Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 1
96 SIÐUR B 110. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17 MAI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sýrlenskur her í viðbragðsstöðu HERSVEITIR Sýrlendinga umkringdu úthverfi í suðurhluta Beirút í gær og biðu skipana um frek- ari aðgerðir til að binda enda á bardaga milli Amal-sveita shíta og Hizbollah (Flokks Guðs), sem nýtur stuðnings íransstjómar. Vélbyssuskothríð ómaði um hverfið þrátt fyrir viðvaranir Sýrlend- inga um að þeir hygðust grípa til aðgerða að beiðni ieiðtoga líbanskra múslima. Barist hefur verið í úthverfum Beirút síðastliðna tólf daga og hafa 250 manns fallið f átökunum. Ingvar Carlsson í Brussel: Aðild Svía að EB óhugsandi Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar kom í gær í opinbera heimsókn til höfuðstöðva Evrópubandalagsins í Brussel. Þar átti hann viðræður við framkvæmdastjórn bandalagsins um samskipti Svía við bandalagið í nútið og framtíð. Ingvar Carlsson sagði við blaðamenn eftir viðræðurnar að aðild Svía að bandalaginu væri óhugsandi vegna þess að hún væri ósamrýmanleg hlutleysisstefnu þeirra. Á blaðamannafundi kom jafn- framt fram að Svíar vilja eiga náið samstarf við EB á öllum sviðum nema þeim sem snerta stjómmála- samvinnu innan þess, þ.e. mótun sameiginlegrar utanríkisstefnu, og öryggis- og vamarmál. Carlsson taldi að miklir sameiginlegir hags- munir væm í húfi og að sænskt atvinnulíf gæti lagt ýmislegt af mörkum til að efla evrópska sam- vinnu. Jacques Delors, aðalfram- kvæmdastjóri EB, sagði að vildu Svíar sækja um aðild að bandalag- inu þá væri hlutleysisstefna þeirra ekki hindmn. Bent var á að írar, Pakistan: Skæruliðar flytja bækistöðv- ar sínar heim til Afganistans Sljórnarherinn hörfar undan sveitum skæruliða í Paghman-héraði Islamabad, Peshawar. Reuter. AFGANSKIR skæruliðar eru sagðir hafa náð á sitt vald hluta af Paghman-héraði vestur af Kabúl, en stjórnarherinn varpar sprengjum á svæðið sem skæru- liðar hafa á valdi sínu. Afgansk- ir skæruliðar sem haldið hafa til í Pakistan hafa ákveðið að flytja bækistöðvar sínar yfir landa- mærin til Afganistans. Her Kabúl-stjómarinnar, sem nýtur stuðnings Sovétríkjanna, hörfaði frá Paghman í gær og lögðu hermennirnir jarðsprengjur á und- Sendiherra Júgósiavíu 1 Svíþjóð: Ognaði börnum með skammbyssu Stokkhólmi, frá Erik Liden fréttaritara SENDIHERRA Júgóslavíu í Stokkhólmi, Zlatan Kikic, beindi á sunnudag skammbyssu að bömum að leik. Sænsk stjórn- völd segja að skýring hafi verið gefin á atvikinu og málið sé úr sögunni. Á sunnudaginn gerði starfsfólk júgóslavneska sendiráðsins í Stokkhólmi sér glaðan dag. Var haldið út í náttúmna, til Tyresö skammt sunnan Stokkhólms. Mæð- ur sem vom að skemmta sér í ná- grenni við Júgóslavana sáu allt í einu sér til skelfingar, að maður sem sveipað hafði um sig teppi beindi skammbyssu að bömum þeirra þar sem þau vom að leik. Lögreglumenn í skotheldum vestum komu á vettvang og eftir nokkrar stympingar náðu þeir að afvopna manninn. Kom í ljós að Morgunblaðsins. þama var á ferðinni nýskipaður sendiherra Júgóslavíu í Stokk- hólmi, Zlatan Kikic. Sendiherrann var handtekinn en fékk að sögn lögreglu að snúa aftur til sendiráðs- ins vegna sérréttinda erlendra sendimanna. Talsmaður sænska utanríkis- ráðuneytisins, Ulf Hákánsson, sagði að samkvæmt lögregluskýrsl- um hefði engum staðið ógn af at- ferli sendiherrans. „Viðunandi skýring hefur fengist á atvikinu og málið er úr sögunni," sagði Hákánsson án þess að geta nánar um hveijar skýringar sendiherrans væm. Óttast er að atvik þetta eigi eft- ir að magna deilur