Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 C 5 mánaða starfsþjálfunar er krafist eftir fyrra árið og hægt að fá prófskírteini i hótelrekstri eftir það. Ásdfs Guðmundsdóttir er á öðru ári í Hosta. Hún er búsett í Dubai með foreldrum sínum og fer þang- að að námi loknu. „Námið hér er erfitt og ég er ánægð með það,“ sagði hún. „Ég vann á Sheraton- hóteli í Dubai í sumar og á von á að fá starf þar þegar ég útskrifast." Það eru nú alls 16 íslenskir nem- endur í Hosta. 11 þeirra eru í eins árs ferðamálanámi sem undirbýr þá fyrir IATA- og UFTAA-próf, en bæði eru ætluð fyrir starfsfólk á ferðaskrifstofum. Hosta er eini heimavistarskólinn í Sviss sem býður upp á þetta nám en það er einnig kennt í Aarau og Zurich. „Námið miðast við að þjálfa okkur í að veita þá þjónustu sem ferða- skrifstofur eiga að bjóða upp á,“ sagði Anna Þorgrímsdóttir, sem hóf námið í ágúst. „Við lærum mikla landafræði svo að við getum svarað spurningum fólks og unnið hratt. Okkur er kennt að gefa út farseðla og spara fyrir ferðamann- inn. Fólk eyðir oft miklum fjármun- um í feröalög og því er mikið í húfi að feröin gangi vel.“ Fyrsti hluti íbanda- rísku háskólaprófi Enginn íslendingur hefur enn stundað nám í enskumælandi hót- elskólanum Institut Hotelier, Cesar Ritz, í smábænum Le Bou- veret við Genfarvatn. Hann hefur verið rekinn í nokkur ár í gömlu stórhóteli sem hefur verið gert upp. Hann býður upp á nokkrar mismunandi námsskrár eftir því hversu mikið nemendur vilja læra. Einn námsmöguleikinn er að læra hótelrekstur á svissneska vísu í tvö ár og flytja sig síðan yfir í banda- rískan háskóla og útskrifast þaðan tveimur árum seinna með bandarískt háskólapróf (BA) í hót- el- og viðskiptafræði. Nokkrir ágætir háskólar í Bandaríkjunum, t.d. Washington State University, University of Massachusetts at Amherst og Virginia Polytechnic Institute and State University, við- urkenna námið í Le Bouveret sem fyrri hluta í háskólanámi. Enskumælandi skólarnir sem eru nefndir hér, nema sá i Bluche- Sierre, kosta 20 til 25 þúsund sv. franka (520 til 650 þús. ísl. kr.) á ári. Fæði, uppihald og öll skóla- gjöld eru innifalin í því. Skólinn í Bluche er aðeins ódýrari. Lána- sjóður íslenskra námsmanna hefur verið fiestum íslensku nemendun- um í Sviss innanhandar. Skólarnir krefjast stúdentsprófs eða starfs- reynslu á hóteli eða veitingastað við inntöku. Enskukunnátta verður að vera góð. Þeir útskrifa nemend- ur sem þekkja alla hnúta i hótel- rekstri og ættu að vera færir um að gegna stjórnunarstörfum. „Við ætlumst ekki til að fá að ganga beint inn í hótelstjórastörf á ls- landi,“ sagði einn íslensku nemendanna. „En við vitum að það er þörf fyrir fólk með okkar mennt- un heima.“ Og marga langar til að sjá sig um í veröldinni áöur en þeir snúa aftur heim. Eða eins og einn námsmannanna sagði: „Ég kaus þetta nám af því að þaö opn- ar mér möuleika til að vinna fyrir mér og sjá heiminn um leið.“ Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir Námfyrir fólk með frama- viljann á hreinu ÝR Gunnlaugsdóttir gekk í Schweizerische Hotelfach- schule Luzern, SHL, fyrsta þýskumælandi hóelskólann í Sviss, I fyrra. „Skólinn var miklu strangari og erfiðari en ég átti von á,“ sagði Ýr. „Dæmi um það er að strax fyrsta daginn var óg látin þjóna eldri nemendum til borðs í hádeginu og ætlast til að ág gerði það almennilega. Ég hafði aldrei komið nálægt svona starf i fyrr og fór alveg á taugum. Ég sullaði auðvitað súpu á einn strákinn og hann forðaðist mín borð alla önnina — þótt mór færi sem betur fer fram.