Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Bleikjueldi í smáum stíl •• eftir Ossur Skarphéðinsson Elísabet Englandsdrottning er kona smekkvís á mat. Þegar hún kemur í forna nýlendu ættar sinnar, Kanada, setur hún gjaman á langar veislur. Ekki bregst þá, að drottning biður jafnan um nýrunna sjóbleikju gestum sínum til matar. Að þessu leyti svipar henni til gamals fólks úr Skaftafellssýslunum, sem ekki þekkir betra fískfang en bleikju nýgengna úr hafí. Sjóbleikja er hins vegar sjaldgæf- ur fískur. Hana er ekki að fínna í straumvötnum utan landa norður- hjarans, þar sem lágt hitastig og sérstakar aðstæður búa henni vist, sem ættingjar hennar laxakyns geta ekki nýtt sér. Að frátöldu norðrinu hefíir hún því fram á síðustu ár verið lítt þekktur kostur á borðum sælkera Evrópu og Ameríku. Með vaxandi framboði á laxi hefur hins vegar áhugi markað- arins á öðrum laxfískum en sjálfum ættarhöfðingjanum, Atlantshafs- laxinum, vaxið að mun. Sjóbleikjan hefur sérstaklega vakið athygli, og er nú að verða mjög eftirsótt. Þann- ig birtast um þessar mundir reglu- lega greinar um tegundina í helstu fagritum sem fjalla um sjávarfang, þar sem sjóbleikjunni er hælt á hvert reipi. Sjálfur er ég sannfærður um, að á allra næstu árum muni skapast sterkur markaður fýrir góða og stóra sjóbleikju. Ég tel heldur ekki fráleitt að verðlag á eldisfíski muni þróast þannig, að fyrir bleikju fáist hærra verð en lax sömu stærðar. Reynsla af eldi á sjóbleikju er hins vegar óvíða mikil, og í dag standa íslendingar að minnsta kosti jafn- fætis öðrum þjóðum um það. Hvað rannsóknir varðar hafa íslendingar ef til vill ekki ennþá lagt jafn mik- ið af mörkum og vísindamenn úr Noregi og Kanada, en það sem við höfum þó gert, hefur verið mark- visst og skilað mjög hagnýtum nið- urstöðum. Mikilvægi sjóbleikjunnar í mat- fískeldi mun innan tíðar vaxa hratt. Ég tel því brýna nauðsyn á að Is- lendingar taki rækilega við sér á meðan við höfum enn í fullu tré við þær þjóðir, sem á næstu árum munu veita okkur harðasta sam- keppni í framleiðslu á sjóbleikju. Við höfum alla burði til að skapa mikil verðmæti með því að standa skynsamlega að uppbyggingu rann- sókna og eldis á þessari nýju fram- tíðartegund. Þetta er ekki síst mikilvægt með tilliti til þess, að séríslenskar að- stæður henta betur til eldis á sjó- bleikjunni en aðstæður til að mynda í Noregi og Kanada. Sjóbleikjan — sérstaða Islands íslenska alþýðunafnið, sjóbleikja, gefur til kynna, að tegundin dvelji langdvölum í hafinu. Það er hins vegar rangt. Þrátt fyrir nafnið er sjóbleikjan að því leytinu frábrugðin frænda sínum laxinum, að hún get- ur ekki dvalið vetrarlangt í hafí. Langflestir stofnar sjóbleikjunnar er meira að segja því marki brennd- ir að geta ekki lifað nema 4—6 vik- ur í fullri seltu. Þetta gerir vitaskuld að verkum, að sjóbleikju er ekki hægt að ala í sjókvíum, nema afar takmarkaðan tíma. A vorin, þegar ísa leysir mjmdast seltuþol hjá villtum sjó- bleikjum, sem