Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 ÍH&mR FOLK ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Klaus Sletting Jensen, sem leikur með Holte, mun fara tii Spánar eftir B-keppnina í Frakklandi. Sletting mun gerast leikmaður með Atletico Madrid. ■ PÓLSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik Wojcieck Kacz- marek hefur gengið til liðs við danska liðið Helsingör. Kacz- marek er 27 ára og lék með 1. deildarliðinu Pogon - lengst sem fyrirhði liðsins. ■ DERBY hefur boðið Peter Shilton, landsliðsmarkverði, samn- ing til 1992. Shilton hefur enn ekki skrifað undir, en búist er við að hánn geri það á næstu dögum. ■ MATTHIAS Ohms var í gær settur stjórnarformaður vestur- þýska liðsins Eintracht Frankfurt. Hann tekur við af Joseph Wolf sem var rekinn eftir aðeins átta daga í starfi hjá félaginu. Gengi Eintracht hefur verið mjög slakt og vermir liðið nú botnsætið með aðeins 9 stig eftir 16 leiki. ■ BJARNE Jeppesen, sem lék síðustu tvö árin með Kolding í Danmörku, lejkur með og þjálfar norska liðið Stavanger IF sem sló UBK út úr Evrópukeppninni á dög- unum. Hann er á góðri leið með að tryggja sér norska meistaratitil- inn í handknattleik. Eftir tíu um- ferðir hefur liðið þriggja stiga for- skot. Jeppesen tók við þjálfun liðs- ins af landa sínum Morten Stig Christensen. Það hefur gengið það vel hjá Stavanger í vetur að Jep- pesen hefur verið boðið fullt þjálf- arastarf, en hingað til hefur hann verið í hálfu starfi hjá félaginu. „Ég afþakkaði boðið vegna þess að það gagnar lítið fyrir mig að vera í fullu starfi þar sem leikmenn fá ekki frí í vinnu til að æfa fyrri hluta dags,“ sagði Jeppesen sem einnig starfar sem kennari. ■ JESPER Olsen, fyrrum leik- maður Manchester United, lék HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Morgunblaðið/Bjarni Gunnar Andrósson, einn af ungu leikmönnunum í Framliðinu, sést hér sækjá að marki Gróttu. Spennandi endasprettur Fyrsta jafnteflið í 1. deild í Kópa- vogi, þarsem Grótta og Fram léku FYRSTA jafnteflið í 1. deildar- keppninni í handknattleik varð staðreynd í gærkvöldi er Grótta og Fram deildu stigum í leik sem endaði 18 gegn 18. Það voru úrslit sem hvorugt liðið gat við unað, því bæði fengu þau gullin tækifæri undir lokin til að sigra án þess að það gengi eftir. Fór það í skapið á ýmsum og lá nokkrum sinnum við að upp úr syði, einkanlega þar sem dómgæslan á hinum mikilvæga lokaspretti var stundum skrítin. Sem beturfór bitnaði það jafnt á liðunum. Gróttumenn voru lengi í gang í leiknum, skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en um miðjan hálfleik. Komst fram í 5-1 á þeim tíma, en svo tóku Guðmundur „heimamenn" sig Guðjónsson saman í andlitunum skrifar 0g minnkuðu mun- inn ört. Gróttan komst svo yfir og virtist stefna í öruggan sigur. Var staðan orðin 15-13 er liðið missti tvo menn út af fyrir misskilning. Halldór Ing- ólfsson var rekinn af leikvelli án þess að átta sig á því. Hann hljóp þó út af sem endranær til að hleypa Gunnari Gíslasyni inn á í vörnina. Ýtti Gunnari inn á og þar með máttu báðir dúsa utan vallar í tvær mínútur. Fram tókst að jafna og komast yfir, en jafnt var þó á öllum tölum til