Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 53 Blikur á lofti ferða- mála illi hækkkun allra kostnaðarliða ferðaþjónustunnar hér innanlands. Hækkanir á söluverði Islandsferða á árinu 1988 verða á bilinu 15—25% og segir það meira en mörg orð um það hættuástand sem nú hefur skapast. A sama tíma boða flugfé- lög og ferðaheildsalar í Banda- ríkjunum, stærsta markaði okkar erlendis, að hækkun ferða til Evr- ópulanda verði ekki meiri en 5%, þó svo að gjaldmiðil! þeirra hafi fallið enn meira í verði gagnvart gjaldmiðlum þjóða á meginlandi Evrópu en raunin er á íslandi. Svip- aði sögu er að segja af verðlagningu utanlandsferða frá helstu viðskipta- löndum okkar í Evrópu og í sumum tilfellum er ástandið ennþá alvar- legra þar sem verð utanlandsferða hefur lækkað. Þetta eru vissulega ógnvekjandi tíðindi, sem vonandi hvetja íslenska ferðaþjónustuaðila til aukins samstarfs um sameigin- legar aðgerðir til að veijast áföllum, enda mikið í húfi fyrir þjóðarbúið í heild. Nauðsynlegt er að taka verð- lagsmál og verðgrundvöll ferða- þjónustunnar til nákvæmrar athugunar, enda býður mér í grun að ekki hafi í öllum tilfellum verið stuðst við staðreyndir í þessu tilliti. Fleiri vandamál blasa við sem ganga þarf til atlögu við án tafar. Samgöngnmál Á sviði samgangna eru einnig alvarlegar blikur á lofti. Fréttir berast af versnandi afkomu Flug- leiða hf. á sama tíma og erlend flugfélög færast í aukana á flugleið- unum til íslands. Slíkt þarf ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að 540.000 farþegar flugu milli Is- lands og annarra landa á árinu 1987 og í júlímánuði komu 1,500 farþegar til landsins á hvetjum degi að jafnaði. Jafnvel risarnir í flug- heiminum renna hýru auga til markaðar af þessari stærðargráðu. Þegar við bætist að flugfloti Flug- leiða stenst engan veginn lengur samanburð við það sem best gerist hjá keppinautum félagsins má öll- um vera ljóst að í óefni er komið. I þessu sambandi má geta þess að Arnarflugsmenn virðast hafa rétt nokkuð úr kútnum og er það vel, enda að nýju álitið þjóðhagslega hagkvæmt að tvö íslensk flugfélög reki millilandaflug frá Islandi. Það félag er þó á engan hátt betur sett hvað flugvélakost áhrærir. Hlutur flugfélaganna af heildartekjum ferðaþjónustunnar hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Árið 1979 skiptust tekjurnar jafnt á milli en á árinu 1986 reyndust fargjaldatekjurnar hafa lækkað í 40% af heild og eru þó duldar tekj- ur hinna ýmsu greina ferðaþjón- ustunnar, annarra en flugsins, ekki taldar með. Útlit er fyrir að þetta hlutfall muni enn lækka á árinu 1987. Flugleiðir eru tvímælalaust sá aðili sem um langt árabil hefur varið mestum fjármunum til land- kynningar og sölu ferða til íslands, án tillits til hvaða reikningsaðferð menn vilja nota. Samfara aukinni samkeppni af hálfu erlendra flugfé- laga á flugleiðunum til íslands má vænta þess að Flugleiðir neyðist til að eyða meiri fjármunum í sölu sæta og þá um leið draga úr fjár- veitingum til almenns kynningar- starfs um ísland. Ef þetta verður ein afleiðing er- lendrar samkeppni á sviði sam- gangna er ég hræddur um að þeir hagsmunaaðilar íslensku ferðaþjón- ustunnar, sem lítið sem ekkert hafa lagt af mörkum til þessa á sviði auglýsinga og kyningarstarfsemi heldur einungis notið arðsins af