Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 31 a ogfonnaður Siálfstæðisflokksinm- Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra aukaskatt sem upp verður tekinn í ársbyijun 1989 þegar gamla söluskattskerfið verður afnumið verður lokið umfangsmestu þáttunum í endurskoðun skatta- kerfisins. Þess meginsjónarmiðs var gætt þegar ákvörðun var tekin um tollabreytinguna að hagsmuna heimilanna yrði gætt, einkanlega heimila barnmargra fjölskyldna og ellilífeyrisþega. Verðhækkun vegna söluskatts á matvæli var eytt að verulegu leyti með því að greiða niður ýmsar af mikilvægustu neysluvörum heimilanna. Ákveðið var að verja 600 millj. kr. til að hækka bæt- ur lífeyristrygginga og barnabætur. Kerfisbreytingin hefur engin áhrif á framfærslu- vísitölu. Hins vegar leiðir hún til þess að byggingar- vísitala lækkar frá þvi sem ella hefði orðið sem og lánskjaravísitala. Að auki koma ofangreindar hækkan- ir á barnabótum og lífeyrisbótum sem ekki mælast í þessum vísitölum. Erfið staða útflutningsgreina, einkum í sjávarút- vegi, mun krefjast mikillar athygli stjórnvalda á næstunni. Þróun kostnaðar og tekna útflutningsgreina hefur verið óhagfelld á síðustu mánuðum, annars veg- ar vegna mikillar spennu og launaskriðs á vinnumark- aði og hinsvegar vegna sviptinga á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Samdráttur í afla á næsta ári gerir stöðuna enn erfiðari. Ekki er annað að sjá en að gengi Bandaríkjadals muni verða lágt á næstunni, og ýmsir spá því að hann kunni að lækka enn frekar á næsta ári. Hræringar á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði marka breytt ytri skilyrði sem við fáum vitaskuld engu um ráðið. Breytingar á afstöðu milli helstu mynta eru stað- reynd, sem atvinnurekstur, sem á hag sinn að einhveiju eða öllú leyti undir útflutningi, verður að laga sig að. Þetta er viðamesta verkefnið, sem glíma þarf við að teknum ákvörðunum um ríkisfjármál og fiskveiði- stefnu. En jafnljóst er að verulegt álitamál er hveiju gengisbreyting fengi áorkað til að bæta um í þessu efni. Gengislækkun yki tekjur útflutningsgreina í íslenskum krónum en hætt er við að helstu kostnaðar- liðir fylgdu fast á eftir. Gengislækkun yrði því skammgóður vermir og skilaði litlum árangri og hætt er við að hún myndi hprða á hraða verðbólguskrúfunn- ar. Hér þarf annað og meira að koma til. Hagur sjávarútvegs hefur verið allgóður á undan- förnum árum og raunar betri en um langt skeið þó syrt hafi í álinn síðustu vikur. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að jafna tekjur milli ára í svo sveiflu- kenndri greii] sem sjávarútvegurinn er. Verðjöfnunar- sjóður hefur ekki reynst þess megnugur að rækja þetta hlutverk sem skyldi, og kemur þar margt til. Verðjöfnunarsjóður stendur því á tímamótum að þessu leyti og er brýnt fyrir greinina að teknar verði ákvarðanir um framtíð hans. Sýnt er í ljósi reynslunn- ar að skilyrði þess að sjóðurinn starfi áfram er að einstök fyrirtæki leggi hvert inn á sinn reikning í sjóð- inn, þannig að framlög í hann séu tryggilega aðgreind eftir því hver innt hefur þau af hendi. Sjóðurinn þarf og að njóta aukins fijálsræðis til að ávaxta það fé sem hann hefur yfir að ráða. En það er jafnframt íhugunarefni hvort sveiflujöfn- un væri ekki allt eins vel komin í höndum fyrirtækjanna sjálfra þannig að þau ákvæðu sjálf hvert og eitt fyrir sig hvernig búið yrði í haginn fýrir mögru árin. Það er umhugsunarefni að hagur fiskvinnslu fer versnandi samtímis því sem verð á fiskmörkuðum helst mjög hátt. Hátt verð á uppboðsmörkuðum stafar óefað meðfram öðru af þeirri samkeppni sem ríkir á milli fiskvinnslu og ferskfiskmarkaða erlendis. Fiskvinnslan þarf vitaskuld að búa við þau skilyrði að hún geti keppt við þessa markaði um