Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 B 31 ekki að myndin lýsti því yfir hver hetjan væri. Allir okkar kraftar beindust afi því að gera þessar þrjár persónur jafnar." Áhorfendur gætu að sjálfsögðu tekið þríhyrn- ingnum öðruvísi og fundist þeir hafa minnstu samúðina með per- sónu Hurts en í huga Brooks hefur jafnvel sú persóna „nokkuð til síns máls". Vegna þess að myndin byggir kraft sinn á persónu Jane Craig var það sérstaklega djarfur leikur hjá Brooká að fá næstum algerlega óþekkta leikkonu til að fara með hlutverkið. Hann leitaði að réttu leikkonunni í hálft ár og hóaði í i allar þessar venjulegu stjörnur eins og hann segir, „konur sem ég ber mikla virðingu fyrir". Engin þeirra hæfði í hlutverkið. Fyrir ári síðan þegar leikmyndir höfðu verið reistar og myndavélarnar áttu að fara í gang var ekki enn búið að ráða í aðalkvenhlutverkið. Þá var Holly Hunter sent handrit. Hún las það yfir og varð stórhrifin. „Þetta er kjarnbesta kvenhlutverk sem ég hef séð á pappír," sagði hún við sjálfa sig og flýtti sér á prufuæf- ingu. Á leiðinni segist hún ekki hafa verið vitund spennt því henni „fannst ekki vera möguleiki á að hún hreppti hlutverkið". Þegar hún kom á staðinn fór hún að lesa handritið á móti William Hurt und- ir leikstjórn Brooks og brátt lengdist eitt atriði í allt handritið eins og um raunverulega æfingu væri að ræða. Prufuæfingin stóð í tvær stundir. Næsta dag átti Hunter að lesa með leikaranum Albert Brooks (enginn skyldleiki með leikstjóranum), en leikstjórinn stoppaði þau fljótt af og tilkynnti Hunter að hún fengi hlutverkið. James Brooks segir: „Þegar ég sá Holly var leikkonan fundin. Eftir að hún hafði lesið fimm línur vissi ég að hún var sú rétta. Við William Hurt þorðum varla að líta hvor á annan." Þess má að lokum geta að Jack Nicholson fer með aukahlutverk í „Broadcast News" en eins og menn muna var hann óborganleg- ur í síðustu James Brooksmynd, „Terms of Endearment". Vikuritið Time valdi „Broadcast News“ eina af tiu bestu myndum ársins 1987. Hápunktur myndarinnar er sprengjuárás Víetkonga á nætur- klúbb í Saigon sem Williams í hlutverki Cronauer verður vitni að en fær ekki að útvarpa. „Það atriði er byggt á því sem kom fyrir báta- veitingahúsið Mekong í Saigon- ánni," sagði Cronauer. „Ég hafði snætt með vinum mínum þar kvöldið sem það var sprengt í loft upp. Við yfirgáfum staðinn 20 mínútum áður en Víetkongar sprengdu hann í loft upp. Ég snéri aftur og sá hina dauðu og særðu en ég mátti ekki segja frá því. Yfir- maður minn vildi ekki að það færi í útvarpið." Eins og Williams gerir í mynd- inni vann Cronauer einnig fyrir sór sem enskukennari við Víetnam- íska-ameríska félagið í Saigon — en það var ekki af því hann væri að eltast við víetnamíska stelpu eins og Williams í myndinni. Chint- ara Sukapatana léikur þessa kærustu Williams. Barry Levinson vill ekki mikið ræða um myndina sína ef marka má stutta frásögn í tímaritinu American Film. Að tala við Levin- son um nýju myndina er eins og aö ræöa viö Marcel Marceau stendur þar. Hann hefur ekki margt að segja. Dæmi: Spyrill: Hvernig gerir maður gamanmynd um Víetnam? Levinson: Þetta er ekki gamanmynd. Spyrill: Hver er kjarni myndarinnar? Levinson: Ég þoli ekki að svara svona nokkru. Spyrill: Hver er hinn pólitíski boð- skapur myndarinnar? Levinson: Maður talar aldrei um boðskap. Hann er í myndinni. Spyrill: Hvað á ég að skrifa um? Vikuritið Time valdi „Good Morning, Vietnam" eina af tíu bestu myndum ársins 1987. r -- -------- => Herjar AIMGIST á þig? Færð þú angistarköst eða óttastu að fá þau, til dæmis í stórmörkuðum, strætisvögnum, samkomustöðum, kvikmyndahúsum, bönkum eða öðrum slíkum stöðum? Ef svo er, býðst þér 15 vikna námskeið í angistar- og kvíðastjórnun. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. janúar kl. 18.00 og stendur yfir í 11/2 klukkustund í senn. Leiðbeinandi: Jóhann Loftsson, sálfræðingur. Nánari upplýsingar og innritun í símum 689465 og 621872. Tollari ’88 Einfaldur: Sérstaklega Iipur í notkun. Fróður: Kann tollskrána og tollareglur utan að. Reyndur: Hefur þegar gert þúsundir tollskýrslna frá áramótum. Tollari ’88 er farsæl lausn á tollskýrslugerð og verðútreikningum. íslensk tæki, Garðatorgi 5, sími 656510. MICROSOFI hugbúnaðarkynning Þessa viku verða kynnt 3 mest seldu forritin á Macintosh, en þau eru öll frá Microsoft. MICROSOFT. Excel Öflugasti töflureiknir sem til er á einkatölvur í dag. Því til sönnunar mætti nefna nokkrar tölur. Reiknilíkön geta orðið allt að 16.384 línur í 256 dálkum. Hægt er að velja úr 85 reikniaðgerðum, allt frá tölfræðiföllum tíl dagareikninga. Og ef þú vilt fá línurit þá er hægt að velja út 42 mismunadi tegundum af þeim. Þrátt fyrir alla möguleikana er jafn auðvelt að læra á Excel eins og önnur forrit á Macintosh. Ekki þarf að muna neinar skipanir þar sem þær eru alltaf fyrir framan mann og auk þess er innibyggt hjálparkerfi í forritið. MICROSOFT. Word Microsoft® Word hentar öllum hvort sem um er að ræða 2 blaðsíðna bréf eða 100 blaðsíðna skýrslu. Af mörgu er að taka þegar lýsa á þessu forriti. Sem dæmi um það sem hægt er að gera má nefna: geyma uppsetningu skjala, sjá heila opnu áður en hún er prentuð, aðlaga ýmsar valmyndir að þörfum hvers og eins, sjálfnúmerandi neðanmáls- greinar, orðaskiptingar, orðasafn með 80.000 enskum orðum. Fyrir þá sem lengra eru komnir má nefna sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðisorðaskrá, setja má myndir við hliðina á texta, nota skjáinn tvískiptan, skrifa flóknar stærðffæði- formúlur og ýmsar einfaldar reikniaðgerðir. Ef þetta sannfærir þig ekki þá verður þú að koma í Radiobúðina til að sjá og sannfærast. MICR0SOFT Works Þetta er í raun 4 mismunandi forrit í einu, eða ritvinnsla, töflureiknir (með línuritum), gagnagrunnur og samskiptaforrit. Works hefur verið mjög vinsælt þar sem forritíð er bæði öflugt og um leið sérlega auðvelt í notkun. Ekki spillir að hægt er að flytja gögn á milli mismunandi hluta kerfisins á einstaklega þægilegan og fljótvirkan hátt. Hægt er að búa til nafnaskrá í gagnagrunninum, skrifa bréf í ritvinnslunni og prenta síðan dreifibréf tíl allra þeirra sem em í nafnaskránni. Úr töflureikni má flytja bæði línurit og töflu yfir í ritvinnsluna. Með samskiptaforriti má tengjast öðmm tölvum og hvort sem er senda eða taka á mótí upplýsingum. ‘Vtó titácan vel 4, (HÓtc i SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.