Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Máltíða- skipan og hversdags- matur á málum • hjá íslensku sveitafólki við fyrri hluta 19. aldar. í megin- atriðum er hann svipaður og hér að framan greinir, nema nú ber við að kjötsúpa er stundum gefin hversdags, þá líklega saltkjöts- súpa, nema þegar slátrað var, þó aö það sé ekki tekið sérstak- lega fram. Eins er súr blóðmör algengur með nónmatnum. Finn- ur talar sérstaklega um að lifrar- pylsa hafi ekki þekkst hér fyrir miðja 19. öld og kemur það heim og saman við að á þann rétt sóst hvergi minnst í heimildum fyrr. Nú er stundum kominn kál- grautur í skyrhræringinn og gulrófur í kjötsúpuna. Og kaffi- sopinn er fyrsta hressingin sem fólk fær sér á morgnana. „Fyrri skatturinn" sem áður var sagt frá, aukabitinn um sláttinn, heitir nú „litli skattur". Hann er ennþá oftast skyr og er gefinn milli morgunkaffis og morgunskatts. Loksins, loksins Þegar komið er fram á 19. öld- ina, fara loksins að verða veru- legar breytingar á mataræði íslendinga eftir margra aida harðfisk með súru smjöri, skyr og spaðsúpu. Þær breytingar byrja að koma fram upp úr 1800, fyrst í þóttbýlinu eins og alltaf gerist, en mylgrast síðan út um sveitirnar, fara að hafa þar ein- hver áhrif um miðja öldina, og sums staðar er fornum siðum haldið langt fram á tuttugustu öldina. Saltið er orðið aðgengi- legt fyrir alþýðu manna og veldur því að nú er fariö að salta smjör- ið og saltfiskur, ásamt rúgbrauði og hveitibrauði leysir að ein- hverju leyti harðfiskinn af hólmi. í lok aldarinnar er kartöflubylting- in að mestu um garð gengin, en þó að kartöflur teljist fyrst rækt- aðar hér árið 1758 tók það meira en öld að koma þeim inn í dag- legt fæði almennings. Nokkrir heimildarmenn segja frá því, að kartöflur hafi ekki verið notaðar á þeirra heimilum fyrr en um aldamót. Hór eins og í ýmsu öðru eru austfiröingar aðeins á öðrum báti en landsmenn al- mennt. Jafnframt því sem þeir hafa brauð meira um hönd á 19. öldinni, virðast þeir seinni til með notkun kartaflna og annars grænmetis. Grasbítar Grænmeti, eins og gulrófur og næpur fer annars að veröa al- gengt á borðum almennings á síðustu öld, eins og sjá má á lýs- ingum Finns Jónssonar. Það gekk ekki átakalaust að koma grænmetinu í íslendinga og eru margar sögur af þeim vandræð- um sem tramfarasinnaöi' bændur lentu í þegar þeir vo’ að reyna að fá heimiiisfólk til að éta „gras". Jón Hjaltalín skrifar 1868: „Vér munum þá tímana, að margir sögðu fyrir 30 árum, þegar þeir áttu að borða kálgrauta, að þeir væru engir grasbítar, en þeir vissu eigi, ves- alíngar, að allt mjöl og hveiti eru grös jarðarinnar." Eldhúsfræði á 19. öldinni Þá vex kaffinotkun gífurlega á öldinni eins og áður er sagt og eins sykurnotkun, og farið er að baka kökur og brauð úr fínmöl- uðu hveiti. Eins er nú farið að gera tilraunir og breytingar í matreiðslunni, þegar líður á öld- ina. Ætla má að fyrsta mat- reiðslubókin sem hér var gefin út árið 1800, „Einfalt matreiðslu- vasakver handa heldri manna húsfreyjum", hafi ekki komið á mörg alþýðuheimili — enda ekki alþýðufólki ætluð eins og nafnið bendir til. Ég hefi grun um að sú næsta sem kom út 1858 eftir Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur hafi ekki heldur verið mjög út- breidd a.m.k. ekki á borð við Kvennafræðarann eftir Elínu Bri- em sem kom út 1889 og varð feikivinsæll. 