Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 MÁLEFNI ALDRAÐRA/Þórir S.Guðbergsson Að byggja, byggja, byggja og byggja — fyrir aldraða Samtök aldraðra í Reykjavík hafa um árabil byggt fyrir félaga sína. í upphafi í Fossvogi, síðan í Bólstaðarhlíð, þar sem gengið var til samninga við Reykjavíkurborg um byggingu félags- og þjónustu- miðstöðvar, svo við Dalbraut og nú um þessar mundir er verið að hefja enn eina byggingu í vesturbænum á svokallaðri BUR-lóð við Flyðru- granda. DAS Hrafnista hefur einnig byggt íbúðir fyrir aldraða á lóð sinni í Hafnarfírði og Reykjavíkurborg byggði 18 íbúðir í Breiðholti á lóð Seljahlíðar, dvalarheimilisins. Allar þessar íbúðir sem hér hafa verið taldar eru söluíbúðir og enn fleiri eru nú í smíðum víðsvegar um landið. M.a. hafa Sunnuhlíðarsam- tök reist fjölbýlishús í Kópavogi með miklum myndarbrag og farið leiðir sem engir hafa farið áður í fjármögnun íbúða. íbúðimar eru byggðar á lóð sem tengist Hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð sem sömu samtök reistu á sínum tíma, síðar í samvinnu við sveitarfélagið. íbúð- ir þessar eru seldar með sérstökum skilmálum, kaup-leiguíbúðir, þar sem gengið er til samvinnu við banka um ákveðinn hluta fjármögn- unar og honum síðan greitt aftur til baka með sérstakri mánaðarleigu frá hveijum íbúðareiganda. Þjón- usta er fengin frá Sunnuhlíð. íbúðir þessar hafa risið á ótrú- lega skömmum tíma og hafa færri fengið en vildu. Verð er einnig hag- kvæmt miðað við nýbyggingar á markaðnum, en það hlýtur að vera markmið hvers þess félags og þeirra samtaka sem beijast fyrir málefn- um aldraðra að gera sem mest fyrir félaga sína, hagkvæmast og ódýr- ast. Fyrir skömmu var einnig sett upp skilti við Grandaveg sem blasir við sjónum þeirra er framhjá fara: TIL SOLU: íbúðir fyrir aldraða Söluaðili: s. 621477 Félag eldri borgara BYGG Byggingarfélag Gylfa og Gunnars Símar: 20812 og 622991 Sannarlega er kominn tími til þess að aldraðir sjálfir leggi orð í belg og segi álit sitt á ráðagerðum og framkvæmdum opinberra aðila á málefnum aldraðra á öllum svið- um. Reykjavíkurborg hefur byggt á 4. hundrað leiguíbúðir fyrir aldr- aða og 18 söluíbúðir, 26 íbúðir eru í byggingu og 90 aðrar er verið að hanna og teikna um þessar mundir. Nágrannasveitarfélögin sum hafa byggt fleiri söluíbúðir en leiguíbúð- ir og samtök í Reykjavík og nágrenni eru nú að byggja og selja á áttunda tug íbúða fyrir þá sem eru orðnir 60 ára og eldri. Og von er að menn spyiji: Hvert stefnir? 20% AFSLATTUR AF OLLUM VORUM SEM LÆKKAITOLLI Allarleirvörur. hnífapör. pottaro.fi. Viamtiorq Laugavegi22, sími 19801 Hafnarstræti 1, sími 12527. NBO HVER MAN EKKIEFTIR 0TT0 - HINUM ÓVIÐJAFNANLEGA 0TT0, SEM K0M ÖLLUM TIL AÐ VELTAST UMAF HLÁTRI... NÚ ER HÚN K0MIN NÝJA MYNDIN MEÐ 0TT0 - OTTO 2 - ENN SKEMMTILEGRIEN SÚ FYRRI.... - ÞAÐ VERÐUR MIKILL ÞORRAHLÁTUR Í REGNBOGANUM Í ÞETTA SINN - OTTO SÉR UM ÞAÐ.... Sýnd kl. 3 - 5 - 7 - 9 og 11.15 % „Ég tel það eðlilega skyldu hvers sveitarfé- lags að hugsa um og líta fyrst og fremst til þeirra sem eru í mestri neyð hverju sinni og reyna í hvívetna að leysa þeirra mál hið bráðasta.“ Þróun og óskir Fyrir um það bil 7 árum voru um 70% umsækjenda á biðlista Reykjavíkurborgar sem ekki áttu sínar eigin íbúðir, bjuggu hjá að- standendum eða leigðu á almennum markaði. Fyrir rúmu ári voru tæp- lega 30% aldraðra á biðlista hjá Reykjavíkurborg sem áttu ekki sínar eigin íbúðir, bjuggu hjá að- standendum eða leigðu á almennum markaði. 1986 var gerðvjcönnun á högum aldraðra Reykvíkinga, annars vegar þeirra sem höfðu sótt um húsnæði eða vistun hjá Reykjavíkurborg og hins vegar meðal þeirra Reyk- víkinga sem aldrei höfðu sótt um húsnæði. í ljós kom að um 86% þeirra sem höfðu aldrei sótt um hús- næði bjuggu í sinu eigin húsnæði eða sátu í óskiptu búi. Þróunin virðist því vera sú að flestir aldraðir eigi sínar eigin íbúð- ir, sitji.