drepa veturinn í ferskum straumvötnum. Þá halda þær til sjávar, eyða svolitlum tíma í hálfsöltu umhverfí ósanna, og að lokum nokkrum vikum í sjónum, þar sem þær vaxa geysilega hratt. En í lok júlí og byrjun ágúst minnk- ar seltuþol villtu bleikjanna ört og þær halda aftur upp í ósanna og hefja skömmu síðar ferð sína á hrygningarstöðvamar í ánum. I eldi í sjókvíum hagar seltuþol sjóbleikj- unnar sér nákvæmlega eins. Það snögghrapar í byijun ágúst, bleikj- umar rýma hratt og farast að lok- um séu þær ekki fluttar í ferskt vatn. Sökum þessa skammvinna seltu- þols henta sjóbleikjur ekki til eldis í sjó. Aftur á móti hefur íslensk reynsla sýnt, að þær dafna einstak- lega vel allt árið um kring ef selta eldisvatnsins fer ekki mikið upp fyrir hálfa sjávarseltu. Þetta hefíir ótvírætt komið í ljós hjá Smára hf. í Þorlákshöfn, þar sem brautryðj- endastarf hefur verið unnið á eldi bleikju í hálfsöltu vatni. Þessar niðurstöður skipta hins vegar miklu máli fyrir íslendinga. Út um allan Reykjanesskagann og raunar víðar, þar sem jarðfræðilega ung og lek hraun liggja að sjó, er hægt að dæla upp hálfsöltum, geril- snauðum sjó og nota til að ala sjó- bleikju af háum gæðaflokki árið um kring. Sjóbleikjan ætti því að henta einkar vel til eldis í strandstöðvum á slíkum svæðum. í þessu liggur sérstaða íslands. Svipuð aðstaða er einfaldlega ekki fyrir hendi í samkeppnislöndunum. Hraður vöxtur — mikill þéttleiki Sjóbleikju má hins vegar líka ná í markaðsstærð í fersku vatni án þess að ala_ hana nokkru sinni í söltu vatni. I þessu eru ekki síður fólgnir góðir möguleikar fyrir bleikjueldi hér á landi. í náttúrunni lifír tegundin í ám, sem eru mun kaldari en laxár. Hún er því sérstak- lega aðlöguð að köldu umhverfi. í eldinu kemur þetta fram með þeim hætti, að sjóbleikjan vex allt að þrisvar sinnum hraðar en laxinn, við lág hitastig. Hér á landi hefur þannig fengist mjög góður vöxtur FJÖLNOTA ÍÞRÓTTA- OG SÝNINGAHÚS RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM, FÖSTUDAG 2. DES. 1988 Ráðstefnustjóri: Jón Hjaltalín Magnússon Kl. 13.00 Modern Multipurpose Sports- and Exhibition Halls: Jim Bryant, markaðsstjóri, HusseySeating Corp. Kl. 14.00 Nútíma gólfefni fyrirfjölnota íþróttahús - Parketgólf: Birgir Þórarinsson, forstjóri, Egill Árnason hf. -Gerfigúmmíefni: Sverrir Bernhöft, forstjóri BARR hf. Kl. 15.00 Kaffiveitingar Kl. 15.20 Hentug þakefni fyrir íþróttahús: SvanlaugurSveinsson, BYKO Kl. 16.00 Raflýsing fyrirfjölnota íþróttahús: Jón Otti Sigurðsson, tæknifr. Rafhönnun hf. Kl. 16.30 Fjölnota íþrótta- og menningarmiðstöðvar Kl. 17.00 Áætlanir um byggingu 60 nýrra fjölnota íþrótta- húsa: Jón Hjaltalín Magnússon, verkfr. Kl. 17.30 Ráðstefnuslit Áætlanir eru um byggingu um sextíu nýrra fjölnota íþrótta- og sýningahúsa á íslandi á næstu 10 árum fyrir um 4 milljarða króna. Mikilvægt er að allir þeir aðilar, sem áhuga hafa á að byggja nýtt fjölnota íþrótta- og sýningahús, kynni sér sem best hagkvæmustu