Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 C 11 BURTMEÐKVÐA R VEGNA RUKKANA eikningar berast reglulega og óvæntar rukkanir eru sem betur fer sjaldgæfar, en það er ekki þar með sagt að reikningar séu ávallt réttir. Það er langt í frá að skuldareigend- ur hafi alltaf rétt fyrir sér og því borgar sig að fara nákvæmlega yfir þær tölur sem rukkun gefur til kynna og reikna út hvort niðurstaðan sé rétt. Hér koma vasatölvur í góðar þarfir en þar með þarf björninn ekki að vera unninn. Forsendur þeirra talna sem reikningur gefur til kynna þurfa líka að vera réttar og þetta þarfnast ekki síður athugunar en það hvort rukkarinn hafi reiknað rétt. Hér reynir á rannsóknarhæfileika neytandans. Hefur hann í raun og veru notað síma, rafmagn og heitt vatn eins og seljendur þessarar þjónustu vilja vera láta samkvæmt reikningum? Telji neytandinn að svo sé ekki þarf hann að geta sannað það. En hvernig fer hann að því? Og hvernig fara stofnanirnar að því að sanna sitt mál? Getur verið að neytandinn standi hór höllum fæti gagnvart hinum ýmsu stofnunum sem hafa fiókinn tækjabúnað til að sanna sitt mál en neytandinn e.t.v. lítiö annað en eigin tilfinningu? Um þetta eru himinháir símareikningar sem margir símnotendur hafa fengið í hausinn Ijóst dæmi. Notandinn kannast ekki við að hafa notað símann að því marki sem reikningur- inn gefur til kynna, en þá er hægt að fara fram á mælingar á því hvort skrefateljari viðkomandi símanúm- ers sé í lagi? Reynist svo vera getur símahafi lítiö annað gert en borgað, en líkleg skýring er þá oftar en ekki sú að einhver hafi misnotað sér aðgang að símanum. Fyrír þá sem vilja vera lausir við óskemmtilegar sendingar af þessu tagi framvegis er einfaldasta ráö- stöfunin sú að fá sér langlínulás á símann, en til er enn róttækari að- gerð sem danskur rithöfundur og táningamóðir beitir með góðum ár- angri. Henni bárust jafnt og þétt háir reikningar fyrir notkun á sima sem hún hafði sjálf harla lítil not af þar sem aðrir voru alltaf að tala í hann. Ef það voru ekki hennar eigin börn þá voru það vinir þeirra. Hún gerði sér lítið fyrir og lét setja upp síma- sjálfsala i stóru herbergi sem krakkarnir hafa sem einskonar félags- miðstöð. Hún segir að stofnkostn- aðurínn hafi verið fljótur að borga sig en vissulega hafi krökkunum þótt þetta hábölvað og bara frekja í kellingunni í upphafi. „En,“ segir hún, „þau hafa vasapeninga sem þau geta ráðstafað að vild á sama hátt og ég hef ekki nema takmarkað fé til persónulegra þarfa og ég vil ekki verja mínum vasapeningum í símakostnað fyrir þau og vini þeirra. Um símareikninga er það annars að segja að það er þess virði að gera röfl telji maður aö reikningur sé of hár. A meðan málið er ekki útkljáð er engin ástæða til aö borga nema þann hluta reikningsins sem er óumdeildur. Símahafar eru reynd- ar í erfiðri aðstöðu gagnvart þeim sem þjónustuna selur á meðan skrefateljari er eini mælikvarðinn á notkunina, en sem dæmi um góða símaþjónustu má nefna Bandaríkin þar sem símareikningar eru sundur- liðaðir þannig að notandinn veit nákvæmlega hvað hann er að greiða fyrir. Það er sjálfsögð regla að krefjast skýringa á þeim liðum reikninga sem ekki skýra sig sjálfir. Einkum krefjast liðir á borð við „annað" og „ýmis- legt“ sérstakrar aðgæzlu. Oft eru slíkar nafngiftir merki um tilraunir til að láta neytandann greiða meira en rétt er fyrir þjónustu. Mælar gefa til kynna hver notkun á rafmagni og heitu vatni er á tilteknu tímabili. Þeir sem vilja hafa yfirsýn yfir eyöslu sína gera margt vitlausara en læra að lesa á þessa mæla og reikna út hver kostnaðurinn verður og bera það síðan saman við tölurnar á reikningunum er þeir berast. Allt er þetta liöur í því að sigrast á kvíða vegna yfirvofandi reikninga. Ótti og kvíði beinast i flestum tilvik- um að því sem maður þekkir ekki eða telur sig ekki bera skynbragð á. Sama gildir að sjálfsögðu um verk- launareikninga. Það eru engin lög til um það að maður skuli borga allt sem maður er krafinn um og það án þess að múðra, og í frumskógar- þjóðfélagi efnishyggjunnar er sannarlega ástæöa til að kynna sér vel hvað það er sem maður er að borga fyrir. Aðgæzlu er þörf þegar verktaki er fenginn til að vinna ákveöið verk. Til eru mýmörg dæmi um það að verktaki lætur sér ekki nægja að leysa það verkefni sem um var rætt í upphafi, heldur dyttar óumbeðið að ýmsu i leiðinni og leggur síðan fram háan reikning. í slíkum tilvikum