Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 t Elskulegur eiginmaöur minn, JAKOB EINAR JÁKOBSSON, Sláttahrauni 26, Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn Sigurjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON skáld, Eyrarvegi 23, er látinn. Akureyri, Kristín Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, JÓNfNA GUNNARSDÓTTIR Ijósmóðirfrá Bakkagerði, Furugerði 1, andaöist 29. nóvember sl. Ragnheiður Kristinsdóttir, Hreinn Kristinsson, Anna Kristinsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn og faöir okkar, EYÞÓR HELGI TÓMASSON forstjóri, Ásvegi 32, Akureyri, lést aö kvöldi þriðjudagsins 29. nóvember í Fjóröungssjúkrahús- inu á Akureyri. Hlldur Eiðsdóttir og börn hins látna. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUNNJÓNA SIGRÚN JENSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 17. nóvember sl. Útför hennar hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hrafnistu. Anna Guðmundsdóttlr Barnett, Albert Barnett, Jens A. Guðmundsson, Marta Hagalfnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóöir og amma okkar, SIGRÍÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, Reynimel 96, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 29. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Ragnar Guðmundsson, Sonja Carlsen, Sigríður Heiða Ragnarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson. ' / t Eiginmaður minn .og faöir okkar, EYÞÓR ÓMAR ÞÓRHALLSSON tannlœknir, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 2. desember kl. 15.00. Helga Brynjólfsdóttir, Þórhallur Eyþórsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Ragnar Eyþórsson. t Eiginmaður minn, NÍELS GÍSLASON, Kleppsvegi 56, sem lést laugardaginn 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Guölaugsdóttir. t Alúðarþakkir færi ég öllum sem sýndu mér hluttekningu við andlát og útför eiginmanns mins, EGGERTS EMILS HJARTARSONAR. Guð blessi ykkur öll. Margrát Slgtryggsdóttir. Þórdís R. Guðmunds- dóttir — Minning Fædid 26. júní 1949 Dáin 25. nóvember 1988 Sú vinátta sem menn bindast á bemsku- og æskuárum eru sú vin- átta sem yljar ævilangt. Þó vík verði milli vina og samfundir oft stopulir. Þegar við skólasystur Þórdísar kveðjum hana hinstu kveðju er okk- ur minningin um hana I senn fögur og skýr. Við vomm um 40 sem mættumst í Hjúkrunarskóla íslands haustið 1967 og vomm saman í svokölluðu „holli“. Við vomm að sjálfsögðu ólíkar að allri gerð, sum- ar feimnar, aðrar veraldarvanar, en við áttum eitt sameiginlegt; við ætluðum allar að læra að hjúkra. Við hollsystumar bjuggum flestar í heimavist, þar kynntumst við ná- ið, er skemmst frá því að segja að svo samrýndur varð hópurinn að eftir var tekið. Þórdís Rannveig er fýrst okkar sem kveður þennan hóp. Hún var 18 ára þegar kom í skólann. Dökk á brún og brá, há og tiguleg í fasi. Hún var hljóðlát, föst fyrir og ein- staklega traustur félagi, enda var henni fljótt falið að vera í forsvari fyrir hópinn sem formaður nem- endafélagsins. Hún Þórdís var einhvem veginn kona þeirrar gerðar að hún þurfti ekkert að segja til að eftir henni væri tekið. í námi og störfum var hún afbragð annarra. Hún var full- orðinslegri og þroskaðri en við all- flestar, fremur alvömgefin, en þó með gott skopskyn og var oft fyrst til að sjá það broslega í kringum sig. Við vomm nokkrir nemar sem sendir vom á fyrsta ári til Akur- eyrar til að starfa þar og nema við sjúkrahúsið. Við vom fjórar sem deildum saman herbergi. Þessi tími var ógleymanlegur. Þá var Þórdís sú sem aganum stýrði í því herberg- inu ög oft ekki vanþörf á að stilla villta strengi. Til hennar var alltaf fullt tillit tekið. Svo var það einhvem tímann á miðju námstímabilinu að Pétur hennar kom til sögunnar. Þama var alvara lífsins á ferðinni, því innan tíðar vom þau Pétur Agústsson múrari og Þórdís orðin hjón. Þau eignuðust tvö böm, Rannveigu Lilju, 18 ára, og Magnús, sem verð- ur 14 ára í desember. Bömin em efnileg og foreldrum sínum mikill gleðigjafi. Heimili þeirra er á Klapp- arbergi 4, Reykjavík. Þórdís undi sér vel heima og garðurinn umhverfis húsið var henni mikill unaðsreitur. Þar fékk sköpunarþrá hennar útrás og ber garðurinn hennar högu höndum fagurt vitni. Starfsvettvangur hennar utan heimilis var á Bama- spítala Hringsins en hún hafði bætt við námi í barnahjúkmn. Á bama- deildinni nutu hæfileikar hennar sín vel, þar