Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 C 3 hvað hann hugsar og gerir. Það kom að því að ég sótti eingöngu þá tíma sem mér fannst ég hafa gagn af og ég ætlaði alls ekki að gefast upp. Mamma hafði treyst mér og ég hef oft hugsað um það síðan hvað það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hana að styrkja mig til þessa náms, og þurfa að sjá á eftir fimmtán ára barni sínu útí heiminn. Ég man að hún sagði við mig: „Ef þú vilt ekki verða dansari, þá geturðu alltaf komið heim og lært hárgreiðslu." En það átti ekki fyrir Hlíf að liggja að verða hárgreiðslukona. Með náminu fékk hún sér vinnu við Óperuna í Covent Garden. „Ég seldi leikskrárog sælgæti og ég uppgötvaði óperuna og það var hinn besti skóli. Ég þoldi fyrst ekki Wagner, en þarna lærði ég að meta hann og fór að ala mig upp í tónlist og læra að njóta hennar. Þarna komu líka fram úrvalslistamenn og voru að gera hluti sem skiptu máli.“ Hlíf var í London í fimm ár við nám og störf. „Slæmirskólargeta líka gert manni gott ef maður er í þeim á réttum tíma í sínu lífshlaupi." Henni var boðinn samningur við dansflokk í Frakklandi. Hún hafði gifstfyrri eiginmanni sínum, Hreini Friðfinnssyni myndlistarmanni, sem þá hafði ekki hlotið þá viðurkenningu sem hann nú nýtur. Þau fluttust til Frakklands og bjuggu við kröpp kjör og dansflokkurinn sem Hlíf starfaði með reyndist lélegur. „Það var Ragnar í Smára sem bjargaði okkur. Það átti að opna fyrstu SÚM-sýninguna í Amsterdam og Hrein langaði mikið til að taka þátt í henni, en við áttum hvorki peninga til að hann gæti gert mynd, nó fyrirferðinni. Þá skyndilega kemur ávísun í pósti frá Ragnari í Smára. Hann vildi kaupa af Hreini mynd, óséða. Þannig var Ragnar. Hreinn gat hafist handa til að taka þátt í SÚM-sýningunni og óg ákvað að þreyta inntökupróf í Þjóðarballettinn í Hollandi, en þegar til átti að taka þá vildi franski flokkurinn ekki sleppa af mér hendinni, svo ég sá ekki annað ráð en að strjúkal" Holland tók vel á móti þeim. Hlíf fékk fasta stöðu við Þjóðarballettinn, sem þykir standa fremstur ballettflokka í Hollandi sem getur þó státað sig af að eiga marga af athyglisveröari ballettflokkum í Evrópu. Hollenska ríkið veitti Hreini fljótlega starfslaun og á þeim hefur honum tekist að skapa myndlistarverk sem hafa vakið athygli víða um álfur. Að starfa með Þjóðarballettinum erenginn dans á rósum. Það er þrotlaus vinna. Æfingarfrá morgni til kvölds og sýningar á kvöldin. Og þó Þjóðarballettinn hafi bækistöðvar sínar í Amsterdam þá eru sýningar hans jafnan tíðar í öðrum stærstu borgum Hollands og farið í sýningaferðir út um allan heim. Starfsaldur ballettdansara er stuttur og lýkur oftast þegarfólk kemst á fertugsaldurinn og þar kom að Hlíf sá fram á að hún yrði að Ijúka störfum við flokkinn. Hún hafði starfað í níu ár. Eftir tíu ára starf fá dansarar laun í 4 ár til að aðlagast nýju lífi. „Þessi umskipti hafa oft reynst dönsurum erfið og ég hef horft upp á alltof marga þeirra brotna saman og missa alla trú á sjálfa sig og lífið. Þeir hafa orðið bitrir og fundist þeir hafa verið sviknir. Ég mátti ekki til þess hugsa að verða þannig, svo ég ákvað að segja upp ári áður en samningurinn minn rann út. Framkvæmdastjóri ballettsins kallaði mig á sinn fund og reyndi að fá mig ofan af þessu og benti mér á að ef ég hætti þá fengi ég ekki þau fjögurra ára laun sem mér byðust eftir samning, til að aðlagast