Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK Skóladagur Velferð nemenda og menningar- verðmæti í hættu eftirAuðun Atlason Ég er einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem er svo gæfuríkur, eða ætti maður að segja ógæfusamur, að stunda mitt nám í Þrúðvangi, þvi sögufræga húsi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að Þrúðvangur er staðsettur í tölu- verðri fjarlægð frá hinum „eigin- legu“ kennsluhúsum menntaskól- ans. Flestir dagar í skólanum eru svipaðir en þennan mánudagsmorg- un líður mér hálfundarlega, þegar ég geng inn Laufásveginn í átt að Þrúðvangi. Tilveran er eitthvað svo tilgangslaus. Ég geng upp stiga og inn í stofu 5. Þar hefur þó ekkert breyst. Rúmlega tuttugu stólum og borðum hefur verið komið fyrir í þessu litla herbergi, sem hér áður fyrr var svefnstaður Einars Ben. Ég sest niður, læt mig síga niður í stólinn og loka augunum. Það er kalt inni í stofunni eða er mér kannski kalt? Á bak við mig eru tvær bekkjarsystur mínar að tala um að stærðfræðikennarinn gæti verið veikur, hann hefði kvefast fyrir helgi af því að hlaupa í sífellu á milli kennsluhúsa í nístandi nóv- emberkulda. Vonandi er hann veik- ur, segi ég og opna augum. Gvöð, hvað þú getur verið ógeðslegur, segir þá ör.nur þeirra með fyrirlitn- ingarsvip. Ég vona það nú samt, hugsa ég og loka aftur augunum. í sömu andrá kemur stærðfræði- kennarinn inn, eldhress og áhuga- samur. Svo byrjar kennslan. Tímarnir líða einn af öðrum. Ég berst við að halda mér vakandi, sem er erfitt sökum loftleysis í stof- unni. Ég bið sessunaut minn um að opna glugga en sú tillaga er kveðin í kútinn af háværum kven- mannsröddum aftan úr bekk. Dag- lega eykst samlyndi bekkjarfélag- anna. Skyndilega er hringt út í eftir Guðna Guðmundsson Það mun hafa verið um 1848, þegar hús Lærða skólans í Reykja- vík hafði verið tvö ár í notkun, að Sveinbjöm Egilsson rektor kvartaði í bréfi til kansellísins í Kaupmanna- höfn um plássleysi eða skort á oln- bogarými við skólann. í brekkunni framan við húsið átti skólinn stóra og góða lóð, en hún nýttist illa til leikja vegna bratta, og enn síður hefur hún verið nýtanleg vegna þarfa skóians fyrir aukið húsnæði á síðari tímum. Þrátt fyrir umkvörtun Sveinbjarnar rektors var ekkert gert til að afla skólanum meira oln- bogarýmis að baki skólahúsinu. Þvert á móti úthlutaði bæjarstjórn Reykjavíkur smám saman einstakl- ingum og félögum lóðum alveg ofan í lóðamörk skólans og kom þannig í raun í veg fyrir, að nokkuð yrði aðhafzt til endurbóta á húsakosti skólans. Árin liðu, og að því kom, að menntaskólum skyldi fjölgað. Bæj- arstjóm Akureyrar úthlutaði MA miklu landi á Brekkunni, svo að enn er vel rúmt um þann skóla, en á sama tíma var settur „numerus elausus" á Menntaskólann í Reykjavík, 25 nemendur teknir inn á ári. Enn liðu árin, velmegun manna jókst, og aukinn fjöldi foreldra sá sér fært að veita börnum sínum það, sem þeir höfðu þurft að fara á mis við í brauðstriti tímanna, lengri skólagöngu og aukna mennt- un. Aðsókn að Menntaskólanum í langar frímínútur. Ég fyllist lífsorku, set á mig trefil og þramma út úr stofunni, tilbúinn að takast á við náttúruöflin, rok og regn. Á leið minni hlaupa fram hjá mér um tuttugu fjórðubekkingar, kaldir og blautir, á leið úr leikfimi. Þetta gengur nú ekki öllu lengur, að leik- fimiaðstaðan sé þetta slæm, fjórar sturtur fyrir tuttugu manns, hugsa ég með sjálfum mér og minnist þess með hryllingi að ég sjálfur á í vændum leikfimitíma á miðviku- daginn. Reyni að hugsa upp leið til að fá frí gefst fljótt upp. Held áfram göngunni einn í kuldanum. Loks er ég kominn niður í kjallara Casa Nova, afdrep nemenda. Þar er margt um manninn. Eiginlega alltof margt, samt stór hluti nemenda í nærliggjandi gotterísverslunum í leit að næringu. Ég hitti nokkra vini mína og við ræðum ævintýri helgarinnar. Þá er hringt inn og ég rölti aftur af stað út í Þrúð- vang. Kem of seint, tíminn er byij- aður. í miðjum tímanum lít ég í kringum mig. Hvert sæti í stof- unni er skipað. Tveir halla undir flatt, ein horfir út um gluggann og hinir keppast við að læra. Þama sig ég annars hugar í eðlisfræðitíma og ég spyr sjálfan mig: „Hvers vegna er þetta fólk héma, hvað í ósköpunum er ég að gera héma?