Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1988, Blaðsíða 29
MORG! TNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 B 29 Byggingarsaga Reykjavíkiir Til Velvakanda. Þegar litið er yfír byggingarsögu Reykjavíkur sl. rúm 100 ár, þá undrar mann það fálm og fyrir- hyggjuleysi, sem víða hefir ráðið í úthlutum lóða og staðsetningu stór- bygginga. Við getum byijað á Alþingis- húsinu. Þar kom Arnarhóll fyrst til álita, en Magnús landshöfðingi neit- aði, því það var hans heimatún. Fleiri staðir komu til greina, en svo var byrjað að undirbúa grunn fyrir húsið neðst við Laugaveginn og flutt þangað efni, en á síðustu stundu var frá því horfíð og keypt- ur kálgarður Halldórs Friðriksson- ar, sem þá var rétt á Tjarnarbakk- anum. Þegar Landsbankinn brann 1915 vildi Björn Kristjánsson og aðrir ráðamenn bankans fá lóð á Amarhóli undir nýtt bankahús, en Matthías Þórðarson fomminjavörð- ur kom í veg fyrir það að því viðbættu að kaupmenn miðbæjarins hótuðu að hætta viðskiptum við bankann ef hann flytti suður fyrir læk. Næst hefst umræða um lóð fyrir Þjóðleikhúsið, þar var efst á blaði Arnarhóll, svo og lóð í Hallar- garðinum sunnan Fríkirkjunnar, einnig lóð vestan tjamarinnar og Guðmundur Kamban vildi fylla upp syðri tjömina og byggja Þjóðleik- húsið þar. Loks var því troðið í þrengslin við Hverfisgötuna. Þá má minnast umræðna um lóð fyrir Háskólann og lá við að hann yrði byggður á Skólavörðuholtinu og af því tilefni var byijað að grafa fyrir stúdentagarði þar uppfrá, en sem betur fer varð ekki af frekari fram- kvæmdum þar. Öllum er í fersku minni ævintýri Seðlabankans, sem varð að láta teikna þrisvar og hindr- að var með fjöldaátaki að hann risi á Amarhóli. Þá má líta á lóðaúthlutanir. í miðbænum fékk Morgunblaðið lóð, sem vel hefði hæft fyrir ráðhús borgarinnar. Eitt fegursta útsýnishomið í efra Breiðholti var látið undir bensínaf- greiðslu. Þama hefði átt að byggja myndarlega kirkju, sem hefði getað verið messuhús fyrir allt Breiðholts- og Seljahverfi. Hægt að messa mörgum sinnum á hvetjum messu- degi. Hafa svo safnaðarheimili í hverri sókn. Þess í stað er verið að byggja margar smákirkjur á lág- kúmlegum lóðum neðan vegar og í vilpunni í Mjóddinni. Notaðar einn klukkutíma í viku. Þau mistök og hringlandaháttur, sem hér hefir verið rifjaður upp, em þó smámunir miðað við það að fara að byggja ráðhús í Tjörninni og byggja bflageymslu fyrir hundr- uð milljóna niðri í henni, sem gæti orðið dauðagilda, eins og gullnáma í Höfðaborg þegar Suðurlands- skjálftinn ríður yfir. Líklegt er að slík bygging færi framúr áætlun, eins og nýja flugstöðin í Keflavík. Svo em ekki allir hrifnir af teikning- unni, sem þykir að sumu leyti minna á torfbæi í Þingeyjarsýslu á síðustu öld eða bragga stríðsáranna. Land- rými er það mikið á höfuðborgar- svæðinu að óþarft er að grípa til örþrifaráða. Nú vill svo til að rýmt hefir verið á gamla hafnarbakkan- um og er þar nú autt svæði, sem er meira en 100 fermetrar á kant. Þama mætti byggja margra hæða ráðhús því gmnnurinn stendur ekki á brauðfótum. Bílageymsla gæti verið á jarðhæð og þaki, og