Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 276. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Allsheijarþing SÞ: Fordæma ákvörðun Bandaríkjastjórnar Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmdi þá ákvörð- Alnæmi: 5 til 10 millj- ónir gætu haia smitíist Genf. Reuter. Alþjóðlegi alnæmisdagur- inn er í dag, að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðisstofhunar- innar (WHO). Skýrt hefur verið frá 5.271 nýju alnæm- istilfelli í nóvember, sam- kvæmt upplýsingum stofiiun- arinnar, og er þá vitað um 129.385 manns, sem tekið hafa sjúkdóminn. Að sögn forstöðumanna WHO er hér aðeins um skráð tilfelli að ræða og telja þeir að enn fleiri séu með alnæmi, eða allt að 300.000 manns. Þeir áætla ennfremur að fimm til tíu milljónir hafi smitast af alnæmisveirunni en ekki tek- ið sjúkdóminn. Alnæmis hefur nú orðið vart í 142 ríkjum. Flestir eru sjúkl- ingarnir í Bandaríkjunum eða 78.985 en í Evrópu eru þeir flestir í Frakklandi, eða 4.211. Alls hefur verið tilkynnt um 15.648 alnæmissjúklinga í Evr- ópu til WHO, en það jafngildir 12% af heildarfjöldanum. Útbreiðsla alnæmis er mest í Brasilíu, þrátt fyrir viðamikla upplýsingaherferð þarlendra stjómvalda. Fjöldi Brasilíu- manna hefur smitast vegna blóðgjafa, til að mynda hefur þriðjungur dreyrasjúklinga í Rio de Janero fengið alnæmis- veiruna. Nokkur ríki, svo sem Banda- ríkin og nokkur Evrópulönd, hafa tekið forystuna í barátt- unni gegn útbreiðslu alnæmis, í umönnun alnæmissjúklinga og rannsóknum. Franska stjómin tilkynnti til að mynda nýlega að hún ætli að auka framlag sitt til alnæmisrann- sókna úr 20 milljónum franka (152 milljónum ísl. kr.) í 150 milljónir (1,1 milljarð ísl. kr.). Nokkur kommúnistaríki hafa gripið til viðamikilla aðgerða til að stemma stigu við út- breiðslu alnæmis. Búlgarar riðu á vaðið þegar þeir kynntu áform um að mótefnamæla alla landsmenn á aldrinum 14 til 70 ára. Kúbversk stjórnvöld áforma einnig að mótefnamæla alla þá Kúbverja sem stunda kynlíf, eða 7 milljónir manna. í mörgum ríkjum er alnæmi þó ekki gefinn nægjanlegur gaumur, svo sem í Vestur- og Mið-Afríkuríkjum, þar sem margir gagnkynhneigðir hafa látist af völdum sjúkdómsins. Sjá frétt á bls. 20. un Bandaríkjastjórnar að neita Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), um vegabréfsáritun. í samþykktinni segir að ákvörð- unin standist ekki lög og er Bandaríkjastjórn hvött til að breyta henni. 151 ríki greiddi atkvæði með samþykktinni en tvö voru á móti, Bandaríkin og ísrael. Aðeins Bret- land sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Arafat hafði óskað eftir því að fá að taka þátt í umræðum allsherjarþingsins um málefni Pa- lestínumanna, sem upphaflega áttu að hefjast í dag. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur þegar lýst því yfir að ákvörðun Banda- ríkjastjórnar verði ekki breytt. Allsherjarþingið gaf þó stjóminni sólarhrings frest til að svara sam- þykktinni áður en ákveðið verður hvort umræðurnar um Palestínu- menn fara fram í Genf 13. desem- ber. Sjá frétt á bls. 36. Reuter Að minnsta kosti 400 manns farast íhvirfílbyl Hér má sjá stórt tré sem féll á byggingu í einu úthverfa Dhaka í Bangladesh í mannskæðasta hvirf- ilbyl í landinu síðan árið 1970. Minnst 400 manns týndu lífí í Bangladesh er hvirfilbylurinn reið yfir landið í gær og að sögn sjónvarps landsins er mögu- legt að mun fleiri hafí látist, allt að 5.000 manns, en fréttir höfðu enn ekki borist frá mörgum afskekkt- um stöðum. 