Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 27 VYTINGU SJAVARSPENDYRA ameð ðsins — stofnun viðeigandi alþjóðlegra samtaka á hverju svæði um sig. Ég sný mér nú að öðrum sjávar- spendýrum. Hvað þessa ráðstefnu varðar eru selir ekki síður mikil- vægt umræðuefni. Selastofnar á norðurslóðum hafa vakið athygli á undanfömum árum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hafa ýmis vemdunarsamtök lýst áhyggjum sínum vegna nýtingar sela. I öðra lagi hefur selum fjölgað hröðum Morgunblaðið/Sverrir skrefum í Norður-Atlantshafi og velta menn fyrir sér áhrifum fjölg- unar þeirra á lífríkið i sjónum. Sem stendur er ekki til nein stofnun sem fjallar um alþjóðasam- vinnu með tilliti til sela. Ég benti á hér áðan að einn helsti mein- bugur Alþjóðahvalveiðiráðsins væri sá að það gæti ekki fjallað um inn- byrðis tengsl hinna ýmsu tegunda. Ég tel afar brýnt að þjóðir heims íhugi hvort ekki sé rétt að fínna virkan alþjóðlegan vettvang til að samræma rannsóknir á selum og skynsamlega nýtingu þeirra. Ég vona að þessi ráðstefna gefí okkur færi á að skiptast á skoðun- um um þau mál sem ég hef viðrað hér. Eftir þær óformlegu viðræður, sem við höfum þegar átt, er ég sannfærður um að það sé vel þess virði að vinna saman á þessum vett- vangi að skjmsamlegum niðurstöð- um á þessu sviði. Hlgangurinn að ræða úr- sögn úr Hvalveiðiráðinu - segirGuðrún Helgadóttir, al- þingismaður „ÞAÐ fór ágætlega um mig, en ekki get ég sagt að ég hafi heyrt mikið annað en það, sem ég hafði áður heyrt. Þegar búið var að gefa þessari ráðstefnu nafn, varð að halda einhverja fyrirlestra, sem segja má má að komi nálægt þvi nafni. Hitt er svo annað mál, að það er hverju mannsbarni augljóst að tilgangur þessa fundar er að Halldór Ásgrímsson: Menn ekki komnir til að ræða úrsögn Ályktun Guð- rúnar Helgadótt- ur einkennileg „ÞAÐ er að sjálfsögðu rangt að þessir menn séu komnir saman til þess að ræða úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Ég get til dæmis bent á það, að Kanadamenn eru ekki í ráðinu, sögðu sig úr þvi 1981. Fundur sem þessi tekur ekki ákvörðun um úrsögn úr Hvalveiðiráðinu. Það er viðkom- andi ríkisstjórn, sem gerir það. Til þessa fundar var ekki boðað með því hugarfari. Hitt er svo annað mál, að flestir, sem þarna eru, eru mjög óánægðir með Hval- veiðiráðið," sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, i samtali við Morgunblaðið. „Umræðan, sem verið hefur á ráðstefnunni í dag hefur verið á mjög breiðum grunni. Þar hefur að vísu verið rætt um Alþjóða hvalveiði- ráðið, en það hefur ekki síður verið rætt um selastofna, samhengið í lífkeðjunni, upplýsingamiðlun til al- mennings og vísindalega starfsemi. Það er því undarlegt að Guðrún dragi þessa ályktun eftir að hafa hlustað á þann fróðleik, sem hér hefur verið borinn á borð. Ég vænti þess ekki að á ráðstefn- unni náist ákveðin niðurstaða. Ég vonast hins vegar til þess, að þeir aðilar, sem þarna era, komi sér sam-. an um það, að halda áfram að ræða saman. Það kom mjög skýrt í ljós á fyrri degi ráðstefnunnar að við eig- um mikla sameiginlega hagsmuni, þó hagsmunir einstakra þjóða séu mismunandi. Það hefur komið mjög vel í ljós að allir era að vinna að sömu málunum og það er mín ósk að niðurstaðan verði sú að þessu samstarfí verði haldið áfram. Að rætt