Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Glæsilegnr sigur Jóhanns í Kanada Menntamálaráðherra fagnaði Jóhanni og bar honum kveðju ríkisstjóraarinnar. Á myndinni eru f .v. Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra, Jó- hann Hjartarson, Friðrik Ólafs- son stórmeistari, Jónína Ingva- dóttir eiginkona Jóhanns og loks foreldrar hans, Sigurlaug Jó- hannsdóttir og Hjörtur Magnús- son. næsta einvígi við Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara. Aðspurður hvemig það legðist í hann, svaraði Jóhann, að þar yrði á brattan að sækja, „. . . den tid, den sorg, eins og Danskurinn segir“, sagði hann og kvaðst undirbúa sig af kost- gæfni og vona það besta. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar það einvígi verður haldið né hvenær. Reykjavík hefur verið nefnd í því sambandi, en Jóhann taldi það mjög óraunhæfan kost, Karpov mundi varia samþykkja það og þar að auki væri það ekki hag- stætt fyrir hann sjálfan. Talið er líklegt, að einvígið verði haldið í Puerto Rico í júlfmánuði. Taugastríðið, sem var fylgifiskur baráttunnar á skákborðinu, var til umræðu. Jóhann kvað Friðrik hafa unnið það og verið að honum ómet- anlegur styrkur, „. . . hann sá til þess, að ég gæti teflt", sagði Jó- hann. Hann svaraði sfðan spuming- um um, í hvorum flokknum hann Jóhann Hjartarson hylltur við komuna til landsins Menntamálaráð- herra flutti hon- um kveðju ríkis- stjórnarinnar 'PÓHANNI Hjartarsyni stórmeist- ara var innilega fagnað við kom- una til landsins f gærmorgun og var tekið á móti honum með við- höfn í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Þar voru eiginkona hans, foreldrar, Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra og stjórn Skáksambands íslands, auk ættingja og vina. Jóhann gekk inn i flugstöðina undir dynjandi lófataki við- staddra, þeirra á meðal farþega sem áttu leið um flugstöðina, og mátti hafa sig allan við að taka á móti blómvöndum og heillaósk- um í tilefni af sigrinum í ein- ^ginu við Kortsjnoj. Með Jó- hanni komu Friðrik Ólafsson, sem aðstoðaði hann í einvíginu, og Þráinn Guðmundsson, for- maður Skáksambands íslands. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ávarpaði Jó- hann við komuna og flutti honum heillaóskir frá ríkisstjóminni. „Ég óska þér hjartanlega til hamingju með þennan fi-ábæra árangur," sagði Birgir og lýsti því síðan hvem- ig íslenska þjóðin hefði hreinlega staðið á öndinni af spenningi þegar sfðasta skákin stóð yfir, „. . . það var eins og að fylgjast með spenn- andi handbolta- eða fótboltaleik. Ég flyt þér innilegar hamingjuóskir frá ríkisstjóminni," sagði mennta- málaráðherra og beindi síðan máli sínu til fulltrúa Skáksambands ís- lands: „Það hlýtur að vera ykkur gleðiefni, að uppskera þennan ríku- lega árangur og um leið hvatning til áframhaldandi starfs með unga fólkinu." Að iokum þakkaði Bifreiðastöð Reykjavíkur sýndi Jóhanni sóma i verki með þvi að senda eftir honum og fjölskyldu hans þennan glæsivagn, sem Jó- hann situr I. menntamálaráðherra Friðrik Ólafs- syni fyrir hans þátt í velgengni Jóhanns og mikinn stuðning þegar mest lá við. Frábærir aðstoðarmenn Jóhann ávarpaði síðan viðstadda og sagði marga hafa lagt hönd á plóginn til að gera þennan árangur mögulegan. „Eg þakka sérstaklega ríkisstjóminni og Skáksambandi íslands. Þá vil ég þakka frábæmm aðstoðarmönnum, Margeiri Péturs- syni, sem tók þátt í undirbúningn- um, og ekki síst Friðrik Ólafssyni, sem átti mörg góð ráð og sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn, nema síður sé og ætti að halda áfram að tefla," sagði Jóhann og bætti því við, að Friðrik hefði tryggt sigurinn með traustum tökum á sálfræðistríðinu. Á brattan að sækja Nú mun ljóst, að Jóhann teflir Askorendaeinvígin: Jóhann mætir Karpov í átta manna úrslitum St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgnnblaðsins. CAMPOMANES forseti FIDE staðfesti við verðlaunaafhend- ingu áskorendamótsins i St. John síðastliðinn sunnudag að Jóhann Hjartarson mætir Anatolij Karpov, fyrrverandi heimsmeist- ara í skák, í 8 manna úrslitun keppninnar um réttinn til að skora á Garry Kasparov heims- meistara. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar eða hvenær ein- vígið fer fram. I 8 manna úrslitun eigast við Jóhann og Karpov, Artur Jusupov og Kevin Spraggett, Jaan Timman og Lajos Portisch og Nigel Short og Jonatahn Speelman. Ekki er búist við að öll einvígin verði haldin á sama stað, eins og 14 manna ein- vígin í St. John. Kanadamaðurinn Kevin Spragg- ett vann Andrei Sokolov frá Sov- étríkjunum eftir að þessir skák- menn höfðu teflt 4 hraðskákir á laugardag. í fyrstu skákinni hafði hvor klukkutíma til umráða, í ann- arri skákinni hálftíma og síðan 15 mínútur. Fyrstu þremur skákunum lauk með jafntefli þrátt fyrir miklar sviptingar og þegar í 15 mínútna skákimar var komið þótti skáklistin heldur setja ofan. í 4. skákinni sá Sokolov ekki að Spraggett gat skákað af honum drottninguna og gafst upp við mikinn fögnuð kan- adísku áhorfendanna. teldi sig vera, meðal þeirra skák- manna, sem vilja helst vera vinir andstæðinga sinna, eða hinna, sem helst vilja hatast við þá. „Ég vona að ég sé mitt á milli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt fyrir hvem ein- asta skákmann að bera virðingu fyrir andstæðingi sínum, en jafn- framt þarf að hafa í huga, að þetta er keppni upp á líf og dauða," sagði Jóhann Hjartarson. Stór dagur Jóhann Hjartarson stórmeistari hafði tvígilda ástæðu til að fagna við heimkomuna í gær, því að þá átti hann 25 ára afmæli. Af því til- efni fékk hann einnig heillaóskir. Það var þvi stór dagur hjá Jóhanni og fjölskyldu hans þegar hann kom heim, eftir frækilegan sigur í ein- vígi gegn einum sterkasta skák- manni heims, á 25 ára afmælis- daginn. Jóhann Karpov Skákhátíðin í St. John heldur áfram þótt áskorendaeinvígjunum sé lokið. Á mánudag hófst, að því talið er, sterkasta opna skákmótið sem haldið hefur verið, og em þrír íslendingar þar með, þeir Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins. Milli 30 og 40 stór- meistarar em meðal þátttakenda, þ. á m. Jusupov, Salov, Speelman og Míkhaíl Tal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.