Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 C 9 Ljó8m. Hallgerður Glsladóttir 1. Skrautleg ostakúpa úr gleri talin frá 19. öld. Þjms. 11069. 2. Diskarekki með diskum frá þvf uppúr miðri öld. 3. Nestispennur. í þeim var fólki færður matur á vinnustað fjarri heimili á fyrri hluta aldarinnar. ig hafa þeir haft mikið súrt smjör með harðfiskinum og töluvert var um osta. (slenskri ostagerð mun hafa hrakað verulega á 17. og 18. öld og í 18. aldar heimild er því haldið fram að aðeins á Austur- landi séu þá búnir til ostar sem bragð sé að. Stöku sinnum hafa grautar og brauð verið á borðum og þá fremur grautar því að þá varð meira úr mjölinu. Þó að ekki hafi fundist öruggar heimildir um kjötreykingu hérfyrr en á sextándu öld má búast við að hún hafi tíðkast eitthvað fyrr. Ekki steikt Matur hefur sjaldan verið steikt- ur á þessum tíma, þess er reyndar oft getið í Eddukvæðum og Snorra Eddu en þá yfirleitt í sambandi við atburði sem ekki voru alveg af þessum heimi. í íslendingasögun- um og Sturlungu bregður henni aðeins einu sinni fyrir, en þá fengu karlar sem voru í herleiðangri kú til sláturs „ok fengu þeir eigi katla til að sjóða ok steiktu við elda" segir í sögunni. Þetta var sem só gert í neyð. En seytt Hitusteinar — nálægt hnefastór- ir steinar sem glóðhitaðir voru í eldi — hafa eitthvað verið brúkaðir a.m.k. á fyrri hluta miðalda bæði til að hita vökva í tréílátum, t.d. mjólk, og til að seyða við kjöt í soðholum, eða seyðum. Frá þeirri athöfn er runnið orðtakið að eitt- hvað sé á seyði og þýðir upphaf- lega „Hvað er í matinn?" Ef til vill hefur kjötið af seyönum bragðast þeim fornmönnum eins vel og okk-- ur bragðast nútíma grillmatur, en' ég hef það nú samt á tilfinning- unni að okkur myndi þykja þessi hitusteinamatreiösla býsna subbu- leg nú til dags. Við skuium nú fara nokkuð hratt yfir sögu. Eins og ég sagði áður, virðist fæða landsmanna verða fábreyttari þegar líður að lokum 16. aldar og á þeirri 17., en ég hefi ekki fundið neinar sérstakar' lýsingar á málamat frá þeim tíma. Og þá er rétt að vinda sór yfir á upplýsingaöldina, þegar menn byrja á bókum að pæla í mat og manneldi af fræðilegum áhuga. Það má búast við að þá hafi ekkii átt sér stað neinar meiriháttar breytingar um hríð. Fjallagrasagrautar- hræringur Lýsingum á algengasta mála- mat á 18. öldinni ber nokkuð vel saman. Morgunskattur og kvöld- skattur voru svipaðir. A þeim málum borðuðu menn mest skyr, sérstaklega á sumrin og þá nýtt, en súrt á vetrum. Annaðhvort var skyrið haft eitt sér eða hrært út í grauta, oftast úr fjallagrösum og mjólk útá. Einnig var talað um graut og flautir. Oftar virðist hafa verið undirstöðubetri matur — súr ketbiti eða haröfiskur til viðbótar á morgnana, en á kvöldin — sér- staklega þegar mikið var að gera. Um helgar var reynt að hafa ein- hverja tilbreytingu á þessu, t.d. bygg- eða rúgméisgrauta soðna í mjólk. „Fyrri skatturinn" um anna- tímann var langoftast aukaskyr- sletta með mjólk eða rjóma. Harðfiskur, smér og spónamatur Til miðdegismatar var algengast að hafa harðfisk og smór, „er það fastur aðalréttur hjá háum sem lágum um miðjan dag" segir Þórar- inn Liljendal í skýrslu sinni, og það ber þeim saman um, sem um mataræði á 18. öldinni skrifa ekki síður en þeim sem fyrr höfðu gert það að umtalsefni, að fádæmi hafi menn látið í sig af harðfiski og sméri. Oftast var þetta aðalréttur- inn í hádeginu, en þar sem þannig háttaði til var soðinn nýr fiskur úr sjó eða vötnum, stundum í mysu og borðaður án nokkurs viðbits. Einnig var á hlunnindajörðum fuglakjöt og egg í miðdegisverð á ákveðnum árstímum, eggin með ögn af smjöri við, en af fuglum var oft soöin súpa. f Breiðafjarðareyj- um voru egg matreidd á hinn margvíslegasta hátt, sem of langt væri að lýsa hér, þar sem ekki er ætlunin að fara út í smáatriði varð- andi