Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON 215 þúsund til 43 skólamannvirkja Fjárlög liðandi árs hljóða upp á rúma 63 milljarða króna, 63.000 milljónir. Þetta eru miklir fjármunir, sóttir i vasa skattgreiðenda (tekjuskattar/eigna- skattar) og neytenda (eyðsluskattar). Útgjöld ríkissjóðs eru gjarnan flokkuð i fimm höfuðþætti. Stærsti útgaldaþátt- urinn er launagreiðslur, með og ásamt launatengdum gjöldum. Siðan koma neyzlu- og rekstrartilfærslur (þar með taldar lífeyristryggingar, sjúkratrygg- ingar, niðurgreiðslur vöruverðs, Lána- sjóður íslenzkra námsmanna o.fl.). Þriðji útgjaldaþátturinn að stærð til eru vaxta- greiðslur, enda hefur rikisbúskapurinn verið rekinn með halla um nokkurt ára- bil, auk þess að framkvæmdaskuldir eru til staðar. Fjórði er viðhald, enda í mörg horn að líta á stórbúi. Fjárfesting (stofn- kostnaður og fjármagnstilfærslur) er fimmti og „minnsti" útgjaldaflokkurinn. Miklu máli skiptir að farið sé þann veg í þær fjárfestingar, sem fjármunir leyfa hveiju sinni, að fjármagnið nýtist sem bezt — og framkvæmdir, sem unnið er að, komist sem fyrst í gagn og not. I Við hefur brunnið að takmörkuðum fjár- festingarfjármunum ríkisins sé skipt á „of rnörg" verkefni. Þetta þýðir að hver og ein slík framkvæmd, sem verið er að mjatla í fjárlagapeðringi árum saman, tekur mun lengri tíma í gerð eða byggingu, verður dýrari en ella (ekki sízt í verðbólgu) og kemst síðar í gagn, not eða arð. Dæmi er um það að einstakar framkvæmdir, sem eðlilegt telst að ljúka á einu eða fáum árum, taka fjölmörg ár, jafnvel áratugi. Vinnulag af þessu tagi þætti ekki til eftir- breytni ef einstaklingar ættu í hlut. II Allt hefur sínar skýringar, einnig fjárla- gapeðringurinn. Þingmenn vilja gjaman fá framkvæmdir, t.d. í skólamálum eða hlið- stæðum málum, inn í fjárlög, jafnvel þótt Qárveiting sé lítil. Þar með hefur viðkom- andi framkvæmd fengið „Ijárlagasam- þykki", stimpil, viðurkenningu, sem skapar vissa „vígstöðu" í málinu í framtíðinni, að dómi margra. Peðringurinn kann einnig að ^^^ndirhúnin^^mmkvæmdajvi^kóljib^jjjyjar 1. Sclljarnarncs. skóli................................ 5 I 2. Kópavogur. kcnnslusundlaug ......................... 5 3. Hafnarfjördur. skóli ............................. 5 4. Garðabær. Hofsstaðaskóli............................ 5 5. Kcflavík. íþrottahus. 2. áf................... 6. 'Mosfcllsbxr. gagnfrzðaskóli. Brúará. stxkkun................................. 7. Njarðvík. kaupá Þórustíg I ................... 5 8. ÓlafsVík. (þróttahús ................... 9. Ólafsvík. cndurhætur á skólastjórabústað............ 5 10. Stykkishólmui'. sundlaug ........................ 5 11. Stafholtstungnahreppur. Varmaland. hitavcita.................................. 5 12. Grundarfjörður. cndurbxtur á skólastjóraíbúð.......................... 5 13. Rcykhólar. íbúð................................... 5 14. Þingcyri, sundlaug................................. 5 I 15. Flatcyrarhrcppur.stzkkunsk0lao.fi.................. 5 | 16. Bzjarhreppur. íbúð................................. 5 17. Siglufjörður.skóli.brcytingar ..................... 5 18. Hvammstangi.íþróttahús............................. 5 19. Blönduós, stzkkun skóla .......................... 5 20. Húnavcllir, sundlaug................................ 5 21. Akureyri, Oddcyrarskóli, stzkkun ................... 5 22. « Húsavík, gagnfrzðaskóli. 3. áf.................... 5 23. ólafsfjörður.cndurbzturásundlaug ................... 5 24. Þelamörk. íþróttahús................................ 5 J 25. Grýtubakkahreppur, sundlaug......................... 5 I 26. Raufarhöfn, skóli, endurbztur................. 27. Raufarhöfn. hönnun fþróttahúss ................... 5| 28. Þórshafnarhreppur, íþróttahús....................... 5 ' 29. Ncskaupstaður. stzkkun Nesskóla .................... 5 30. Eskifjörður. endurbztur á skólastjóraíbúð .......... 5 31. Eskifjörður. endurbztur á iþróttahúsi .............. 5 32. Hlíðarhreppur. 2. áf. skóla. íbúð og heimavist.............................................. 