Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 44

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Yfirlýsing frá Heilsulínunni: Hárrækt með leysigeisla á að vera sársaukalaus í dagblöðum hefur mátt sjá að undanförnu fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Okurgeislanum. Þar segir að eigendurnir selji gervinegl- ur en séu sérmenntaðar frá Hol- landi í hárvanda. í fréttatímum Stjömunnar hefur fyrirtækið einnig verið kynnt. í því tilfelli er margí- trekað að fréttamaður hafi lent í mjög sársaukafullri geislameðferð hjá þeim Hollandsmenntuðu. Vegna þessa óskar hárræktar- þjónustan Heilsulínan, Laugavegi 92, eftir að koma á framfæri eftir- farandi yfirlýsingu: Leysigeislameðferð við hár- vandamálum á og verður að vera sársaukalaus. Ef sársauki fylgir meðferðinni er það einungis vegna rangra vinnubragða. Og það hvorki deyfir sársaukann né bætir skaðann að slá um sig með heimatilbúnum (fölsuðum) skírteinum sem eiga að sanna sérfræðinám frá Hollandi. Sannleikurinn er sá að eigendur Okurgeislans hafa enga aðra menntun né starfsreynslu í hár- vanda en þá sem þeim auðnaðist á stuttum tíma hjá Heilsulínunni. Því miður náðu þær ekki réttum tökum á hárræktinni þannig að við hjá Heilsulínunni gátum ekki boðið við- skiptavinum okkar upp á þeirra vinnubrögð. Við þurftum síðan að gefa nokkrum viðskiptavinum fría tíma til að bæta fyrir árangurslitla en sársaukafulla tíma hjá þeim stöllum. Nokkrir viðskiptavinir til viðbótar þorðu ekki að koma í fleiri tíma eftir sársaukafullan fyrsta tíma. Og núna eftir að sársauka- fullri meðferð þeirra hefur verið margútvarpað í Stjömunni ogþann- ig meðferð réttlætt með upplognu sérfræðinámi frá Hollandi sjáum við hjá Heilsulínunni okkar nauð- beygðar til að gefa þessa yfirlýs- ingu svo taka megi af allan vafa um að þjónusta þessara tveggja hárræktarfyrirtækja sé sambæri- leg. Meginmunurinn liggur í því að hárrækt Heilsulínunnar, Laugavegi 92 er með öllu sársaukalaus. Til viðbótar er tíminn (45—50 mín.) hjá Heilsulínunni 890 kr. (6 tímar rúmar 5 þús. kr. á móti tæpum 8 þús. kr. Okurgeislans). Heilsulínan þarf heldur ekki á fölsuðum skírteinum og smygluðum tækjum að halda. Hjá Heilsulínunni talar árangurinn einn til vitnisburðar um vinnubrögðin. F.h. Heilsulínunnar, Sigurlaug Willianis Eldri Kópa- vogsbúum boðið á skemmtikvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópavogi gangast fyrir árlegu skemmtikvöldi fyrir eldri borg- arbúa Kópavogs í kvöld, þriðju- daginn 8. mars. I kvöld verður opið hús þar sem stjórnir félaganna koma með heimabakaðar tertur, smurt brauð og kökur með kaffinu. Bingó verður spilað, sungið og dansað við undir- leik Jóns Sigurðssonar og Trausta Jónssonar sem leika á harmonikku og trommur. Hross fyrir bíl I Hafnarfirði LÖGREGLAN í Hafnarfirði varð að aflífa hross eftir að það hafði orðið fyrir bíl á Kaldárselsvegi á föstudagskvöldið. Að sögn lögreglunnar er ekki ljóst með hvaða hætti slysið varð en líklega mun hesturinn hafa hlaupið út undan sér og fyrir bílinn. Ökumaður bílsins og knapinn sluppu ómeiddir. Bíllinn skemmdist mikið. Leiðrétting I frétt blaðsins