Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 61

Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 6T Náttfari frá Þorlákshöfn Þorlákshöfn: Lítill afli og slæmar gæftir Þorlákshöfn. í SÍÐUSTU viku var landað hér alls um 156 tonnum af 15 bátum sem skiptist þannig: 7 netabátar 107 tonn, 3 línubátar 4,3 tonn, 4 dragnótabátar 44,3 tonn, 1 troll- bátur 0,5 tonn. Aflahæstu bátar vikunnar voru Jóhann Gíslason með 24 tonn, Am- ar 25 tonn og Jóhanna 18 tonn. Allir á netum. Aflahæstur dragnótabáta var Dalaröst með 22 tonn. Togarinn Jón Vídalín landaði í vikunni um 86 tonnum eftir 10 daga veiðiferð og var aðal uppistað- an þorskur eða um 70 tonn. Þetta er fyrsta löndum togaranna hér eftir áramótin. - JHS Grindavík: Ógæftir einkenndu janúar Grindavík. ÓGÆFTIR hafa einkennt janúar- mánuð sem nú er liðinn. Þá daga sem bátar hafa komist á sjó hef- ur verið tregt í öll veiðarfærin. Frá áramótum er Hafberg GK 377 aflahæst af netabátum með 108 tonn, næstur kemur Kópur GK með 103 tonn og Hópsnes GK í þriðja sæti með 100 tonn. Af litiu bátunum sem róa með línu er Sigrún GK hæst með 53 tonn frá áramótum. í síðustu viku var Þorsteinn GK með mestan afla þá vikuna alls 28,7 tonn í þremur róðrum, þá kom Kópur GK með 24,8 tonn og Vörður ÞH 22 tonn. Aflinn er að mestu ufsi og þykir sjómönnum að ufsinn ætli að bregð- ast þessa vertíð þar sem seinni hluti janúar hefur verið skásti ufsaveiði- tíminn til þessa. Nokkrir bátar róa með línu eins og áður segir og var Sigrún GK með mestan afla í síðustu viku af litlu bátunum eða með 10,6 tonn. Sighvatur GK sem er einn af stórum bátunum var aðeins með 25,2 tonn á línu í vikunni þar á undan en ekki lágu fyrir nákvæmar tölur um afla í síðustu viku. Loðnan hefur borist til Grindavíkur að undanfömu. Síðustu tvær vikumar hafa 9 bátar landað alls um 6000 tonnum, þar á meðal voru 3 bátar í síðustu viku, Hrafn GK 625 tonn, Albert GK 700 tonn og Sjávarborg GK 750 tonn. — Kr.Ben. TÖLVUPRENTARAR Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík: Höft í kjúklinga- svína- og eggjafram- leiðslu í andstöðu við stefnu flokksins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna i Reykjavík: „Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi flmmtu- daginn 28. janúar 1988: Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík lýsir yfir andstöðu við reglur um framleiðslu- stjómufi á kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðslu sem beinlínis eru settar til að hækka verð á þessum vörum. Stjómin skorar á ráðherra og alþingismenn flokksins að hindra þá atlögu að neytendum og frjálsu mark- aðskerfi sem stefnt er að með þessum reglum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr og var mörkuð á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins svohljóðandi: „Flokkurinn lítur svo á að hið flókna miðstýringarkerfí sem nú er við líði geti ekki gengið nema um skamman tíma. Þvi beri að tryggja hagsmuni bænda og neytenda á þann hátt til frambúðar að bændur geti búið við aukið athafnafrelsi sem sjálf- stæðir atvinnurekendur og tekið f sínar hendur að laga framleiðsluna að þörfum markaðarins." Haftabúskapurinn í kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðslu, sem nú er verið að taka upp, er í fiillri and- stöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík lýsir yfir fulluws." stuðningi við baráttu Neytendasam- takanna gegn þessum reglum og skorar á landsmenn að styðja baráttu þeirra í hvívetna til að koma í veg fyrir þær verðhækkanir og þá atlögu að frjálsu markaðskerfi sem land- búnaðarráðherra berst fyrir.“ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þessi árekstur varð á Reylganesbraut við Hafnarveg, þar urðu eng- in slys á fólki en ökutækin skemmdust talsvert. Suðurnes: Fljúgandi hálka Keflavík. FLJÚGANDI hálka myndaðist skyndilega á vegum á Suðurnesj- um á sunnudag þegar úrkoma i formi rigningar fraus við að Fundur um rétt skot- veiðimanna SKOTVEIÐIFÉLAG Reykjavík- ur og nágrennis, Skotrein, heldur opinn fund með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi laugardaginn 6. febrúar nk. kl. 14.00. Fundarefnið er veiðiréttur, staða og skyidur skotveiðimanna. Félagsstarf skotveiðimanna hér á landi hófst með stofnun Skotveiði- félags íslands, Skotvís, haustið 1978. Það félag gegnir nú hlutverki landssambands skotveiðimanna og eru deildir innan þess orðnar fimm. Talið er að yfir 10.000 íslendingar stundi skotveiðar að einhveiju marki, segir í fréttatilkynningu frá skotveiðifélaginu. snerta jörðina. Áttu margir öku- menn oft í hinum mestu erfiðleik- um með að stjórna bílum sinum sem voru eins og beljur á svelli í orðsins fyllstu merkingu. Að sögn lögreglunnar urðu 7 árekstrar með skömmu millibili og var mesta mildi að ekki urðu slys á fólki. Tvær bílveltur urðu, önnur á Reykjanesbraut við ^Vogaafleggjara en hin á Grindavíkurvegi. Þá urðu nokkrir árekstrar þar sem eignatjón varð nokkuð en slys engin. Karl Hermannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Keflavík sagði að ökumenn hefðu flestir sýnt mikla varkámi við þessar óvenjulegu að- stæður og það hefði átt sinn þátt í að ekki urðu meiriháttar óhöpp að þessu sinni. - BB Úr umferðinni helgina 30. og 31. janúar 1988 Um helgina urðu árekstrar bifreiða samtals 21 í höfuðborginni og þar af urðu slys á fólki í tveimur tilvikum. 11 ökumenn voru téknir vegna gruns um ölvun við akstur. Radarmælingar leiddu til 32 kæra fyrir of hraðan akstur. 17 ára piltur var sviptur ökuréttindum á staðnum fyrir að aka um Kleppsveg með 109 km/klst hraða. Leyfílegur hámarkshraði er 60 km/klst. Annar 18 ára var sviptur ökuréttindum á staðnum, en hann mældist aka um Kringlumýrarbraut með 107 km/klst hraða. Einnig þar er leyfilegur hámarkshraði 60 km/klst. Aðrar ákærur vegna hraðs aksturs: Ártúnsbrekka: 90, 92 og 94 km/klst. Bústaðavegur: 88 km/klst. Elliðvogur: 94, 97, 98 km/klst. Höfðabakki: 93 km/klst. Kleppsvegur: 94—106 km/klst. Kringlumýrarbraut: 105—107 km/klst. Skógarhlíð: 88 km/klst. Sætún: 87 og 90 km/klst. Samtals 65 kærur fyrir umferðarlagabrot af ýmsu tagi í helgarum- ferðinni. Frétt frá Iögreglunni í Reykjavík. HÓTEL ÖÐK. HVERAGERÐI Dúkku- lækningar Síðastliðinn sunnudag birtist í Morgunblaðinu viðtal við Jón Traustason dúkku- lækni. Þar eð birting við- talsins tafðist er það rangt sem fram kemur í viðtalinu að Jón Traustason verði fjar- verandi næstu þrjár vikur. Jón Traustason er kominn til starfa. Þorrablót Hótels Arkar verður haldið föstudagskvöldið 5. febrúar. Þorrakjörágfotíngu. Nánari upplýsingar á Hótel Örk, sími 99-4700. ÞAÐ BYÐUR ENGINN BETUR _ Allt QÓ 80% OfcláttUr BOKAUTSALA Við eínum til stórkostlegrar bókaútsölu frá og með 30. janúar - 13. febrúar í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið frá kl. 9-18, nema 10-16 á laugardögum. Úrvalsbœkur með allt að 80% afslœtti. Lítið útlitsgallaðar bcekur með ótrúlegum afslœtti vegna smávœgilegra útlitsgalla. Missið ekki af bókaútsölu ársins. ÖRN OG ÖRLYGUR Sídumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.