staðbundna matreiöslu — t.d. var gerður eggjaostur og eggja- drafli og einnig stöppur úr eggjum og skyri. Talað er um að í fisks stað eða með fiski, sé á mörgum stöðum, einkum fyrir austan borð- uð hvannarót á vetrum. Henni var þar safnað í vetrarforða. í eftirmat með miðdegisverði var einhvers konar spónamatur, oftast skyr, eða grautarsletta. „Til hinna eldgömlu siða telst að borða spónamat á eftir ótmatn- um,“ segir Eggert Ólafsson. „Allur þorri íslendinga heldur honum, nema þeir sem ákafastir eru að stæla erlenda tísku." Og þessi siður hefur svo sannar- lega orðið lífsseigur. Við ólumst flest upp við hann og víða halda menn hann í heiðri enn. Fjallalambtil spari Eins og menn heyra er steiking ekki nefnd í þessari upptalningu á algengasta hversdagsmat, og ekki heldur þegar menn tala um til- haldsmat á bændaheimilum. Eggert Ólafsson nefnir þó steik- ingu í einu tilfelli, en hann segir að í Breiöafjarðareyjum steiki menn kópakjöt. Athyglisvert er, að slátur skuli ekki koma meira við sögu þarna en raun ber vitni. Líklega var það vegna mjölskortsins á 17. og 18. öld. Eggert nefnir ekki slát- ur og í lýsingum Þórarins kemur það fyrir, en þó ekki sem hvers- dagsmatur. Þó að ekki hafi verið ætlunin að fjalla um tilhaldsmat hér langar mig að birta hér frósögn Þórarins af því hvernig menn breyta til í mat á íslandi í lok 18. aldarinnar. Hún er á þessa leið: „Auk þess verður að taka fram, að á nokkrum tilteknum dögum á ári á að hafa ákveðinn mat, eins og á jóla-, páska og hvítasunnudag ásamt nýársdegi, en þá er hafður á morgnana og kvöldin grjóna- grautur soðinn í mjólk og hjá fátæklingum mólgrautur. Um miðj- an daginn reykt kjöt. Á Mikjáls- messu þegar heyskap er lokið víðast hvar er gjarnan slátrað lambi og skipt á milli vinnufólksins. Á allraheilagramessu eru étnir lambahausar. Á sprengikvöld er étið svo mikið af reyktu kjöti sem hver getur í sig látið. Á fyrsta sum- ardag eru gjarnan hafðar kjöt- og blóðpylsur súrsaðar í sýru, það gildir einnig um ýmsa hátíðisdaga eins og þrettándann, kyndilmessu, boðunardag Maríu o.s.frv. Á ákveðnum sunnu- og helgidögum er höfð súpa úr nýju eða söltuðu kjöti eftir atvikum. Sömuleiðis er vinnufólki gjarnan gefinn betri og Ijúffengari matur en venjulega þeg- ar eitthvað erfitt og óvenjulegt verk ber aö höndum." (Þýð. Svein- björns Rafnssonar.) Þama heyrum við loks um bless- að fjallalambið, sem margir hafa vafalaust saknað í þessari umfjöll- un um hversdagsmat. Það er semsagt talið fremur til hátíðarétta á þessum öldum. Kálgrautarhræringur Við skulum næst líta á það sem Finnur Jónsson frá Kjörseyri skrifar um málamat fólks á Suð- urlandi og í Hrútafirði og Laxár- dal, en heimildarmenn hans miða 1. Frá tökustað 6 Mýrdalssandi. 2. Anna Jóna Jónsdóttir, búningahönnuður gerir Marfu Ellingsen tilbúna ítöku. 3. Kvikmyndað við Múlakvfsl. 4. Leikstjóri og kvikmyndatökumaður leið- beina „bræðrunum tveimur", Valdimar Flygenring og Steinarri Ólafssyni fyrirtöku f bflbraki. 5. Geir Óttar Geirsson, höfundur leikmyndar. 6. Framkvæmdastjóri myndarinnar og með- limur kvikmyndatökuhóps, Hlynur Óskars- son og Joseph Areddy. 7. Anna Jóna Jónsdóttir, búningahönnuður og Jóna Finnsdóttir, skrifta og eiginkona handritshöfundar, Sveinbjörns I. Baldvins- sonar. 