verði áfram um þau mál, sem nú koma upp og þær spumingar, sem vakna. Ekki er hægt að gera því öllu skil á_ þessari ráðstefnu," sagði Halldór Ásgrímsson. ræða afsögn úr Alþjóða hval- veiðiráðinu," sagði Guðrún Helgadóttir, aiþingismaður, í samtali við Morgunblaðið. Guðrún hlýddi á öll framsöguer- indi ráðstefnunnar í gærdag, en vék síðan af fundi er vinnuhópar fóru að ræða einstök málefni. „Það, sem ég hef við þetta að athuga," sagði Guðrún, „er að umræða um þetta hefði átt að fara fram á Alþingi. Það má vel vera að Alþjóða hvalveiðiráðið starfi ekki eins og æskilegast væri, en það er auðvitað verkefni Alþingis að ákveða hvort við eig- um að segja okkur úr því, eða hvort við eigum að vinna að því að bæta starfshætti ráðsins. Þess í stað er safnað þama saman embættismönnum og hagsmuna- aðilum, sem hafa beina fjárgslega hagsmuni af hvalveiðum. Maður hlýtur náttúrlega að spyija sig hvar lýðræði og þingræði sé statt ^ í þessu landi. Það er auðvitað j'afnljóst að þessi umræða þama er ekkert að fara fram í fyrsta skiptið. Þama var greinilega búið að ræða þessa hluti áður. Hér er verið að íjalla um viðkvæm umhverfísmál sem milljónir manna um allan heim hafa miklar áhyggjur af. Það er verið að fjalla um viðkvæmt milliríkjamál og alþjóðlega sam- vinnu. Það er verið að ógna norrænu samstarfi, því eins og kunnugt er, er danska ríkisstjóm- in ákaflega óánægð með þennan fund. Þar á ofan er verið að ógna samskiptum við öflugustu við- skiptaþjóðir okkar. Ef þetta eru skynsamleg stjómmál, er ég illa svikin," sagði Guðrún Helgadóttir. Japans: neydd- segja r ráðinu hefur verið mjög umdeild undan- farið. Japanir ætluðu fyrst að veiða 825 hrefnur og 50 búrhvali en ákváðu síðan að fækka hrefn- unum í 300 og veiða enga búrhvali. Endurskoðaða áætlunin var lögð fyrir fund vísindanefndarinnar í desember sl. og skömmu seinna lagði veiðiflotinn af stað á miðin. Nú hafa Bretar lagt það til við stjóm Hvalveiðiráðsins að fram fari bréfleg atkvæðagreiðsla um tillögu þar sem endurskoðuðu áætluninni verði hafnað. K. Shima sagði um þetta að Japanir hefðu ákveðið að fjalla ítarlega um vísindaáætlun sína í ljósi athugasemda sem vísinda- nefndin gerði á síðasta ársfundi hvalveiðiráðsins í júní sl. og niður- staðan hefði ma. verið fækkun dýra til sýnatöku. Þetta hefði síðan verið lagt fyrir vísindanefndina sem enn hefði gert athugasemdir en Japanir samt sem áður ákveðið að halda áfram með áætlunina. „Ég get alls ekki skilið hvers vegna nú á að fordæma áætlun okkar á þeim grundvelli að hún hafí enga vísindalega þýðingu," sagði Shima. Þegar hann var spurður um áhrif þessa á afstöðu Japana til Alþjóðahvalveiðiráðsins sagði Morgunblaðið/Sverrir K. Shima, formaður japönsku nefndarinnar. hann að á þessu stigi hefði ríkis- stjómin ekki ákveðið hvað gera skuli en ef ráðið héldi áfram að starfa jafn órökrétt og undarlega og fram að þessu yrði Japan að segja sig úr ráðinu. . Shima var síðan spurður hvort hann teldi að takist að breyta starfsaðferðum vísindanefndar- innar og auka traust hennar eins og nú er verið að vinna að. Hann svaraði að ekki aðeins væri að- ferðaáætlun nefndarinnar ófram- kvæmanleg, heldur vægi mannlegi þátturinn svo þungt í starfí nefnd- arinnar að þótt aðferðimar yrðu endurskoðaðar væri ekki þar með sagt að nefndin starfí