Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 FerAabransinn er lokkandi at- vinnugrein. Hann veitirtœkifæri til að vinna lifandi starf, sjá heim- inn og kynnast framandi þjófium. Hann er í uppbyggingu á íslandi og góð atvinnutækifæri ættu að verða í boði fyrir vel menntað fólk f framtíðinni. Enda leynir áhugi islendinga sárekki. Um 180 manns sóttu kynningarfund um hótel- og ferðamálaskólann Hosta f Leysin með Semonite, skólastjóra, f Reykjavfk fyrir nokkrum vikum. Nú þegareru 14 manns f námi f hótelstjórn í Sviss — 9 f Luzern og S f Leysin. 11 íslendingar leggja stund á ferða- mál í Leysin. Sviss hélt upp á 200 ára ferða- málaafmæli sitt í ár. Það getur því státað af langri reynslu í ferðaiðn- aði og er þekkt fyrir góða þjónustu. Samtök svissneskra hóteleigenda stofnuðu fyrsta hótelskóla heims, Ecole Hoteliere, í Lausanne 1893 til að þjálfa fólk í hótel- og veitinga- hússrekstri. Skólinn er þekktur um allan heim og próf þaöan þykir öruggur gæðastimpill. Þar er kennt á frönsku og meirihluti nem- enda eru Svisslendingar. Samtök svissneskra hótel- og veitinga- hússstarfsmanna stofnuðu þýsku- mælandi skóla, Schweizerische Hotelfachschule, í Luzern árið 1909. Námið og kröfurnar þar eru svipaðar og í Lausanne. Þýsku- og frönskumælandi nemendum hefur því gefist kostur á fyrsta flokks kennslu og þjálfun í hótelrekstri í Sviss í áratugi. Enda er ekki óal- gengt að Svisslendingar séu í toppstöðum á fimm stjörnu hótel- um út um allan heim. Tortryggni fyrst í garð enskumælandi skóla Hótel- og ferðamálaskólar í Sviss eru nú orðnir þó nokkuð margir. Samtök hóteleigenda við- urkenna 11 til viðbótar við gömlu skólana tvo. Þar á meðal er Belvo- irpark, þýskumælandi hótelskóli í ZÚurich, Vieux Bois, frönskumæl- andi í Genf, og Les Roches, enskumælandi í fjallabænum Bluc- he-Sierre. Skólarnir í Zurich og Genf reka báðir veitingastaöi sem eru opnir fyrir almenning þar sem nemendur fá þjálfun í matargerð og þjónustu. Samtökin viðurkenna einnig enskumælandi hótel- og ferðamálaskóla í Chur og þýsku- mælandi ferðamálaskóla í Zurich. Enskumælandi skólar byrjuðu að skjóta upp kollinum fyrir sex til sjö árum. Hosta var meðal þeirra fyrstu. „Það var fyrst sterk and- staða gegn okkur,“ sagði frú Semonite, annar eigandi og rekstr- arstjóri Hosta. „Samtök hóteleig- enda óttuöust að nýju skólarnir væru lakari en hinir gömlu og myndu draga úr virðingunni sem svissnesk hótelmenntun nýtur. Nýju skólarnir eru að sjálfsögðu mismunandi góðir og nokkur leið- inda atvik hafa átt sér stað í sambandi við þá.“ Einum skóla var til dæmis lokað af því að nemend- um var leyft að vinna án atvinnu- leyfa og annar varð gjaldþrota. „En við stefnum að því að halda háum „standard". Það borgar sig fyrir skólana og nemendurna. Og sam- tökum hóteleigenda er ekki lengur í nöp við okkur. Þeir hafa séð við- skiptamöguleikana í sambandi við enskumælandi skóla og reka nú skólann í Bluche-Sierre." Enskumælandi hótelskólar í Sviss hafa gert með sér samtök. Þau eru enn svo ung og laus í reip- unum að ekki tókst að hafa upp á neinum í forsvari fyrir þau. En það eru þegar fimm enskumælandi skólar, þar á meðal Hosta, skóli