Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 19 Nýtt tímarit um uppeldismál ÚT ER komið tímaritið Með fólki sem er nýtt tímarit um uppeldis- mál, gefið út af Samtökum foreldra og kennarafélaga við Grunnskóla Reykjavíkur. Er rit- inu ætlað að ná til foreldra og annara sem með uppeldismál fara. Ætlunin er að gefa tíma- ritið út þrisvar á ári. í fyrsta tölublaði tímaritsins eru nokkur málefni tekin ítarlega fyrir en bryddað á öðrum. Er framhald áformað í næstu blöðum. Ritstjórar eru Valgarður Egils- son og Anna Jóelsdóttir. í stjórn samtakanna eru Valgarður Egils- son læknir, formaður. Magnús Forsíða tímaritsins Með fólki. Skúlason arkítekt, María Norðdahl kennari, Kristín Hraundal húsmóðir og Hrund Hjaltadóttir kennari. Sambandsf ry stihúsin; Fiskframleiðsla 10% meiri en í fyrra Útflutingsverðmæti um 7,5 milljarðar króna FRAMLEIÐSLA frystihúsa á veg- um Sambandsins á þessu ári verður um 10% meiri en á síðasta ári og útflutningsverðmæti henn- ar sömuleiðis. Vegna iækkunar dollars og hækkunar pundsins og annarra gjaldmiðla i Evrópu hef- ur orðið veruleg sveifla á útflutn- ingi milli markaða á kostnað Bandaríkjamarkaðs. Vegna verk- falla í upphafi ársins var fram- leiðsla talsvert undir meðallagi fyrri hluta árins, en er nú um 10% meiri en í fyrra. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að áætluð heildar- framleiðsla frystihúsa tengdum Sambandinu væri um 54.000 tonn og verðmætið um 7,5 milljarðar króna. Þróun gengis helztu gjald- miðla fískkaupalandanna hefði haft veruleg áhrif á útflutinginn og verð á fískinum. Dollarinn hefði lækkað um tæp 11% frá lokum síðasta árs, en sterlingspundið hins vegar hækk- að um 12%. Þessi þróun hefði haft þau áhrif á útflutninginn, að hann hefði í nokkrum mæli færzt frá Bandaríkjunum yfir á Evrópu. A síðasta ári hefðu 30% útfluttra botn- fiskafurða farið til Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands fyrstu 10 mánuði ársins en 38% nú. Þó dollarinn hefði lækkað hefði verð- hækkun komið á móti vestan hafs, en í Evrópu hefði verð haldizt stöð- ugt og gjaldmiðlar styrkzt. Þá sagði Sigurður að vegna verk- falls sjómanna í upphafi ársins, hefði framleiðsla frystihúsanna verið 85% minni í janúar en árið áður. I febrú- ar hefði þetta hlutfall verið orðið 50%, 25% í marz og eftir 6 mánuði hefði hún verið 2% minni. Síðan hefði hún verið meiri en í fyrra og undan- farna mánuði um 10% meiri en á sömu tímabilum árið áður. Danska biblían og flugrekstrarbókm eftir Skúla Br. Steinþórsson í ágætri grein Indriða G. Þorsteinssonar um norska skáldið Knut Hamsun kemst hann svo að orði: „Þótt langt sé um liðið áttum við flest sam- eiginlegt Norðmönnum. Það var ekki fyrr en þeir fengu sína dönsku Biblíu að veruleg vatna- skil urðu á milli þjóðanna," og síðar í sömu grein: „Á tíma þegar sjálfsagt þykir að halda ensku slyndrulaust að lands- mönnum á nokkrumútvarps- rásum er hollt að hugleiða hvemig Biblía á dönsku lék íslenska tungu í Noregi. Hér varð Guðbrandur Þorláksson biskup til bjargar. Hann lét þýða guðsorðið á íslensku og þess vegna varðveitist þessi móðurtunga Norðurlanda enn meðal tvöhundruð og fjörutíu þúsund manna þjóðar. Við telj- um okkur hafa efni á að ögra henni linnulaust eins og hún sé höggvin í berg.“ Að undanfömu hefi ég oftar en einu sinni heyrt talað fjálg- lega um það í íslenskuþáttum í útvarpinu að endanlega væri það þjóðin sem ákvæði hvaða mál yrði talað hér á landi. Eg hélt að það væri nokkuð aug- ljóst, en hins vegar væri ef til Skúli Br. Steinþórsson vill reynandi að hafa áhrif á þá þróun til betri vegar. Nú á tímum samsvarar sjón- varp, útvarp, tölvuforrit og ritað mál hinni dönsku Biblíu miðalda. í fluginu má segja að okkar Biblía varðandi starfið sé „ópereisjons manjúal“ (flug- rekstrarbók), hún hún er á ensku og þannig samþykkt af hinu íslenska ríki. Til að undirstrika mátt hins ritaða máls langar mig til að benda á eitt undarlegt dæmi. Fólk úr áhöfnum, sem er til skiptis í innanlandsflugi og millilandaflugi, jafnvel í sömu vikunni, talar ýmist um að vera varamaður á áhafnaskrá og í aukaáhöfn eða hins vegar að vera „stand bæ og ded hedd á ktjúsjedjúlinu". Skýringin á þessu er sú að fyrir innanlands- flug og Boeing 727 flugvélarn- ar er áhafnaskráin gefin út á íslensku, en á ensku fyrir DC-8 flugvélarnar. Þetta stendur sem betur fer til bóta, því nú á að gera allar áhafnaskrár í tölvu og forritið er á íslensku. Stundum er talað um að þjóðir, eins og t.d. Frakkar og Þjóðveijar, gætu lært ýmislegt af íslendingum varðandi mál- vernd. Ég held að á síðustu tímum stöndum við miklu verr að vígi en þessar þjóðir varð- andi málfar er varðar tækni. Margvísleg tækni hefir þróast hjá þeim og þær hafa jafnframt eignast sitt tæknimál. Hér á landi er tæknin í flestum tilvik- um innflutt og það skortir mikið á að við stöndum þessum þjóð- um jafnfætis hvað eigið tækni- mál varðar. Höfundur er flugstjóri hjá Flug- leiðum. yer erzlunarbankinn þakkar viðskiptavinum ánœgjuleg samskipti á árinu sem er að líða og óskar landi og þjóð góðs og gróðursœls árs. VŒZLUNRRBANKINN - vinnur með þér! YDDA F2.11/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.