Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 36
V|S/8'66 w ><nv 36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 AÐ VINNA ÁRAMÓTA Réttur dagsins Á myndirmi má sjá hluta verðlaunahafa fyrir framan verslun Hans Petersen í Kringlunni ásamt jóla- sveininum Hurðaskelli sem afhenti bömunum verðlaunin. Hans Petersen: 80 verðlaunahafar í afmælisgetraun DREGIÐ hefur verið í afmælis- gfetraun Hans Petersen hf. en i tilefni af 80 ára afmæli fyrirtæk- isins á árinu stóð það fyrir g-etraun fyrir böm í verslunum sínum. Verðlaunin voru 80 Instamatic myndavélar ásamt gullfilmu og auk þess fengu verðlaunahafamir af- sláttarmiða á framköllun á fyrstu fílmunni sinni. Margrét Þorvaldsdóttir — Far þú vel, svo fóru jólin. — Matarinnkaup landsmanna fyrir hátíðina voru svo rifleg, að engu var líkara en að þjóðin hafi soltið frá síðustu jólum. Það var sagt um landsmenn hér fyrrum, að flestir væru þeir bændur til jóla! En svona til huggunar; að forsjónin tvöfaldi flesta aðdrætti. Meðfylgjandi réttur er smá inn- legg með forsjóninni! Þetta er réttur fyrir þá sem stinga vilja tungunni í eitthvað sem bragð er að: Hér er Fiskur í tómat- tarragonsósu 800 g fískur, 3 msk. matarolía, 1 laukur, saxaður, 1 hvítlauksrif, pressað, 1 dós niðursoðnir tómatar, 1 dós tómatkraftur, lítill, */2 tsk. timian, 1 msk. steinselja, söxuð eða 1 tsk. þurrkuð (parsley), 1 tsk. tarragon (estragon), 1-2 tsk. salt, malaður pipar. 1. Nota má í þennan rétt hvaða hvítholda físk sem er, ýsan er ágæt. Magnið 800 g miðast við flakaðan físk. Fiskurinn er flakaður og skorinn í 3-4 sm stór stykki. Fiskurinn er soðinn í saltvatni í 10 mínútur. 2. Sósan er útbúin: Matarolían er hituð í góðum potti og er laukurinn og pressað eða saxað hvitlauksrifíð látið krauma í heitri feiti í nokkrar mínútur á meðan það er að mýkjast upp. 3. Því næst eru niðursoðnir tómat- ar með vökvanum settir út í pottinn ásamt tómatkrafti, timían, steinselju, tarragon (estragon), salti og pipar. Sósuefnið er blandað vel og látið sjóða undir loki í 25 mínútur til að jafna bragðið. Sósan á að vera bragð- mikil. Bætið salti við hana ef þarf. 4. Soðin fiskstykkin eru síðan sett í sósuna og hituð í sósunni við væg- an hita í 5 mínútur á meðan fískurinn er að hita í gegn. Fiskréttur þessi er borinn fram með soðnum núðlum og þá á sama hátt og spegettisósa með spagetti. Ef núðlur eru ekki til, þá má hafa grjón. S vikinn j ólamatur Það voru mikil vonbrigði að smakka á hamborgarhryggnum sem keyptur var í jólamat á aðfangadags- kvöld í ár. Kjötið var þurrt og bragðlítið og fítan á því þrá. Það var dýrt að kaupa í jólamatinn í ár og þeim mun ergilegra var að vera svikinn um góða vöru. Ham- borgarhryggurinn sem framleiddur var hjá „SS“ var keyptur hjá „SS“ rúmri viku fyrir jól og geymdur í kæli. Hann hefði átt að geymast til jola ef allt hefði verið með felldu. Ymsar tilgátur hafa komið fram um það, hvemig hægt hafí verið að skemma kjötið á þennan hátt. Ein er sú, að hryggimir hafí verið lagðir í reykingarlög, til að flýta því að hann tæki reykingarbragð og síðan settir í reyk til málamynda fyrir útlit- ið. Önnur tilgáta er að óreyktir hryggir hafí legið svo og svo lengi í frystigeymslu og hafí síðan verið settir frosnir í reyk til reykingar. Hamborgarhryggir frá þessu fyr- irtæki hafa í gegnum árin verið gæðavara og því hefí ég óhikað mælt með þeim. En í ár brást fyrir- tækið illa traustinu. — Hvemig gátuð þið gert okkur þetta — og það á sjálf- um jólunum? íslenskum matvælaframleiðend- um og seljendum matvæla hér á landi má gjaman benda á það, að íslensk- ir neytendur treysta mjög hver á annan með gæðamat á matvælum. Þeir spyija ekki hver framleiði bestu vöruna eins og eðlilegast væri. Þeir láta ekki blekkjast af neinum skmm-auglýsingum. Þeir spyija að- eins „hveijum er hægt að treysta." Með von um betri þjónustu. Gleðilegt ár. Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.