Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 23 Skipan aðstoðar- yfirlögregluþjóns í Kópavogi: Veitmgarvald- ið er í hönd- um dómsmála- ráðherra - segir bæjarfógeti Bæjarfógetinn í Kópavogi gerði tillögu til dómsmálaráð- herra um að Sæmundur Guð- mundsson, varðstjóri í Kópavogs- lögreglunni, fengi stöðu aðstoð- aryfirlögregluþjóns við embætt- ið. Sæmundur hefur gegnt starf- inu undanfarið ár. Dómsmála- ráðherra skipaði hins vegar ann- an í stöðuna, eins og kom fram í frétt blaðsins á föstudag. Mikil óánægja ríkir í röðum lög- reglumanna í Kópavogi með þessa ráðningu, þar sem þeim þykir að gengið hafi verið fram hjá hæfum umsækjanda úr þeirra röðum. Morgunblaðið hafði tal af Ásgeiri Péturssyni, bæjarfógeta í Kópa- vogi, og spurði hann, hvað hefði ráðið þessari stöðuveitingu. Ásgeir vildi ekki tjá sig um annað en stað- reyndir málsins, sem hann sagði vera þær að hann gerði tillögu um hvemig ætti að leysa þetta mál. „Ég lagði til, að Sæmundur Guðmunds- son yrði ráðinn. Hann hefur gegnt störfum lögreglumanns í Kópavogi í 23 ár og þekkir vel til manna og aðstæðna hér, auk þess sem hann hafði gegnt umræddu starfi í ár. En, veitingarvaldið er hjá ráðherra og hann kaus að skipa annan mann í stöðuna, um það er ekkert fleira að segja“, sagði Asgeir. Umsækjendur um stöðu aðstoð- aryfirlögregluþjóns í Kópavogi voru níu. Sá sem ráiðinn var, Guðmundur Jónsson, kemur frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hafa lögreglumenn í Kópavogi tekið það fram, að óán- ægja þeirra beinist ekki að honum, heldur málsmeðferðinni. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði að Sæmundur Guð- mundsson væri hinn ágætasti mað- ur, líkt og aðrir umsækjendur. „Ég tel mig ekki þurfa að skýra ákvörð- un mína frekar, en ég fullvissaði mig um að lögreglustjóranum litist vel á Guðmund Jónsson, sem ég skipaði í starfið,“ sagði ráðherra. „Þá vil ég líka taka fram að í des- ember skipaði ég yfirlögregluþjón í Kópavogi og var ákvörðun minni þá fagnað mjög af lögreglumönnum þar í bæ. Ég tel að það eigi að vera mögulegt að menn gangi á milli svæða og stofnana í lögregl- unni, eins og æskiiegt er að geti gerst á öllum sviðum í okkar opin- bera kerfi." Sambyggðar trésmíðavélar íSeoul Til að ná langt á Olympíuleikunum í Seoul þá þurfa handknattleiksmenn okkar að leggja hart að sér. Þú getur hjálpað þeim með því að kaupa Boltabrauð. Af hverju brauði sem keypt er renna 3 krónur til handknattleikslandsliðsins. bakarameistara VELDU OTDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.