byggingaaðferðir. Ráðstefna þessi um fjölnota íþrótta- og sýningahús er ætluð öllum sem hafa með hönnun, byggingu og rekstur íþróttahúsa að gera, jafnt íþróttafulltrúa, formenn íþróttafélaga, húsverði, sveitastjórnarmenn, aðila á sviðiferðaþjónustu, verkfræðinga, arkitekta, verktaka og framleiðendur íþróttahúsa og tækjabún- aðar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu: JHM Verkefnastjórnun sf. í síma 72777. Stuðningsaðilar þessarar ráðstefnu eru eftirtaldir aðilar: AisturtDakki hf. \w * 1 Y.O.60X908-REYKJAVlK, ICEL»MO BARR (ríJfU'p/H - (UÁfdúkur TojtfHljlÍMir Hófðabokko 3, ým' 665290 JUNCKERS „ji- PARKETVAL f x rm i'noni h Össur Skarphéðinsson „í mínum huga leikur því ekki vafi á því, að vegna sérstöðu okkar gæti eldi á bleikju skap- að Isiendingum geysi- leg verðmæti. Vegna hins hraða vaxtar teg- undarinnar við lágan hita er ég jafiiframt þeirrar skoðunar, að með bleikjunni sé loks- ins kominn möguleiki til að gera mikilvæga aukabúgrein úr fiskeldi á íslandi.“ við hita, sem ekki náði sex gráðum einn einasta dag meðan á eldinu stóð. Þetta er afar mikilvægt í ljósi þess, að út um allt land er að fínna staði þar sem lindir spretta fram með lágu en jöfnu hitastigi árið um kring og nýtast engum. Má ekki nota þær til að ala bleikju í smáum stíl? Félagslyndi bleikjunnar er ekki síður kostur í eldi. Andstætt laxin- um, sem er aristókratisk skepna og þarf gott plátt til að verða ekki taugaveiklaður pestargemlingur, þá dafnar sjóbleikjan því betur sem þéttnin í tönkunum er meiri. Um laxinn virðist gilda að fæðutaka og vöxtur minnka hratt eftir að þéttn- in fer yfír 25 kíló á rúmmetra. Til- raunir í Noregi sýndu hins vegar, að sjóbleikja óx marktækt betur við 90 kílóa þéttni á rúmmetra, en við 10 kílóa þéttni. Hún dafnaði jafn- framt bærilega við þéttni upp á 250 kíló að rúmmetra, að því tilskildu að vatnsflæði væri nóg. í dag er svo í gangi einskonar eldistilraun í íslenskri stöð, þar sem bleikja um og yfír hálft kíló er alin við yfír 100 kílóa þéttni á rúm- metra. Til þessa hefur vöxtur verið góður, og ekki orðið vart ugga- skemmda, sem þó er yfirleitt fylgi- fiskur of hárrar þéttni. Þetta skiptir geysilega miklu máli fyrir hagkvæmni bleikjueldis í strandstöðvum, þar sem sérhver rúmmetri í eldisrými er mjög dýr. Það skiptir vitanlega sköpum um arðsemi, ef hægt er úr hveijum rúmmetra að framleiða 90 til 100 kíló í stað 20—25 kílóa einsog í laxeldi. . J ' Odýrt fóður Fóðrið, sem hægt er að nota til að ala sjóbleikju í markaðsstærð, er jafnframt mun ódýrara en laxa- fóður. Munurinn er 30—40%. Þegar horft er til þess, að fóðurkostnaður er að jafnaði um 40% af rekstrar- kostnaði í laxeldi, þá sést hve miklu einungis þessi þáttur getur skipt fyrir arðsemi eldisins. Aðrir kostir eru einnig samfara eldi á sjóbleikju, umfram laxeldið. Sjóbleikjan virðist þannig vera mun harðgerðari en laxinn. Samkvæmt minni reynslu er hrognadauði fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.