í Le Bouveret, Chur og Neuchatel, aðilar að þeim og nokkrir til við- bótar munu væntanlega ganga í þau þegar þeir hafa verið reknir í tvö ár. Marco Monteforte, skóla- stjóri IHTTI (International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd.) í Luzern, þar sem 9 íslending- ar eru viö nám, sagði að skólinn ætlaði ekki að ganga í samtökin. Hann er ekki sáttur við reglur sam- takanna. IHTTI er dótturfyrirtæki Tourisconsult, það er ráðgjafarfyr- irtæki í ferðamálum í Basel með starfsreynslu út um allan heim. Skóli IHTTI hóf starfsemi í fyrra- haust. Hann hefur því enn litla reynslu en nemendur sem ég tal- aði við eru ánægðir. Þeir geta valið um tvær brautir, mat og drykk, sem felur í sér matseld og þjón- ustu, eöa herbergjasviö, sem nær til gestamóttöku. Þeir fá innsýn í báðar brautirnar þótt þeir sér- mennti sig í annarri. Grunnnámið í hótelrekstri tekur tvö ár með starfsþjálfun í 16 vikur í tvö sumur og hægt er að bæta við sig þriðja árinu til að fá prófskírteini upp á hótelstjórn. Gallabuxur og striga- skór á bannlista Bóklegu fögin — ferðamál, tölvufræði, bókfærsla, tungumál, sálfræði o.s.frv. — eru kennd í björtu húsnæði skammt frá lestar- stöðinni í Luzern. Verklega kennslan fer fram í Hotel Royal. Það er nokkurn spöl frá skólanum, en Luzern er um 160.000 manna borg. Hótelið stendur á hæð og hefur stórkostlegt útsýni yfir Vier- waldstattersee. Nemendurnir borða og búa í hótelinu. íslensku krökkunum kom saman um að skólinn væri strangur, mun strangari en þau áttu von á. Þau eru ræst um hálf sjö og eru önnum kafin fram að kvöldmat og jafnvel lengur eftir því hvaða skyldum þau eiga að gegna. Og þá eiga þau eftir að læra. Skyndipróf eru al- geng og ætlast til góðrar frammi- stöðu á þeim. Framkoma, umgengnisvenjur og snyrti- mennska eru tekin til greina við einkunnagjöf. Það má hvorki vera í gallabuxum né strigaskóm í skól- anum né matsalnum. Flestir nemendur þurfa því að byrja á því að fata sig upp þegar þeir koma til Luzern. „Hér er stefnt að því að gera okkur að efnum í góða hótelstjóra," sagði Árni Sigur- bergsson, sem byrjaði í skólanum í febrúar '87. Svissneskir hótel- skólar eiga það sameiginlegt að byrja kennsluna frá grunni. Nem- endur þurfa að sanna reiknings- kunnáttu með blýanti og blaði áður en þeir komast í tölvur. Áhersla er lögð á að þeir þekki öll tæki, aðferöir og hugtök í hótelrekstri af eigin reynslu svo þeir skilji vandamál starfsmanna sinna síðar meir þegar þeir verða komnir í stjórnunarstöður. Þeir eru því látn- ir elda, bera til borðs, búa um rúm, ryksuga og bóna í verklegu kennsl- unni. Sigurður Garðarsson, sem er lærður kokkur og er á fyrsta ári í Hosta, fann að því að nemendur þar fá ekki að spreyta sig sem skyldi í eldhúsinu en hann hældi kennslunni í framreiðslu í hástert. Erfitt en gott nám Hosta var þýskumælandi hótel- skóli áður enBemonite-hjónin tóku við honum. Hún var námsstjóri skólans en hann var áður skóla- stjóri Leysin American School, sem er menntaskóli í litla fjalla- bænum. Það búa um 1.600 manns að staðaldri í Leysin en um 700 nemendur sækja þar nám í einka- skólum. Námið í Hosta eru tvö ár. Nemendur búa í hótelskólanum