hráefni. Ganga þarf að því með opnum augum að treysta rekstrarstöðu þessar- ar undirstöðugreinar í þjóðarbúskap okkar sem og útflutningsgreinanna í heild. Sífellt aukin sókn í takmarkaða auðlind gerði óhjá- kvæmilegt haustið 1983 að setja aflamark á einstök skip samvæmt ákveðnum reglum. Framkvæmdin hefur um margt verið erfið og hefur leitt af sér umdeilan- lega niðurstöðu í ýmsum tilvikum. Önnur leið hefur þó ekki fundist heppilegri. En hún er ekki hugnanleg tilhugsunin um að skömmtunarstjórn eða haftakerfi verði við lýði um langa framtíð í sjávarútvegi. Atvinnufrelsi og einstakl- ingsframtak sem um langan aldur hefur verið burðarás íslensks atvinnulífs verða að fá að njóta sín í sjávarút- vegi sem og í öðrum atvinnugreinum íslendinga. Þegar þjóðin öðlaðist óskoraða lögsögu yfir fiskveiði- landhelginni axlaði hún jafnframt þá skyldu að vernda fiskstofna á miðunum umhverfis landið. Með verndun- arsjónarmið að vopni unnum við sigur í deilum um yfirráðarétt yfir landhelginni. Það er engu minni nauð- syn nú en þá að halda sjónarmið vísindalegrar verndun- ar fiskimiða landgrunnsins í heiðri. Meginmarkmið efnahagsstefnunnar á komandi ári er jafnvægi og gróska í þjóðarbúskapnum, hjöðnun verðbólgu og skaplegt jafnvægi í viðskiptum við-.út- lönd. Kaupmátt heimilanna þarf að veija svo sem frekast er unnt, og jafnframt að skapa skilyrði þess að vextir lækki. Miklu skiptir að farsæl lausn fáist á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð er lögð á herðar samtaka vinnumarkaðar. Ríkisstjórnin er fýrir sitt leyti reiðubú- in að greiða fyrir gerð kjarasamninga verði eftir því leitað af hálfu samningsaðila enda verði samningar í samræmi við efnahagsmarkmið ríkisstjórnarinnar og ytri skilyrði þjóðarbúsins. Margt hefur orðið til að gera það verkefni sem sam- tök vinnumarkaðarins standa frammi fyrir erfiðara en ella. Þar á meðal má telja lækkun Bandaríkjadals og þá staðreynd að draga verður úr sókn í ýmsa mikil- væga fiskstofna. Á móti kemur að velmegun hefur aldrei verið jafn mikil og almenn og nú. Hvert sem litið er má sjá merki þess að þjóðin hefur brotist með myndarlegum hætti til bjargálna og nýtur nú Iífskjara sem jafnast á við það sem best gerist meðal nágranna- þjóðanna. Hér á landi þekkist ekki sú mikla misskipting auðs og tekna sem tíðkast með flestum öðrum þjóðum. í því felst mikil gæfa sem og því að stéttaskiptingu þekkjum við ekki nema af afspum. Þessu íslenska sérkenni megum við ekki glata. ★ Mikil tíðindi gerðust í desember þegar forseti Banda- ríkjanna og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins undirrituðu í Washington fyrsta samkomulag sögunnar um gagnkvæman niðurskurð á kjamorkuvopnum í framhaldi af Reykjavíkurfundi þeirra fyrir rúmu ári. Þessi atburður vakti bjartsýni og vonir um nýja tíma. Miklar umræður hafa verið um frið og afvopnun á undanförnum ámm. Ágreiningur hefur verið um leiðir en ekki markmið. . Tímamótasamkomulag stórveldanna má fyrst og fremst þakka staðfestu Vesturlanda í varnarmálum. Það er hún sem knýr Sovétmenn til að setjast niður og semja, en ekki starfsemi friðarhreyfinga vítt um heim. Samstaða og samstarf vestrænna ríkja í Atlants- hafsbandalaginu, sem hefur tryggt frið í Evrópu í fjóra áratugi, hefur sjaldan verið mikilvægara en nú og engin ástæða til að ætla að það bresti. Ríkisstjórnin mun áfram fylgja þeirri gmndvallar- stefnu í utanríkismálum að taka þátt í vestrænu varnarsamstarfi á grundvelli aðildar íslands að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamningsins við Bandaríkin. Evrópubandalagið er nú mjög að eflast og nauðsyn- legt er fyrir okkur íslendinga að auka til muna allt samstarf við bandalagið og marka okkur framtíðar- stefnu í þeim málum þó að aðild sé ekki á