Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Bridsþrautir _________Brids____________ GuðmundurSv. Hermannsson SPIL hafa löngum tengst jólunum, þótt spilavenjurnar hafi breyst í aldanna rás. Hér áður fyrr spiluðu allir púkk, en nú kann varla nokkur maður púkk lengur; það spil hefur vikið fyrir vist og brids. Margir una sér einnig vel yfir þraut- um og gátum af ýmsu tagi yfir hátíðimar. Ég ætla að sameina þetta tvennt, spilin og þrautimar með því að skrifa upp nokkrar bridsþrautir sem lesendur Morgunblaðsins geta spreytt sig á. Þessar þrautir eru misþungar, en engin ætti að vera ofviða þeim sem hafa einhveija nasasjón af spilinu. 1) Norður ♦ KG6 ¥ K94 ♦ 752 ♦ G954 Vestur Austur ♦ ♦ ¥ 11 ¥ ♦ ♦ ♦ Suður ♦ ÁD9 ♦ ¥ A108652 ♦ G8 ♦ ÁD Suður spilar 4 hjörtu og vestur spil- ar út tígulkóng, síðan tígli á ás austurs og austur spilar enn tígii sem suður trompar. Suður hefur gefið 2 slagi og gæti gefið slag bæði á tromp og lauf. Hvemig er best að spila? 2) Norður ♦ ÁD5 ♦ Á52 ♦ 108743 ♦ G10 Vestur Austur J llllll J ♦ ♦ Suður ♦ 93 ¥- ♦ Á92 ♦ ÁKD97652 Suður spilar 6 lauf eftir að austur hafði stungið inn sögn sem sýndi báða hálitina. Vestur spilar út hjartaflarka. Suður á 11 slagi og það er ólíklegt að sá 12. komi með spaðasvíningu. Hvar er besti möguleikinn á 12. slagnum? 3) Norður ♦ ÁG102 ♦ ÁD ♦ G43 ♦ Á854 Vestur ♦ Suður ♦ ¥ ♦ ♦ Austur ♦ D763 ¥8 ♦ ÁKD105 ♦ G63 Suður spilar 4 hjörtu eftir að norð- ur opnaði á 1 laufi, austur stakk inn 1 tígli, suður stökk í 3 hjörtu, sem sýna góðan 6-7 lit í hjarta, og norður hækkaði í 4 hjörtu. Vestur spilar út tígultvisti sem er greinilega einspil. Sagnhafi lætur lítið úr borði og austur fær slaginn á tígultíu. Hvemig á hann að haga vöm- inni? 4) Norður ♦ 432 ¥ D9 ♦ 10864 Vestur + ÁKD9 Austur J llllll J Suður * ♦ Á10875 * ¥ Á53 ♦ Á ♦ G762 Suður spilar 4 spaða og andstæð- ingamir hafa engar upplýsingar gefið í sögnum, nema með því að segja pass. Vestur spilar út trompsexunni, aust- ur lætur drottninguna og fær að eiga slaginn. Austur spilar þá trompkóngn- um og suður tekur með ásnum. Vestur fylgir lit með níunni. Sagnhafi verður að gefa annan trompslag og a.m.k. einn hjartaslag í viðbót við trompslaginn sem hann hefur þegar gefið. En það er hætta á að gefa annan hjartaslag ef sagnhafi gætir sín ekki. Hvemig er best að komast hjá þvi? 5) Norður ♦ K107 ¥6 ♦ 9763 Vestur ♦ Á9543 Austur ♦ ♦ 3 ¥ li ¥ Á8752 ♦ ♦ DG104 ♦ Suður ♦ ¥ ♦ ♦ ♦ D108 Suður opnaði á sterkum 2 spöðum og norður sýndi undirtekt og spaða- stuðning. Suður beið þá ekki boðanna, stökk í ásaspumingu og þegar norður sýndi einn ás sagði suður 6 spaða. Vestur spilar út hjartadrottningu sem austur tekur með ás. Suður lætur níuna í slaginn. Suður hlýtur að eiga góðan 6- eða 7-lit í spaða og hann á örugglega tígul- ás. Austur verður að finna út hvemig spil suður þarf að eiga svo vömin geti nælt sér í annan slag, og vöminni i i samræmi við það. 6) Norður ♦ KG ¥ D5 ♦ ÁG72 ♦ D8753 Vestur Austur ♦ ♦ ¥ 111 ¥ ♦ ♦ ♦ Suður ♦ Á6 ¥ ÁKG3 ♦ D643 ♦ ÁK6 ♦ Sagnir vom stuttar og laggóðar; suður opnaði á 2 gröndum og norður stökk í 6 grönd. Vestur spilar út spaðatíu sem suður tekur með kóng í borði. Hann tekur næst laufás og kóng en austur hendir spaða í laufakónginn. Þetta em von- brigði en það er ekki öll von úti enn. Og raunar, ef vel er að gáð, er samn- ingurinn ömggur ef spilað er rétt. Hvaða spilanmennska tryggir samn- inginn? Lausnimar á þrautunum verða birt- ar eftir áramótin. Islenskur varningur selst vel í höfuðborg Bandaríkjanna Jónurnar tvær (Jóna t.v. og Jóna Wheeler t.h.) voru eitt bros enda allur ágóði markaðarins fyrir framan þær. Ekki var minna að gera i eldhúsinu við að smyrja flatkökur með hangikjöti. fyndist þeim gaman að litskyggnum prófessors John Alle og konu hans. Islandsvinurinn John Alle, sem dó fyrir u.