Morgunblaðið - 08.04.1988, Side 56

Morgunblaðið - 08.04.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / BANDARÍKIN Hvaða lið hreppir íslandsbikarinn? Mor9unb™iöm Blðndal Fyrlrllðar UMFN, ÍBK, Vals og Hauka halda hér í íslandsbikarinn eftirsótta. Einhver þeirra á eftir að hampa honum að lokinni úrslitakeppninni. Þeir eru frá vinstri: fsak Tómasson fyrirliði UMFN núverandi fslands og bikarmeistara, Hreinn Þorkelsson ÍBK, Tómas Holton Val og Henning Henningsson úr Haukum. Kansas meistari - sigraði Oklahoma óvænt í úrslitum ÚRSLITAKEPPNIN í bandaríska háskólakörfuknattleiknum er nú lokið og aö venju varð nokkuð um óvœnt úrslit. Það voru 64 lið sem komust f úrslitakeppnina. Leikið var með útsláttarfyrirkomu- lagi og var liðum raðað í fjóra riðla, 16 lið f hverjum riðli. Keppn- in hófst fyrir þremur vikum og voru leiknar fjórar umferðir uns einungis sigurvegararnir í riðlunum fjórum voru eftir, en þau lið kepptu síðan í fjögurra liða úrslitum um síðustu helgi. Reuter Danny Mannins var allt! öllu hjá Kansas. í úrslitaleiknum gegn Oklahoma gerði hann 31 stig og tók 18 fráköst. Liðin í háskólakörfuboltanum leika í svæðabundnum riðlum og síðan velur sérstök dómnefnd frá íþróttasambandi háskólanna 64 lið > úrslitakeppnina. Gunnar Valnefndin er gagn- Valgeirsson rýnd ár hvert fyrir skrifar að skilja sterk lið útundan í úrslita- keppninni, í fyrra var nefndin gagn- rýnd fyrir að skilja meistarana frá 1986, Louisville, útundan og nú þótti mörgum einkennilegt þegar stórlið Ohio State var ekki valið í keppnina. Óvœnt úrslK að venju Það urðu óvænt úrslit að venju strax í 64-liða úrslitunum. Þá sigr- aði Murray State, sem er lið frá litlum skóla, lið Norður-Karólínu og lið Richmond sigraði mjög óvænt meistarana frá Indiana. í 32-liða úrslitunum urðu enn óvænt úrslit. Þá sigraði Vanderbilt lið Pittsburg, sem talið var eitt af fjórum bestu liðunum, Rhode Island sigraði Syracuse háskólann og Richmond hélt óvæntri sigurgöngu sinni áfram með því að slá út lið Georg- ia Tech. í 16-liða úslitunum urðu enn óvænt úrslit er Kansas State sigraði óvænt Purdue. Önnur úrlsit urðu þau að Kansas vann Vanderbilt, Temple vann Richmond, Duke sigraði Rhode Island, Arizona sigraði Iowa, Michigan tapaði gegn Norður- Karólínu, Oklahoma sigraði Louis- ville, og Villanova vann óvænt Kentucky. 8-liða úslitin hófust síðan með því að Duke sigraði Temple 63-53 og Oklahoma átti ekki í neinum erfíð- leikum með að sigra Villanova, 78-59. Þá sigraði Kansas nágranna sína frá Kansas State 71-58 og Arizona sigraði Norður—Karolínu 70-52. Fjögurra liða úrslltin Fjögurra liða úrslitin voru því um síðustu helgi og þá mættust Kansas og Duke og Arizona lék við Okla- homa. Leikið var í Kansasborg og var lið Kansas því sem næst á heimavelli, en heimavöllur liðsins er einungis um 50 kflómetra frá þeim stað sem úrslitin fóru fram. Fyrirfram var búist við hörkuleikj- um og voru lið Duke og Arizona talin sigurstranglegri í leikjunum. En í undanúrslitaleikjunum á laug- ardag gerðu Kansas og Oklahoma sér lítið fyrir og unnu Duke og Arizona. Það voru því Kansas og Oklahoma sém léku til úrslita um meistaratitilinn á mánudagskvöld. Kansas gerði