Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17, JANÚAR 1988 Varla verður sagt að deyfð ríki nú í skammdeginu í okkar sam- félagi. Svo mikið er að gerast um þessi áramót, að allt virðist í græn- um sjó. Alls konar umbætur, sem lengi er búið að jagast yfir, eru að verða að veruleika. Með tilheyrandi fognuði, tortryggni, skömmum og útskýringum - eftir smekk og upp- lagi hvers og eins. Felst ekki líka dyggð lýðræðis okkar í opinskáum tjáskiptum borgaranna, sem hafa ólíkar skoðanir? Ólgan og hávaðinn þá af hinu góða. Kallar á andsvör og upplýsingar, sem ekki þurfa endilega að vera vel þegnar. Enda geta þær eyðilagt fullyrðingar, sem kannski er búið að koma sér upp með ærinni fýrirhöfn og æfa vel. Ólgan sýnir þó að minnsta kosti að eitthvað er verið að gera sem máli skiptir. Von að við meðaljónamir náum illa áttum þegar málabylgj- umar rísa og skella svo ótt á okkur úr fréttum að ekkert svigrúm gefst til að grípa nema slagorðin. Hvað þá þegar rökin með og móti á hinu háa alþingi felast í langri þögn í ræðustóli eða svo umfangsmiklum og flóknum orðaflaumi að sólar- hringurinn dugar vart til. Langur tími leið og ótal frétta- tímar áður en þessi meðaljón þóttist grípa deilumar um svonefnt kvóta- fmmvarp. Loks spýttist til manns úr allri súpunni, eins og í öflugri þeytivindu, svolítið þéttari kjami máls. Fylgdi hrollur. Málið virtist semsagt snúast um smábátana, trillumar. Hvort stjómvöld ættu að skipta takmörkuðum afla þannig niður á báta og skip, að sjósókn yrði meira beint til minnstu bátana. Slatti af alþingismönnum virtust þeirrar skoðunar að farsælast væri fyrir íslenska þjóð að skammtaður fiskur væri sóttur á smábátum. Em þama að verða afgerandi tímamót? Eða er maður bara orðinn svona mikil kveif? Tveggja áratuga frétta- mennska með tilheyrandi fréttum af sjósókn og nánd við sjóslysin, hefur komið þeirri hugmynd í koll- inn að sífellt væri verið að keppa að því að fá betri, stærri og ömgg- ari skip til að sækja í á miðin. Fagnað hveiju fleyi sem tók fram því sem á undan var og alltaf kom orðið ömggari fyrir í fagnaðarræð- unum. Virðist ná langt aftur fyrir æfi þess sem hér skrifar, svo sem lesa má í skjölum og frásögnum allt frá skútuöld, þegar íslendingar gátu rétt damlað á sínum litlu fleyt- um út fyrir ströndina meðan útlendu stærri bátamir fiskuðu fyr- ir utan. Nú virtist kapp lagt á að minnstu bátamir sæki sjó í skamm- degi og vetarveðrum. Em minnstu bátamir kannski orðnir ömggastir eða minni áhersla orðin lögð á ör- yggið, þegar skammta þarf og velja báta til að sækja þennan takmark- aða afla, sem við höfum? Kannski er þetta gunguskapur, skerptur af því að umræðumar koma ofan í birtar slysatölur um áramót, þar sem 53 höfðu látist af slysfömm, þar af 25 í umferðinni og 10 ásjó, 26 árið 1986. Ogóhugn- anleg sjóslys verða strax í janúar Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagníeg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna-. grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almcnn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyöublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptacnska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námið hefst 19. janúar 1988. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Hvað segja þau um námskeiðið. Sólveig Kristjánsdóttir: Síðastliöinn vetur var ég viö nám hjá Tölvufræöslunni. Þessi tími er ógleymanlegur bæöi vegna þeirrar þekkingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög til góöa þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þarna rikti. Þetta borgaði sig. Sigríður Þórisdóttir: Mér hefur nýst námiö vel. Ég er öruggari i starii og m.a. feng- iö stööuhækkun. Víötæk kynn- ing á tölvum og tölvuvinnslu í þessu nómi hefur reynst mér mjög vel. Maöur kynnist þeim fjölmörgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á að bjóöa. Þetta ném hvetur mann einnig til aö kanna þessa möguleika ogfærasérþáinyt. Jóhann B. Ólafsson: Ég var verkamaöur áöur en ég fór i skrifstofutækninámið hjá Tclvufræöslunni. Égbjóstekki viö aö læra mikið á svo skömm- um tíma, en annaðhvort var þaó aö ég er svona gáfaöur, eöa þá aö kennslan var svona góö (sem ég tel nú aö frekar hafi veriö), aó nú er ég allavega oröinn aö- stoöarframkvæmdarstjóri hjá íslenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á tölvur, en töfvur vom hlutir sem ég þekkti ekkert inná áöur en ég fór i námiö. