Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Ánægðir eftir erfitt sumar Steinarr Ólafsson. . - segja þeirJónTryggvason og Karl Oskarsson, tveir meðlima Frostfilm sem í sumar vann að gerð kvikmyndarinnar Foxtrott. Kvikmyndatökureru búnarog myndin komin í eftirvinnslu í Noregi, en þarlendir aðilar hafa nú aukið við fjárfestingu sína í ensku útgáfu myndinnar. „Fimm árekstrar, tíu sprungin dekk, tvö brotin framdrif, tvœr „úr sór bræddar" bifreiðar, bifreið runnin af flutningsvagni, ali- ar rúður í hjólhýsi brotnar og lakkið máð burt af einni bíihlið í sandstormi... Nú og svo var reyndar einum bfl ekið á rúmlega eitthundrað kflómetra hraða inn í „sfldarverksmiðju", en það var samkvæmt handriti." Þarna er verið að ræða um kvik- mynd. Ekki þó af þeirri tegundinni sem einhvern kynni að gruna eftir upptalninguna hér að ofan, sem fengin er frá Jóni Tryggvasyni leik- stjóra myndarinnar Foxtrott, kvikmyndar sem fjallar ekki um ákeyrslur og bílakappa, heldur um „glæfraferð og örlög tveggja bræðra, Tomma og Kidda," svo notuð séu orð handritshöfundar- ins, Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Um söguþráðinn er ekki meira látið uppi, hann er leyndarmál fram á frumsýningardag. „En ef við værum að tala um púsluspil, þá gætu hinir ýmsu partar spilsins heitið bankarán, peningaflutning- ar, gamlar og nýja kærustur, náttúruhamfarir, slys, stórstjörnu- vonbrigði, lausaleiksbörn, þeir sem gruna og þeir sem eru grun- aðir, íslenskar sveitalöggur, veldi, peningar og skotgöt. Allt þetta eru þættir sem viðkoma söguþræðin- um,“ segir Jón Tryggvason. Upptalninguna í byrjun bar hins vegar á góma í samræðum við hann og Karl Óskarsson, kvik- myndatökumann, er þeir voru Svipmyndir kvikmyndatökum í sumar. PSST! ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ SOFA MEÐ BORÁS Mú þarftu eKKi lengur að KvTða fyrir því að fara í háttinn. hann er sænsKur og alveg frábær, þú verð- ur að prófa hann. B0RÁ5 sængurfatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull og fæst í öllum helstu heimilb- og vefnaðarvöruverslunum landsins. ENGIN SLAGSMÁL VIÐ KODDAVERIN B0RÁ5 sængurfatnaðurinn er nefnilega sér- saumaður fyrir almennileg Tslensk heimili. Koddaverin eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot sem lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá þessi slag5mál við að troða stóra og góða kodd- anum sínum inn í alltof lítið koddaver. MEITAKK! Ég tek sænska BORÁ5 sængurfatnaðinn fram yfir allt annað - þú líka. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 C 7 Á efri myndinni er Kari Óskarsson kvikmyndatökumaður og Jón Valdimar Flygenring. Tryggvason leikstjóri Foxtrott á þeirri neðri. beðnir um að tæpa á þeim erfið- leikum sem fylgdu því að „vinna að kvikmynd við íslenskar aðstæð- ur, í íslensku veðurfari og á sunnlenskum malarvegum," eins og Karl kemst að oröi. Þrátt fyrir þá erfiðleika og aðra sem komið hafa upp við gerð myndarinnar á tökustað sem og annars staðar, eru þessir kvik- myndagerðamenn í fyrirtækinu Frostfilm hæst ánægðir með út- komuna og framkvæmdastjóri myndarinnar, Hlynur Óskarsson sömuleiðis með gang mála í sinni deild. Kvikmyndin er komin í eftir- vinnslu og þessa dagana er verið að vinna í klippingu hennar í Nor- egi, þaðan sem þeir Jón og Karl eru nýkomnir frá. „Noregsdvölin var mikill léttir, ef svo má að orði komast, við fór- um þarna út án þess að hafa séð nema um þriðjung af því efni sem við tókum í sumar og settumst niður í tvo daga til að horfa á ailt efnið ásamt forsvarsmönnum Fil- effekt a.s. Það er norskt kvik- myndafyrirtæki, sem ásamt öðru slíku, Viking film a.s. hefur fjárfest í erlendri útgáfu kvikmyndarinna þ.e. með ensku tali. Það var auðvitað talsverði taugatitringur og spenna hjá öllui í fyrstu þegar við komum út me myndina, en þegar upp var stað og búið var að fara í gegnum a efnið, fundum við ekki aðeins h okkur sjálfum heldur hinum lík talsverða eftirvæntingu og t hlökkun til að fara að takast á v að fullvinna myndina og það v ekki laust við að við grilltum í $, dollaramerkið í augum fjárfestar- anna norsku," segir Karl. „í framhaldi af þessari tveggja daga lotu tóku forsvarsmenn Film- effekt þá ákvörðun að veita meira fé til myndarinnar en þeir höfðu ráðgert upphaflega, þ.e. til ensku útgáfunnar og sú viðbót felst t.d. í lengri klippitíma, betri hljóð- vinnslu og það að þeir fá „dýrari" leikara til að raddsetja myndina á ensku. Mest af því hljóði sem var tekið upp í sumar verður ekki not- að, heldur myndinn hljóðsett í hljóðveri og hljóðið „trampað" eins og það er sagt á vondu máli. Það má segja að nærri liggi að hljóð- menn á tökustað séu að tilheyra antíkinni í kvikmyndagerð.“ -Hvað er það í raun sem norsku aðilarnir eru að fjárfesta í? „Það er enska útgáfan. Við tók- um myndina þannig að hún verður til í tveimur útgáfum, annars vegar með ensku tali og hins vegar með íslensku," segir Jón. „Kostnaðinn af íslensku útgáfunni berum við alfarið með tíu milljón króna styrk kvikmyndasjóðs, annari innlendri fjármögnun og persónulegum skuldbindungum okkar sem stönd- um að Frostfilm. Þar koma engir Afsakið hlé 'N w Vi 1 | 4 : , \ i 'J§ 1 ' -p\ Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877 -• i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.