Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 Hvenær eignast þessi landflótta þióð heimili á ný fæddir ísraelar og þetta skapar allt viðbótarvandamál. Þeir Palestínumenn sem búa á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Hvað sem öllu tali ísraelskra ráðamanna líður um meiri hagsæld eru þeir annars flokks_ borgarar og sú fýrirlitning og auðmýking, sem þeir sæta, hefur reynzt flestum þungbær. Svo þungbær, að margir hafa kosið að leita annað, þótt ekki bíði þeirra þægilegt líf. Samt er það svo, að Palestínumenn hafa hæst Þjóð á flótta hlutfall menntamanna allra araba- þjóða. Menntun ungs fólks er númer eitt tvö og þrjú í þeirra hugum. Allt vilja þeir leggja á sig til að unga fólkið geti notið hennar. Að þessu leyti eru Palestínumenn á hærra plani en flestir. Fólk sem býr í örbirgð flóttamannabúða, og hefur gert svo skiptir kannski áratugum, leggur á sig ótrúlegar fómir til að koma bömum sínum til manns, hvort sem þessar búðir eru í Líban- on, ísrael eða Jórdaníu. Ekki er vafí á því að þetta hefur styrkt Palestínumenn gagnvart þeim sjálf- um. Og gagnvart umheimi. Það er óhugsandi að tala um Palestínu- menn sem ólæsan og frumstæðan skríl. Það er að vísu stundum gert, en ber ósköp takmarkaðan árangur. Sú kynslóð sem hefur vaxið upp á hemumdu svæðunum í ísrael hefur beitt sér í þessum miklu óeirð- um síðustu vikna eins og fram hefur komið í fréttum. Baráttuþrek þeirra er óbugað og þjóðemisstefna er mjög sterk meðal þeirra. Það hefur og vakið athygli, að eldra fólk sem lítt hefur treyst sér til að hafa sig í frammi hefur slegizt í lið með þeim. En það sem er ísraelsstjóm áreiðanlega mest áfall er að ísra- elskir arabar hafa látið í ljós samstöðu með Palestínumönnum á hemumdu svæðunum. Lengst af hafa þeir lítt haft sig í frammi og forðast að taka afstöðu gegn ísrael- um. Það kom einnig á óvart, hversu her ísraels virtist vanbúinn að kveða niður þessar óeirðir. Skipu- lagsleysi og ráðleysi hafa einkennt viðbrögð ísraelsku hermannanna. Þó að Shamir forsætisráðherra hót- aði harkalegum aðgerðum og segði um jólaleytið að atburðimir myndu ekki endurtaka sig, hefur hann ekki reynzt sannspár og enn geisa óeirð- ir og illskan magnast á báða bóga, öllum til hörmungar. Þá hefur verið vakin meiri athygli á þeirri stað- reynd upp á síðkastið að §ölda- margir ungir ísraelar, einkum Sefardim-gyðingar, þ.e. gyðingar frá arabalöndunum, sitja nú í fang- elsum, vegna þess að þeir hafa neitað að gegna herskyldu á Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu. Landnemabyggðir ísraela innan um og í næsta nágrenni við arab- ana á Vesturbakkanum og einatt á landi, sem er í arabískri eigu,. hafa einatt verið til umræðu. Þessir land- nemar eru yfírleitt Ashkenazi-gyð- ingar, flestir bandarískir, strang- trúaðir og þeir virðast á stundum gera í því að ögra aröbunum, ná- grönnum þeirra og hefur oft verið frá því sagt. Mörgum ísraelum blöskrar yfírgangur landnemanna. Að vísu er rétt og sjálfsagt að taka fram, að í þeim átökum, sem hafa riðið yfir Vesturbakkann síðustu vikur, hafa landnemar gyðinga }rfír- leitt ekki komið við sögu. TVÆR KYNSLÓÐIR Palestínsk börn í Baqaflóttamannabúðunum i Jórdaníu. Shamir forsætisráðherra og Beg- in á undan honum efldu mjög þessar byggðir og hvöttu gyðinga eindreg- ið til að setjast þar um kyrrt, enda væri Vesturbakkinn land gyðinga, hvað sem hver segði. Á ferðum í ísrael hef ég auðvitað oft farið um arababyggðir á Vestur- bakkanum. Eg hef meðan annars nokkrum sinnum tyllt niður tá í Nablus og Ramallah, sem