eins og annars staðar var hún virt af starfsfélögum sínum. Þórdís var dóttir hjónanna Gróu Þórðardóttur, sem látin er fyrir t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, FKJamýri, Vestur—Eyjafjöilum, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Stóradalskirkju. Sveinn V. Lýðsson, Sigríður Björnsdóttlr, Baldur Björnsson, Margrét Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför SIGURVEIGAR MARÍU KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Mjóeyri, sem andaðist 24. nóvember, verður gerð frá Eskifjarðarkirkju laug- ardaginn 3. desember kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti Dvalarheimili aldraðra á Eski- firði njóta þess. Hrefna Björgvinsdóttir, Viktorfa Björgvinsdóttir, Kristján Björgvinsson, Ingvi Hrafn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN HJARTARSON, Hjallaseli 41, sem andaðist þann 24. nóvember, veröur jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Guðleif Jónsdóttlr, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson, Viðar Þórarinsson, Alda Pálmadóttir, Hrefna Þórarinsdóttlr, Hjörtur Þórarlnsson \ og barnabörn. t Útför móður minnar og systur okkar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Gunnhildargerði, 7 Samtúni 14, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Fyrir hönd annarra vandamanna. Urður Gunnarsdóttir, Þráinn Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Soffia H. Jónsdóttlr, Guðrún I. Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttlr, Sesselja Jónsdóttlr, Jóndóra Jónsdóttir. fáum árum og Guðmundar Magnús- sonar, bifreiðarstjóra í Kópavogi. Eina systur átti Þórdís, Guðfinnu, sem er kennari. Oft erum við minnt á að öllu er afmörkuð stund. Stundimar með Þórdísi voru naumt skammtaðar, 39 ára er hún kvödd eftir harða baráttu við skæðan sjúkdóm sem hún hefur barist gegn af miklum krafti frá því síðla árs 1983. Henni var fullljóst að leikslok gætu á hvom veginn farið en hún var lítið fyrir vorkunnsemi og kvart- aði ekki og af bjartsýni barðist hún til hinstu stundar. Þórdís skilur eftir söknuð og góðar minningar. Við sendum manni hennar, böm- um, föður og systur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þau á erfiðum tímum. Hollsystur frá Hjúkrunar- skóla íslands. Vissulega erum við böm hins eilífa ljóss og eigum heima í ríki sólarinnar. Hví skyldi myrkrið detta svo skjótt á, að öðram kosti? (A Thorstenson) Það er ekki einungis myrkur hins íslenska skammdegis sem grúfir yfir þessa nóvemberdaga, heldur skall það á okkur með skjótari hætti en búist var við, er sú fregn barst að vinkona og starfsfélagi til margra ára hefði látist aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember. Það vom erfiðar fréttir að færa á deild- ina hennar. Þegar staðið er frammi fyrir þeirri staðreynd að ung kona á miðjum starfsaldri, hjartkær eig- inkona, elskuleg móðir tveggja bama og góður hjúkrunarfræðingur er kölluð burtu svo skjótt, þá grípum við í vonina og trúum því, að „þegar ein hurð lokast opnast önnur". Við trúum því, að hið eilífa ljós skíni og lýsi upp svo ástvinimir sem eftir eru sjái til, þar til leiðir liggja saman á ný. Það em ljúfar minningar sem Þórdís R. Guðmundsdóttir bama- hjúkmnarfræðingur skilur eftir í minningasafni starfsfélaga sinna. Þar hefur hún auðgað og gefið af rausn sinni, því betri og ósér- hlífnari starfsfélaga er vart hægt að hugsa sér. Þórdís lauk hjúkmnarprófí frá Hjúkmnarskóla Islands í febrúar 1971. Þá hóf hún störf við Bama- spítala Hringsins á Landspítalan- um, lauk námi í bamahjúkrun þar haustið 1972 og starfaði við þá sérgrein æ síðan og alltaf á Land- spítalanum. Alla sína starfskrafta helgaði hún bömum, eigin bömum heima, annarra bömum á spítalanum og lét sér annt um velferð bama ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Nú hefur stórt skarð verið högg- við í hóp bamahjúkrunarfræðinga og það skarð er ekki fyllt í bráð því sætið hennar Þórdísar er vand- setið. Hún var óvenju traustur starfs- maður, góður félagi og mjög hæfur hjúkmnarfræðingur. Það hafði eng- inn áhyggjur af deildinni þegar Þórdís var á vakt. Hún var sem klettur. Og þessi klettur haggaðist ekki, sama á hverju gekk. Þegar mjög mikið var að gera þá hraðaði hún sér örlítið meir, augun urðu stærri, andlitið alvarlegra. Annars þessi velþekkta ró og æðruleysi, yfirvegað látbragð til orðs og æðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.