Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 35 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri spekingur. Undirrituð á 7 ára gamla Steingeit og las því með áfergju grein þína um Steingeit í bemsku. Ég verð að viðurkenna að oft brosti ég út í annað þegar dæmigerð hegðun dóttur minnar kom fram. Eins róaði það mig nokkuð að sjá að sumt er hennar rétta upplag, en ekki þvi að kenna að hún er einbimi og við ekki mjög ungir foreldrar. Af þeim ástæðum höfum við reynt að ofvemda eða dekra hana ekki um of, en verið um leið hrædd um að hún fengi ekki að vera lítið bam nógu lengi. Eins geri ég ráð fyrir að við gemm of miklar kröfur til hennar vegna þroska og dugnaðar hennar, en eins og þú bendir réttilega á gerir hún það sjálf. En ég held a hana skorti hvorki umhyggju, ást eða athygli enda ekki í nein- um vandræðum með að sýna blíðu og ástúð. Með fyrirfram þakklæti. Vatnsberi/mamman." Svar: Dóttir þín er greinilega tölu- verð Steingeit, enda hefur hún Sól, Tungl og Merkúr í því merki. Auk þess hefur hún Venus í Fiskamerkinu, Mars, Júpíter og Satúmus f Meyjar- merkinu, Ljón Rísandi og Hrút á Miðhimni. Mýkt Það sem helst setur strik í reikninginn og gerir að dóttir þín er ekki 100% Steingeit er Fiskurinn, Ljónið og Hrút- urinn. Venus í stjömukortinu er táknrænn fyrir fegurðar- skyn, ást, vináttu og almennt. það hvemig við emm í sam- skiptum við annað fólk. f Fiskum verður Venus mjúk- ur, blíður, tillitssamur og fordómalítill. Þessi hlið mýkir dóttur þína og dregur úr þeirri stífni og lokun sem óneitanlega einkennir oft Steingeitina. Hlý framkoma Rísandi er táknrænn fýrir fas og framkomu og í Ljóni þýðir það að hún er opin, hlý og einlæg í framkomu þrátt fyr- ir alvömgefinn innri mann. Ljónið táknar einnig að hún vill vera í miðju og fá athygli. SjálfstœÖ Miðhiminn er þáttur sem verður meira áberandi eftir þvf sem fólk eldist og verður fýrst fullmótaður á fullorð- insámm. í Hrút táknar hann að dóttir þín á eftir að verða sjálfstæð og vilja fara eigin leiðir innan þjóðfélagsins. Alvörugefin Það leikur enginn vafi á því, þrátt fyrir framantalið, að dóttir þín er alvömgefin og fullorðinsleg manneslqa. Hún hefur sterka ábyrgðarkennd, er raunsæ, vakandi og dug- leg. Fullkomnunarþörf Það sem helst gæti háð henni er kröfuharkan og vegna Meyjarinnar fullkomnunar- þörf og smámunasemi. Ég myndi benda henni á að þó það sé gott að vera vandvirk- ur og samviskusamur, þá sé í góðu lagi að gera mistök annað slagið. Ég myndi einn- ig fylgjast með því að hún tjái tilfinningar sfnar. Þó hún sé opin á vissum sviðum þá er hún lokuð á öðmm. Velgengni Að öðm leyti má segja að hún sé stjómsöm og ráðrík og hafi skipulags- og stjómunar- hæfileika. Ég tel að hún eigi eftir að spjara sig vel í lífinu, enda er hún jarðbundin, hag- sýn, skynsöm, dugleg og vel Kefin.,. 'SSís’ A DDI ID uAKrUK TOMMI OG JENNI ■ nntrnr „ LJOoKA /',,.r,Mlli , ; v v I l-CKUIIMMIMU SMAFOLK YOU KNOU), CHARLES.THIS TREE IS GOING TO 6R0W PRETTY HI6H IN THE NEXT FIFTEEN YEARS... 1 BYTHETIME YOU'RE OUT OF COLLEGE, YOU'LL BE TIUENTY FEET IN THE AlR! HOU) AM I 601N6 TO 60 TO C0LLE6E IF l‘M HAN6IN6 FROM ATREE? V MAYBE CORRESPOHPENCE 5CH00L.. Ég skal segja þér, Kalli, Þegar þú hefur lokið námi Hvernig á ég að ganga I Kannske bréfaskóla... að þetta tré stækkar mikið verður þú kominn 7 metra skóla ef ég hangi neðan í næstu 15 árin ... upp í loftið! tré? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Skemmtilegustu spilin em þau sem gefa tilefni til tilþrifa bæði í vöm og sókn. Hér er eitt slíkt sem notað var í Epson- keppninni síðastliðið sumar, alþjóðlegri tvimenningskeppni sem tölvufyrirtækið Epson stóð fyrir. Austur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ DG94 VK107 ♦ KD ♦ 8642 Norður ♦ 108753 ♦ 63 ♦ 10953 ♦ Á7 Austur ♦ ÁK2 ¥- ♦ ÁG8762 ♦ G1093 Suður ♦ 6 ♦ ÁDG98542 ♦ 4 ♦ KD5 Vestur Norður Dobl Pass Austur Suður 1 tígull 4 hjörtu Pass Pass Vestur spilar út tigulkóngi og síðan tíguldrottningu. Ef suður trompar í fljótfæmi getur vömin skapað sér annan slag á tromp. Þegar vestur kemst inn á hjarta- kóng spilar hann félaga sfnum inn á spaða sem verður þá að spila tígli. Þá fæst slagur á hjartatíuna með yfirstungu. Til að komast hjá þessum ör- lögum þarf sagnhafi aðeins að henda spaðataparanum í tígul- drottninguna. Þannig klippir hann á samganginn milli handa AV og getur sótt trompið í ró og næði. En austur á mótleik við skærabragðinu. Hann getur yfirdrepið tíguldrottningu fé- laga. Þá dugir ekki að henda spaðanum, því austur heldur slagnum. Sagnhafi getur þó átt síðasta orðið. Hann trompar tígulásinn, fer inn á blindan á laufás og spilar tígultíu. Austur verður að leggja á því annars fer spaðatap- arinn niður í tígultfuna. Sagn- hafí trompar með ás, spilar laufkóngi og drottningu, sem er stungin í borðinu. Tígulníunni er nú spilað og spaða fleygt heima. Tilþrif á báða bóga. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Szirak í sumar kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Tod- orcevic, sem teflir fyrir Mónakó, og bandaríska stórmeistarans Benjamin. Todorcevic hafði hvítt og átti leik. 42. Hc6! og svartur gafst upp. Eftir 43. — Hxc6?, 44. Hf7+ verð- ur hann mát. Hann verður því að vfkja biskupnum á d6 undan, en þá fellur peðið á e6 og staðan hrynur um leið. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.