Sean, ellefu ára son þeirra John Lennons heitins, á opnun sýningar á mál- verkum eftir Lennon í Beverly Hills, ráku margir upp stór augu. Drengurinn er nefnilega mjög líkur foður sínum, eins og sjá má á mynd sem tekin var við þetta tækifæri. Yoko hefur fram til þessa haldið drengnum utan við sviðsljósið, en er farin að taka hann með sér nýverið. Hún segir þá feðga ekki síður vera líka í lund en útliti. Nú er bara spumingin hvort sonurinn getur í framtíðinni samið jafnljúf lög og faðirinn gerði. Gígja Sigurðardóttir látúnsbarki og textahöfundur. Látúnsbarkí á Hótel Söffu Gígja Sigurðardóttir er einn látúnsbarkanna sem Stuð- menn uppgötvuðu og sungu fyrir landsmenn í beinni útsendingu frá Tívolí í Hveragerði. Nú mun Gígja syngja á Hótel Sögu í kvöld og næstu helgar við undirleik hljóm- sveitarinnar Klassík. En Gígja er ekki nýgræðingur á dægurlaga- sviðinu. Hún er nú nítján ára en var ekki nema fimmtán ára göm- ul þegar hún samdi textann við lagið Pamela í Dallas sem Dúk- kulísumar fluttu og varð geysivin- sælt árið 1984. Og seytján ára byijaði hún söngferil sinn með hljómsveitinni Náttfara frá Egils- stöðum, sem hinn góðkunni Ami ísleifsson stjómaði. Hún hefur sungið allar götur síðan, með hljómsveitinni Ökklabandinu sem varð til úr Náttfara og í seinni tíð líka með hljómsveitinni Ef til vill, sem ef til vill breytir bráðlega um nafn að sögn Gígju. Og hún seg- ist semja talsvert af textum jafnframt því að syngja. Allan þennan tíma í tónlistar- stússinu hefur Gígja numið við Menntaskólann á Egilsstöðum, á uppeldisbraut, sem hún braut- skráist frá um næstu áramót. Hún er spurð hvort það hafi ekki verið erfítt að gera hvorttveggja í senn, að æfa og syngja með danshljóm- sveit allan veturinn og að vera í skóla. „Nei, ekki svo mjög,“ svarar Gígja. „Á meðan aðrir fóru út í íþróttahús á körfuboltaæfmgu, fór ég og æfði með hljómsveit- inni. Mín vinna var svo mest um helgar og maður varð að lesa vel þegar fríar stundir gáfust. Stund- um er ég auðvitað þreytt á þessu og vildi helst vera heima og horfa á sjónvarpið og borða poppkom, en þetta aflar manni peninga og hefur borgað að mestu mína skólagöngu. Oft er líka mjög gam- an í þessu." Gígja er Grindvíkingur, þótt hún sæki menntaskóla á hinum enda landsins. Hana segist hafa langað svo mikið í heimavistar- skóla þar sem ekki væri bekkja- kerfí og þá hefði ME einn komið til greina. Nú segist hún vera orðin mikill Austfírðingur í sér. „Það er mjög gott að vera þama. Það er fallegt á Héraði og gott fólk.“ Aðspurð um látúnsbarkakeppn- ina segir Gígja að hún hafí verið mikil upplifun. „Maður var svo stressaður," segir hún. „Ifyrst þegar maður heyrði í hinum fannst manni þeir vera svo góð- ir.“ Gígja skar sig úr á sviðinu, stutthærð með pottlok á höfðinu söng hún Stuðmannalagið Strax í dag af krafti og var afar lífleg í framkomu, á meðan hinar stelp- umar í keppninni sungu róleg lög. Og nú er væntanleg plata með öllum látúnsbörkunum. Gígja hyggst flytja til höfuð- borgarinnar eftir áramótin, þegar hún er búin með stúdentinn, ætlar að taka sér frí frá skóla, helga sig söngnum, eignast einhveija peninga eftir mögur ár náms- mannsins og hamast við að vera til eins og hún sagði sjálf. En í kvöld geta menn sumsé tekið for- skot á sæluna og hlýtt á söng hennar á Hótel Sögu. COSPER Þeir koma í fyrramlið að gera við lyftuna, tengdamamma, og þá færam við þér kaffi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.