fyrsta árið og læra þá undirstööu- atriði í hótelrekstri. Seinna árið flytja þeir sig í aðra byggingu og sækja tíma í bóklegum fögum i sambandi við hótelstjórn. Sex Ódýrasti en fínasti hótelskóli Sviss JACQUES Tschumi, hótelstjóri Beau-Rivage í Lausanne, stofnaði Ecole Hoteliere, fyrsta hótelskóla heims, í gömlu hóteli við Genfarvatnið fyrir 94 árum. Hann taldi nauð- synlegt að kenna fólki hótel- stjórn svo svissnesk hótel gætu boðið upp á almennilega þjónustu og ferðaiðnaðurinn í landinu gæti dafnað. Skólinn varð strax þekktur og þykir enn hinn fínasti f heimi. Færri en vilja hafa löngum komist að. Um tíma vartfu ára bið- listi i skólann en nú eru tekin inntökupróf í hann og 90 bestu komast að. Skólinn flutti fyrir nokkrum árum í nýtt húsnæði fyrir ofan Lausanne. Þar eru velbúnar skólastofur á tveimur hæðum, matsalir, bókasafn, bar og setu- stofur á einni hæð og kennslu- eldhús í kjallara. Tæplega 500 nemendur frá 33 löndum eru í skólanum og pláss fyrir 200 í heimavist við hlið hans. „Við stefnum að því að halda skólagjöldum eins lágum og við getum til að gefa sem flestum tækifæri til að stunda þetta nám,“ sagði Peter Barakat, að- stoðarskólastjóri. „Ætli við séum ekki ódýrasti einkaskólinn í Sviss." Hvert námskeið í skólan- um, sem stendur í fimm mánuði, kostar um 10.000 sv. franka (26.000 ísl. kr.). Heimavist í þann tíma kostar 2.250 sv. franka (58.500 ísl. kr.). Nemendur í hótelstjórn þurfa aö taka námskeið í mat og drykk, þjónustu, hótelrekstri og hótel- stjórn. Krafist er fimm mánaða starfsreynslu í þremur fyrr nefndu fögunum eftir hvert nám- skeið. Námið tekur því um þrjú og hálft ár. Skólinn býður einnig upp á styttra nám í hótelrekstri Elsti hótelskóli heims flutti fyrir nokkrum árum f þessi húsakynni. á mismunandi sviöum. Kennslan fer fram á frönsku. Megnið af nemendum Ecole Hoteliereru Evrópubúar. „Ég hef starfað hér í 29 ár og man eftir 10 íslenskum nemendum á þeim tíma," sagði Barakat. „Námið miðast við að þjálfa stjórnendur sem þekkja starf undirmanna sinna. Við útskrifum ekki fullfæra kokka. En við ætlumst til að nemandi frá okkur kunni til dæm- is að búa til bearnaise-sósu svo að hann viti þegar hann er orð- inn eldhússtjóri að það er hægt að elda sósuna með 100 grömm- um af smjöri þótt matreiöslu- maðurinn Jians noti alltaf 200 grömm. Hann á að geta sagt honum að draga úr kostnaði með því að minnka smjörið og ef kokkurinn er með múður þá á hann að reka hann." Barakat er sjálfur fæddur og uppalinn á hóteli. Hann útskrif- aðist frá skólanum í Lausanne árið 1955 og byrjaði að kenna þar þremur árum síðar. Hann sagði að um 16% nemenda skól- ans kæmu frá hótelfjölskyldum. „Gæði nemendanna hafa aukist síðan við fórum að gefa inntöku- próf," sagði hann. „Þau prófa getu nemenda í frönsku, reikn- ingi og bókfærslu, almenna þekkingu þeirra og framkomu. Tölva raðar þeim niður eftir frammistöðu og við tökum 90 efstu inn og næstu 90 geta reynt aftur. Það er mikill munur að hafa þetta fyrirkomulag, ég átti orðið erfitt með að segja foreldr- um að börnin þeirra þyrftu að bíða í 10 ár eftir að komast inn í skólann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.