200.000 manns hafa misst heimili sín. Veðurfræðingar álíta að vindhraðinn hafí orðið mest- ur 165 km á klst., meiri en í hvirfilbylnum árið 1970 er um hálf milljón manna fórst. Bangladesh er eitt af fátækustu ríkjum heims og er enn í sárum eftir flóð síðastliðið haust en þá fórust 3.000 mánns og mikið af gróðurlendi skemmdist. Eijur Armena og Azera: 40.000 armenskir flótta- menn komnir til Jerevan Forsetar sovétlýðveldanna deila í Æðsta ráðinu Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR armensku flréttastofiinnar Armenpress sagði í gær að í það minnsta 40.000 Armenar hefðu flúið frá Azerbajdzhan til höfúð- borgar Armeníu, Jerevan, eftir að átök brutust út milli Armena og Azera í síðustu viku. Ellefii manns féllu í Armeníu í átökunum, að sögn talsmannsins, og alls munu 19 hafa fallið í sovétlýðveldunum. Æðsta ráðið í Moskvu fór ekki varhluta af hatrömmum deilum þjóð- anna því á fundi þess í gær sökuðu forsetar sovétlýðveldanna tveggja þjóðir hvors annars um að eiga sök á blóðbaðinu. Talsmaður armensku fréttastof- unnar sagði að armensku flótta- mennirnir, sem komið hefðu til Jer- evan, hefðu verið sendir á ýmsa staði í lýðveldinu, þar sem þeir fengju gistingu til bráðabirgða á hótelum og heimilum. Talsmaður fulltrúa Armena í Moskvu sagði að yfirvöld í Jerevan byggjust við að 230.000 Armenar flýðu til borgar- innar frá Azerbajdzhan á næst- unni. Embættismaður í Azerbajdzh- an sagði að tugþúsundir Azera hefðu flúið frá Armeníu til Bakú, höfuðborgar Azerbajdzhans. Grant Voskanjan, forseti Arm- eníu, sagði á fundi Æðsta ráðsins í Moskvu að leiðtogar Azerbajdzh- ans ættu sök á blóðbaðinu í Sovét- lýðveldunum því þeir hefðu látið hjá líða að fordæma ofsóknir gegn Armenum í borginni Súmgajt í febr- úar. Súlejman Tatljev, forseti Az- erbajdzhans, sagði hins vegar að kröfur Armena um að héraðið Nag- omo-Karabak í Azerbajdzhan yrði sameinað Armeníu hefðu kynt und- ir átökunum. Fjöldafundir em enn haldnir í Bakú og hafa tugþúsundir manna tekið þátt í þeim. Dagblað sovésku stjómarinnar, Ízvestía, hefur skýrt frá því að myndir af Khomeini, leið- toga írans, hefðu meðal annars sést á fundunum. Sovéskir fjölmiðl- ar hafa haldið því fram að trúar- og þjóðemisvakning meðal Azera sé ein af meginástæðum fyrir eijum þjóðanna að undanförnu. Sjá frétt á bls. 36. Rputer Skriðdrekar voru á Leníntorginu í Jerevan, höfúðborg Armeníu, í gær, þegar sett var á útgöngubann í borginni. Evrópuhópur NATO: ísland með í fyrsta sinn Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚI íslands sat í gær í fyrsta skipti fund varnarmálaráð- herra Evrópuríkja, Evrópuhópsins svonefiida, hjá Atlantshafe- bandalaginu (NATO) í Brussel. Undanfarin tuttugu ár hafa vam- armálaráðherrarnir haldið ftmd daginn fyrir fúnd varnaáætlana- neftidar Atlantshafebandalagsins, en hann hefet í dag. Einar Benediktsson sendiherra, sagði að þetta gæfi Islendingum sem sat fundinn fyrir íslands hönd, sagði að tyrkneski varnar- málaráðherrann, forseti hópsins um þessar mundir, hefði komið á framfæri boði um að íslendingar sendu áheyrnarfulltrúa. Einar aukin tækifæri til þess að fylgjast með og minna á framlag sitt og þátttöku í vamarsamstarfinu. Fram undir þetta hafa einungis íslendingar og Frakkar verið utan þessa samstarfs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.