Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 52
XJöfðar til fólks í öllum starfsgreinum! FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 | 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA m GuðjónÓ.hf. | 91-272 33 | VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið heiðrar íþróttamenn Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Morgunblaðið heiðraði í gær þrettán íþróttamenn fyrir afrek þeirra á síðasta ári. Á myndinni eru íþróttamennimir, eða fulltrú- ar þeirra, ásamt Haraldi Sveinssyni, framkvæmdastjóra Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, fimleikamaður ársins, Jóhanna Ingibergsdóttir, móðir Siguijóns Sigurðssonar, markakóngs síðasta íslandsmóts í handknattleik, Haraldur Sveinsson, Haukur Gunnarsson, íþrótta- maður ársins meðal fatlaðra og Ragnhildur Jónsdóttir, móðir Úlfars Jónssonar, golfmanns ársins. Aftari röð frá vinstri: Ágúst Ásgeirsson, formaður Fijálsíþróttasambands íslands, sem tók við viðurkenningu Einars Vilhjálmssonar, fijálsíþróttamanns ársins, Leifur Harðarson, blakmaður ársins, Guðni Bergsson, leikmaður íslandsmótsins í knattspymu, Pétur Ormslev, markakóngur ís- landsmótsins í knattspyrnu, Bjarai Friðriksson, júdómaður ársins, Pálmar Sigurðsson, stigahæsti leikmaður siðasta íslandsmóts í körfuknattleik, Kristján Sigmundsson, leikmaður síðasta íslands- móts í handknattleik, Guðmundur Araason, fulltrúi sundsam- bandsins, sem tók við viðurkenningu Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, sundmanns ársins og Björa Björgvinsson, formaður Körfuknatt- leikssambands íslands, sem tók við viðurkenningu Vals Ingimund- arsonar, leikmanns síðasta íslandsmóts i körfuknattleik. Sjá bls. 48. Kæra á Watson vegna olíuskuldar? Yfírheyrður fram á nótt um aðild að skemmdarverkum Unnusta hans önnum kafin við að svara erlendum fjölmiðlum Orgelkonsert Jóns Leifs fær lofsamlega dóma: Svíar flytja Eddu-óra- tóríu Jóns Fílharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi flutti í fyrrakvöld Orgelkonsert ópus 7 eftir Jón Leifs í Konserthuset í Stokkhólmi undir stjórn Andrew Litton en einleikari var Gunnar Idenstam. Áheyrendur fylltu húsið og fögn- uðu verkinu ákaflega, að sögn Egils Friðleifssonar tónlistar- gagnrýnanda Morgunblaðsins. Svíar ætla að frumflytja Eddu- óratóriu Jóns Leifs innan þriggja ára en hún er viðamesta tónverk sem íslendingur hefur samið. Orgelkonsertinn hefur einungis verið fluttur tvisvar áður, í Wies- baden í Þýskalandi árið 1935 og í Berlín árið 1941. Svenska Dagbladet sagði m.a. um tónleikana í fyrra- kvöld að tónlist Jóns Leifs sé ekki fögur en hreyfí hins vegar við fólki, þannig að í hug þess komi trölla- trommur og norræn goðafræði. Jón Leifs fari ótroðnar slóðir eins og Charles Yves og Jean Sibelius. Þeg- ar einleikarinn, Gunnar Idenstam, byijaði að æfa verkið fyrir hálfu ári síðan var hann máttvana gagnvart því en verkið töfraði hann vegna þess hversu frumstætt honum f annst það og erfitt í flutningi, sagði Svenska Dagbladet í gær. Lúsafarald- ur í borginni ÓVENJUMIKIÐ virðist hafa verið um lús á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu miðað við árstíma, en lús skýtur oft- ast skjóta upp koilinum á haustin. Hefur orðið vart við lús hjá nemendum i nokkrum skólum og óvenju mikil sala hefur verið í lúsameðulum og lúsakömbum i apótekum. í einum skóla borgarinnar hef- ur stór hluti nemenda smitast af lús og fengu foreldrar bam- anna orðsendingu þar sem m.a. kemur fram að líklegt sé að flest- ir nemendur skólans smitist. Foreldramir eru hvattir til að kemba hár allra bama á heimil- inu daglega þar til lúsinni hefur verið útrýmt. Ef grunur leikur á lús eða nit í hári þurfa allir fjöl- skyldumeðlimir meðferð. PAUL Watson, forsvarsmaður Sea-Shepherd samtakanna, var í yfirheyrslum lyá Rannsóknarlög- reglu ríkisins til klukkan 1.30 í nótt. Að þeim loknum var hann fluttur í Síðumúlafangelsið. Wat- son var handtekinn jafnskjótt og hann steig fæti á íslenska grund á Keflavíkurflugvelli siðdegis í gær og fluttur til yfirheyrslna hjá rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi. Rannsóknarlögreglan varðist allra frétta af málinu í gær og nótt og fengust ekki upp- lýsingar um hvort Watson yrði ákærður, látinn laus eða ef til vill vísað úr landi. Seint í gær- kvöldi bárust blaðinu fréttir um að Watson hefði verið kærður fyrir að gefa út innistæðulausa ávisun sem greiðslu fyrir olíu er hann var hér á ferð fyrir nokkr- um árum en ekki tókst að fá staðfestingu á þvi áður en blaðið fór í prentun. í stuttri yfirlýsingu frá Rann- sóknarlögreglunni sagði að yfir- heyrslumar tengdust ætlaðri aðild Watsons að skemmdarverkum sem unnin voru á tveimur hvalbátum og Hvalstöðinni í Hvalfírði haustið 1986. Meðal viðstaddra við yfirheyrsl- umar yfír Watson voru Bogi Nílsson rannsóknarlögreglustjóri, Þórir Oddsson staðgengill hans, Hallvarð- ur Einvarðsson ríkissaksóknari, Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari, Páll Amór Pálsson hæstar- réttarlögmaður, sem er réttargæslu- maður Watsons og Jón H. Bergs aðalræðismaður Kanada á íslandi. Unnusta Watsons og fram- kvæmdastjóri Sea-Shepherd í London voru í gærkvöldi önnum kafin við að svara fyrirspumum frá erlendum fjölmiðlum um handtöku Watsons og yfírheyrslumar yfir honum. Þau dveljast nú á einka- heimili í Reykjavík. Sjá einnig fréttir á bls. 2. Samningur Sóknar sam- þykktur naumt SAMNINGUR starfsmannafé- lagsins Sóknar við fjármála- ráðuneytið og Reykjavíkur- borg var samþykktur naumlega á fjölmennum fé- lagsfundi i gærkveldi með 149 atkvæðum gegn 123. Tveir seðlar voru auðir. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar sagði að á fundinum hefðu skapast nyög liflegar umræður um það af hvaða launum hægt væri að lifa. „Það er mjög naumt að lifa af 40 þúsund króna mánaðar- launum, en einhver hluti félags- manna okkar er á því kaupi. Þessar umræður endurspegla ein- faldlega þá umræðu sem er í þjóðfélaginu," sagði Þórunn. r Morgunblaðið/Sverrir Watson fluttur í Síðumúlafang’elsið í nótt eftir yfirheyrslm* hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.