Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Ég vitja þín æska... Oumbeðin fundargerð úr desemberdagbók 1987 eftirÞorgeir Þorgeirsson í gærkvöldi var fundur hjá OR- ATOR, félagi laganema. Sneisafullt hús í stofu 101 í Lögbergi. Pall- borðsumræður. Yfirgnæfandi meirihluti áheyrendanna voru laga- nemar. Þó brá þama fyrir tveim saksóknurum. Fyrverandi og núver- andi. Miklu var nú hýrari svipurinn á þeim fyrverandi. Sá gamli er hreint einsog frelsingi á lífsins skákborði síðan hann komst á eftir- launin. Það segir alveg þónokkra sögu. Um réttarfarið í landinu. Urþví sá nýi er líka nákvæmlega jaftifúll á svipinn og hinn var áður. Enginn þeirra Pallborðsmanna vék samt orði að þessari augljósu staðreynd, enda þótt allir hugsi þeir bersýnilega mikið um velferð sjálfra sín og há embætti. En met- orðastigamenn þekkjast strax á barasta andlitsvipnum sem er beinlínis eins og þeir væru að reyna að brosa og bera sig mannalega standandi á flughálli, örmjórri stigarim í þáveðri. Og hefðu beðið þess óralengi að komast uppí sólskinið. Biðin eftir Lagadeildarprófess- omum, sem reifa átti viðfangsefni kvöldsins, var hinsvegar innanvið akademíst kortér. Rétt mátuleg til- að virða fyrir sér sleipumannasvip- ina og hversu sundurleitir þeir gc;ta orðið. Þó merkingin leyni sér ekki hót í hvetju tilbrigðinu fyrir sig. Og laganemamir gátu þá líka þjálf- að sig í bráðnauðsynlegum andlita- stellingum uppá seinntímann. En bömunum tókst það nokkuð misjafnlega, fanst mér. Einsog vantaði í þetta allan lífsháska hjá þeim — sem vonlegt er. Svo vitnað sé í þaðsem skáldið Steinn forðum sagði-um sporgöngumenn sína. Þannig er lífið framanaf. Svo kom prófessorinn trítlandi og reifaði spurningu dagsins: ER LEYFILEGT AÐ GAGN- RÝNA DÓMSTÓLA? Hann vék beint að bókinni „Deilt á dómarana" sem nú er vinsæl lesn- ing, enda sat höfundur hennar við pallborðið. Prófessorinn talaði úr ræðupúlti. Talaði um grundvallarat- riði og forsendur sem taka bæri afstöðu til áðuren störf hæstaréttar væru metin. Hafði sögulegán að- draganda og var háleitur. Virtist þurfa að greina lögfræðibörnunum frá því að upprunaiegur tilgangur laga og réttar hefði verið takmörk- un á valdi yfirboðaranna. Einsog þessu hefði verið haldið Ieyndu í kenslunni. Einsog börnin kynnu ekki skil á bláberri merkingu orð- anna lög og réttur. Einsog þessi hugtök væm úrelt fomyrði. Enda kom það á daginn. Lög og réttur em — að dómi Lagadeildar- prófessorsins — orðin hreinustu fornyrði. Prófessorinn virtist haldinn ólæknandi sanfæringu um það að hagur velferðarríkisins fari í bága við stefnumið réttarríkisins og þar verði engin sátt samin. Réttarríkið hljóti að víkja. Annars verða blóð- ugar byltingar, sagði prófessorinn. Velferðarríkið byggist á því að lög séu gerð að hagstjórnartæki í þágu valdsins þvert á uppmnalegan til- gang sinn, dómarar nánast að kerfísvörðum sem hljóti að túlka mannréttindaákvæði stiómarskrár- innar uppá nýtt og gera þau lítils- merk í raun. Og þrengja öll réttindi sem áður þóttu sjálfsögð. í þágu valdsins líka. Bað menn athuga að þetta væri að gerast bæði hér og víðar, upphafið væri hjá sósíalist- um, en þessu fengi enginn mannleg- ur máttur forðað. Sumstaðar væri þetta gert með því að endurnýja stjórnarskrámar á fárra ára fresti — sem væri hinn mesti óþarfi fyrst lagatúlkun og fordæmi hæstaréttar gætu alveg dugað tilað aðlaga réttvísina nútímanum. Ekki reyndi prófessorinn að kanna neinar dýpri spurningar í þessu samhengi. Mintist ekki á nokkrar efasemdir, en var á svipinn einsog maður sem kominn er alla- leið uppá þakbrún samfélagsins og lítur sposkur niðrá hina sem enn em að klöngrast í flughálum rimum metorðastigans fyrir neðan — eða bíða í halarófu eftir því að komast í námunda við herlegheitin. Aumingja vesalings lögfræði- krakkamir. Sásem hinsvegar situr álengdar við svona umræðu og þarf ekki að gapa í lotningu upp mannvirðingar- stigann á viðundrið sem talar, hann getur látið spurningar fara einsog kaldan súg um huga sinn: Þyrfti ekki að skilgreina hugtak einsog velferð áðuren það er reitt til höggs á dómgreind hlustandans? .Hver er velferð þess sem látið hefur rétt sinn fyrir baunadisk? Hvert er öryggi hins réttlausa þegar hann er búinn að slafra í sig baununum sem hann fékk að launum fyrir tal- hlýðnina? Hver er trúverðugleiki prófessors og hæstaréttardómara sem játar opinskátt það álit sitt að velferð heimsins . byggist á afsali hefðbundinna einstaklingsréttinda í skiftum fyrir efnaleg gæði eða hagsmuni svonefnds almennings (sem þessi sami prófessor og hæsta- réttardómari kallar svo óviðræðu- hæfan skríl í hinu orðinu)? Væri ekki reynandi að fá einhvem annan tilað skilgreina fyrir okkur hugtakið velferð? Einhvern sem ætti minni hagsmuna að gæta og þægi ekki daglegt brauð sitt fyrir þessa af- vegaleiðandi og þröngu skilgrein- ingu á sæluríkinu? Því hver er hér kominn tilað segja okkur að velferð- in þessaheims muni ekki skrimta af nema í vígðri sambúð við rétt- leysið? Eru skoðanir hans sprottnar af hreinum hvötum? Getur maður sem gefur sinni eigin þröngsýni heitið „almenn velferð" yfirleitt haft nokkrar hreinar hvatir? Mundi prófessomum nokkurntíma koma til hugar að segja barasta: — How do you do? við einhvem þeirra mörgu sem hann og aðrir hæsta- réttardómarar hafa svift grundvall- armannréttindum með þessari tískutúlkun sinni á stjórnarskrá landsins? Eða með öðrum orðum að spuija skrílinn: Líður þér ekki miklu betur svona réttlausum? Langar svona prófessor ekki vit- undarögn að leggja heiðarlega niður fyrir sér undirstöðugátuna sjálfa: Hvað er velferð? Er réttaröryggi henni óviðkom- andi? Skiftir tjáningarfrelsið engu varðandi heill samfélagsins? Hefur jöfnuður ekki nokkra þýðingu? Þarf ekki mannskepnan — hver einstakl- ingur — helst að hafa leyfi tilað ganga daglega spölkom á afturfót- unum eigi henni að líða bærilega? Gæti það verið að hlutverk raun- verulegs leiðtoga dagsins í dag væri hreint ekki fólgið í því að gef- ast upp fyrir velferðarríkinu og blaðri þess heldur þvertámóti í því að sameina velferð og réttarríki? Skyldi manneskjan ekki vera eitt- hvað meiren bara þaðsem hún étur og skítur, hvaðsem prófessor neyð- ist tilað segja við lögfræðikrakka á skammdegiskvöldi einsog þessu? En bíðum við. Lögfræðistelpa í áheyrendaskar- anum kemur fyrirvaralaust með furðu óþægilega spurningu: — Geta prófessorar sem jafn- framt eru skyldugir-að taka sæti í hæstarétti hvenær sem kallað er á þá — og gera það — geta þeir nokk- urntíma orðið hlutlausir í umfjöllun sinni um réttarfarið í landinu? Er þeim ekki þarmeð fyrirmunuð öll gagnrýni? Þá sprettur upp maður, ijóður í vöngum, segist heita Arnljótur og kveðst vera prófessor í lögum við H.I. Því verð ég að trúa enda þótt örðugt sé að skilja málafylgju hans vegna þokukendrar framsetningar og sárfátæklegra röksemda í þeim hlutanum sem er þó skiljanlegur. Ljóst verður að hann mundi him- infeginn ef hann losnaði nú við hæstaréttarstörfin. En þó er alt á huldu með ástæður til þess fegin- leika því hann fær ekki með nokkru móti séð hvemig störfin við hæsta- rétt ættu að geta haft áhrif á skoðanir sínar á hæstarétti. En spurningu stelpunnar náttúrlega jafn ósvarað þó hún viti þetta um afstöðu prófessorsins — að honum þyki verk sín harla goð yfir að líta einsog Drottni alsheijar líka þótti forðum þegar hann loksins bað ljós- ið að skína á sköpunina. Og það eru öndótt Drottinsaugu sem þessi prófessor lætur fylgja orðum sínum í stað frambærilegra röksemda. Og fyrir þeim sjónum hörfar stúlkan náttúrlega steinþegjandi inní fíla- beinstuminn þarsem réttur vet- vangur svona umræðu er og verður. Það gera líka aðrir minnihátar til- heyrendur. Og þaðanaf berast ekki Þorgeir Þorgeirsson „Gæti það verið að hlut- verk raunverulegs leiðtoga dagsins í dag væri hreint ekki fólgið í því að gefast upp fyr- ir velferðarríkinu og blaðri þess heldur þvertámóti í því að sam- eina velferð og rétt- arríki?