ísraelar kalla föst óeirðasvæði, og víðar. Sezt niður og fengið mér te í róleg- heitum. Skrafað við íbúa í hinni mestu vinsemd, verið boðin á heim- ili sem teljast snautleg á ísraelskan mælikvarða, en alls staðar hrein og þrifaleg. Notið þessarar margfrægu arabísku gestrisni, sem gyðingar kalla fals og hræsni, en ég sannfær- ist æ meir um að er frá hjartanu komin. Og aldrei orðið fyrir áreitni af neinu tagi. En nokkrum sinnum hef ég líka farið um þessar slóðir með Israel- um. Þá hefur verið annað upp á teningnum. í fyrsta skipti var það með Sam, bflstjóra frá utanríkis- ráðuneytinu. Nokkru áður höfðu verið óeirðir í Nablus og Sam tók ekki í mál að við stoppuðum þar og brunaði síðan í gegn á ofsa- hraða. „Þú getur bókað að þeir grýta bflinn," sagði hann, þegar við nálguðumst. Það grýtti enginn bflinn, satt að segja gaf enginn fullorðinn okkur sérstakan gaum, en litlir krakkar veifuðu til okkar. „Þessir arabaung- ar eru alltaf jafn drullugir," sagði Sam og var bæði hissa og feginn, að enginn virtist ætla að hrekkja okkur. Ég spurði, hvemig hann hefði séð hvort krakkamir voru óhreinir eða ekki, þar sem hann hefði hvorki litið til hægri né vinstri. „Arabar ERU óhreinir," sagði hann. Þar með var málið útrætt. Væri ósvífíð að leyfa sér að segja, að svona yfírlýsingum mætti nú sleppa? Seinna fór ég nokkrum sinnum á þessar slóðir með David Sharvit, ísraelskum kunningja. Þegar við nálgumst Vesturbakkann, stoppar hann bflinn, fer og nær í byssu í skottinu. Hann fer aldrei um þessi svæði nema vopnaður og sagði að það gerðu fáir ísraelar, því þeir mættu alltaf búast við áð arabar annaðhvort grýttu ísraelska bíla eða skytu úr launsátri. Ég spurði, hvað hann gerði ef til þess kæmi. Hann svaraði, að hann myndi snarast út úr bílnum og skjóta á allt kvikt. Hann sagði að ég skyldi snarlega kasta mér niður á gólfíð og láta ekki á mér kræla meðan hann gengi frá árásarmönnunum. Þó er David rólegur og prúðmenni hið mesta. Ég spurði hvort hann hefði oft lent í því að það væri skotið á bílinn eða einhveijir grýttu hann. Hann sagði að það hefði að vísu ekki gerzt enn, aftur á móti: Maður gæti aldr- ei verið öruggur. Það væri betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Því honum er eins farið og mörgum gyðingum. Það er eins og hann sjái rautt þegar arabar eiga í hlut. Þar kemst engin skynsemi að. Hann er ekki einn ísraela um það. Ósveigjanleiki Yitzaks Shamirs, forsætisráðherra, er ekki geðfelld- ur, svo að kurteislega sé til orða tekið. Það vefst fyrir mörgum að botna í hvemig stendur á þessari grimmd og þær röksemdir Israela, að þeir eigi líf sitt að veija gegn úmum aröbum, fær ekki almenni- lega staðizt nú; ætli það séu ekki öllu heldur Palestínumenn, sem telja að þeir séu að beijast fyrir lífi sínu, vopnlausir hafa þeir haft í frammi mótmæli, og á Qórða tug óbreyttra borgara, einkum ung- menni, hafa fallið fyrir byssukúlum æstra og taugaspenntra hermanna ísraels. Og það sem sárgrætilegast er, það er engin lausn innan seiling- ar. En samt. Þessi landlausa þjóð, sem aldrei hefur misst sjónar á tak- markinu, oftast haldið virðingu sinni — hún hefur látið rödd sína hljóma, svo að eftir hefur verið tek- ið. Kannski Palestínumenn í útlegð geti sagt þessi frægu orð af meiri sannfæringu nú: „Sjáumst að ári í Jerúsalem." Orðin sem voru heit- strenging gyðinga í diaspora og em nú Palestínumönnum, í svipaðri aðstöðu, tjáning vonar um heimili á ný. (Heimildir m.a. The Palestiniana eftir jonathan Dimbleby)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.