1895 hefur Kvenna- blaðið göngu sína og kvennaskól- arnir komu til sögunnar á síðustu áratugum aldarinnar. Allt hefur þetta orðið til að auka fjölbreytni ■ í matargerð og öllu húshaldi. En eins og fyrr breiðast nýjungarnar hægt og rólega út í sveitirnar. Málamatur íbyrj- unaldar í skrifum heimildarmanna þjóðháttadeildar um málamat á síðasta tímabili þrímælingsins kemur í Ijós að hversdagsmat- reiðsla á heimilunum hefur ekki tekið neinum stökkbreytingum frá 19. öldinni. En í samræmi við það sem hér á undan er talið, er maturinn meiri og fjölbreyttari en áður. í hádeginu er nú undan- tekningalítið heitur matur, reyndar næstum alltaf soðinn fiskur eða kjötsúpa, þó nefna tveir hór steiktan fisk til sögunn- ar. Nær alltaf er um saltkjöt og saltfisk að ræöa nema þar sem menn búa nálægt sjó og geta orðið sér úti um nýjan fisk. Soð- kökur eru víða geröar meö saltkjöti og saltfiski. Kjötmáltíð er nú víða tvisvar í viku, oft á miðvikudögum og sunnudögum, mjög víða saltkjötssúpa, en þó er nú farið að nefna steikur á tyllidögum. Á Suðurlandi þekktist á þessum tíma sums staðar að sjóða saltkjötiö í þykkum mjólkur- grjónagraut. Morgunmatur og kvöldmatur eru enn svipaðir, grautar, nú úr hafragrjónum eða hrísgrjónum, Konur gengu f karlastörf þegar á þurfti aö halda f fyrri tfö, en oft var erfiðara aö fá karlana inn f eldhúsiö. Til allrar hamingju verður nú sffellt fátfðara að mönnum þyki Iftilsvirðing að vera bendlaðir við eldhúsverk. Hér er ungur maður að hella upp á kaffi eftir matinn og afi hans að vaska upp. og skyrhræringurinn er ennþá vinsæll, þó ekki úr fjallagrasa- graut eins og á 18. og 19. öldinni. Menn eru hættir að gera sór mat úr grösunum svo að nokkru nemi. Með morgun- og kvöld- veröi er haft miklu meira brauð en áður, súrmatur ýmiss konar á vetrum svo sem slátur, sviöa- sulta og lundabaggar. Enn eru nokkrir sem halda í þann gamla sið að hafa harðfisk og smjör með miðdegis- og morgunmat. Og nú er farið að minnast á af- ganga — að afgangar frá miðdegisverði séu hafðir með kvöldgrautnum. Spónamaturinn er enn víðast- hvar eftirréttur með miðdegis- mat, en sums staða reyndar bara kaffisopi. í Rangárvalla- og Ár- nessýslu var þó nokkuð um að menn hefðu ekki spónamat á eftir miðdegisverði á þessum tíma, en hins vegar kaffi. Þeir hinir sömu tóku fram að siðurinn að hafa spónamat í eftirrétt hefði komið þegar varð tvímælt. Það vakti athygli mína hversu algengt það virðist hafa verið skv. þessum svörum að drekka í morgunkaffitímanum ýmiss konar grasate úr blóöbergi, vall- humli eða fjallagrösum; eða bara „bland", heitt vatn með mjólkur- sopa útí, sem líka var kallað „tevatn". Yfirlit Við skulum nú draga saman það sem ég hefi verið að reifa um mataræði og máltíöaskipan hjá íslensku bændafólki í gegn- um tíðina: íslendingar borða að líkindum tvímælt fram um siöa- skipti, tvær aðalmáltíðir, aðra að morgni dags og hina við verka- lok, dagverð og náttverð. Kjöt, soðið eða stundum bakaö á seyðum framanaf, skyr, ostar, harðfiskur, smjör og lítið eitt af brauði og grautum hefur verið þeirra málamatur. Því miður er fátt hægt að fullyrða um hvenær og hvernig menn hafa borðað einstaka rétti. Síðar, líklega upp úr siðaskipt- um er farið að hafa þrímælt, morgunskatt, dagverð eða mið- degismat og kvöldskatt. Morg- un- og kvöldmáltíðin var aðallega skyr sem menn hrærðu gjarnan í einhverja grauta og harðfiskur með sméri í miðdegismatinn fram á 19. öld. Tilhaldsmatur var mest kjötsúpa úr nýju kjöti, eða saltkjöti, eftir að það kom til sög- unnar, reyktur kjötmatur eða súrmeti. Þessir matartímar hnikast síðan aftar á daginn eftir því sem kaffið vinnur á og á 19. öldinni koma smám saman þrír kaffitím- ar inn í vinnudaginn meðfram þessum þremur máltíðum. Á 18. og 19. öldinni og líklega fyrr var gefin aukamáltíð, „fyrri skattur" eða „litliskattur", á annatímum. Það var langoftast skyr, en þó er líka nefndur harðfiskur og fyr- ir austan brauð. Yfir hábjargræð- istímann um aldamótin var máltíðaskipanin sem sé á þessa leið: Morgunkaffi, litliskattur, morgunskattur, hádegiskaffi, nónmatur, miðaftanskaffi og kvöldskattur. Á fyrri hluta tuttugustu