“ spurnir úr salnum utan þessi jábróð- urlegu tíst sem gefa til kynna að fylgst sé með. Framsöguprófessorinn hnykkir á þessu og segist líka mundu verða alshugar feginn að losna við setu- skylduna í hæstarétti þó hún aldrei hafi haft nein áhrif á skoðanir sínar, vitaskuld. Það er engu líkara en viðstöddum verði það nú ljóst að velferð heims- ins er fólgin í velferð prófessora í lagadeild Háskóla Islands. Allir brosa í leiðslu, jafnvel daufar vipmr í niðurdregnum munnvikjum sak- sóknarans nýja. Og framundan sælir tveir tímar af hanaslag þeirra metorðastiga- manna á Pallborðinu um hin margvíslegustu aukaatriði og ein- stakar lagagreinar. Standardinn að vísu ögn fyrir neðan þaðsem maður átti að venjast á málfundum „Framtíðarinnar" í MR fyrir 35 ámm. En alt um það — þetta var hið ánægjulegasta kvöld og mjög lærdómsríkt með sínum hætti. Og fólk virtist koma alsælt af fundinum. Eg rölti heim. I sudda þarf mað- ur að standa báðum fótum á jörðinni og reka hausinn á ská uppí napran kvöldvindinn. Samt er ég að gæla við minningu um deilur sem ég varð áheyrandi að fyrir röskum ald- arfjórðungj austurí Prag í Tékkó- slóvakíu. Þar vom svipuð málefni á dagskrá. Flokkskomísarinn talaði þá nánast sömu orðin og prófessor Sigurður hafði við lagakrakkana hér í kvöld. — Hugmyndin um réttarríki þyk- ir orðin úrelt síðan Byltingin Mikla er hér um garð gengin og velferð sósíalismans efst á baugi, sagði flokksfulltrúinn. Og hann kallaði ástandið líka sögulega nauðsyn. En honum var kröftuglega mótmælt. Það gerði ungur lögfræðistúdent. Ollum til mikillar hissu. Og lét heldur engar drottinlegar augngotur aftra sér. — Þið hafíð þá kenningu, sagði piltur, að réttarríkið sé úrelt dót vegna þess að þið viljið ekkert með fullveðja þegna gera. Þið hafið þá kenningu að réttarríkið beinlínist stangist á við hag almennings og velferð afþví dómarar em hér undir- málsmenn sem hvorki vilja leysa né geta leyst þessa yfírborðsmót- sögn í starfí sínu. Mótsögnin er vissulega fyrir hendi og hana verð- ur að leysa. En lausn hennar er vitaskuld ekki á færi meðalmenna. Og þessvegna er það sem dómar- arnir okkar geta ekki leyst hana. Vandi sem ráðamenn geta ekki leyst úr verður kjur í tímanum eins- og ógróið sár. Annaðhvort leysa menn sín vandamál eða búa til kenningar um þau. En kenningin um sögulega nauðsyn ræfildómsins er rétt bara einsog salt tilað strá í kaunin svoað þau úldni ekki fram- aní okkur. Alt hangir þetta saman. Góð réttvísi byggist á því að hæstiréttur vinni sín störf og leysi þannig úr málum að réttur allra sé virtur. Þar mega afburðamenn einir sitja. Að vitsmunum, þekkingu, reynslu og hlutlægni. Það gerirst ekki nema dregin sé fjarska skörp lína og sagt: Ofanvið þessa línu skulu allir þeir vera sem í þennan dóm munu setjast! Það verður að ríkja hlutlægt, faglegt mat um val í svo mikilvæg embætti. Þaðsem einfaldlega gerist með tímanum þarsem Miðstjórn og Flokksapparöt ráða því hveijr veljast tilað sitja efsta dómstigið er það að línan sem áður var lágmark verður fyren var- ir að hámarki. Þá er sagt: neðanvið þessa línu að vitsmunum, þekkingu, reynslu og hlutlægni skulu allir dómendur héðanífrá vera. Annars verða þeir ekki nógu hlýðnir við stefnumið ríkisins og kenningar. Af þessu varð náttúrlega mikið rifrildi. Flokksfulltrúinn var á því að stjórnleysingja ætti bara að setja á hæli og lækna þá af svona brengl- uðum hugmyndum. Oskraði bein- línis í lokin. Burt af þeim fundi fóru menn í misstórum hópum og töluðu allir hátt. Mörgum fanst þetta hafa ver- ið vondur fundur. Ekki veit ég hvort pilturinn sem þorði að tala þessi orð við flokksleg- an metorðastigamann suðurí Prag fyrir aldarfjórðungi nú situr í fang- elsi eða er flúinn vesturum. Má líklega einu gilda ef mat prófessors Sigurðar Lindals á þróun heimsins er rétt. Þó hlýnar manni í kvöldsuddanum af að rifja þetta upp. Pilturinn var þvímiður ekki landi minn, en hann var þó af sömu dýra- tegundinni. I því er ylurinn fólginn. Og jafn- vel þónokkur von. Höfundur erríthöfundur. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.