Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Hestunum att Á Filippseyjum tíðkast það enn í afskekktum byggðum að etja hestum en annars staðar hefur það verið lagt af og þykir ekki fínt. Hér á landi var hestaat mikil íþrótt alveg fram á 13. öld og jafnvel lengur og eitt það síðasta var þegar þeir öttu saman hestum sínum Sveinn ríki á Ulugastöðum og Sigmundur á Garðsá árið 1623. Gátu hestavígin stundum dregið mikinn dilk á eftir sér eins og kunnugt er af íslend- inga sögum. Myndin er frá hestavígi í þorpi ekki alllangt frá Manila, höfuðborg Filippseyja. Yasser Arafat neitað um vegabréfsáritim til Bandaríkjanna: Bandaríkjamenn hafiia áskorun lagane&dar SÞ Málefiai Palestínumanna að líkindum rædd í Genf Samcinuðu þjóðunum, London. Reuter. LAGANEFD allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld í Bandaríkjunum að veita Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), vegabréfsá- ritun til Bandaríkjanna. George Shiiltz lýsti yfír því í gær að af- staða bandarískra stjórnvalda væri óbreytt. Þegar er tekið að vinna að því að umræður um málefhi Palestinumanna verði fluttar til Genfar í Sviss til að Arafat geti ávarpað allsheijarþingið. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kunngerði á laugar- dag að Arafat yrði ekki veitt vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna til að ávarpa allsherjarþingið í New York en stjómvöld í Bandaríkjunum telja PLO til hryðjuverkasamtaka. Laganefndin samþykkti ályktun- ina í gær með 121 atkvæði gegn atkvæðum Bandaríkjamanna og ísraela en Bretar sátu hjá. í henni segir að afstaða bandarískra ráða- manna brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna þar sem skýrt sé kveðið á um gestgjafaskyldur Bandaríkjamanna. Minnt er á að Frelsissamtökum Palestínu hafí verið boðið að senda áheyrnarfull- trúa til að taka þátt í störfum alls- herjarþingsins og vitnað til ályktun- ar númer 3237 frá því í nóvember árið 1974. Eru Bandaríkjamenn hvattir til að virða ákvæði þessi og falla frá fyrri ákvörðunum. Þá er þess farið á leit við framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna að hann skili skýrslu um málið "í þessum mánuði. Fulltrúar Arabaríkja, sem lögðu fram ályktunina, sögðu í gær að stjómvöldum í Bandaríkjunum yrði gefínn eins til tveggja daga frestur til að svara ákalli þessu en síðan yrði lagt til að viðræður um mál- efni Palestínumanna yrðu fluttar til Genfar. Töldu heimildarmenn Eeuters-fréttastofunnar víst að til- lagan yrði samþykkt með þorra atkvæða. Síðdegis í gær sagði Ge- orge Shultz að stjómvöld hefðu ekki í hyggju að breyta um skoðun í málinu þrátt fyrir að ákvörðun þeirra hefði sætt mikilli gagnrýni víða um heim. Kvaðst ráðherrann hafa tekið ákvörðun þessa fyrir hönd Bandaríkjastjómar og sagði viðbrögðin sýna að fólki hætti til að gleyma hryllingsverkum hryðju- verkamanna. Yfírvöld í Sviss hafa fram til þessa aldrei neitað Arafat um leyfí til að koma inn í landið en Evrópu- skrifstofur Sameinuðu þjóðanna eru í Genf. Verði umræður fluttar þang- að er talið líklegt að Arafat flytji ávarp sitt þann 13. til 15. þessa mánaðar. Hyggst hann skýra frá niðurstöðum fundar Þjóðarráðs Pal- estínu sem haldinn var í Alsír í síðasta mánuði en þar var sam- þykkt að lýsa yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna á hemámssvæðum ísraels. Sameiginlegar varnir NATO: Leysist deila um kostnaðarskiptingu? Brussel. Reuter. Mmi i 1 Metsölublað á hvetjum degi! I Kraftmikill smábíll með ótrúlegt rými • 1000 cc4ra strokka vél. • Beinskiptur4ra - 5 gíra. i Framhjóladrifinn að sjálfsögðu. i