fjárfestingu annarra, eigi eftir að vakna upp við vondan draum og horfast í augu við mikið tómarúm. Þessir aðilar eru alltof margir og tími til kominn að þeir axli sínar byrðar og reiði fram fjármuni, sem nýta má sameiginlega í þágu at- vinnugreinarinnar. Slíkt sameigin- legt átak verður að vera eitt af forgangsverkefnunum á árinu 1988. Þegar rætt er um samgöngumál er mér einnig bæði ljúft og skylt að geta um opnum flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem reynst hefur mikil lyftistöng fyrir íslensk ferðamál. Hún er glæsilegt anddyri okkar við komu og brottför frá íslandi. Þeir menn, sem stóðu að byggingu þess mannvirkis, eiga heiður og þökk skilið, enda kunna aðilar íslenskrar ferðaútgerðar vel að meta það framtak. í vegamalum miðar stöðugt í rétta átt. Ég er ekki viss um að við sem daglega störfum að ferða- málum gerum okkur alltaf nægjan- lega vel ljóst hve mikil áhrif bætt ástand vega hefur haft á framþróun ferðamálanna. Á þessum vettvangi hafa verið stigin mörg og stór skref á fáum árum, sem sparað hafa ferðaútgerðinni ómældar ijárhæðir. Við megum gjarnan minnast þess þegar kvartað er undan illri með- ferð af hálfu fjárveitingavaldsins, að fjárfesting í vegagerð, flugvöll- um og flugstöðvum kemur ekki síður ferðamálunum til góða en fjár- veitingar til landkynningarmála. Á sl. sumri átti ég þess kost að vera viðstaddur komu og brottför færeysku bílafeijunnar Norröna á Seyðisfirði og skoða skipið. Ég gekk frá borði bæði með aðdáun og öf- und í huga. Aðdáun á dugnaði frænda okkar í Færeyjum, sem eiga og gera út þetta glæsilega skip, svo og heimamönnum á Seyðisfirði, sem gert hafa draum að veruleika, en smávegis öfund yfir því að við ís- lendingar skulum ekki sjálfir standa fýrir útgerð farþegaskips. Bílfeijan Norröna á dijúgan þátt í að auka hróður Islands sem ferðamanna- lands. Hótelmál Mikil og hröð uppbygging hefur átt sér stað í þessari grein ferðamál- anna, sérstaklega í Reykjavík. Því miður óttast ég að gætt hafi meira kapps en forsjár á þessum vett- vangi, sem minnir óþægilega mikið á ofurkappið við að koma upp fisk- eldisstöðvum og loðdýraræktarbú- um um allt land. Ég er ekki nægjanlega kunnugur rekstrar- grundvelli tveggja síðartöldu at- vinnugreinanna til að geta fjallað um arðsemi þeirra. Á hinn bóginn veit ég nógu mikið um ferðamál til að geta fullyrt að ferðamenn munu ekki standa í biðröðum erlendis til þess eins að búa hér á nýjum hótel- um, þó glæsileg séu og vel búin í alla staði. Góð hótel þykja eðlilegur og sjálfsagður hlutur í öllum ferða- mannalöndum ög eru í sjálfu sér ekki mikið aðdráttarafl ein og sér. Annað og meira þarf að koma til ef skapa á þeim rekstrargrundvöll, þó svo nýting sé góð í 90 daga á ári. Hótelmenn þurfa að stokka upp sín spil og veija stórauknum íjár- munum til sölu- og auglýsinga- starfa, eins og ég nefndi hér að framan, ekki síst í þeim tilgangi að laða hingað erlenda ferðamenn utan háannatímans. Verðlækkanir eiga jafn mikinn rétt á sér á þessu tímabili ársins og þær eru réttlausar yfir sumar- mánuðina. Það er einlæg von mín að hóteleigendur komist klakklaust í gegnum það erfiðleikatímabil, sem ég því miður er hræddur um að þeir þurfi að horfast í augu við inn- an tíðar. Lokaorð Þrátt fyrir þær blikur, sem ég sé nú á lofti á vettvangi íslenskra ferðamála