Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.01.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 BT 7 MENGUN — Grikkir vilja komast út úr þokunni Sex ár eru liðin síðan ríkisstjórn Papandreous tók við völdum í Grikklandi og nú hefur hún lýst yfir stríði á hendur mesta vágesti Aþenu, „nefosi". Nefos merkir ský og er nafnið jafnframt notað yfir gulbrúnu reykjarslæðuna, sem orðin er eins konar tákn Aþenu nútímans. Þess- arar mengunar varð fyrst vart fyrir tveimur áratugum þegar hröð íbúa- fjölgun varð í Aþenu og friðsæl höfuðborg, er einkenndist af íbúðar- húsum í nýklassískum stíl, breyttist skyndilega í óskapnað sem teygði anga sína í allar átti. Á síðasta tóm. „Þessir þrír mánuðir á Pic- kering voru versti tíminn á 17 ára ferli mínum til sjós,“ sagði hann. „Ég hafði ekki krónu upp úr krafsinu enda var alltaf eitthvað að.“ Starfsmenn atvinnuleysisskrif- stofunnar féllust á, að áhöfnin hefði eitthvað til síns máls og báðu síðan séra Willis að hjálpa upp á sakimar. Hann hefur sér- staka blessun dr. Donalds Coggans, fyrrverandi erkibiskups í York, til að kveða niður drauga. Kynnti hann sér sögu skipsins og komst að þeirri niðurstöðu, að líklega væri um að ræða svip lát- ins manns en ekki makríls eða þorsks í hefndarhug. Séra Willis las síðan yfír draugnum, fór með bænir og skor- aði á hann að hypja sig en presturinn hafði meðal annars grafið það upp, að mann nokkurn hafði tekið út þegar skipið, sem þá hét Family Crest, var að veið- um við írland. „Nú er allt í þessu stakasta lagi,“ segir Gates skipstjóri, enda fá skipveijar nú sérstakan bónus fyrir góðan afla. Séra Willis seg- ir, að draugurinn hafí loksins fundið friðinn og Bridlington Trawler Co., útgerðarfélagið, sem gerir Pickering út, hefur þakkað honum sérstaklega fyrir hjálpina. - MARTIN WAINWRIGHT áratug hefur reykjarslæðan stöðugt vofað yfír Aþenu og ógnað heilsu- fari borgarbúa. Hellenski sósíalistaflokkurinn hefur fátt gert til þess að binda endi á þessa loftmengun þrátt fyrir ítrekuð loforð á sínum sex ára valdaferii. En fyrir skömmu var lýst yfír því að hafízt yrði handa. Agamemnon Koutsogiorgas aðstoð- arforsætisráðherra skýrði nýlega frá margvíslegum ráðstöfunum, sem í bígerð væru, og gætu haft róttæk áhrif á lífshætti Aþenubúa, en þeir eru fjórar milljónir talsins. Kostnaðurinn við þessar ráðstaf- anir verður um 1,2 milljarðar króna og áhrifa þeirra verður farið að gæta þegar á þessu ári. Til að mynda verður umferð takmörkuð verulega og opnunartíma verzlana breytt. Umferð leigubíla um gamla borgarhlutann verður takmörkuð og verða þeir látnir skiptast á um að aka þar um sinn daginn hver eftir því hvort skrásetningarnúmer þeirra enda á oddatölu eða jafnri tölu. Á meðal annarra ráðstafana má nefna, að sútunarverkstæði og fyr- irtæki í málmiðnaði verða látin flytja frá Attíkuskaga, sem er afar þéttbýll. Þá verða ýmsar úrbætur gerðar í þungaiðnaði, en hann er talinn valda um það bil 30% af loftmenguninni, og verður meðal annars nýjum hreinsitækjum komið upp og aðrar úrbætur gerðar. Þá verður komið á ströngu eftirliti með eldsneyti fyrir farartæki, iðnað og húshitun. Ennfremur skýrði ráðherrann frá fyrirætlunum um neðanjarðar- brautir og lokaframkvæmdum