dagskrá. Við munum njóta fríverslunarsamsíarfsins í þessu til- liti og mörkun sameiginlegrar stefnu og stuðnings ríkjanna í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) við íslensk sjónarmið í viðræðum við Evrópubandalagið. Hjá fámennri þjóð í stóm landi skipar einstaklingur- inn hærri sess en hjá stórþjóðum og hver og einn verður að leggja meira af mörkum. Við íslendingar búum við meiri velmegun og almennari menntun en annars staðar þekkist. í vaxandi mæli emm við að ná árangri á alþjóða vettvangi á hinum ólíkustu svið- um. Ef fram fer sem horfir mun nafn íslands ekki aðeins kalla fram hugsun um fornbókmenntir, fiskveið- ar og Reykjavíkurfund leiðtoga stórveldanna, heldur tengjast afreksmönnum í ýmsum greinum. Þjóðin hefur fagnað árangri íslenskra ópemsöngv- ara á erlendri gmnd á árinu og ber þar hæst samning Kristjáns Jóhannssonar við hina þekktu Scala-ópem. Sama má segja um frábæran árangur íslenskra skák- manna en íslenska þjóðin uppsker nú í ríkum mæli árangur af brautryðjandastarfi Friðriks Ólafssonar í þessum efnum. Tveir ungir íslendingar, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn- Steingrímsson, urðu heimsmeistarar í skák hvor í sínum aldursflokki, Margeir Pétursson varð Norðurlandameistari og Jóhann Hjartarson vann milli- svæðamót í sumar'og þar með réttindi til að tefla í áskorendaeinvígi á næsta ári. Þetta hlýtur að vekja metnað og stolt með þjóðinni auk þess sem það er skáklistinni mikil lyftistöng. • Loks má minna á frammistöðu íþróttamanna, ekki síst íslenska landsliðsins í handbolta sem komið er í röð fremstu handboltaþjóða heims. íslenskir vísinda- menn og fræðimenn hafa einnig getið sér gott orð víða á erlendum vettvangi. Við íslendingar eigum mikið af atgervisfólki sem við þurfum að styðja við bakið á, því frammistaða þess er allri þjóðinni brýning til betri og meiri v'erka. Afreksmenn okkar auka hróður og virðingu landsins í samfélagi þjóðanna. ★ Eitt mikilvægasta verkefni sem bíður úrlausnar er mótun heildarstefnu í skólamálum. Efla verður skóla- starf eftir föngum og laga það að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin var mynduð skipaði hún sérstaka fjölskyldunefnd sem gera á úttekt á stöðu fjölskyldunnar í þjóðfélaginu með velferð barna fyrir augum og leggja fram úrbótatillögur. Meðal verkefna nefndarinnar er að koma með tillögur um hvernig laga megi skólastarf að heimilislífi nútímafjölskyldu þar sem báðir foreldrar starfa utan heimilis. Fyrstu tillagna fjölskyldunefndarinnar er að vænta í mars. ★ Fijáls fjölmiðlun hefur verið mikið til umræðu á árinu. Nokkuð hefur borið á því að frelsinu hefur ver- ið kennt um það sem aflaga hefur þótt fara. Þetta er mikið vanmat á sjálfstæðri mannlegri hugsun. Frelsi má skilgreina með ýmsum hætti eins og önnur orð, en menn mega aldrei missa sjónar á því að frelsi og ábyrgð haldast í hendur. Miklu frelsi fylgir mikil ábyrgð, og minna frelsi minni ábyrgð. Þess vegna eru þeir sem veigra sér við ábyrgð stundum reiðubúnir til að afsala sér frelsi í skiptum fyrir forsjá. Það er í raun það sem vinstri stefnan snýst um; að hafa vit fyrir öðrum og losa þá undan að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef við kunnum ekki með frelsið að fara, er það ekki vegna þess að frelsið hafi á einhvern hátt misst gildi sitt, heldur vegna þess að við erum ekki reiðubú- in að horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því. Við þurfum nú að sækja fram af festu og einurð fyrir íslenska þjóð. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn að hafa forystu um að leita þeirra sátta og þess sam- starfs, sem nú er þörf. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar og Guðs blessunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.