sl. sunnudag af ásókn í sólarlandaferðir misritaðist nafn Björns Ingólfssonar fjármála- stjóra ferðaskrifstofunnar Urvals. Var hann nefndur Éarl Ingólfsson en heitir Björn Ingólfsson eins og áður segir. Biður blaðið hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mistök- um. UÓSRITUNARVÉLAR MAZDA 626 JIEIMSINS BESTIBILL!! — • . --------------------------i Nú eru aðeins nokkrir mánuðir síðan hinn nýi MAZDA 626 kom á markaðinn og erekki of- sögum sagt að fáir nýir bílar hafi fengið eins lofsamlegar umsagnir og viðurkenningar og hann. Hér eru nokkrar: auto motor * Kjörinn„HEIMSINS BESTI BÍLL“ af lesendum „AUTO MOTOR UND SP0RT“ Nú 5. árið í röð kusu lesendur þessa virta þýska bílatímarits MAZDA 626 „HEIMSINS BESTA BÍL“ í millistærðar- flokki ínnfluttra bíla. Á annað hundrað þúsund kröfuharðir Þjóðverjar tóku þátt í þessari árlegu kosningu og sigraði MAZDA 626 með yfirburðum í sínum flokki. Blaðamenn AUTO M0T0R UND SPORT höfðu áður gert samanburðarprófun á 5 vin- sælum bílum í millistærðar- flokki á þýskum markaði. Úr- slit urðu: 1. MflZDfl 626 GLX 2. Audi 80 1.9E 3. Ford Sierra 2.0i GL 4. Peugeot 405 SRi 5. Renault 21 GTX „Sögulegur viðburöur" sagði Auto Motor und Sport, því þetta er í fyrsta skiptið, sem japanskur bíll vinnur slíka samanburðarprófun. nuto ZEITUNG EUROPfl POKflL Árlega efnir þýska bílatímarit- ið „AUTO ZEITUNG" til sam- keppni um „Evrópubikarinn". Til keppninnar þetta ár voru valdar 12 gerðir bíla, sem kepptu í 3 riðlum. í dómnefnd- inni voru 8 bílagagnrýnendur og gefa þeir stig fyrir samtals 60 atriði. Úrslit urðu: 1. BMW318Í 2. MAZDA 626 GLX 3/4. Audi 80 3/4. Peugeot405 5/6. Opel Ascona 5/6. Volkswagen Passat 7. Renault 21 8. Mercedens Benz 190 9/10. HondaAccord 9/10. Mitsubishi Galant 11. Ford Sierra 12. Citroen BX Munurinn á stigum BMW 318i, sem er dýrari bíll, og MAZDA 626 var þó vart mark- tækur því að hann var innan við þriðjungur úr prósentu- stigi! freie fahrt KLUBJOURNALDESARBÖ 1. gullverðlaun hjá FREIE FAHRT MAZDA 626 hlaut 1. gullverð- laun í samkeppni, sem fram fer árlega á vegum „FREIE FAHRT“ sem er gefið út af fé- lagi bifreiðaeigenda í Austur- ríki. í dómnefndinni voru 43 einstaklingar, þar á meðal hinn heimsfrægi kappaksturs- maður Niki Lauda, en að auki höfðu lesendur blaðsins at- kvæðisrétt. 9 bilar kepptu í ár: MAZDA 626, Toyota Corolla, Honda Prelude, Honda Civic, Daihatsu Charade, Opel Sena- tor, Peugeot 405, Citroen AX og Rover825. MAZDA626sigr- aði keppinauta sína með mikl- um yfirburðum og má geta þess að þetta er í fyrsta skipt- ið, sem japanskur bíll hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun! Fyrstu 3 sætin skipuðu: 1. MflZDfl 626 2. Peugeot405 3. Citroen AX Mikið hrós ekki satt? En MAZDA 626 á það skilið! Því ekki að kynnast MAZDA 626 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma og skoða þennan frá- bæra bíl. Verðið mun svo koma ykkur þægilega á óvart, það er frá aðeins710 þús. krónum. (Gengisskr. 04.03 88 stgr.verð Sedan 1.8L 5 gíra m/vökvast.) Opið laugardaga frá kl. 1-5 ÐILAÐORG HF. FOSSHALSI 1. S 68 12 99.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.