Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Karl Steinar Guðnason í umræðum utan dagskrár um verðstýríngu á eggjum og kjúklingmn: Landbúnaðarráðherra endurkalli reglugerð um framleiðslustýringu í gær voru umræður utan dagskrár um verðstýringu á eggjum og kjúklingum. Nokkrir stjómarþing- menn gagnrýndu harðlega þá ákvörðun að taka upp framleiðslustýringu í þessum greinum. KARL Steinar Guðnason (A/Rn) hóf í sameinuðu þingi i gær umræðu utan dagskrár um verð- stýringu á sölu eggja og kjúkl- inga. Þingmaðurinn sagði rétt neytenda vera fótum troðinn með þessari ákvörðun og skoraði á landbúnaðarráðherra að aftur- kalla reglugerð sem hann hefur gefið út um þetta mál. Einnig taldi hann þessa ákvörðun vera brigður við verkalýðshreyfing- una þar sem við síðustu samninga hefði þáverandi rikisstjóm gefið fyrirheit um að frekari fram- leiðslustýring yrði ekki tekin upp. Jón Helgason sagði að álykt- un siðustu ríkisstjórnar hefði verið miðuð við gildistíma síðustu kjarasamninga en þeir hefðu mnnið út um áramót. Því væri ekki hægt að saka stjórnina um brigður við verkalýðshreyf- inguna. Taldi hann að verðstýr- ing á eggjum og kjúklingum myndi lækka verð. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagði það vera „gerræði" að ætla nú að koma á framleiðslustýringu í þessum greinum. Þetta myndi koma í veg fyrir hagkvæmniþróun og að nýir aðilar kæmust inn í greinamar. Sagði þingmaðurinn að réttur 'neytenda væri fótum troðinn en þetta væri mál sem snerti grund- vallarréttindi íslenskra neytenda. Hann efaðist ekki um að lagaheim- ildir væru til staðar en sagði það vera með ólíkindum að samtök framleiðenda skyldu óska eftir svona stýringu í lok 20. aldarinnar. Karl Steinar sagðist ekki efast um að sumir framleiðendur hefðu verið neyddir til samþykkis með misbeit- ingu opinberra sjóða. Neytendur varnarlausir Karl Steinar sagði launþega og neytendur vera vamarlausa gegn svona ákvörðunum og því hefði í síðustu kjarasamningum verið gert samkomulag milli síðustu ríkis- stjómar og verkalýðshreyfingarinn- ar um að ekki yrði tekin upp frek- ari verðstýring af hálfu opinberra aðila. Þingmaðurinn spurði síðan hvort þetta hefði verið borið undir ríkisstjómarfund og skoraði á land- búnaðarráðherra að draga til baka þá reglugerð sem hann hefði gefið út. Minnti hann 'á að erfiðir kjara- samningar væru framundan. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði það vera nokkuð furðulegt að heyra alþingismenn gagnrýna þessa ákvörðun eftir alla þá umræðu sem orðið hefði um að draga þyrfti úr framleiðslu. Þörf fyrir slíkan samdrátt væri nú mikil og vildu framleiðendur eggja og kjúklinga koma í veg fyrir fram- leiðslu sem þeir gætu ekki selt. Landbúnaðarráðherra sagðist ekki geta séð að það væri hagur neytenda að greitt yrði úr ríkissjóði fyrir vöm sem þeir ekki notuðu þar sem segði í búvörulögunum að end- urgreiðslur á kjamfóðurgjaldi ættu að vera eftir framleiðslumagni. Mun hagkvæniara væri fyrir neytendur að þessir fjármunir færu í að greiða niður vöru sem þeir notuðu. Verð sagði hann hafa verið óbreytt frá því að reglugerðin hefði verið gefín út og ef menn væm að gagnrýna það þá væm þeir að gagnrýna hina fijálsu samkeppni þar sem verðið hefði myndast á markaðinum. Ráðherra sagði kaupmenn telja sig geta selt innflutt egg á sama verði og smásöluálagningin væri nú. Fannst honum skrýtið að álagn- ingin þyrfti greinilega að vera meiri á innlendum eggjum og spurði af hveiju Neytendasamtökin hefðu ekki gert athugasemd við þetta. Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði þetta mál vera allt hið hörmuleg- asta. Það væri afturför frá sjónar- miði neytenda að óska eftir fram- leiðslustýringu og taldi hann slíka stýringu ekki þjóna hagsmunum framleiðenda heldur þegar til lengri tíma væri litið. Geir sagði vera óeðlilega að því staðið að nota tækifærið við skatt- kerfisbreytingarnar þegar kjarnfóð- ursgjald var lækkað um áramótin til að hneppa þessar greinar inn í kvótakerfíð. Það hefði verði ætlunin að lækka verð þessara vara með lækkun kjamfóðursgjalds. Geir spurði hvort kjarnfóðursskatturinn væri nú ekki bara til þess að halda nýjum framleiðendum fyrir utan greinina þar sem allt að 75% skatts- ins væri endurgreiddur til sumra framleiðenda. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði þessa tillögu hafa verið kynnta í ríkisstjórninni en ekki væri venja að bera þar undir atkvæði málefni á borð við þetta. Iðnaðarráðherra sagði það vera sína von að í framtíðinni yrði hægt að leita ,markaðslægari leiða til að leysa vanda landbúnaðarins. Hann væri sammála því sem komið hefði fram í máli Geirs H. Haarde. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagði að við værum nú að reyna að ná jafnvægi eftir þenslutímabil og því væri kannski þörf á lágmarksstýringu. Danfríður vék einnig í máli sínu að þeirri umræðu um innflutning á eggjum sem undanfarið hefur átt sér stað. Hún sagði bændur hafa fjárfest í fuglabúum á undanförnum árum og myndu þau væntanlega leggjast niður ef kæmi til innflutn- ings. Spurði hún hvað það myndi kosta þjóðina. Einnig væri ekkert eftirlit með matvælainnflutningi til landsins. Níels Árni Lund (F/Rn) sagði þetta mál vera mjög einfalt; Það snérist um það hvort að við ættum sjálf að framleiða þessar afurðir eða flytja þær inn. Níels Árni gagn- rýndi kaupmenn fyrir of háa álagn- ingu á eggjum. Það væru engin rök fyrir því að hún væri hærri en 10%. Kaupmenn hefðu ætlað að nota „ringulreiðina“ til þess að hækka þessa vöru líkt og bakarar hefðu reynt með brauðin en ekki komist upp með. Albert Guðmundsson (B/Rvk) spurði hve alvarlegur bresturinn í stjómarsamstarfínu væri og hve lengi Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ætluðu að halda áfram að „kyngja" stefnumálum Framsókn- arflokksins. Það væri farið að vekja furðu fólks hversu illa gengi að stjórna í þessu samstarfi. Erum komin á villigötur Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) sagðist vera algjörlega andvígur framleiðslustýringu á egg og kjúklinga. Með því væri verið að hneppa þjóðfélagið í viðjar kvóta. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um rannsókn á ábyrgð á umframkostnaði við bygg- ingu flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli. Tillagan er flutt af öllum þing- mönnum Alþýðubandalagsins en lagt er til að Alþingi kjósi rannsókn- amefnd skipaða níu alþingismönn- um til að gera sérstaka athugun á því hveijir skyldu sæta ábyrgð á umframkostnaði við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Steingrímur J. sagði að við svo búið mætti ekki standa, miðað við þær alvarlegu upplýsingar ’sem hefðu komið fram, að ekkert yrði gert. Það yrði mesta hneykslið í þessu máli. Framleiðslustýring væri skiljanleg í hefðbundnu landbúnaðargreinun- um en mætti ekki eiga sér stað í öðmm greinum. A'f hveiju var til dæmis ekki húsgagnaframleiðend- um úthlutaður kvóti þegar þeir áttu í erfiðleikum, spurði þingmaðurinn. Guðmundur G. sagði að með þessu væmm við komin út á villigöt- ur og auðvelt væri að sjá að svona kvóti gengi ekki upp. Steingrímur J. - Sigfússon (Abl/Ne) sagði að ef menn væm ósáttir með þessa ákvörðun land- búnaðarráðherra ættu þeir að sýna það í verki og leggja fram fmm- varp til breytinga við búvömlögin. Stjómun af þessu tagi taldi hann ekki fagnaðarefni. Það orkaði tvímælis hvort hægt væri að leysa vandamál þessara greina með sama hætti og vandamál hins hefðbundna landbúnaðar. Það kæmi ekki til greina nema með mjög ströngu verðlagseftirliti. Steingrímur J. sagðist vera á móti innflutningi á kjúklingum og eggjum, það kæmi ekki til greina. Það hlyti að vera til eitthvað milli- stig sem tryggði eðlilegt framboð á skynsamlegu verði. Frjáls framleiðsla gekk ekki Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði menn vera sammála um að landbúnaðarráðherra hefði ekki getað gert annað samkvæmt lögum en að gefa út reglugerð. Reynslan hefði sýnt að frjáls framleiðsla á þessum búgreinum gengi ekki upp. Því hefði verið ákveðið, að yfírlögðu ráði, að setja inn viðkomandi ákvæði í búvörulög- in. Stefán sagðist vera alfarið á móti innflutningi á eggjum og kjúklingum og taldi mengun vera mikla í matvælum í Evrópu. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði ekki annað hafa gerst en að eggja- og kjúklingabændur hefðu nýtt sér rétt sinn samkvæmt lögum og land- búnaðarráðherra hefði gefið út reglugerð um þessi mál. Ef menn væru óánægðir með það ættu þeir að reyna að breyta lögunum. Karl Steinar Guðnason sagði kjama málsins vera að hann væri andsnúinn því að settur yrði kvóti á þessar greinar. Það myndi hækka verð og binda greinina í viðjar. Síðasta ríkisstjóm hefði gefíð fyrir- heit um að frekari framleiðslustýr- ing yrði ekki tekin upp og hann hefði því haldið að það yrði tekið upp í ríkisstjóm ef til slíkra aðgerða ætti að grípa. Málið snérist ekki um hvort flytja ætti inn þessar vörur eða ekki held- ur hvort binda ætti þær í kvóta og taka upp verðstýringu. Taldi hann það vera brigður við verkalýðs- hreyfinguna og neytendur og sagð- ist vona að menn skoðuðu hug sinn og afturkölluðu þessa reglugerð. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði það ekki vera rétt að þetta væru brigður við verka- lýðshreyfinguna. Þessi ályktun síðustu ríkisstjórnar hefði verið miðuð við gildistíma síðustu kjara- samninga en þeir hefðu mnnið út um áramót. Landbúnaðarráðherra sagði að samkvæmt hans skilningi myndi þetta draga úr kostnaði við fram- leiðslu og því lækka verð. Þórður Skúlason (Abl/Nv) hefur ásamt sjö þingmönnum Alþýðu- bandalagsins lagt fram tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í raforkumálum. Lagt er til að skipuð verði nefnd til að athuga hvernig unnt sé að skipuleggja öflun og dreifingu raforku þannig að allir landsmenn búi við sem jafnast raf- orkuverð. Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) ásamt þremur þingmönn- um Kvennalistans hefur lagt fram fmmvarp til breytinga á lögum um aimannatryggingar. Lagt er til að böm og unglingar 18 ára og yngri eigi rétt á að fá sér gler í gleraugu sér að kostnaðarlausu og að greidd sé föst upphæð vegna umgjarða. Alþingi ályktar gegn Dounreay SAMEINAÐ þing samþykkti í gær samhljóða þingsályktunar- tillögu um mótmæli gegn stækk- un endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi fyrir úr- gang frá kjarnorkuverum. Auk þess að mótmæla stækkuninni felur Alþingi ríkisstjórninni að vinna áfram gegn þessum áform- um. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, mælti fyrir áliti utanríkismála- nefndar og breytingatillögum. Eyj- ólfur Konráð sagði að nefndin hefði talið eðlilegt að Alþingi ályktaði að mótmæla sjálft stækkun endur- vinnslustöðvarinnar en fela ríkis- stjóminni jafnframt að halda áfram mótmælum sem oft hefðu verið sett fram af hálfu ríkisstjórnarinnar. Einnig hefði síðasta ríkisstjórn mótmælt þessum áformum, m.a. á siglingamálaráðstefnu í tengslum við Parísarsamninginn um varnir gegn mengun sjávar í febrúar 1987. Þar hefðu mótmæli verið borin fram af hálfu fyrrverandi samgöngu- málaráðherra. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) fagnaði þessari tillögu og sagði að mönnum væri nú farið að verða æ ljósara hvílíkur vandi tengdist friðsamlegri notkun kjarn- orku. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagðist nýlega hafa átt fund með Ceeil Parkinson, orku- málaráðherra Bretlands, og þá lýst yfír áhyggjum íslendinga yfír Do- unreay og öðrum stöðum. Arni Gunnarsson (A/Ne) spurði utanríkismálaráðherra hvort til væru tölur um umferð kjarnorku- knúinna skipa og kafbáta á Norð- ur-Atlantshafí. Hann sagðist hafa talað við skipherra á slíku skipi og hefði hann talið að veruleg hætta væri á því að geislavirkur úrgangur færi í sjóinn lenti slíkt skip í árekstri. Ámi sagði að ekki yrði bundið um sárin ef slys af þessu tagi yrði. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagðist ekki hafa séð slíkar tölur og hefði gengið erf- iðlega að fá þær frá stórveldunum. Það hefði verið gert lítið úr þessari hættu en hann hefði tilhneigingu til að trúa frekar skipherranum sem Ámi Gunnarsson hefði talað við. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) minnti á að fyrir nokkru hefði verið lagt fram frumvarp til að draga úr umferð kjarnorkuknú- inna kafbáta. Stuttar þingfréttir Rannsóknarnef nd Stefnumörkun í raforkumálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.