sér lítið fyrir og vann Oklahoma 83-79. Það var besti leik- maður úrslitakeppninnar, Danny Manning, sem var allt í öllu hjá Kansas í leiknum. Hann skoraði 31 stig, tók 18 fráköst og var hreint óstöíðvandi. . Sigur Kansas í keppninni er athygl- isverður fyrir þá sök að liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í vetur og lék því í úrslitakeppninni án nokkurra af sínum bestu leik- mönnum. Leikurinn á mánudagskvöidið var hnífjafn allan tímann og það var ekki fyrr en fimm sekúndum fyrir leikslok að Manning innsiglaði sigur Kansas með tveimur vítaskotum eftir að brotið var á honum í frák- asti. Manning fékk mörg tilboð eft- ir úrslitakeppnina í fyrra um að leika í NBA-deildinni, en hann vildi leika eitt ár í viðbót til að freista þess að vinna meistaratitilinn fyrir skólann sinn. Á mánudagskvöld fékk hann ósk sfna uppfyllta. :: * I Norman Whitesldo. ÍÞfémR FOLK ■ NORMAN Whiteside segist ekki hafa viljað fá fimm ára samn- ing hjá Manchester United. „Ég bað aðeins um tveggja ára samn- ing, en því var neitað,“ sagði Whit- eside. Hann er ekki ánægður með upphæðina sem United vill fá fyrir hann. Liðið fer fram á 1.5-2 milljón- ir punda og Whiteside segir það of háa upphæð. Þess má geta að John Barnes var seldur á 800.000 pund. Margir telja að Whiteside fari til Glasgow Rangers og taki þar við stöðu Graeme Souness á miðjunni. ■ LANDSLIÐSMENN Eng- lands í knattspyrnu hittust í Lundúnum um helgina og sungu inn á hljómplötu sem þeir ætla að gefa út fyrir Evrópukeppnina í knattspymu sem hefst í júní. Lagið heitir „Going All the Way.“ Tveir leikmenn liðsins fengu rauða spjald- ið í hljóðverinu. Það voru Steve McMahon frá Liverpool og Peter Reid frá Everton. Þeir voru að sögn útsetjara lagsins hreint ótrú- lega falskir. ■ ENGLENDINGAR hafa frek- ar takmarkaðan áhuga á afmælis- keppni enska knattspymusam- bandsins sem fer fram á Wembley 16. og 17. aprfl. Aðeins er búið að selja tæplega 13.000 miða. Það eru 16 lið sem taka þátt í þessari keppni. Leikið er með útsláttarfyrir- komulagi og hver leikur er 40 mínútur. Félög utan London hafa kvartað yfir því að áhangendur þeirra þurfí að leggja á sig langa og kostnaðarsama ferð, kannski til þess eins að sjá lið sitt leika í 40 mínútur. Steve Stride ritari Aston Villa sagði: „Áhangendur okkar þurfa að vera mættir á Wembley kl. 12.30 og klukkustund síðar gætu þeir verið á heimleið! Jim Greenwood, talsmaður Everton sagði: „Áhangendur okkar hafa verið á Wembley átta sinnum á síðustu fjórum árum svo það er ekkert nýtt fyrir þá.“ Forráðamenn enska knattspymusambandsins vonast þó til þess að allir miðamir seljist fyrir keppnina. ■ MICHEL Platini hefur til- kynnt Leeds að hann komi til að leika fjáröflunarleik fyrir John Charles á Elland Road 12. aprfl. Michael Platini og Ian Rush taka einnig þátt í leiknum. ■ BRIAN Hill frá Kettering verður dómari bikarúrslitaleiksins á Wembley 14. maí. ■ PER Frimann, danski lands- liðsmaðurinn hjá Anderlecht, hefur hafnað tilboðum frá Spáni. Mall- orca og Sporting Gijon vildu fá hann til liðs við sig. Frimann segist vilja fara aftur til Danmerkur og leika með Bröndby.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.