betur. „Ég er ekki bjartsýnn á það en þrátt fyrir það mun ég gera mitt besta innan Alþjóðahvalveiðiráðsins til að svo megi verða,“ sagði K. Shima. Kynnmgarherferð fyr- ir skynsamlegri nýt- ingu dýra nauðsynleg - segirR.C. Pucie ráðgjafi um almanna- tengsl R.C. Pucie jr. almannatengsla- ráðgjafi segir að ísland verði að taka höndum saman við aðr- ar þjóðir með svipaða hagsmuni og hefja kynningarherferð fyr- ir skynsamlegri nýtingu náttú- runnar, þar sem sífellt þyngist áróður fyrir því að menn nýti ekki dýr sér til matar eða ann- ara þarfa. R.C. Pucie, sem er fulltrú bandaríska fyrirtækisins Hill and Knowlton, flutti erindi um upplýs- ingamiðlun til almennings á ráðstefnunni um stjómun og skyn- samlega nýtingu sjávarspendýra. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að almenningsálit hefði verið að breytast síðustu 20 ár og að sínu mati stæðu þær þjóðir, sem vilja skynsamlega nýtingu sjávar- dýra, frammi fyrir tvennskonar vandamálum. Annarsvegar lægi sannanabyrðin á þeim þjóðum og þær yrðu ekki aðeins að fara eftir hefðbundnum nýtingarreglum heldur einnig koma þvi á fram- færi að þær gerðu það. Hinsvegar væri sívaxandi barátta ýmissa samtaka fyrir réttindum dýra og stefnuskrá hennar miði í raun að því að binda endi á alla nýtingu manna á dýram til fæðis og klæð- is. Þetta væri ekki umhverfis- vemdarstefna í sjálfu sér þótt umhverfísvemdarrök væra notuð. Pucie sagði að ef matvælaiðnað- ur ætti að geta haldið áfram yrði hann að draga athygli almennings að því hve alger þessi markmið séu og sýna fram á með hvaða aðferðum þessi barátta væri háð, sem væra allt frá fölsunum og þvingunum til hreins ofbeldis. Pucie sagði síðan að baksviðið væri jafnvel alvarlegra. Þessi áróður gengi jafn vel og raun ber vitni vegna þess að íbúar’stærstu markaðslandanna búa að mestu leyti í borgum og hefðu einangr- ast frá náttúrinni. Þessi einangrun hefði það síðan að verkum að fólk taki æ meir trúanlega einskonar Walt Disney mynd af dýralífí og á það lag hefðu umhverfísvemdar- samtök gengið. „Þessum sjónarmiðum, sem era næstum eins og ný trúarbrögð, verða þjóðir eins og Island að beij- ast gegn. Selir festast í netum, sjávarspendýr keppa við manninn um físk, ormar í fískum hrella þjóðir eins og Kanadamenn og Islendinga. Það bendir margt til að stórfjölgun sela í Atlantshafinu sé orsökin fyrir aukning á ormum í físki,“ sagði Pucie. Hann sagði að til stæði að sýna í Kanada sjónvarpsmynd um orma í físki sem gæti vel haft svipuð áhrif á neytendur og samskonar mynd í Þýskalandi. Menn hefðu einnig áhyggjur af þetta kunni að hafa áhrif á neytendur í Banda- ríkjunum, m.a. til skaða á íslensk- um sjávarafurðum þar sem almenningur geri sér ekki grein fyrir mun á ferskum og frystum físki eða íslenskum og kanadísk- um. Pucie sagði síðan að vandamálið væri að horft sé framhjá lögmáli skynsamlegrar nýtingar og í síauknum mæli heimti fólk að ekk- ert dyr verði drepið. „Það verður að stilla þessum sjónarmiðum upp gagnvart þeirri spumingu hvemig eigi að nærast og klæða sig að öðrum kosti. Það verður að kom- ast á jafnvægi milli þeirra sjá um að nýtingu lífríkisins, þeirra sem neyta afurðanna og þeirra sem hafa áhyggjur af því að verið sé að útrýma tegundum," sagði C.R. Pucie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.