5 33. Norðfjarðarhreppur, skóli .......................... 5 | 34. Höfnf Homafirði. stzkkun Hafnarskóla ......... 35. Mýrdalshreppur, íbúð Vík .......................... ^ 1 36. Mýrdalshreppur.sundlaug Vík ........................ 5 37. Ketilsstaðaskóli. stzkkun .................... 5 38. Vestur-Landcyjahrcppur.skólastjóraíbúð........ 5 39. Laugaland í Holtum, skóli, 2. áf.................. 5 40. Djúpárhr.,sundlaugogíþróttahúsÞykkvabz ............. 5 j 41. Gaulvcrjabzjarhreppur, kennaraíbúð ................. 5 42. Hrunamannahrcppur. Flúðir. íþróttahús .............. 5 I 43. - ölfushreppur. Þorlákshöfn, íþróttahús............. 5 j 215 i veita baráttumönnum þess máls, sem hann hlýtur, „andlitslyftingu" heima í héraði. Því fleiri „§árlaga-smáskammtar“ sem skreyta þingmanninn, þeim mun betra, kann ein- hver að hugsa. Staðreyndin er engu að síður sú að með því að verja framkvæmdafé fjárlaga hveiju sinni til færri en forgangsraðaðra verkefna mætti nýta fjármunina betur í þágu þeirra sem leggja þá til: skattgreiðenda og neyt- enda. Það er mergurinn málsins. III Stjómartíðindi 1987, A 14, nr. 102, geyma það merkilega plagg: Fjárlög fyrir árið 1988, hallalaus, þótt þau séu máiske ekki gallalaus, fremur en önnur mannanna verk. í einni opnu bókarinnar, blaðsíðum 1244 og 1245, er kafli merktur B í bókarhluta sem ber yfirskriftina Sérstök yfirlit. Sjálf- ur ber b-kaflinn heitið: Til undirbúnings framkvæmda við skólabyggingar. Þetta er einkar fróðlegur kafli. Kaflinn geymir 43 tölusetta „fram- kvæmdaliði", sem eiga eitt sameiginlegt: tölustaflnn 5, eins og vonandi kemur fram á meðfylgjandi ljósriti. Yflr talnadálkinn er skýringartexti: „Þúsundir króna.“ Þar með liggur það fyrir að fjárveitingavaldið, Al- þingi, hefur ákveðið að veita kr. 5.000, hvorki meira né minna, til hverrar þar til greindrar framkvæmdar á hallalausu fjár- lagaári, 1988. Hversu langt sá fimmþúsund- kall dugar „til undirbúnings framkvæmda við skólabyggingar" getur hver og einn sagt sér. En stimpilgjaldið er ákveðið. Fjárveiting til undirbúnings 43 skóla- mannvirkja, samtals kr. 215.000. „Betur má ef duga skal“, s^gir máltækið. Morgunblaðið/Siguröur H. Þorsteinsson Bjarnarfjörður í glampandi vetrarsól, séð yfir sundlaugina á Laugar- hóli. Oddi til vinstri en Svanshóll á miðri mynd. Farið að sjást til sólar í Bjarnarfirði Laugarhóli, Bjarnarfirði. ÞAÐ ER tilefni til hátíðarhalda hér á Vestfjörðum þegar sólin tekur að skina á ný eftir ára- mót. Sólarkaffi er vel þekkt hug- tak hér og það leggja flestir þann skilning í, að hér sé um að ræða gott kaffi með ijómapönnukök- um. Þann 21. janúar sást sólin hér á fyrsta bænum í Bjamarfírði. Það var í nýja húsinu á Klúku. Þann 24. skein hún svo á Laugarhól og Klúkuskóla. Þann 27. janúar sá svo Inga á Holi sólargeislana leggja inn um eldhúsgluggann hjá sér og tók að baka pönnukökur og hringja í nágrannana til að bjóða þeim í sól- arkaffí. Það háði þó þessu kaffiboði hennar, að símaálagið er svo mikið um miðjan daginn, að oftast gekk illa að ná sambandi. Þetta skyggði þó ekki á gleðina yfír því að sjá sólina og þeir sem til náðust komu í kaffíð. í byijun næstu viku fer svo að sjá til sólarinnar í Odda, Baldurs- haga og á Bakka. Þannig á hver einn bær sína sögu um hvenær sól hverfur um mánaðamótin nóvemb- er/desember og hvenær hún svo skín á ný í janúar. Hitt er svo annað mál að síma- sambandi hér hefir gert það að verkum að lítið þýðir að reyna að ná sambandi við umhehninn á viss- um timum dags, þegar álagið er mest. En nú fer sólin bráðlega að baða Qörðinn og þótt vetrarlegt sé er það samt öllum mikið gleðiefni, jafnt mönnum og dýrum. - SHÞ Leiðrétting í dagskrárblaði Morgunblaðsins föstudaginn 5. febrúar urðu þau mistök í kynningu á þátttakanda í umræðuþætti um fóstureyðingar, sem sýndur verður í kvöld kl. 21.40, að formaður Lffsvonar var sögð Hildur Jónsdóttir. Hið rétta er að Hulda Jensdóttir er formaður Lífsvonar. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. Gosvaglaþjóðin eftir Össur Skarphéðinsson Hamborgaravöxturinn er nafn- orð, sem fyrr á öldinni var smíðað til að lýsa sérkennilegum vexti i’ngra Ameríkumanna sem af og cil sáust spóka sig á götum höfuð- borgarinnar í leyfí frá öðrum og merkari starfa fyrir heimsfriðinn suður á nesjum. Höfundar þessar- ar tæru orðmyndar voru sveita- menn, sem hnignir að aldri fluttu sig á mölina og fundu orð og skýr- ingar yfír allt sem flokkaðist und- ir furður náttúrunnar. Kaloríusprengjur Þessimerkilega tegund vaxtar- lags, hamborgaravöxturinn, lýsti sér einkum i óhemju voldugum bossa, sem úr fjarska að sjá hvíldi nokkuð óstýrilátur á lærum þess- ara, viðkunnanlegu drengja, sem ekki voru síður fleskmikil. í stíl við þetta voru svo viðkomandi stríðsmenn gjaman einkenndir af furðu hvapkenndri andlitsfitu sem Dagsbrúnarmenn kölluðu skrif- stofufitu. Innan i fima stórköflóttum og skræpóttum buxum sem em víst stöðugt í tísku í miðvesturríkjun- um vom þetta býsn mikil í augum ósigldra Reykvíkinga, sem ekki vissu að það sem hér var augum barið var orðið tákn fyrir menn- ingarástand heilla þjóða. Alþýðuskýringar sveitamanna á mölinni vom þær fyrstar, að hamborgaravöxturinn væri afleið- ing uppeldis, þar sem uppistaða næringar vom þær kaloríu- sprengjur sem einkum fólust í hamborgara með frönskum. Seinna komust á kreik skýringar í þá vem, að beljumar sem ham- borgaramir vom hakkaðir úr, hefðu fi'am í andlátið verið látnar bryðja hormóna til að hraða vexti. Næringamám, sem byggðist eink- um á hamborgurum og frönskum, myndi því smám saman leiða tii óhóflegrar uppsöfnunar á horm- ónasulli, með þeim afleiðingum að hægt og sígandi afskræmdist Össur Skarphéðinsson vöxtur viðkomandi og rynni út í hamborgaravöxt. Ekki fer sögum af vísindalegum sönnunum fyrir þessum skýring- um. Hitt er sönnu næst, að hér á íslandi verður æ algengara að beri fyrir augu menn, sem tala tungu Snorra og Egils, en hafa hamborgaravöxt. Hamborgar- avöxtur fslendinga getur hins vegar varla verið hormónum að kenna. Nautin íslensku fá nefni- lega ekki hormóna fremúr en lyft- ingamennimir okkar__og ekki orð um það meir. Hamborgaravöxturinn Hinn íslenski hamborgaravöxt- ur stafar nefnilega ekki nema að hluta til af hamborgurum og frönskum. En hvað veldur honum þá? Sveitamenn fluttir á mölina hefðu verið fljótir að fínna það út, væru þeir ekki nú um stundir flestir komnir undir mölina. Vita- skuld er það sykurþambið, gos- drykkjan, sem er að verða eitt helsta þjóðareinkenni þessarar langþyrstu þjóðar. íslendingar em nefnilega gosvögl, og það sem í Ameríku Reagans er vissulega réttnefndur hamborgaravöxtur má á hinu sykraða íslandi með sanni kalla gosvaglavöxt. Það er nefnilega einsog þjóðin eigi sér orðið ekki annan drykk en gosið. Fjarri sé það mér að býsnast yfir góðærinu hjá Kóka kóla og Pepsi, hvað þá hjá Davíð Scheving sem fór víst á bólakaf í kólað líka — en í heilsufarslegu tilliti er gosþróunin fráleitt góð. Eiginlega er hún afar vond. Gosið er nefnilega lítið annað en óhóflegt magn af sykri, sett í bland við smávegis af öðmm efn- um út í vatn. Með svakalegum afleiðingum fyrir holdafar og tannheilsu. Ein gosdós á dag í ár jafngild- ir því að viðkomandi bryðji 5.400 sykurmola. Það samsvarar um 51 þúsund kílókaloríum á ári sem hleðst utan á vesalings kroppinn, eða röskum sjö aukakílóum. Á tíu ámm þýðir þetta 54 þús- und sykurmola eða rösklega 500 þúsund kílókaloríur sem samsvara 73 kílóum af aukafitu!! Til að ná þessum 73 skvapkíló- um sem ein gosdós á dag í tíu ár leiðir til þyrfti viðkomandi gosvagl til dæmis að hlaupa sam- tals f 1.825 klukkustundir, sé gert ráð fyrir að meðalskokkarinn tapi 240 kílókaloríum á klukkut- ímann. Miðað við 8 stunda hlaupa- dag og einn dag í frí á viku, jafn- gildir þetta 38 vikum í samfelld hlaup! Hjá öllum þessum aukakflóum getur hins vegar gosvaglaþjóðin sneitt með því að láta af óhóflegu gosþambi og drekka í staðinn blá- tært gvendarbmnnavatnið. Fyrir nú utan hvað það væri betra fyrir blessaðar tennumar. Höfundur er fiskilífedlisfrædmg- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.