nýju lífi og fóta sig í því. Þetta er vel meint en hefur líka gefiö tækifæri til sjálfsvorkunnar. Svo ég hætti eftir níu ára starf og afsalaði mór þar með þessum fjögurra ára launum. Meöan ég var í Þjóðarballettinum stofnuðum við, nokkrir dansaranna, danssmiðju þar sem við reyndum fyrir okkur sem danshöfundar. Þessi danssmiðja reyndist vel og á hverju vori voru sýnd verk úr smiðjunni í sérstakri sýningu flokksins. Þarna urðutil margir ágætir danshöfundar. Vegna reynslu minnar þar fókk ég boð frá ýmsum ballettflokkum um að semja verkfyrir þá. Þannig reyndi ég að hella mér út í vinnu og ef ekki bauðst betur þá dansaði ég í Óperunni í Amsterdam og einu sinni vann ég sem hlaðfreyja hjá Arnarflugi." Einn daginn fær hún boð frá Bewth að stafa með þeim. Bewth, sem gæti þýtt „Hreyfileikhúsið“, er víða þekkt fyrir sórstakar sýningar sínar sem hver um sig er unnin fyrir ákveðið rými, sem getur verið kirkja í þetta sinnið og skipasmíðastöð í það næsta. „Auðvitað varð óg yfir mig glöð aðfá að starfa með þeim. Ég hafði séð sýningar hjá þeim frá því að ég kom fyrst til Hollands og hrifist mjög af því sem þau voru að gera. Og það var líka mjög gaman að vinna í leikhúsinu. En svo kom að því að starfsemin staönaði. Leikhúsið var orðið fast í þeirri ímynd sem það hafði skapað sér, hún var orðin eins og spennitreyja og þá er kominn tími til að stokka upp spilin og gefa aftur." Það gerði Hlíf og er nú komin heim til að takast á viö nýja hluti og hún vill stokka upp spilin í starfi sínu með Islenska dansflokknum. Hvernig lítur hún á hið nýja starf sitt? „Mitt starf er að efla og styrkja flokkinn með öllum tiltækum ráðum, vera sífellt vakandi fyrir sjálfstæðri sköpun í flokknum og örva þá sem þess þurfa og sparka í rassinn á þeim sem þurfa þess. Rækta einstaklingana innan flokksins svo þeir geti staðið á eigin fótum og jafnframtfallið inn í hópinn svo hann verði sem sterk heild. (slenski dansflokkurinn hefur meðbyr. Fyrir tveimur árum setti hann upp sýningu sem vakti mikla athygli, Stöðugirferðalangar, og í fyrra kom upp sýningin Ég dansa við þig, sem sló rækilega aðsóknarmet hjá flokknum, en þar má ekki við sitja, það þarf að fylgja þessu eftir og gera róttækar breytingar á starfi flokksins. Hann þarf að verða sjálfstæður. Hann komst á laggirnar í Þjóðleikhúsinu og hefur slitið þar barnsskónum en nú er kominn timi til að hann fari að heiman og standi á eigin fótum. Hann er alltof fámennur og þyrfti að hafa á að skipa þrjátíu dönsurum, því þá gæti hann sinnt margvíslegum verkefnum. Verið jafnt með stórar sem litlar sýningar víðsvegar og gæti starfað með öðrum þeim leikhúsum sem hefðu áhuga á að fá hann til samstarfs. Það er nokkuð sem ekki er hægt núna eins og málum er komið. Þessa daga er veriö að vinna í reglugerð fyrir flokkinn í menntamálaráðuneytinu, sem er fyrir löngu orðið tímabært. Mitt starf er í rauninni við Þjóðleikhúsið og eins og staðan er í dag er dansflokkurinn í rauninni ekki til á pappírum. Þessu þarf að breyta, sem ég vona að verði gert í hinni nýju reglugerð, annars áflokkurinn enga framtíð fyrir sér og ég hef ekkert hér að gera." Viðtal: Viðar Eggertsson \ ISLANÐS Víravirki á búninginn, gull- og silfurskart, demantar. Hálsmen í gulli og silfri með bœnunum: Faðir vor, Sjóferðabœn, Æðruleysisbœn og Barnabœn. (jullsmétírím Lambastekk 10 BreiðholtH S 74363 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.