8. Valdimar Flygenring, tilbúlnn í slaginn á tökustað. r hvað só nefnt. Það er ráðgert a búið verði að klippa myndina ur áramót. Við þurfum á næstu döj um aö íart. í endurtökur í eitthva annan dag, en í janúar verði farið að vinna í hljóðsetning myndarinnar og má í því dæn nefna að við erum afskaplega ár ægðir með að hafa fengið til lið við okkur sama hljóðhönnuð og s um hljóðið í kvikmyndinni „Ve viseren" sem Helgi Skúlason lék nýverið. Sá hljóðhönnuður er a okkar mati sá besti er völ er á Norðurlöndum nú. Fyrst við erum að ræöa um hljó þá má geta þess að tónlistin myndinni er ekki endanlega ákvei in, nema það að hún verði bæ( íslensk og erlend og þessa dagan erum við í viðræðum við Jón Ólafs son í Skífunni og ýmsar aðr velunnara íslenskrar kvikmync gerðar um tónlistina og milligöng við mögulega tónlistarmenn. Við ráðgerum að Ijúka eftii vinnslunni einhverntíma í uppha sumars og að frumsýna myndina annað hvort í lok ágúst eða um miðjan september. Það er tíminn sem um ræðir þó svo að endanleg- ur frumsýningardagur sé ekki ákveðinn." „Þetta er svona allt að mjakast í áttina að endanlegu takmarki og eins og Noregsferðin var mikill léttir," segir Jón. „Við erum svona að jafna okkur hægt og sígandi eftir erfitt sumar, bæði kvikmynda- lega séð og líkamlega séð. Það hefði verið óhugsandi aö gera þessa mynd nema með jafn góð- um hóp og við höfðum í kringum okkur og við erum mjög þakklátir því fólki sem vann í þessu með okkur. Það er nokkuö til í samlík- ingunni sem ráðgjafa myndarinn- ar, Lárusi Ými Óskarssyni vartamt að nota sem fyrrum sjómanni. Það er ýmislegt líkt með kvikmynda- gerðarhópnum og áhöfninni sem er á netaveiðum. Þegar vel á að veiðast gengur ekkert nema að róa í hvaða veðri sem er og vaka og vinna og vaka og vinna. Svo má kannski segja að samlíkingunni sleppi þegar vinnutörnin er búin, því sjómaöurinn sór það á launum ef mikið var unnið og vel fiskaðist, þar sem kvikmyndagerðarmaður- inn fær aðeins þau laun sem um var samið. Útkoman, það er kvik- myndin sjálf eru svo verðlaunin sem sjómaðurinn fær hins vegar ekki," segir Jón og Karl tekur und- ir orð síðasta ræðumanns. Þessi hópur, sem þeir er svo ánægðir með, samanstendur af rúmlega sextíu manns. Má þar nefna, aðal- leikarana þrjá, Valdimar Flygern- ing, Steinarr Ólafsson og Maríu Ellingssen, aðra leikara í stærri hlutverkum, þau Eyvind Erlends- son, Sigurð Skúlason, Jón Sigur- björnsson, Guðrúnu Gísladóttur og Halldóru Björnsdóttur. Þá komu einnig við sögu leikararnir Sigurður Karlsson, Eggert Þorleifsson, Há- kon Waage, Árni Blandon, Helgi Björnsson, Vilborg Halldórsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Erlingur Gíslason, Þorsteinn Jónsson og Hallmar Sig- urðsson, auk annarra. í kvikmyndatökuhópnum voru auk Jóns, leikstjóra og Karls kvik- myndatökumanns, Lárus Ýmis Óskarsson, ráðgjafi við gerð myndarinnar, Joseph Areddy, Jó- hann Sigfússon, Kristinn Þórðar- son, Janus Jónsson, Ásgeir Sigurvaldason og Einar Berg- mundur, auk Jónu Finnsdóttur og Marinar Magnúsdóttur. Búningar voru í höndum Önnu Jónu Jóns- dóttur og Elín Sveinsdóttir, sminka annaðist förðun. Leikmynd gerði Geir Óttar Geirsson og voru hgn- um til aöstoðar m.a. þeir Egill Örn Egilsson, Agúst Sæmundsson og Báröur Ólafsson. Hljóöupptaka var í höndum Gunnars Hermanssonar, Þorbjörns Erlingssonar og Mike Nielsen. Ýmsir aðrir komu við sögu í gerð myndarinnar sem frumsýnd verður að öllum líkindum eftirtæpt ár og sýnd á íslensku hér og á Norðurlöndunum, en annars stað- ar á ensku. Það er því mikið eftir áður en hún birtist á hvíta tjaldinu, þó svo að margt sé frá. Um það hvort aöstandendurnir séu búnir að hugsa lengra en fram á frumsýningardag hvað kvik- myndagerðina varðar er svarið:" „Alveg tvímælalaust. Viö erum til- búnir með uppkast að handriti annarar myndar. Það er hugmynd sem gerist um 1999 og þó að það sé ekki tímabært að fara út í þá sálma nú, að þá má fólk ímynda sér hvernig Reykjavík liti út í steikj- andi sól, hefði malbikið aldrei verið fundið upp og mesti annatíminn í umferðinni færi fram á malarveg- um, eða þá ef rafkerfi borgarinnar væru í rústum og rafmagnið færi af og til. Kæmi síðan aftur í gang með tilheyrandi neistaflugi og raf- lostum. Það má svona velta því fyrir sér hvernig ástandið væri, við erum a.m.k. að því," segir Jón. Búið. Viðtal/Vilborg Einaredóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.