“ Nær allar frímínúturnar fara í að komast á milli húsa, kennt er í hvetju skúmaskoti, leikfimi- og fé- lagsaðstaða er til skammar. „Af hverju fór ég ekki í MH.“ En eftir andartaks umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa stundað nám í menntaskólanum í tvo vetur vð bágar aðstæður vildi ég hvergi annars staðar vera en einmitt hér innan um svipi fortíð- arinnar. Höfundur er forseti Framtíðar■ innar. Reykjavík jókst stöðugt, en ekkert bættist við húsakostinn. Rektorum skólans tókst með útsjónarsemi að hýsa allt þetta fólk, bæði með tvísetningu og með því að taka á leigu húsnæði í nágrenni skólans. Það var fjarri þeirra þankagangi að vísa mönnum frá vegna plássleysis. Unglingarnir urðu að fá tækifæri til að sýna, hvað í þeim byggi. Kannski hefðu þeir átt að taka upp „numerus clausus" að nýju, en stefna þeirra var, að unglingamir skyldu fá tækifæri og lái þeim hver sem vill. Nú eru brátt liðin 143 ár síðan Kristján 8., konungur íslands og Danmerkur, reisti gamla skólahúsið í brekkunni ofan við Lækinn, og Casa Nova, eina húsið sem íslenzka ríkið hefur reist handa þessum skóla er að verða 25 ára. í gamla skólahúsinu, sem var í upphafi ætlað fyrir 100 nemendur, sem að verulegum hluta voru í heimavist, er nú kennt 541 nemanda frá kl. 8 að morgni til kl. 7 að kvöldi, 271 að morgni og 270 síðdegis. Öðrum 254 er kennt í ná- lægum húsum, rektorsfjósi, Casa Nova, Þrúðvangi við Laufásveg og Villa Nova, húsi, sem upp úr alda- mótum var reist við efri lóðarmörk skólans. Þrengslin eru náttúrulega gífur- leg og fjöldi nemenda í stofu í mörg- um tilvikum meiri en staðall Heil- brigðiseftirlits ríkisins segir til um, því að enn er reynt að leyfa öllum, sem þess æskja, að reyna sig. Um- ferðarþungi á göngum gamla húss- ins verður oft allsvakalegur, þegar eftir Jónatan Þórmundsson Rektor, kennarar og nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa í mörg ár barist hetjulegri baráttu fyrir bráðnauðsynlegum úrbótum í húsnæðismálum skólans. Enda þótt Alþingi og stjórnvöld hafi sýnt málinu nokkurn skilning, þarf nú meira til en orðin tóm. Skólinn á vafálítið við alvarlegri húsnæðis- vanda að glíma en flestar aðrar stofnanir í landinu. Kominn er tími þriðjubekkingar, sem látnir eru koma inn í allar eyður í stofum efri- bekkinga vegna tíma í sérkennslu- stofum og leikfimi, mæta hinum eldri í stigum og á göngum. Ég hef ekki minnzt á leikfimi- aðstöðuna, sem er vitanlega orðin fáranleg miðað við það, sem nem- endur eru vanir í grunnskólum borg- arinnar. Leikfimihúsið var mjög gott, þegar það var reist um alda- mótin, en er orðið allsendis ófull- nægjandi, hvort sem rætt er um sal eða bað- og búningsklefa. Álagið á gamla húsinu er orðið svo mikið og hefur verið lengi, að ekki er unnt að halda svona áfram. Það er líka tímaskekkja nú á dögum að skóladagur sé frá 8 að morgni til kl. 7 að kvöldi, en það er ekki síður hörmuleg meðferð á ungu fólki, sem er að heija göngu sína í menntaskóla, að láta það hefja skóladag sinn að aflíðandi hádegi, þegar lífskraftur manna er þegar dvínandi. Eg hef verið að reyna að fá ríkið til að létta þessu oki af ungmennun- um í skóla hér með því að kaupa stórhýsi í grenndinni, þar sem hýsa mætti alla þriðjubekkinga og gerir mér einnig kleift að loka stofum, sem ég neyðist nú til að nota, þó að þær geti með engu móti talizt fullnægjandi. Þessi ráðstöfun mundi einnig tryggja, að unnt yrði að halda uppi fullri kennslu, þegar að ef ríkið ræðst í að reisa leikfimihús með aukakennslustofum handa skólan- um, sem talað hefur verið um í mörg ár. Þau eru ófá haustin, þegar bók- til rækilegrar úttektar og endurbóta á hinu fornfræga húsi skólans, sem svo mjög tengist sögu og menningu þessarar þjóðar. Það