Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 9
öOr STAÍn/TM vt tfTTOAfnTWWTTP. rTTGA,TíTVTTjn.HOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 ff fi B 9 Hermann og Sigurlaug með börnum sinum tólf. Myndin er tekin á sjötugsafmæli Hermanns. Fremri röð frá vinstri: Ingibjörg, Guðný, þau hjónin Hermann og Signrlaug, Þórunn, Jónína. Aftari röð frá vinstri: Heiðar, Gunnar, Gísli, Óli, Þorgerður, Ingi, Friðrik, Arni. Sigurlaug Friðriksdóttir og Hermann Árnason, myndin er tekin nokkru eftir brúðkaupið. ið sjö ár á milli þess að hún hefði komist í kaupstað á ísafirði. Hún sagði að í það skiptið hefði hún verið orðin töluvert langeygð eftir tækifæri til að versla. Að vísu hefði bóndinn verið ansi duglegur að versla fyrir sig þegar hann fór til Ísaíjarðar, en það segði sig auðvitað sjálft að það væri erfitt að velja fyrir aðra, til dæmis efni í kjóla og annað þess háttar. Aðspurður sagði Hermann því fara fjarri að karl- menn í N- ísaijarðarsýslu hefðu verið tregir til að taka kvenfólkið með í kaupstaðarferðir, þegar menn fóru að versla hefði aðeins verið hægt að kaupa það nauðsynlegasta og konumar hefðu farið með í kaup- stað þegar þær þurftu. Að þessum ummælum Hermanns sögðum hló Sigurlaug góðlátlega. Sigurlaug sagði að sig ræki minni til þess að í eitt skipti hefði hún aðeins átt einn kjól; „það var ekki alltaf ríkidæminu fyrir að fara.“ „Það var alltaf látið ganga fyrir að reyna að hafa eitthvað að éta“, bætti Hermann við. Sigurlaug sagði að hún myndi ekki eftir svengd nema árið 1914. Annars hefði á Látrum mikið verið borðað af harð- físk og hertum þorskhausum og ekki mætti gleyma kúfisknum, hann var matbjörgin 1918. Blaðamaður spurði þau hjónin um ástæður þess að þau eins og aðrir Aðalvíkingar fluttust á brott. Þau sögðu að 1948 þegar þau fóru hefði verið svo komið að aðeins nokkrar fjölskyldur voru eftir, skólahald hafði lagst niður og lækn- ir var enginn heldur nálægur og sumir höfðu líka á orði að ekkert væri við að vera. Með þennan bamafjölda var hreinlega ekki um annað að ræða en að flytja á brott. Þeim hjónum Hermanni Árna- syni og Sigurlaugu Friðriksdóttur hefði ekki dottið það í hug þegar þau gengu í hjónaband að þau ættu eftir að njóta þess bamaláns sem raun ber vitni. Hermann sagði: „Það er yndislegt að eiga svona mörg heilbrigð böm, — þegar þau em öll uppkomin.“ Eins og fyrr hefur verið getið em bömin tólf og öll á lífi. Hið elsta er fimmtíu og átta ára og hið yngsta er þijátíu og sex ára. Bama- böm em fímmtíu og sex og þegar haldið var uppá demantsbrúðkaupið vom barnabamabörnin fimmtíu og þijú en síðan hefur eitt bæst í hóp- inn; því em afkomendur nú hundrað tuttugu og tveir. Sigurlaug og Hermann sögðust vera ánægð með sitt og vildu ekki veita ungu fólki sem er að hefia búskap aðrar ráðleggingar en þær að vera reiðubúið til að fyrirgefa og sættast ef eitthvað bjátaði á. „Og treysta á frelsarann í blíðu og stríðu,“ bætti Sigurlaug við. Goðafoss elsti strandaði við Straumnes skammt frá Látrum. Hefur meira en helmingur spádóma hans þegar ræst? Vísindamenn geta ekki útskýrt þá, þjóðar- leiðtogar líta ekki framhjá þeim, almenningur um allan heim les þá og við ættum alls ekki að láta undir höfuð leggjast að líta í þá, því í spádómum um nánustu framtíð mannkyns kemur lítil eyja í Norður- höfUm og merkur leiðtogi þaðan mjög við sögu. Framtíðarsýnir sjáenda Franska stjórnarbyltingin, Adolf Hitler og nasisminn, kjarnorkuárásir á Japan, morðið á Olof Palme, útbreiðsla alnæmis. Nostradamus sagði fyrir um þessa atburði. Og hann spáir að lítil eyja í Norðurhöfum muni gegna veigamiklu hlutverki á erfiðum tímum mannkynsins og lýsir merkum leið- toga sem þaðan kemur. Jafnframt segir frá ævafornum spádóm- um Hópi-indíána, spádómum Gamla testa- mentisins um Eldeyjuna í vestri, kínversk- um spádómi um íslendinga og hvernig spá- dómar Pýramídans mikla vísa á ísland. ÍÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.