í óskiptu búi og ráði að mestu búsetu sinni meðan heilsa og fíárhagur virðist í sæmilegu lagi. Ég spyr: Hvemig eru þær íbúðir? Ég tel það eðlilega skyldu hvers sveitarfélags að hugsa um og líta fyrst og fremst til þeirra sem em í mestri neyð hveiju sinni og reyna í hvívetna að leysa þeirra mál hið bráðasta. En bæði ríki og sveitarfé- lög verða einnig að líta til framtíðar, horfa á framvindu mála og skoða óskir og þarfír þeirra sem erfa eiga landið. í lögum um málefni aldraðra er lögð á það megináhersla að aldrað- ir eigi að geta fengið heimaþjónustu eftir þörfum og hafi því möguleika á því að búa á eigin heimilum svo lengi sem kostur er og hver óskar. Eg hef áður rætt um óskir og þarfír aldraðra og hve ólíkar þær geta verið. Sumir vilja búa út af fyrir sig, aðrir vilja dveljast á góðum dvalarheimilum. Einn vill búa í fíöl- býlishúsi, annar í litlu raðhúsi, o.s.frv. Til mín kom háaldraður maður fyrir skömmu og sagði: „Er ekki kominn tími til að stansa ofurlitla stund og hugsa málin að nýju? Það getur ekki verið að allir aldraðir vilji búa í fíölbýlishúsum. Eru ekki alltof margir aldraðir orðnir logandi hræddir við að einangrast heima hjá sér og fá ekki þá þjónustu sem þeir óska sér? Ég vil búa í hverfínu mínu, götunni minni gömlu. Nú á að fara að byggja þar þjónustumið- stöð. Hún verður tilbúin þegar ég verð 94 ára. Ég vona að ég geti komið þangað og spilað og dansað gömlu dansana. En ég vil fá að ráða mér sjálfur. Ég vil fá að velja. Hann spurði mig vandlega: Hveijir eru kostir og gallar við að kaupa sér nýja, sérhannaða íbúð fyrir aldraða? Hann lagði vandléga niður fyrir sér hvaða kostir og gall- ar væru fyrir hendi ef hann væri áfram í sinni gömlu íbúð, á gamla, góða staðnum þar sem hann hafði búið í 56 ár! Hann komst að þeirri niðurstöðu að best yrði að búa í sinni gömlu íbúð áfram meðan hann hefði heilsu og krafta. Hann vildi ekki heldur biðja um heimiiishjálp þar sem hann gat sjálfur staulast um íbúðina og ryksugað einu sinni í viku. Honum fannst það góð æfíng fyrir gamlan skrokk. Honum lá heldur ekkert á. Hann hafði tímann fyrir sér. Þaþ er nauðsyn hveiju sveitarfé- lagi að staldra við öðru hveiju og spyija: Hvert stefnir? Hveijar eru óskir og þarfír í okkar bæjarfélagi? Hvað eru íbúðir okkar stórar? Hvað eru þær margar í hveiju fíölbýlis- húsi? Hvað vilja aldraðir hugsan- lega eftir 1 til 20 ár? Hvað t.d. um íþróttir aldraðra? Hvað um leikfími, hreyfíngu, sund, skokk o.s.ftv.? Þúsundir íslendinga á aldrinum 40—60 ára stunda líkamsrækt. Hvað verður um þessa sömu ein- staklinga eftir 10 ár? Gefast þeir allir upp á leiðinni? Finna þeir að þeim líður betur við líkamsrækt og fara þeir fram á aðstöðu til þess að geta haldið henni áfram? Hvers konar og hvað stórar íbúðir vilja þeir? Þannig mætti lengi spyija. „Sérhver þjóð þarf að þekkja sinn vitjunartíma. Hún þarf að þekkja lögmál ellinnar og þeirra sjúkdóma sem hugsanlega geta fyigt hárri elli. Hún þarf að þekkja sitt aldraða fólk, hvað það er margt, hvað það lifír langt fram eftir aldri, úr hvaða jarðvegi það er sprottið og hver arfur þess er. Sæmd er hverri þjóð í að fyrirbyggja það sem unnt er og veita þeim skjól og örugga umönnun sem á því þurfa að halda.“ Úr Lífsstíl og leiðir Þórir S. Guðbergsson Ættfræði nám- skeið að liefjast Ættfræðiþjónustan í Reykjavík stendur fyrir átta vikna ættfræðinámskeiðum sem hefjast bráðlega. f fréttatilkynningu frá Ætt- fræðiþjónustunni segir að allir geti rakið ættir sínar sjálfir fái þeir tilsögn og aðstöðu til að hefía leitina. A ættfræðinámskeiði fræðast menn um fljótvirkar og öruggar leitaraðferðir, fá yfírlit um helstu heimildir sem notaðar eru og leiðsögn um gerð ættartölu og niðjatals. Þá æfa þátttakendur sig í verki á eigin ættum eða frændgarði, en á námskeiðinu bjóðast þeim skilyrði til ættarr- rannsókna þar sem unnið er úr heimildum, útgefnum og óútgefn- um. M.a. fá þátttakendur aðgang pg afnot af öllum manntölum á íslandi frá 1703 til 1930 og kirkju- bókum úr öllum landshlutum, auk prentaðra niðjatala, æviskrárrita, ábúendatala og fleira. Skráning er hafín í námskeiðin hjá forstöðu- manni Ættfræðiþjónustunnar, Jóni Val Jenssyni. Hámarksfíöldi í hverjum náms- hópi er átta manns. Hver hópur kemur saman einu sinni í viku, ..þijár kennslustundir í senn—I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.