loka. Fram léku einum færri síðustu sekúndumar, en Gróttu tókst ekki að nýta það til sigurs, fékk þó liðið opið færi á lokasekúndunum. Ef litið er aðeins á liðin, þá var vörnin aðail Gróttu og menn mjög jafnir á þeim bæ. Sóknin var einhæf og kraftlítil og þar skaraði enginn fram úr. Svipaða sögu er að segja um Fram, vörnin var aðallinn og aðeins einn maður sýndi skemmti- lega takta, Júlíus Gunnarsson sem var allt of seint tekinn úr umferð. Skemmtileg skytta þar á ferðinni. Grótta—Fram 18 : 18 íþróttahúsið Digranesi, íslandsmótið í handknattleik, l.deild, miðvikudaginn 30. nóvember. Gangur leiksins: 0:4, 1:5, 5:6, 7:9, 8:9,10:10,11:10,15:12,15:15,18:18. Grótta: Páll Bjömsson 2, Svafar Magnússon, Willum Þ. Þórsson 1, Stef- án Amarson 1, Friðleifur Friðleifsson, Davíð B. Gíslason 2, Ólafur Sveinsson, Gunnar Gíslason, Halldór Ingólfsson 10/7 og Sverrir Sverrisson 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 5, Stefán Öm Stefánsson. Fram: Hermann Bjömsson 3/3, Egill Jóhannesson, Sigurður Rúnarsson, Birgir Sigurðsson 4, Gunnar Andrés- son, Jason Ólafsson, Agnar Sigurðsson 4, Ragnar Hilmarsson, Tryggvi Tryggvason 1 og Júlíus Gunnarsson 6. Varin skot: Þór Bjömsson Fram 8, Guðmundur A. Jónsson. Utan vallar: Grótta 6 mínútur, Fram 2 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ólsen. KNATTSPYRNA / ENGLAND sinn fyrsta leik með sínu nýja fé- lagi, Bordeaux í Frakklandi, um síðustu helgi. Þó svo að liðið hafi tapað fyrir Parísarliðinu PSG, 1:0, stóð Olsen sig vel. Þjálfari Borde- aux, Aime Jacqsuet, sagðist vera ánægður með frammistöðu Danans í leiknum. „Franska knattspyrnan á greinilega vel við hann,“ sagði Jacqsuet. Ikvöld Handbolti Einn leikur verður í 1. deild karla í kvöld. KR og FH leika í Laugardals- höll og hefst viðureignin kl. 20. Körfiibolti Tveir leikir fara fram í 1. deild og hefjast báðir kl. 20. Þór og ÍS leika á Akureyri og KR og Haukar í Haga- skóla. Stærsta tap Liverpool í hálfa öld David Platt skoraði fjögur mörk á 18 mínútum tyrir Aston Villa gegn Ipswich, 6:2 STÆRSTA tap Liverpool í bik- arkeppni síðan 1939 leit dags- ins Ijós í gærkvöldi er liðið tap- aði fyrir West Ham, 4:1, á Up- ton Park í 4. umferð enska deildarbikarsins. Paul Ince skoraði tvívegis fyrir West Ham með þriggja mínútna millibili ífyrri hálfleik. David Platt gerði fjögur mörk fyrir Aston Villa i stórsigri liðsins á Ipswich, 6:2. Sigur West Ham á Liverpool í gær var sá fyrsti í 14 leikjum Frá BobHennessy iEnglandi í bikarkeppni síðan 1982. Paul Ince skoraði fyrstu tvö mörkin á 23. og 26. mínútu. það fyrra eftir auka- spyrnu frá Liam Brady og síðan með skalla eftir horn- spyrnu frá Alan Devonshire. John Aldridge minnkaði muninn fyrir Liverpool á 33. mínútu er hann skoraði úr vítaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Þegar 12 mínútur voru til leiksloka gerði varnarmað- urinn Seve Staunton sjálfsmark og Tony Gale innsiglaði síðan stórsigur West Ham með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Leikur Li- verpool olii miklum vonbrigðum og átti liðið á brattann að sækja allan leikinn. David Platt setti ijögur mörk fyrir Aston Villa á aðeins 18 mínút- um gegn Ipswich. Alan