þ.b. ári síðan og kona hans, sem var lengi formaður íslendinga- félagsins, höfðu sérstakt dálæti á íslandi og tóku þau allar litskyggn- urnar sjálf á ferðum sínum til Islands. Það er ekki síður skemmtilegt fyrir íslendinga búsetta erlendis að sækja basarinn heim. Það kann að virðast sérkennilegt þeim sem á íslandi búa að Islendingar erlendis komast í gott samband við gamla landið með því að borða íslenska lakkrísafganga, kæfu og flatbrauð. Slíkt hnossgæti er ekki á boðstólum á hverjum degi í henni Ameríku. Washington. Frá Sigurborgu Ragnarsdóttur fréttarítara Morgunbladsins. Mikið um að vera. Talið frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Áróra Sigur- geirsdóttir, Auður Jónsdóttir Dolot og Laufey Downey. UM MIÐJAN nóvember síðastlið- inn var haldinn árlegur basar Islendingafélagsins í Washing- ton. Mikil aðsókn var að basarn- um líkt og undanfarin ár og ekkert dró úr, þótt basarinn væri haldinn í fyrsta sinn á nýj- um stað. Þegar gengið var inn í safnaðarheimili heilagrar Klem- entínu, kirkju í Alexandriu, var varla hægt að þverfóta fyrir mannfjölda. Andrúmsloftið var íslenskt og húsnæðið næstum líka, þar sem loftið reis í hárri burst yfir höfðum gesta. Hvað var allt þetta fólk að gera? Næstum annar hver maður virtist í fljótu bragði vera klæddur íslenskri ullarvöru. í ljós kom að ullarvarningur var ekki það eina sem til sölu var á markaðnum held- ur voru þarna ýmiss konar gjafavör- ur, matvörur o.fl. Meðfram einni hlið salarkynna stóðu íslenskar kon- ur yfir langborðum er hlaðin voru alls kyns íslenskum ullarvarningi, aðallega íslenskum lopapeysum. Við enda salarins voru íslenskar matvörur á boðstólum, lax, lamba- kótelettur í loftþéttum úmbúðum og heimatilbúin kæfa og kleinur. í hinum enda salarins var aðstaða fyrir gesti til að gæða sér á lostætu smurbrauði um leið og horft var á litskyggnur frá Islandi. í eldhúsi voru margar hendur á lofti og varla hægt að ná tali af nokkrum manni, svö önnum kafnir virtust allir við að kynna land og þjóð. Mér tókst nú samt að króa nokkra af forsprökkum markaðar- ins af úti í horni, með Áróru Sigurgeirsdóttur í fararbroddi, en hún hefur verið stjórnandi markað- arins síðustu tvö ár. íslenskur markaður hefur verið haldinn í Washington DC allt frá árinu 1973 er ein af íslensku konunum hér á svæðinu, Birna Lenahan, fékk hug- myndina að lokinni heimsókn á danska basarinn, sem einnig er haldinn hér í borg einu sinni á ári. í fyrstu voru það einungis örfáar konur á svæðinu sem pijónuðu og bjuggu til allt sem selt var. Nú er hins vegar talsvert af innfluttum vörum á boðstólum. í mörg horn er að líta þegar þarf að skipuleggja svona starfsemi og ótal stundir unnar í sjálfboða- vinnu. Strax er farið að skipuleggja næsta basar að ári. Hangikjötið er pantað frá Islandi, en flatkökur, kæfa og kleinur er útbúið á staðn- um. Svona mætti lengi telja, en ekki töldu konurnar eftir alla vinn- una, álitu þetta slíka landkynningu að óvíst væri að landið væri mikið betur kynnt á annan hátt. Fólk kemur víða að og sögðu Laufey Downey og Auður Colot, sem einna lengst hafa starfað við íslenska basarinn, að margjr gesta komi aftur og aftur og væru orðnir eins og bestu heimilisvinir. Ágóði basarsins rennur til að grciða niður miðaverð á árlegt þorrablót, sem haldið er í mars. Ohætt er að taka undir með for- svarsmönnum basarsins, að fólk kemur aftur og aftur, því er ég tyllti mér niður til að smakka góm- sætu flatkökurnar hennar Bjargar Pétursson gáfu sig á tal við mig tvær amerískar konur. Þær komu alla leið frá N-Karolínu fylki og hafa gert í mörg ár. Þetta er sér- stök skemmtiferð hjá þeim og heimsækja þær oftast danska bas- arinn eða einhvern af skandinavísku bösörunum, sem haldnir eru í borg- inni um svipað leyti. Þær sögðust aldrei verða fyrir vonbrigðum með íslenska basarinn og ekki hvað síst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.