við hringveg um Aþenu og loks hug- myndum um að gera skrúðgarða og skipuleggja gróin svæði, en mik- il þörf er á slíku í borginni. Það sem mest kom þó á óvart í máli ráðherrans voru fyrirætlanir um breyttan afgreiðslutíma hjá verzlunum. Frá febrúar næstkom- andi verður opnunartími allra verzlana samfelldur, í stað þess að þeim sé lokað í þijár klukkustundir síðdegis þijá daga í viku og þær síðan opnaðar aftur eins og nú tíðkast. - FLORICIA KYRIACOPOULOS Sovéska rithöfundamafían kallaði PastgernakJúdas sem selt hefðiþjóð sína fyrirþrjátíu silfurpeninga. SJÁ: Bókmenntir MATARÆÐI Er fitusnauða fitan eftilvill varhugaverð? Nú er hugsanlega farið að hilla undir endanlegan sigur í bar- áttunni við aukakílóin. Svo er fyrir að þakka vísindum nútímans, að lykillinn að leyndarmálinu — fítu- laus fita — er nú innan seilingar. Samt er fólk ekki fyrr farið að bíða með óþreyju eftir þessari ódáins- veig, að fram á sviðið kemur virtur sérfræðingur og segir, að hún geti verið stórhættuleg, ef ekki banvæn. í mars á síðasta ári var frá því skýrt, að Proctor & Gamble, banda- rískur stórframleiðandi matvæla og þvottaefna, væri með mestu leynd að framleiða efni, sambland sykurs og fítusýru, sem líktist smjörlíki en með einni mikilvægari undantekn- ingu þó. Það gengur ómelt niður af mönnum og má því kallast alveg laus við kalóríur. Fyrirtækið hefur reynt að fara leynt með þessa uppfinningu sína en markaðssérfræðingar telja, að hún geti aukið sölu þess um einn milljarð dollara í Bandaríkjunum einum. Þegar fyrstu blaðafréttir birtust um nýja efnið var fyrirtækið í þann veginn að sækja um einka- leyfí á fitulausu fitunni, sem kallast Olestra, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og óttaðist, að mikil um- ræða í blöðunum gæti haft áhrif á afgreiðsluna. I maí á síðasta ári afhenti Proct- or & Gamble bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu skjöl upp á 10.000 blaðsíður, þar sem rannsóknir þess voru tíundaðar og • reynt að sýna NAMMNAMM - Er sigurinn í sjónmáli eða einungis loftkastal- ar? fram á, að Olestra væri með öllu hættulaust fólki. Forsvarsmenn fyr- irtækisins eru raunar vissir um, að þeir séu að vinna öllu mannkyni mikið gagn — eða að minnsta kosti þeim hluta þess, sem getur leyft sér þann munað að hlaupa í spik. Þetta voru góðu fréttimar, en nú er komið að þeim slæmu. Dr. Michael Jacobson, forstöðumaður rannsóknastofnunar $ þágu neyt- enda í Washingtonborg, telur, að Olestra geti valdið krabbameini, lifrarskemmdum og öðrum alvar- legum sjúkdómum. Jacobson er enginn vindmyllu- riddari eða öfgafullur sérvitringur. Hann er örverufræðingur að mennt og hefur unnið mörg mikilvæg mál gegn matvælaiðnaðinum. Jacobson segir, að margt sé at- hugavert við Olestra og þær aðferðir, sem matvæla- og lyfjaeft- irlitið notar við prófanir á því. Vitnar hann í því efni til sjálfra skýrslna Proctors & Gamble um rannsóknir á Olestra, en vegna bandarískra laga um óhefta upplýs- ingaskyldu fékk hann afrit af þeim. Hann komst meðal annars að því, að Proctor & Gamble var leyft að nota aðeins eina dýrategund, rottur, við tilraunimar, en venjan er sú, að notaðar eru tvær. Var sú ástæða gefín, að líkaminn á ekki að melta Olestra