Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 HLÍF SVAVARSD'OTTIR LISTDANSSTJORI [VIÐTALI „Dansinn eropinberun manneskj- unnar. Dansarinn verðurstöðugt að efla sig og þroska, jafnt and- lega sem líkamlega og hann verður að kunna að beita þroska sínum í þágu dansins og það án þess að missa nokkurn tíma sjón- ar á því að danslistin er hans eigin persónu mikilvægari." maðurinn er tengiliður | „Ég sr lent," svarar Hlff Svavarsdóttir, nýráöinn listdansstjóri Þjóólsikhússins, þsgar ég spyr hana hvernig só að vera komin heim til að setjast að eftir 22ja ára búsetu og störf erlendis. „Hér hef ég verk að [ vinna og það eru verk sem mér i finnst að ég verði að takast é við. Erlendis hef ég verið gestur og þess vegna notið ékveðinnar sérstöðu sem er lúxus og | vissulega hef ég notið þess. i stórum samfélögum eru gerðar miklar kröfur og þvf oft auðvelt að verða undir, en Holland, þar sem ég hef búið og starfað sfðustu fimmtén érin, hefur verið mér gott. i litlu þjóðfólagi er staða hlutanna skýrari og ekki endiiega auðveldari. íslenski dansflokkurinn er é tfmamótum og stöðu hans þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar og ég vit taka þétt f þvf og beita öllum mfnum kröftum til að hér verði til sterkur, sjélfstœður dansflokkur. Það var ekki auðvelt að hafa hendurá Hlíf þessa daga sem spjall okkar fór fram. Ekki fyrir það að hún forðaðist mig, heldur það að komið var að endasprettinum á fyrstu sýningu íslenska dansflokksins eftir að Hlíf tók við stjórnun hans, Flaksandi faldar, sem varfrumsýnd 22. nóvember sl. „Já, kannski á 22 eftir að verða happatalan mín," segir hún eilítið kímin og ég veit að um huga hennar fljúga hugsanir og vonir um bjarta daga dansflokknum til handa. Hann á hug hennar allan. Hún er reist, hlý, næstum því blíð en þó ákveðin. Hlíf hóf störf 1. september sl. Fjórum vikum síðar eignaðist hún soninn Viktor Bjarka. Hún hefur reynt að skipta tíma sínum á milli fjölskyldunnar og dansflokksins. „Heima hjá mér býég í algjöru karlasamfélagi en í dansflokknum eru eingöngu konur." Frá því að hún kom heim hefur hún þurft að standa í ströngu. Hún hefur verið í leit að samastað fyrir fjölskylduna sem er orðin fimm manna, og það hefur tekist til bráðabirgða og á sama tíma hefur hún verið að fara í saumana á stöðu dansflokksins, þjálfað hann og æft og samið annað tveggja dansverkanna sem Flaksandi faldar samanstanda af. „Vinnan við þessa sýningu hefur hjálpað mér ótrúlega mikið til að kynnast getu flokksins sem heildar og ekki síst til að kynnast því hvernig hver einstaklingur innan hans er sem persóna og dansari. Hvort tveggja finnst mér ákaflega mikilvægt. Því dansinn er opinberun manneskjunnar. Dansarinn verður stöðugt að efla sig og þroska, jafnt andlega sem líkamlega og hann verður að kunna að beita þroska sínum í þágu dansins og það án þess að missa nokkurn tíma sjónir á því að danslistin er hans eigin persónu mikilvægari. Þetta er auðvitað oft erfitt fyrir dansara, því hann elst upp fyrir framan spegil. Hann hefur sjálfan sig fyrir augum allan sinn þroskaferil. (spegilinn verður hann að líta með gagnrýnisaugum, en jafnframt að elska sig út af lífinu. Þetta getur verið erfitt því hann verður að sýna þroska sínum áhuga, en jafnframt vera áhugalaus um sína eigin persónu þegar á sviðið er komið. Dansarinn verður að muna að hann er að þjóna. Listamaðurinn ertengiliður milli lífsins og listarinnar. Því verða oft til tvær manngerðir í ballettheiminum. Annars vegar sú sjálfsupptekna og hinsvegar sú sem aidrei finnur sig og er sífellt óánægð meö sig og lemur sig áfram harðaren nokkur harðstjóri. En dansarinn er það sem lifir og þrífst þar á milli og fyrir utan, því „Ég“ skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið. Að velta sér upp úr sjálfum sór á sviði getur verið skolli kostulegt, en aldrei frjótt og þá er listamaðurinn illa staddur." Verk Hlífar í Flaksandi földum heitir Á milli þagna og ég spyr hana hvað hafi vakaö fyrir henni með verkinu. Hún er treg við að fara að útskýra það nákvæmlega, því verkið á að standa sjálfstætt, en segir þó: „Þetta verk vegur ekki þungt. Mig langaði til að semja Ijúft dansverk og brjóta upp stílform og það er kannski eitthvað það erfiðasta. Það vakti ekki síður fyrir mér að með vinnunni með stelpunum gat ég kynnst þeim beturog þess vegna eru þær yngstu í flokknum í dansverkinu, því þær þekkti ég minnst þegar ég kom til starfa. En fyrst og fremst var þvi ætlaö að styðja verk Angelu Linsen sem mér finnst einstaklega góður og spennandi danshöfundur. Verkið hennar heitir Kvennahjal og er sérstaklega samið fyrir dansarana. Hún samdi verkið með hliðsjón af dönsurunum. Hún fylgdist með þeim og kynntist þeim og þróaði verkið þannig áfram. Mérfinnst það mjög skemmtilegt. Það er modem og mitt er af klassískum toga, en þetta tvennt getur farið vel saman." Þaö þarf ekki að sitja lengi aö spjalli við Hlíf Svavarsdóttur til að finna að þar fer þroskaður listamaður sem hefur stælst í margri eldrauninni, en þó aldrei glatað sjónum á markmiðum sínum, þó stundum hafi þau aðeins verið sýnileg við ysta sjóndeildarhring. Hún hélt út til Englands fimmtán ára að aldri til náms í Konunglega ballettinum í London eftir nokkurra ára nám hér heima. „f Konunglega var ákaflega ströng klassísk þjálfun og allt mjög formfast og strangt. Þetta var á tímum Twiggy, sem hafði einmitt þann vöxt sem svo gjarnan er talinn hæfa ballerínum. Þannig að jafnvel tískan ýtti undir þessa ímynd. Ég varö þver og þrjósk og vildi ekki taka þátt í þessum ósköpum. (dansinum erum við að fjalla um sálina og fólk er mismunandi. Mérfinnst gaman að sjá manneskjur í ballett en ekki ímyndir. Dansarinn má ekki líma utan á sig ímynd, því dansinn kemurinnanfrá. Það skiptirekki máli hvernig hann vill líta út, heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.