ber verkbeiðanda að sjálfsögðu ekki að greiða fyrir þann hluta verksins sem ekki var samið um í upphafi, en varðandi það verkefni sem samið er um er sjálfsagt að fá þann sem verkið vinnur til að leggja fram kostnaðaráætlun fyrirfram. Enginn fagnar rukkunum og margir kvíða þeim stöðugt, en með dálítilli fyrirhyggju er óþarfi að láta þær raska ró sinni. Það er eins gott að sætta sig við það í eitt skipti fyrir öll að gluggaumslögin eru óhjákvæmilegurfylgifiskur dagiegs lífs, nema hafi í hyggju að hætta að þvo þvott og tala í síma, komast af án rafmagns og hita, að ekki sé minnzt á húsnæði og aðrar lífsnauðsynjar. Að lokinnni undirbúningsvinnu og þegar reikningurinn er kominn í það horf sem báðir aðilar sætta sig við er komið að því að ákveða með hvaða hætti greiðsla skuli fara fram. í nágrannalöndunum er það ekki lengur aöeins spurningin um það hvort greitt skuli í beinhörðum pen- ingum, ávísun eða með krítarkorti. Þeim bönkum og stórfyrirtækjum fer ört fjölgandi sem leggja áherzlu á að halda kostnaði við umfangsmikla og efnisfreka pappírsvinnu í lág- marki, auk þess sem misferii í sambandi við millifærslu fjármuna hefur aukizt mjög á undanförnum árum. Því færist það nú i vöxt að viðskiptamenn peningastofnana láti senda reikninga sína beint f banka þar sem greiðslur fyrir þá eru teknar beint út af bankareikningnum. Ein- földun og tímasparnaður fyrir viðskiptavininn eru helzta hagræðið við þetta fyrirkomulag enda sjá margir sér hag í að viðhafa það. I þessu sambandi er vert að vekja á því athygli að bankar krefjast yfir- leitt ekki þóknunar fyrir þessa þjónustu. Hún er einfaldlega látin i té af því að bankanum er akkur í þvf að halda í ánægðan viðskiptavin, en þó ber þess að geta að þjónust- an er viðskiptavininum að kostnað- arlausu að bankareikningur hans sé róttu megin við rauða strikið. Ann- ars bætist kostnaður við reiknings- upphæðina og hann er sá sami og um ávísanaviðskipti væri að ræöa. Þessi tilhögun hefur marga kosti í för með sér og einn er sá að með þessu móti gleymist ekki að greiða reikninga. Á hinn bóginn kemst við- skiptavinurinn vart hjá þvi að fylgjast sjálfur með því að réttar upphæðir fari inn og út af reikningum og það á réttum tfma. Eigi mistök sér stað af hálfu banka eða viðtakanda greiðslu er ætlazt til að eigandi bankareiknings geri báðum þessum aðilum viðvart um þaö áður en fjórt- án dagar frá greiðslu eru liðnir. Verulega þægilegt greiðslufyrir- komulag hlýtur að sjálfsögðu að vera í því fólgið að þaö gangi fljótt. og vel og sé án alls aukakostnaðar. Bylting í boðskiptum á undanförn- um árum hefur í för með sér nær óendanlega möguleika á hvers kon- ar hagræðingu en þar sem kostnað- ur við tæknilegar nýjungar er yfirteitt mikill í upphafi líður venjulega nokk- ur tími áður en almenningur fer að hafa af þeim full not. Dæmi um þetta er tenging einkatölva við banka um símakapal, en fyrirsjéanlega mun notkun slíks búnaöar aukast mjög á næstu árum. Stundum berast reikningar sem viðtakandi getur einfaldlega ekki greitt. Slíkir reikningar geta verið hættulegir, einkum ef þeir koma frá orkuveitum sem skrúfa hreinlega fyrir orkuna að ákveðnum tfma liðn- um hafi greiðsla ekki borizt. Svo kemur að því að reikningurinn er greiddur og um leiö berst nýr reikn- ingur fyrir opnunina. Til þess að borga reikninga þarf reiðufé en burtséð frá því eru upp- lýsingar lykillinn að farsælum samskiptum viö skuldareigendur. Þegar ekki er hægt að borga á gjald- daga er rétta aðferðin sú að hafa samband við viðkomandi fyrirtæki og útskýra málið og óska eftir þvi að fá frest. Það telst til undantekn- inga ef slfkt svigrúm er ekki veitt en i öllum tilvikum má ætla að sá skuld- ari sem gefur sig fram og stendur fyrir máli sínu fái betri þjónustu en sá sem lætur ekkert á sór kræla. Það er tiltölulega einfalt mál aö jafnvægi þarf að vera milli tekna og útgjalda og til að finna þetta jafn- vægi er nauösyniegt að hafa yfirsýn yfir fastar tekjur og föst útgjöld. Þegar staögreiðsla skatta kemur til framkvæmda um áramót veröur þetta að sjálfsögðu mun viðráðan- legra en verið hefur og um leið ætti það aö auðvelda einstaklingum að gera fjárhagsáætlun og lifa sam- kvæmt henni, en slík áætlunarbú- skapur er skynsamleg leið til þess að firra sig kviða og örvæntingar vegna gluggaumslaga, auk þess sem þaö er rétta aðferöin til að fækka þvilfkum uppákomum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.