Mclnally skoraði fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik, en Platt bætti fjórum mörkum við á 59., 65., 70. og 77. mínútu. Mörk Ipswich gerðu Mick Stockwell og Dalian Atkinson. GOLF Nýr völlur í Grafarhotti Framkvæmdir við níu holu völl hjá Golfklúbbi Reykjavíkur hefjast í vor GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur ætlar að byrja gerð níu holu golfvallar í Grafarholti næsta vor. Fyrir er þar átján holu völlur. Nýi völlurinn verður væntanlega fullgerður árið 1992. Björgúlfur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri GR, sagði að nýi völlurinn yrði við hlið þess eldri, í mýrinni milli Grafarholts og Laxalóns. „Það er verið að ganga frá endanlegu skipulagi fyrir þetta svæði og við vonumst til að geta hafið vinnu við völlinn næsta vor,“ sagði Björgúlfur. „Við verðum að byrja á að ræsa fram mýrina, en þetta svæði er ágætt að því leyti að þar er ekki mikið grjót. Það verður ef til vill hægt að byja að nota völlinn eitt- hvað árið 1991, en við reiknum með að hann verði alveg tilbúinn ári síðar. Ég þori ekki að fullyrða hver verður endanlegur kostnaður við völlinn, en hann mun þó skipta tugum milijóna. Við gerum áætl- anir um gerð vallarins um áramót- in og þá skýrist sú tala.“ Björgúlfur sagði að þessi völlur yrði ekki til þess að Golfklúbbur- inn geti annað eftirspurn, því ásókn í golf hafi aukist gríðarlega undanfarið ár. Þannig hafi til dæmis 180 meðlimir bæst í klúbb- inn á þessu ári. Auk átján holu vallarins í Graf- arholti hefur Golfkúbbur Reykjavíkur nú tólf holu völl á Korpúlfsstöðum. Þá er fyrirhugað að gera nýjan völl í Gufunesi, en Björgúlfur sagði að sá völlur yrði ekki fullgerður fyrr en undir alda- mót. „Ég veit satt best að segja ekki hvert við eigum að vísa öllu því fólki sem kemur hingað næstu 3-4 árin. Svipaða sögu er að segja af öðrum golfklúbbum á höfúð- borgarsvæðinu; þeir eru mjög þétt setnir," sagði hann. Önnur úrslit voru þau að Leicest- er og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefli í frekar léleg- um leik. Það bar helst til tíðinda í þeim leik að fyrirliði Forest, Stuart Pearce, var rekinn af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks. QPR og Wimbledon gerðu einnig jafntefli, 0:0. Þessi lið verða því að leiða saman hesta sína öðru sinni. ■ TOTTENHAM fékk stigin sín tvö aftur í gær, en liðið missti stig- in í upphafi keppnistímabilsins vegna þess að leikvöllur liðsins var ekki tilbúinn í tæka tíð fyrir fyrsta deildarleikinn gegn Coventry. I gær fékk liðið síðan stigin aftur, en þarf að greiða 15.000 pund í sekt. Tottenham vann sig því upp um tvö sæti og er nú í 15. sæti deildarinnar. HOLLAND Samkynhneigdir stofna FC Gay Þau tíðindi hafa borist frá Holl- andi, að samkynhneigðir knattspymumenn hafi ákveðið að stofna eigið knattspyrnufélag og hefur það þegar verið nefnt FC Gay. Sá sem borið hefur hitann og þungann að fyrirtækinu heitir Ger- ard Van Rijsen og var eftir honum haft að ástæðan fyrir uppátækinu væri að samkynhneigðir knatt- spymumenn gætu við engan rætt sín vandamál og þeir finndu fyrir mikilli úlfúð í sinn garð meðal ann- arra leikmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.