og aðvörunarorð mín hér að framan, fer því víðs fjarri að ég álíti framfaraskeið íslenskrar ferða- þjónustu á enda runnið, þó svo að á móti kunni að blása um sinn. Raunar á ég alls ekki von á að er- lendum ferðamönnum muni fækka á íslandi á árinu 1988. Hinsvegar er það mín skoðun að þeim muni fjölga minna en raun hefur orðið á undanfarin þijú ár. Hið sama hygg ég að verði upp á teningnum hvað viðkemur utanferðum Islendinga. Ferðaþjónustan er orðin einn af þýðingarmestu atvinnuvegum þjóð- arinnar og hefur í þjónustu sinni hæfileikamikið og dugandi starfs- fólk. Af þessum sökum tekur mig sárt þegar alþingismenn þjóðarinn- ar á stundum meðhöndla málefni atvinnugreinarinnar af meiri léttúð og skilningsleysi á grundvallarskil- yrðum fyrir velgengni hennar heldur en þegar þeir fjalla um mál- efni annarra atvinnugreina. Þings- ályktunartillögur eru fluttar á hæstvirtu Alþingi og lagt til að mótuð verði ferðamálastefna og ráðist í framkvæmdir á ýmsum svið- um. Lög um ferðamál eru samþykkt og ákveðið hvaða verkefnum Ferða- málaráð skuli vinna að. Síðan ráðast >*U sömu aðilar til atlögu við gildandi lög um fjárframlög til ráðsins og koma með þeirri aðför í veg fyrir að mögulegt sé að framfylgja sömu lögum, hvað þá þingsályktunartil- lögum velviljaðra alþingismanna, Ég hefi ástæðu til að ætla að á næstunni verði lög um ferðamál tekin til gaumgæfilegrar skoðunar og alvarleg tilraun gerð til að móta heildarstefnu um framtíðarupp- byggingii ferðaþjónustunnar á Islandi. Það er vel. Litla skrefið sem ég minntist á í upphafi þessa pistils hefur reynst íslensku þjóðinni mikið happaspor og afdrifaríkara en nokkurn frum- , heijanna hefði grunað. Islensk ferðaþjónusta hefur í þjónustu sinni um það bil 6.000 einstaklinga við heilsársstörf og grípur á einn eða annan hátt ínn í dagleg störf allra landsmanna. Þeim öllum vil ég þakka mikið og heilladijúgt framlag til þjóðarbúsins og ánægjulega sam- fylgd á árinu sem nú er að kveðja. Gott og gleðilegt ferðaár 1988. Stéttasamband bænda: Grein upp úr ára- mótum Forystumenn atvinnugreina og hagsmunahópa hafa jafnan horft um öxl og fram á veg í áramótahugleiðingum hér í Morgunblaðinu. Svo er. enn. Því miður vantar sjónarmið bændastéttarinnar í þennan greinaflokk nú. Vonir standa hinsvegar til þess að áramóta- ^ hugleiðing frá Stéttarsambandi bænda berist blaðinu strax upp úr áramótum. INDLAND-lPNEPAL Nú gefst þér kostur á að upplifa Indland. Þú gætir orðið yfir þig hrifin(n) — eða borin(n) ofurliði af yfirþyrmandi fjölbreytileika landsins. Hvað sem verður, átt þú aldrei eftir að gleyma Indlandi. Því að Indland getur heillað þig með fegurð, töfrað þig með gestrisni, eða ruglað þig með andstæðum. En framar öllu — Indland umvefur þig dulúð sinni! Nepal er sjálfstætt konungsríki undir stjórn Prithvi Narayan shah hins mikla og er í hjarta Asíu. Staðsett í hlíðum Himalayafjalla, býður það upp á fjöldan allan af fallegum vötnum, fjöllum, fossum, hofum, grænum dölum og fornri menningu. ð Q f K ð * O z p cc < 2 Fararstjórn er í höndum Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar sem skrifaði m.a. bókina, Við elda Indlands. 3 vikna ferð og brottför 6. febrúar. A Ferdaskrifstofan faiandi Vesturgðtu 5, Reykjavík simi 622420 r I fl ð CL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.