Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 19

Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 19 Nýtt tímarit um uppeldismál ÚT ER komið tímaritið Með fólki sem er nýtt tímarit um uppeldis- mál, gefið út af Samtökum foreldra og kennarafélaga við Grunnskóla Reykjavíkur. Er rit- inu ætlað að ná til foreldra og annara sem með uppeldismál fara. Ætlunin er að gefa tíma- ritið út þrisvar á ári. í fyrsta tölublaði tímaritsins eru nokkur málefni tekin ítarlega fyrir en bryddað á öðrum. Er framhald áformað í næstu blöðum. Ritstjórar eru Valgarður Egils- son og Anna Jóelsdóttir. í stjórn samtakanna eru Valgarður Egils- son læknir, formaður. Magnús Forsíða tímaritsins Með fólki. Skúlason arkítekt, María Norðdahl kennari, Kristín Hraundal húsmóðir og Hrund Hjaltadóttir kennari. Sambandsf ry stihúsin; Fiskframleiðsla 10% meiri en í fyrra Útflutingsverðmæti um 7,5 milljarðar króna FRAMLEIÐSLA frystihúsa á veg- um Sambandsins á þessu ári verður um 10% meiri en á síðasta ári og útflutningsverðmæti henn- ar sömuleiðis. Vegna iækkunar dollars og hækkunar pundsins og annarra gjaldmiðla i Evrópu hef- ur orðið veruleg sveifla á útflutn- ingi milli markaða á kostnað Bandaríkjamarkaðs. Vegna verk- falla í upphafi ársins var fram- leiðsla talsvert undir meðallagi fyrri hluta árins, en er nú um 10% meiri en í fyrra. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að áætluð heildar- framleiðsla frystihúsa tengdum Sambandinu væri um 54.000 tonn og verðmætið um 7,5 milljarðar króna. Þróun gengis helztu gjald- miðla fískkaupalandanna hefði haft veruleg áhrif á útflutinginn og verð á fískinum. Dollarinn hefði lækkað um tæp 11% frá lokum síðasta árs, en sterlingspundið hins vegar hækk- að um 12%. Þessi þróun hefði haft þau áhrif á útflutninginn, að hann hefði í nokkrum mæli færzt frá Bandaríkjunum yfir á Evrópu. A síðasta ári hefðu 30% útfluttra botn- fiskafurða farið til Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands fyrstu 10 mánuði ársins en 38% nú. Þó dollarinn hefði lækkað hefði verð- hækkun komið á móti vestan hafs, en í Evrópu hefði verð haldizt stöð- ugt og gjaldmiðlar styrkzt. Þá sagði Sigurður að vegna verk- falls sjómanna í upphafi ársins, hefði framleiðsla frystihúsanna verið 85% minni í janúar en árið áður. I febrú- ar hefði þetta hlutfall verið orðið 50%, 25% í marz og eftir 6 mánuði hefði hún verið 2% minni. Síðan hefði hún verið meiri en í fyrra og undan- farna mánuði um 10% meiri en á sömu tímabilum árið áður. Danska biblían og flugrekstrarbókm eftir Skúla Br. Steinþórsson í ágætri grein Indriða G. Þorsteinssonar um norska skáldið Knut Hamsun kemst hann svo að orði: „Þótt langt sé um liðið áttum við flest sam- eiginlegt Norðmönnum. Það var ekki fyrr en þeir fengu sína dönsku Biblíu að veruleg vatna- skil urðu á milli þjóðanna," og síðar í sömu grein: „Á tíma þegar sjálfsagt þykir að halda ensku slyndrulaust að lands- mönnum á nokkrumútvarps- rásum er hollt að hugleiða hvemig Biblía á dönsku lék íslenska tungu í Noregi. Hér varð Guðbrandur Þorláksson biskup til bjargar. Hann lét þýða guðsorðið á íslensku og þess vegna varðveitist þessi móðurtunga Norðurlanda enn meðal tvöhundruð og fjörutíu þúsund manna þjóðar. Við telj- um okkur hafa efni á að ögra henni linnulaust eins og hún sé höggvin í berg.“ Að undanfömu hefi ég oftar en einu sinni heyrt talað fjálg- lega um það í íslenskuþáttum í útvarpinu að endanlega væri það þjóðin sem ákvæði hvaða mál yrði talað hér á landi. Eg hélt að það væri nokkuð aug- ljóst, en hins vegar væri ef til Skúli Br. Steinþórsson vill reynandi að hafa áhrif á þá þróun til betri vegar. Nú á tímum samsvarar sjón- varp, útvarp, tölvuforrit og ritað mál hinni dönsku Biblíu miðalda. í fluginu má segja að okkar Biblía varðandi starfið sé „ópereisjons manjúal“ (flug- rekstrarbók), hún hún er á ensku og þannig samþykkt af hinu íslenska ríki. Til að undirstrika mátt hins ritaða máls langar mig til að benda á eitt undarlegt dæmi. Fólk úr áhöfnum, sem er til skiptis í innanlandsflugi og millilandaflugi, jafnvel í sömu vikunni, talar ýmist um að vera varamaður á áhafnaskrá og í aukaáhöfn eða hins vegar að vera „stand bæ og ded hedd á ktjúsjedjúlinu". Skýringin á þessu er sú að fyrir innanlands- flug og Boeing 727 flugvélarn- ar er áhafnaskráin gefin út á íslensku, en á ensku fyrir DC-8 flugvélarnar. Þetta stendur sem betur fer til bóta, því nú á að gera allar áhafnaskrár í tölvu og forritið er á íslensku. Stundum er talað um að þjóðir, eins og t.d. Frakkar og Þjóðveijar, gætu lært ýmislegt af íslendingum varðandi mál- vernd. Ég held að á síðustu tímum stöndum við miklu verr að vígi en þessar þjóðir varð- andi málfar er varðar tækni. Margvísleg tækni hefir þróast hjá þeim og þær hafa jafnframt eignast sitt tæknimál. Hér á landi er tæknin í flestum tilvik- um innflutt og það skortir mikið á að við stöndum þessum þjóð- um jafnfætis hvað eigið tækni- mál varðar. Höfundur er flugstjóri hjá Flug- leiðum. yer erzlunarbankinn þakkar viðskiptavinum ánœgjuleg samskipti á árinu sem er að líða og óskar landi og þjóð góðs og gróðursœls árs. VŒZLUNRRBANKINN - vinnur með þér! YDDA F2.11/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.