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfrcmur sendur í pósti til þeirra sem þess óska með nærgöngulum lýsingum þeirra sem af komast á atburðunum. En í sama mund er líka verið að flytja inn í landið fjölda tjónabifreiða sem erlend tryggingarfélög hafa af ein- hverjum ástæðum greitt út sem ónýtar. Enda hávær umræða um öryggið. Eru strangar kröfur opin- berra aðila um öryggi eitthvað að slakna? Hvað veit ég. En einhvern veginn rennur þessi umræða öll, á alþingi og úti í þjóðfélaginu, saman og vekur óhug - með réttu eða röngu. Umbylting mikil og flókin er að ganga í garð í skatta- og verðlags- málum með fyrstu vaklandi skref- unum. Vegurinn framundan enn í þokumóðu og markið ekki í augsýn. Hækkanir á matvælum ennþá mest áberandi. Fylgt úr hlaði með hvatn- ingu til naytenda um að fylgjast nú vel með hvort rétt sé reiknað leyft verð. Þótt verðlagsstofnun lofi hjálp til að fylgjast með, duga vitan- lega engar kannanir og upplýsingar nema kaupendumir taki mið af þeim. Fleira getur bæst á. „Eru uppi hugmyndir meðal kaupamanna um að leita eftir hærri álagningu vegna aukins kostnaðar, sem leiðir af notkun greiðslukorta", segir í Mbl. af blaðamannafundi, sem matvörukaupmenn boðuðu til í vikunni af tilefni álagningar. Kem- ur varla á óvart. Forstjóri stórmark- aðar hafði fyrir jólin lýst því yfír að vitanlega hlytu lán til greiðslu- kortahafa að leggjast á vöruverð i versluninni. Hvað annað? Það var um það leyti sem þeir tóku upp á því fyrir jólin að lengja lánstímann til skuldaranna. Gáruhöfundur brást hinn versti við og þjófstartaði í verðlagseftirlitinu. Hringdi fyrir jólainnkaupin í nokkrar stórverslan- ir og spurði hvort viðkomandi verslun veitti kortahöfum fram- lengdan lánsfrest, sem þær gerðu flestar. Síðan hvort ekki væri þá veittur afsláttur fyrir staðgreiðslu. Það gerði enginn af þeim matvöru- kaupmönnum sem venjan var að versla við. Því fóm öll kaup fram í JL húsinu, sem veitti 5% afslátt þeim sem staðgreiddu. Græddi 500 kr. í hverri ferð. Eins fór kollega Gísli að og græddi álíka í hverri ferð eftir jólamatnum í Kaupgarð í Kópavogi. Aðrir sem haft var sam- band við kusu frekar viðskipti skuldaranna en þeirra sem greiða strax. Þá er um tvennt að velja fyrir kaupanda, að greiða með korti og fá vexti af fénu í banka eða fá afsláttinn fyrir að láta kaupmann- inn hafa reiðuféð. Ekki veit ég hvort rétt er að margir hafi fengið svo lítið í kassann að þeir neyðist til að greiða með greiðslukortanótun- um fyrir vömr sínar hjá heildsölun- um og þá vitanlega með afföllum. En ekki er það ótrúlegt, þar sem menn hafa komið sér í það að þurfa að greiða vöm og söluskatt áður en vamingurinn fæst borgaður. Svo miklu finnst sumum fatakaup- mönnum þetta muna, að þeir buðu ótilkvaddir 10% afsíátt ef greitt væri með peningum eða ávísun í stað greiðslukorta. Þetta er fijáls verslun, kaupmenn geta valið um skuldara eða staðgreiðslufólk og neytendur um greiðslufrestinn eða afslátt og greiðlu út í hönd. Ég hefí ódýan smekk, ég kýs afslátt- inn. Skýtur þó eftir einhveijum óræðum, kvikyndislegum leiðum upp í hugskotið vísunni um versl- unarólagið" eins og ástmögur þjóðarinnar, Jónas skáld Hallgríms- son, orðaði það: íslendingurinn ætla ég sé illa fær til að „ drifa handel“. Þótt sumir heiti Xavier, sumir Höjsgaard, Hermann, Peer og Wandel. Opið frá kl. 22.00-01.00 Opið í kvöld frá kl. 18.00. Kvoóinni ‘Undir LœkjartungCL Lœíýargötu 2 Gullinn veitingastaður sem leggur áherslu á gæði og þjónustu. Ljúft kvöld í baegilegu andrúmslofti Snyrtilegur klæðnaður. 20 ára aldurstakmark. Miðaverð kr. 300,- Staður setn freitiiega fötidrar við SragðCaufatia. Borðapantanir f sfmum 621625 og 11340 Sjáumst í Tunglinu í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.