er ekki vansa- laust að láta slíkt hús drabbast nið- ur vegna „fjárskorts". Varðveisla merkra bygginga og velferð nem- enda og kennara, sem þar starfa, ættu að finna mun meiri hljóm- grunn við úthlutun almannafjár en nú tíðkast, ef nútímalegt verð- mætamat þjóðlegrar reisnar og mannlegrar velferðar væri lagt til grundvallar. staflega hefur verið troðið inn í skól- ann miklu fleiri nemendum en rúmazt hafa með góðu móti. Þetta hefur verið vegna þess, að á þessum bæ er mönnum ekki úthýst, ef þess er nokkur kostur, að koma þeim fyrir. Fyrir þetta hefur skólanum verið launað með fullkomnu sinnu- leysi um húsakost hans. Heyrzt hefur á máli sumra, að þeir telji, að ekkert beri að gera fýrir Menntaskólann í Reykjavík, af því að hann sé „élite“-skóli. Ég hef aldrei getað skilið þessa rök- semd, kannski vegna þess að ég veit ekki, hvað þeir menn, sem þann- ig tala, eiga við. Eiga þeir við, að skólinn beiti einhveijum sérreglum um inntöku? Slík staðhæfing er frá- leit og í engu samræmi við raun- veruleikann, því að nákvæmlega sömu inntökuskilyrði gilda hér og annars staðar. Eiga þeir við, að hann útskrifi „élite"? Varla verður skolanum með rökum legið á hálsi fyrir að koma nemendum sínum til slíks þroska, að þeir teljist „élite". Ég vildi óska þess, að satt væri. Eiga þeir við, að skólinn taki aðins við börnum einhvers óskilgreinds „élites"? Ekki gerir hann hærri kröf- ur við inngöngu en aðrir skólar, eins og áður er bent á, og ekki býst ég við, að allir vilji fallast á, að öll „élita" þjóðarinnar sé saman komin á Seltjarnamesi, í Vesturbæ, Þing- holtum, Skuggahverfi, Norðurmýri o.s.frv. Höfundur er rektor Menntaskói- ansf Reykja vik. Til þess er ætlast, að Menntaskól- inn í Reykjavík taki eins og aðrir framhaldsskólar þátt í að leysa að- kallandi þörf þjóðfélgsins fyrir skólavist handa þeim mikla fjölda ungmenna, sem nú eru á fram- haldsskólaaldri. Síðastliðið haust tók Menntaskólinn í Reykjavík við nýjum nemendum langt umfram getu, bæði af einskærri skyldu- rækni og í trausti þess, að staðið yrði við þau fyrirheit, sem gefin höfðu verið um viðbótarhúsnæði. Ef vel ætti að gera þyrfti að reisa nýtt kennsluhúsnæði á lóð skólans, þar sem bæði nemendur og kennar- ar hefðu viðunandi aðstöðu, eins og nú er almennt krafist í fram- haldsskólum hér á landi og í nálæg- um löndum. Færi vel á því, að slík bygging risi fyrir 1996, þegar skól- inn á stórafmæli. Það verður að teljast algjör lág- markskrafa, að ríkið kaupi nú þeg- ar nauðsynlegt bráðabirgðahús- næði, svo að skólinn geti boðið nem- endum sínum nokkurn veginn boð- lega aðstöðu og jafnframt haldið áfram starfsemi sinni að ári án verulegrar röskunar og óþæginda. Það er óhætt að segja, að nem- endur og kennarar skólans hafi verið seinþreyttir til vandræða. Þar á bæ hafa menn í kyrrþey lagt nótt við dag að gjörnýta hveija ein- ustu smugu, jafnt fyrir sem eftir hádegi. Samstarf kennara og nem- enda hefur verið með eindæmum gott og góð umgengni og virðing nemenda fyrir menningarverðmæt- um skólans hefur gert hið ómögu- lega mögulegt. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa unnið að kynningu á vandamálum skólans af dæma- fárri stillingu, kurteisi og festu. Er ekki orðið tímabært, að á slíkan málflutning sé hlustað ekki síður en á hinn gamalkunna slagorðasöng kröfugerðarsamfélagsins? Fyrir hönd Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík skora ég á hæstvirta ráðherra mennta- mála og fjármála og háttvirta fjár- veitinganefnd Alþingis að kynna sér húsnæðismál skólans af eigin raun og vinna að lausn þeirra í samræmi við þau verðmæti, sem í húfi eru. Einnig skora ég á þá húseigendur í nágrenni skólans, sem hlut eiga að máli, að leggja sitt af mörkum til þess, að barátta eldri og yngri nemenda fyrir úrbótum geti borið tilætlaðan árangur. Höfundur er formaður Nemenda- sambands Menntaskólans í Reykjavík. Skólanum launað með fullkomnu sinnuleysi um húsakost hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.