Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 hæfi manni sínum vel. En Ogdon lætur ekki staðar num- ið við þýzku rómantíkina, heldur vindur sér í rússnesku tónskáldin. Verk þeirra beri í sér einstakan kraft, nefnir til menn eins og Skry- abin og Rakhmaninoff. Þegar heim kemur, tekur Ogdon til við upptök- ur á öllum píanóverkum þess síðamefnda. Þau verða gefin út á 10 geisladiskum. í verkum fyrir tvö píanó spila hjónin bæði. En svo megi ekki gleyma verkum Messia- ens, sem hann spili gjaman. Brenda Ogdon bætir við að maður hennar sé einnig vel kynntur sem flytjandi enskrar tónlistar, hafi flutt verk eftir Peter Maxwell Davis, Michael Tippett og Britten, svo einhverjir séu nefndir... En eiginlega er upptalningin svolítið spaugileg, því eigi hún að spanna uppáhalds við- fangsefni, þá undirstrikar hún enn hve Ogdon er fjölhæfur píanóleik- ari___ Ogdon hefur orð á því, að fyrir tónlistarmenn að fara á milli ólflcra tónlistarstfla sé í raun eins og fyrir leikara að fara með hlutverk í ólík- um leikritum. En hvers vegna skyldi það vera svo fátítt sem raun ber vitni að ein- leikarar fáist við jafn fjölbreytta tónlist og Ogdon? „Sérhæfingin liggur í tíðarand- anum, kannski frekar nú en áður. En það er líka þannig, að þeir sem vilja ná langt á einhverju sviði, álíta kannski viturlegra að einbeita sér að einhveiju tilteknu og afmörkuðu sviði, til að geta frekar náð því á vald sitt. Svo verða þeir kunnir fyr- ir hæfileika sína á þessu þrönga sviði og em þá fyrst og fremst beðn- ir að vinna innan þess. En blöðin og umfjöllun þeirra á líka stóran þátt í þessari tilhneigingu að setja merkimiða á alla hluti.“ Hvemig heldurðu þér í formi við píanóið? „Ég æfi mig reglulega, þetta þijá til ijóra tíma á dag. Helgamar eru bezti tíminn. En ég ferðast mikið, svo það er stundum erfitt að hafa reglu á æfingunum. Vinnan veitist mér auðveld og létt, því viðfangsefnið, tónlistin sjálf, er aldrei leiðinleg. í henni er alltaf eitthvað. nýtt að finna, von- andi verða einstök verk æ betri í meðfömm, eftir því sem ég flyt þau oftar. Ég hef spilað mikið inn á plötur og sú vinna er vissulega skemmti- leg, en ætli ég kjósi tónleikana ekki heldur, hættuna sem liggur í að koma fram, þessa tilfinningu að verða að standa sig hér og nú. Það kostar átak í hvert einasta skipti að koma fram, verður aldrei vani, fjarri því. Það þarf alltaf að gera sitt bezta. Ég er þó orðinn heldur afslappaðri fyrir tónleika en ég vár, það fer þó eftir verkum, en ég er aldrei afslappaður. Þó hef ég alltaf verið fremur rólegur, tónlistin bara kemur...“ Það er óhætt að taka undir að Ogdon kemur rólegur fyrir á tón- leikum, einmitt eins og tónlistin bara komi, streymi í gegnum hann átakalaust. Hann hreyfir sig lítið við píanóið, nema bara upp og nið- ur eftir tónborðinu, engir kippir og rykkir þar. Ogdon hefur svolítið fengist við kennslu, kenndi meðal annars um nokkurra ára skeið við tónlistar- deild Indiana-háskóla í Blooming- ton. Ekki slæmt að kenna, skemmtilegt, en honum fannst erf- itt að sameina ferðalögin og kennsluna þama. Ferðalögin eru gífurleg, en hann kann þeim vel. í fyrra var hann boðinn til Sovétríkj- anna ásamt þúsund lista- og vísindamönnum, en hann þekkir sig vel þar, hefur oft komið þangað í tónleikaferðir. Á síðastliðnu ári var hann töluvert á Ítalíú og fyrir tveim- ur árum tók hann þátt í Busoni- hátíð þar, þegar var verið að opna hús tónskáldsins og svona mætti lengi telja. En er einhver munur á að koma fram í hinum ýmsu lönd- um? John Ogdon við píanóið. „Ég veit ekki alveg hvemig ég á að skilgreina hann, en það er vissu- lega munur og munur á að spila einstök tónskáld. Englendingar eru til dæmis mjög móttækilegir fyrir Mozart, taka honum einkar vel. Norðurlandabúar eru góðir áheyr- endur, taka vel við og eru hlýlegir. Rússar em stórkostlegir áheyrend- ur og afar hlýir í viðmóti. En tónskáld eins og Liszt, Tsjækofský, Rakhmaninoff og Beethoven hrífa áheyrendur alltaf." Hvemig skipuleggur þú við- fangsefni þín og tónleikahaldið? „Ég er með umboðsmann, Ninu Kay, sem sér um allt slíkt fyrir mig. Hún er tengiliður milli mín og þeirra, sem vilja hugsanlega fá mig til að spila. Annað væri óhugsandi, því góður umboðsmaður sér um öll viðskiptamál og þá getur listamað- urinn einbeitt sér að tónlistinni að fullu, sem er einmitt það sem mað- ur vill gera og ekkert annað. Umboðsmaðurinn veit hvað ég spila og ber allt undir mig...“ Hér má Brenda Ogdon til með að bæta við að John beri það vísast utan á sér, að hann sé ekki sú manngerð sem geri mikið af því að neita fólki um eitt eða neitt. Kannski þess vegna, sem efnisskrá hans sé svo stór... Þó Ogdon sé ekki fínlegur og brothættur útlits, þá er hugur hans greinilega svo bundinn tónlistinni og lífinu við og í kringum hljóðfæri sitt, að hann virðist næstum um- komulaus í heiminum fjarri því. En Brenda Ogdon er honum þar greini- lega betri en enginn. Ekki aðeins að samvinnan við píanóið sé orðin svo löng, að þar hafi allt jafnazt út, heldur vita þau vel, hvar þau hafa hvort annað í hveiju sem er .. . 20—50% afsláttur Á VETRARFATNAÐI Dúnúlpur- skíðagallar- kuldaskór- jogginggallar- húfur- lúffur- o.fl. o.fl. Póstsendum Vesturröst Laugvegi 178, sími 16770 SPORTBÚDIN Ármúla 40, sími 83550 »»»»»»>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.