aldar verður aftur tvímælt og gerist það í áföngum. Um það leyti er mikið að gerast á sveitaheimil- um. Þangað eru að koma alls konar nýjar vélar. Eldavélar fóru að breiðast út um sveitirnar und- ir aldamótin og útrýmdu nánast gömlu hlóöaeldhúsunum á tveimur fyrstu áratugum tuttug- ustu aldarinnar. Þá var einnig á þessu skeiði hætt að skammta matinn handa hverjum og einum á málum, heldur farið að bera hann á borð þar sem menn sátu saman og mötuðust. Á þessu tímabiii fór fólkinu að fækka í sveitunum og í framhaldi af því leggjast fráfærur niður. Það þýddi eitthvað minna vinnuálag og einnig líklega minna hlutfall af mjólkurmat í fæði sveita- manna. Þrátt fyrir þetta hefur ekki orðið nein bylting í hvers- dagsmatreiðslu á sveitaheimilum á lokaskeiði þrímælingsins. Menn eru rétt að byrja að steikja mat, en langmest af kjöt- og fisk- meti sem ofaní fólk fer er soðið á venjulegan hátt. Ennþá er af- skaplega lítið um krydd annað en salt og pipar. Og tvímælt í... Hér hefur verið stiklað á stóru íyfirgripsmiklu efni. Margt er enn órannsakað og ber sérstaklega að nefna mismun á matreiðslu og mataræði eftir héröðum. Þeg- ar litið er á máltíðaskipanina vekur athygli, að þegar efna- hagsástandið er skárra og vinnuálagiö minna virðist sú til- hneiging vera uppi að borða færri og stærri máltíðir. Þannig fjölgar máltíðum hér, og þær virðast jafnframt verða lítilfjörlegri upp úr siðaskiptum, þegar flest fer niður á við. Og þeim fækkar í byrjun tuttugustu aldarinnar, þegar hið gagnstæða er uppi á teningnum. Kúrfa um máltíða- skipan myndi í samræmi við þetta sýna svipaðar línur og fram koma í línuritum veðurfræðinga um hitasveiflur á fslandi síðan byggð hófst. Máltíöum fjölgar í kjölfar loftkólnunar. Reyndar sýn- ist mér allt stefna í algeran einmæling núna, því a.m.k. á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru ansi margir sem borða ekki neitt sem kalla má almennilega máltíö fyrr en að vinnudegi loknum. Hvort að hér er um að ræða hrað- vaxandi andlegt atgervi lands- manna skal ég ekki segja, kannske komast Islendingar inn- an skamms á plan með Oðni og þurfa ekki annað til viðhalds sér en áfengi. Þau mistök urðu í fyrri hluta greinarinnar að texti féll niður við mynd af bollapari. Það átti að standa „Skeggjabollar á byggða- safninu á Grenjaðastað". Þá var rangur myndatexti birt- ir með mynd af tarínu og matfati. Þar átti að standa „Tinborð- búnaður í þjóðminjafsafni." Helstu heimildir Ámi Sigurðsson. „I Breifldal fyrir 60 árum“. Breifldœla. Drög tll sögu Brelðdals. Jón Helgason og Stefón Einarsson gáfu út. Reykjavík 1948, bls. 59—139. Björn Halldórsson. Rit Björns Halldórssonar (Sauðlauks- dal. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Reykjavik 1983. Eddukvasðl. Ólafur Briem annaðist út- gáfuna. Skálholt, — Reykjavik 196 Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar g Bjarna Pálssonar um ferðlr þeirra á fslandi árin 1757-1768. Reykjavík 1943. % FinnurJónsson. Þjóðhaettlr og aevisögur. Akureyri 1945. fslensk fornrit l-XII. Reykjavlk 1933—1968. Jón Hjaltalin. Ritgjörð um manneldi. Reykjavík 1868. Jónas Jónasson fró Hrafnagili. fslensklr þjóðhasttlr. Einar Ólafur Sveinsson bjó undir prentun. Reykjavík 3. útgáfa 1961. Snorra Edda. Árni Björnsson bjó til prentunar. Reykjavik 1975. Sturlunga saga l-ll. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eld- járn sáu um útgáfuna. Sturlungaútgáfan, Reykjavík 1946. Sveinbjörn Rafnsson. „Um matarœði islendinga á 18. öld". SagaXXI, Reykjavík 1983, bls. 73-82. Daniel Vetter. fsland. Ferðasaga frá 17. öld. Safn sögufólags I. Helgi Þorláksson sá um útgáfuna. Reykjavík 1983. Hallgerður Gísladóttir er safnvörður í Þjóðminjasafn- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.