Eyðslugrannur mcð afbrigðum. • 3ja ára ábyrgð. Betri smábíll finnst varla. Greiðslukjör við allra hœfi. -25% útb. eftirstöðvar á 2 U2 ári. REYNT verður að eyða ágreiningi, sem verið hefúr milli Banda- rikjanna annars vegar og NATO-ríkja í Evrópu hins vegar, um þátt- töku í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins á haustfundi varnaráætlananefndar bandalagsins í dag og á morgun. Á fundinum munu vamarmála- ráðherrar NATO ræða um skýrslu um hlutdeild hvers aðildarríkis í sameiginlegum vömum bandalags- ins. Þar er því haldið fram að ekki sé réttlætanlegt að mæla hlutdeild Evrópuríkjanna með því einu að líta á fjárframlög þeirra. Einnig verði að meta ómælanlegt framlag og félagslegan kostnað sem af því hljótist að hafa hersveitir í Evrópu- löndunum og heræfingar þar. Vonast er til að ágreiningur um kostnaðarskiptinguna verði jafnað- ur á fundinum. Talið er að ákvörð- un aðildarríkjanna um að taka þátt í kostnaði Bandaríkjamanna við flutning 72 bandarískra F-16 orr- ustu- og sprengjuflugvéla frá Spáni til Ítalíu muni stuðla að sáttum. Evrópuríkin hafa samþykkt að leggja fram 320 milljónir dollara vegna flutnings flugvélanna frá Torrejon-flugstöðinni við Madríd til Ítalíu. Á fundi varnaráætlunamefndar- innar mun Frank Carlucci, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, draga saman þann árangur, sem orðið hefur af framkvæmd varnar- stefnu stjómar Ronalds Reagans, forseta, en átta ára valdatíma for- setans lýkur í janúar. Einnig verður ákveðið hver þátt- taka Spánveija verður í varnarsam- vinnu NATO-ríkjanna og loks verða framlög í mannvirkjasjóð NATO vegna framkvæmda á ámnum 1991 og 1992 ákveðin. Sjávarútvegsráðherrar EB-ríkja: Akvörðunum um veiðiheimildir frestað Brussel. Frá Kristófer M. Knstmssym, fréttantara Morgunblaðsins. Sjávarúvegsráðherrar Evrópubandalagsins samþykktu á fundi á mánudag viðmiðunarverð á fisld fyrir árið 1989. Ákvörðunum um veiði- heimildir og skiptingu þeirra á milli aðildarríkjanna var hins vegar frestað til ráðherrafundar sem verður haldinn 9.-11. desember nk. Viðmiðunarverðið er næsta lítið breytt frá verði þessa árs, mestar eru breytingamar á síldarverði sem lækkar um 11% í ágúst og septem- ber, en aðra mánuði ársins um 2% frá verðlagi þessa árs. Sömuleiðis var ákveðin umtalsverð lækkun á smokkfiski eða 14% að meðaltali. Ágreiningur varð um 2% verðlækkun á sardínum og verðið var afgreitt með atkvæðagreiðslu, Grikkir og Frakkar greiddu atkvæði á móti. Tillögur framkvæmdastjómarinn- ar um veiðiheimildir fyrir næsta ár lágu ekki fyrir í byijun fundarins utan aflamörk við Grænland og á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu, en á því hefur EB ákveðið einhliða veiði- heimildir fískiskipa sinna. Veiði- heimildir innan lögsögu aðildarríkj- anna hafa ekki verið ákveðnar og sama gildir um heimildir í Norð- ursjó. Reiknað er með því að veiði- heimildir breytist lítið frá þessu ári með þeirri undantekningu að búist er við umtalsverðum niðurskurði í Norðursjó og almennt á þorskfisk- um. Ráðherramir samþykktu á fundinum að bjóða Stanley Clinton Davis, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjóminni, á næsta fund til að ljalla ítarlega um áhrif mengunar í Norðursjó og Eystra- salti á fiskveiðar á þeim slóðum. Ráðherramir veittu framkvæmda- stjóminni umboð til að halda áfram samningaviðræðum við Sovétríkin vegna mögulegra samskipta á sviði fiskveiða, EB hefur áhuga á veiði- heimildum í Eystrasalti en ljóst er að Sovétmenn láta ekki þar við sitja en munu vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.