og því séu áhrif þess á hann sama og engin. Jacob- son segir hins vegar, að rannsóknir hans sýni, að þarmamir taki upp nokkum hluta efnisins, auk þess sem það sé í beinni snertingu við meltingarveginn. Af rottunum, sem fengu Olestra með fæðunni, dóu 48% fyrr en ætla mátti, en aðeins 28% þeirra, sem nærðust á venjulegu rottufæði. Jacobson segir, að Proctor & Gamble skýri þennan mun með því, að samanburðarrottumar hafí verið óvenjulega hraustar og lang- lífari en afkomendumir. I umsögn sinni til eftirlitsnefnd- arinnar segir dr. Jacobson: „Við skomm á matvæla- og lyfjaeftirlitið að samþykkja ekki notkun Olestra fyrr en frekari langtímarannsóknir hafa farið fram á því og búið er að útskýra á fullnægjandi hátt þau vandamál, sem komið hafá í ljós. Það sæmir illa stórfyrirtæki á borð við Proctor & Gamble, sem fer ár- lega með tvo milljarða dollara í auglýsingar, að sinna ekki þessum sjálfsögðu öryggisskyldum." —JAMES ERLICHMAN IRAK Kvenfólkinu sagt að gera „skyldu“ sína Aopinbemm byggingum um gervallt írak hafa nýlega birzt skorinorðar yfirlýsingar til kvenna þar sem þær em hvattar til að gera „skyldu" sína. Þessar orðsendingar em upphaf opinberrar baráttu fyrir því, að íranskar konur eignist fleiri böm. Fæðingartalan í Irak er 3,4 af hundraði og ætti það að nægja og vel það til að viðhalda þjóðinni við eðlilegar aðstæður. En nánast heilli kynslóð ungra karlmanna hef- ur verið útrýmt í Persaflóastríðinu þannig að íbúum landsins fer ört fækkandi. íbúar íraks em tæpur þriðjungur af íbúafjöldanum í íran og því em Irakar ófúsir að eiga á hættu mikið mannfall, en talið er að 350.000 írakar hafí þegar fallið. Stjómin hefur því miklar áhyggjur af því að landsmönnum fækki mjög á komandi tímum. Með ýmsum ráðum er nú reynt að fá konur til að eignast fleiri böm, meðal annars með sérstökum greiðslum, um það bil þúsund krón- um á mánuði og 12 mánaða fæðingarorlofi. Fyrstu sex mánuð- ina fá konur full laun og síðan hálf laun næstu sex.. Þar að auki fá þær ókeypis bleyjur. En ekki er trúlegt að margir hlýði kallinu í Basra sem er næststærsta borg Iraks og taldi áður rúma millj- ón íbúa. Víglína írana er aðeins í 11 mílna íjarlægð frá borginni og þorri íbúa hefur flúið hana. Nýtízkuleg hverfi hennar em nú nánast hmnin til gmnna í sprenju- árásum írana, og þama sjást nú nánst einungis hermenn á ferli. Hávaðinn frá stórskotaliðinu í vest- urátt hljómar í borginni eins og íjarlægur þmmugnýr. Þijár konur í svörtum klæðum sá undirritaður þó klöngrast yfír rústir húsa og annarra mannvirkja og láta þar með í ljósi fyrirlitningu sína á Kho- meini og bjargfasta ákvörðun sína um að láta hann og hans líka ekki hrekja sig frá heimkynnum sínum. í miðborg Basra em einungis nokkrar verzlanir opnar og em þær vandlega víggirtar með sandpokum. Á síðasta ári féllu rúmlega 62.000 fallbyssuskot á borgina samkvæmt upplýsingum ríkisstjór- ans. Frá því að stríðið hófst hafa 1.758 borgarar í Basra fallið og rúmlega 7.000 særst. Fyrir áramótin fullyrtu yfirvöld í íran að fimm milljónir manna hefðu svarað herútboði þeirra, sem hófst 18. nóvember. Þau bættu við að árásum yrði haldið áfram linnu- laust. —IAN MATHER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.