milli júgóslavn- eskra innflytjenda í Svíþjóð sem hafa oft verið hatrammar. Fyrir nokkmm ámm var sendiherra Júgóslavíu myrtur í Stokkhólmi. anhaldinu. Mikil átök vom í grennd við borgina Kandahar, sem er stærsta borg í Suður-Afganistan. Stjómarherinn hefur tekið við störf- um sovéskra hermanna á flugvelli borgarinnar. Er talið að sovéski herinn verði á brott þaðan fyrir mitt sumar. Barist var á götum í Kandahar og vegurinn til Kabúl hefur verið sprengdur sundur að sögn erlendra sendimanna í Kabúl. Brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan hófst í fyrradag. Skæmliðar hafa hótað því að beij- ast þar til allir sovéskir hermenn em famir og stjóm Najibullah hef- ur verið hrakin frá völdum. Skæm- liðar hafa sagt að Kandahar sé fyrsta stóra borgin sem þeir muni ná á sitt vald eftir brottför sovéska hersins úr landinu. Talsmaður afganska skæmliða- hópsins Ittehad-i-lslami tilkynnti á sunnudag að hópurinn hygðist flytja bækistöðvar sínar frá Pak- istan til Afganistans á ný við brott- för sovéska herliðsins. Abdurrab Rasul Sayyaf, talsmaður skæmliða- hópsins, fordæmdi samninginn um brottflutning sovéska hersins sem undirritaður var í Genf 14. apríl síðastliðinn. Einnig sagði hann að Pakistanar hefðu ekki á neinn hátt haft áhrif á ákvörðunina um að skæruliðamir flyttu aftur til Afgan- istans. Sex aðrir skæmliðahópar Afgana hafast við í Pakistan en ekkert bendir til þess að þeir ætli að flytja bækistöðvar sínar yfir landamærin. Sjá fréttir af brottflutningi sovéska herliðsins á síðu 34. Danmörk: Jakobsen skilaði stjóm- armyndunarumboði Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, SVEND Jakobsen, formaöur danska þjóðþingsins, skilaði i gær umboði, sem hann hafði til að mynda nýja stjórn í Dan- mörku. Sagði hann að útilokað hefði verið að ná samstöðu um stefnuskrá eða starfsáætlun nýrrar stjórnar. Leiðtogar stjómmálaflokkanna ganga í dag á fund Margrétar sem em hlutlaus þjóð, væm aðilar að bandalaginu og ekki yrði séð að aðildin spillti þeirri stefnu þeirra. I viðræðunum mun sænski forsætis- ráðherrann hafa lýst áhuga á nán- ari þátttöku Svía í vísinda- og rann- sóknasamstarfí EB-ríkjanna og sömuleiðis aðild að Erasmus-áætl- uninni um nemendaskipti á háskóla- stigi. Ingvar Carlsson lagði á það áherslu að Svíar hygðust auka tengsl sín við Evrópubandalagið í gegnum EFTA, Norðurlandaráð og með tvíhliða samningum. Um hlutleysisstefnu Svía sagði hann að vafamál væri að stórveldin kærðu sig um að Svíar féllu frá henni. Það hlutlausa belti sem Sviar tryggðu á milli austurs og vesturs væri öllum aðilum mjög mikilvægt. Svíar væm hins vegar Evrópuþjóð að uppmna og menningu og vildu halda áfram að vera það; þeir vildu þess vegna eins náið samstarf og frekast væri unnt við hinar Evrópu- þjóðimar. fréttaritara Morgunblaðsins i Danmörku. drottningar og bera þeir fram til- lögu um hveijum hún ætti að fela stjómarmyndun. Skýrt hefur verið frá því að leið- togi jafnaðarmanna muni leggja til við drottningu að Niels Helveg Pet- erson, leiðtoga Radikale Venstre, verði falin stjórnarmyndun. Sjá ennfremur „Breytinga að vænta á ...“ á bls. 36. Reuter Ákall um uppgjöf Kona biður félaga sína úr hópi aðskilnaðarsinnaðra síka, sem hafst hafa við í Gullna hofinu í Amritsar á Indlandi í rúma viku, að gefast upp fyrir lögreglunni án frekari blóðsúthellinga. Kon- an yfirgaf hofið á sunnudag ásamt nokkmm félaga sinna. Lögregla, sem situr um hofið, gaf síkunum, sem enn hafast þar við, lokafrest í gær til að yfirgefa það. Sjá einnig „Aðskilnaðar- sinnar fá lokaf rest“ á síðu 35.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.