“ Ýr býr í Luzern með Sigurði Grótarssyni, knatt- spyrnumanni. Námið í SHL er byggt þannig upp að fyrst eru tekin tvö tíu vikna námskeið í matreiðslu og þjónustu og síðan þriggja mán- aða námskeið í hótelstjórn, sem felur í sér gestamóttöku. Lærðir kokkar eða þjónar þurfa ekki að taka námskeiðin í sínum greinum. Eftir grunnnámið taka nemendurnir þriggja mánaða lokanámskeið í hótelstjórn og skyldum greinum. Fjögurra mánaða starfsþjálfunar er kraf- ist eftir hvert námskeið og nemendurnir útskrifast með hótelstjórapróf þegar þeir hafa staðist öll próf og uppfyllt kröf- ur skólans. SHL er ekki heima- vistarskóli. Námið tekur alls um tvö ár og kostar án uppihalds- kostnaðar um 20.000 sv. franka (um 520.000 ísl. kr.). „Nemend- ur úr þessum shóla eru öruggir um góðar stöður og ganga oft fyrir öðrum á stórhótelum hér í Sviss,“ sagði Ýr. Hún sagði að mjög góð þýskukunnátta væri nauðsyn- leg í skólanum og nemendurnir þyrftu einnig helst að kunna frönsku. Hún er nú í starfsþjálf- un í eldhúsi á fínum, ítölskum matstað í Luzern en kemur ekki til með að halda áfram í SHL. „Ég hélt að ég kynni þýsku ágætlega þegar ég byrjaði í skólanum en ég átti þó í erfið- leikum með málið. Það er talað sérmál með mörgum frönskum hugtökum í hótelbransanum og ég kunni þau alls ekki. Krakk- arnir sem voru með mér í skólanum höfðu mörg reynslu í faginu eða voru úr hótelfjöl- skyldum og áttu þess vegna auðveldara með námið en ég. Ég fann fyrir því að koma úr allt öðrum menningarheimi en krakkarnir frá meginlandi Evr- ópu. Margir gefast upp í skólanum en flestir þeirra sem halda áfram eru karlmenn með framaviljann á hreinu." Varla störf við hæfi allra ELMAR Kristjánsson útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskóla Íslands fyrir tveimur árum. Hann er nú kokkur á heimili í Genf. Ég forvitn- aðist um skoðun hans á vinsæld- um svissneskra hótelskóla meðal islendinga og spuröi hvort hann hefði áhuga á slíku námi. „Auðvit- að hefði ág áhuga á þvf,“ sagði hann. „Ég klippti meira að segja einu sinni út auglýslngu frá einum þeirra f íslensku blaði. En skólarnir eru mjög dýrir og ég sé ekki að íslenskur vinnumark- aöur hafi störf við hæfi fyrir alla sem fara út í þetta nám. Það er hætt við að krakkarnir fari heim með prófskírteini í hótelstjórn upp á vasann og enginn vilji sjá þá. Nú hefði ég meiri áhuga á að taka námskeið í einhverju sem viðkem- ur matseld og bæta þannig við mig í mínu eigin fagi.“ Elmar hefur verið í Genf síðan í haust. Hann býst við að veröa þar í ár. Hann vann á Gauki á Stöng og á Edduhóteli á Húnavöllum áður en hann fór út. Hann starfar á heimili sem helduroft samkvæmi 09 sagði að það væri góð reynsla. „Eg þarf til dæmis að elda fyrir sjö manns í kvöld. Ég sé hvað er fersk- ast í verslununum og vel það ( matinn. Kjötið hér er rándýrt og erfitt að fá góðan fisk en græn- meti er mjög gott. Fersk krydd eru á boðstólum og ég nota þau gjam- an við að skreyta matinn. Kvöldverðir hér eru yfirleitt þrf- til fjórrétta. Ég ber þá fram á disk- unum og býð gestum af fati ef þeir vilja meira. Fólk ætlast ekki til að fá hrúgu af mat sem það getur mokað upp í sig í miklum flýti eins og oft hættir til með fólk heima. Hér gefur það sér góöan tíma til að njóta matarins og það er gaman að elda fyrir það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.