svo er Seðlabankabílageymslan á næsta leiti og væntanleg önnur undir Arn- arhóli. Það er ekki dæmalaust þó gera þyrfti þriðju teikninguna af ráðhúsi, sem yrði þarna andlit höf- uðborgarinnar, sem blasti við öllum, sem af hafí kæmu og væri eðlilegt mótvægi við byggingu Seðlabank- ans. Siguijón Sigurbjörnsson Gefið smáfuglunum Kæri Velvakandi Nú er hart í ári hjá smáfuglunum og ættu sem flestir að gefa þeim og hjálpa þeim þannig yfír þennan harðinda tíma. Þá ættu kattaeig- endur að hafa ketti sína innivið í HEILRÆÐI Sjómenn Slys á mönnum í höfnum inni em mjög tíð. Oft má rekja orsakir til lélegs frágangs hafnarmannvirkja og björgunartækja. Fylgist með lýsingu á bryggjum og umhirðu björgunar- og örygg- istækja. Athugið einkum þau sem ætluð em til að ná mönnum úr sjó. Að uppgöngustigar nái vel niður fyrir yfirborð sjávar og að þeir séu auðkenndir sem best, svo ætla megi að stigamir sjáist af manni sem fellur í sjóinn. Undirbúningur og íhugun þín geta ráðið úrslitum um björgun. ljósaskiptunum, eins og minnst var á í Velvakanda fyrir skömmu. Það er í ljósaskiptunum sem smáfugam- ir koma heim að húsum að leita sér ætis og þá er best að gefa þeim. Smáfulgamir launa fyrir sig - ef þeim tekst að lifa af vetrarhörkum- ar syngja þeir fyrir okkur í sumar okkur til yndisauka. G.T. Bláalónið: Ósannindi um óreglulegan opnunartíma í baðhúsinu Til Velvakanda Það sem Rakel Sigurðardóttir lét sér um mun fara í Velvakanda hinn 8. janúar er ósatt og vil ég undirrit- uð sem eigandi baðhúsins við Bláalónið mótmæla skrifum hennar. Frá 1. nóvember 1987 kom á vetraropnun sem er frá kl. 13 til 20.30 alla virka daga og frá kl. 10 til 20 laugardaga og sunnudaga, og hefur alla daga verið opið hvem- ig sem viðrað hefur. Þennan dag, það er að segja 30. desember, var opnað kl. 13 og var þetta fólk þá í algem heimildarleysi í lóninu. Var farið framá að það borgaði en þar sem einn hótelgestanna neitaði var lögregla kvödd til. Vonumst við til þess að þessi leiðinda skrif verði ekki til að fæla fólk frá þessari heilsulind. Kristín Gunþórsdóttir Sigurgeir Sigurgéirsson PÓLÝF ÓNKÓRINN HÁTÍÐARTÓNLEIKAR í tilefni af 30 ára starfi verða haldn- ir í Háskólabíói 9. og 10. apríl 1988. Efnisskrá: Magnifícat eftir J.S.Bach Óperukórar eftir Verdi og Bizet Kórþættir úr Carmina Burana eftir C. Orff. Æfíngar hefjast miðvikudaginn 27. janúarkl. 20.00 í Vörðuskóla. Nýir og eldri félagar tilkynni þátt- töku í síðasta lagi 22. jan. til: Ólafar Magnúsdóttur........sími 656799 Kristjáns M. Sigurjónssonar..sími 72797 Auðar Hafsteinsdóttur..............sími 35052 Braga Erlendssonar á kvöldin kl. 19-22..........sími 38180 KÓRSKÓLI PÓLÝFÓNKÓRSINS Þeir, sem tóku þátt í námskeiðinu nú í vetur og hafa áhuga á inngöngu í kórinn, eru hvattir til að hafa sam- band við fyrmefnda aðila sem fyrst. Raddprófun verður í Vörðuskóla mánudagskvöld 25. janúar. PÓLÝFÓNKÓRINN UTSALAN ER HAFIN Sígildur franskur hágæða hcilsársfatnaður. Urvalið cr mcira cn þiggrunar. Látid eftir ykkur að líta við. VWNIR mt\ Laugaveqi 45 - Sími 11388

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.