Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Dr. phil. habil. Sveinri Bergsveinsson—Minning Fæddur 23. október 1907 Dáinn 17. október 1988 Sveinn Bergsveinsson prófessor í Austur-Berlín lést mánudaginn 17. október síðastliðinn, þá tæplega 81 árs að aldri. Hann fæddist í Ara- tungu í Staðardal í Steingrímsfirði 23. október 1907. Foreldrar hans voru Bergsveinn Sveinsson bóndi þar og kona hans, Sigríður G. Frið- riksdóttir húsfreyja. Svo til strax eftir fæðingu var Sveinn fluttur til frændfólks síns sem bjó á Kirkjubóli í sömu sveit. Þar ólst hann upp við þau skilyrði sem í þá daga tíðkuðust og vann hann flest störf sem til féllu eftir bestu getu og samvisku. Sveinn var fljótur að læra lestur og skrift og hneigðist hugur hans í aðra átt en að búskap frænda sinna. Sautján ára fór hann til sjós við Steingrímsfjörð og einnig vann hann í Hnífsdal við beitingar og aðgerð. En á 20. aldursári kveður hann heimabyggð sína og heldur til Akureyrar og lætur innrita sig í menntaskólann þar. Til að standa straum af skólaverunni vann hann á sumrin við vegavinnu eða á síldarplönunum á Siglufirði. Sveinn las 5. bekk utanskóla og lauk svo stúdentsprófi frá Akureyri vorið 1932. Þá um haustið innritaðjst hann í íslensk fræði í Háskóla Is- lands. Árið 1936 lauk hann þar cand. mag.-prófi og hélt til fram- haldsnáms í Berlín. í miðju kafi námsins skall seinni heimsstyrjöldin á og lokaðist Sveinn inni á hemáms- svæði Þjóðverja. Það voru erfiðir tímar, en honum tókst að veija doktorsritgerð sína, skrifaða á þýsku, um íslenska setningahljóð- fræði, við Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1941. Snemma árs 1944 veiktist Sveinn af berklum og lá nokkurn tíma sjúk- ur innan um rústirnar í Berlín, en náði um síðir að komast til Kaup- mannahafnar. Þar lá hann veikur í tæp tvö ár. Til íslands sigldi hann í september 1945 og var lagður inn á Vífilsstaði. Þaðan kom hann út í júní 1946. Er Sveinn losnaði af Vífílsstöðum fékk hann styrk úr ríkissjóði til að fara á bemskuslóðir sínar og rann- saka umhverfið sem hafði haft svo djúp áhrif á skáldskap Stefáns frá Hvítadal. Að því verki loknu kenndi Sveinn þýsku við Menntaskólann í Reykjavík og íslensku við Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og starfaði jafnframt við Orðabók Háskóla ís- lands. Hann vann árið 1952 við nýyrðasöfnun á vegum mennta- málaráðuneytisins og kom afrakst- ur þess starfs út á bók 1953 (Ný- yrði I). Sveinn sótti á þessum árum um kennarastöðu við Háskóla Islands en var synjað. Nokkm seinna var honum boðið að verða gistiprófessor við Humboldt-háskólann í Austur- Berlín og þangað fór hann árið 1953 og dvaldist þar til dauðadags. Fyrst var Sveinn gistiprófessor og seinna „Professor Ordinarus" við norrænudeild Humboldt-háskólans. Sveinn sótti reyndar á ný um starf við Háskóla íslands 1958 en hlaut ekki embætti þá fremur en í hið MEÐ STJÖRNUMVNSTRI fyrra sinn. Þau 35 ár sem Sveinn var búsett- ur í Austur-Berlín var hann iðinn við skriftir. Hann gaf út íslensk- þýska orðabók, sem mjög er rómuð, og skrifaði margar fræðigreinar um hljóðfræði í erlend tímarit, svo og skáldskap, ljóð, sögur, smásögur og leikrit sem sumt hefur birst á prenti á þýsku og dönsku. Sveini gekk alltaf illa að fá rit- verk sín gefin út á ísiandi. Honum þótti bæði Ríkisútvarpið og bókaút- gefendur skella á sig dyrum. Slíkt kom Sveini reyndar ekki á óvart, því að skáldskapur hans var hvorki hugsaður sem söluvara né eftir- hermur af viðurkenndum skáld- skap, heldur sem innlegg frá eigin bijósti. Það kunnu íslenskir menn- ingarvitar ekki að meta að hans dómi. Sveinn ákvað því að reyna að gefa út hluta verka sinna á eig- in kostnað. Þannig hafa komið út Stutt ljóð árið 1983, sem til urðu er hann vann við Spegilinn, og smásagnasafnið Eylönd árið 1987. Eftir að Sveinn settist að í Berlín kom hann til Islands nær á hveiju sumri og fékk inni á Hótel Garði. En hin síðari ár fækkaði þessum ferðum hingað, enda átti hann erf- itt um gang og gat ekki ferðast einn. En þau sterku tengsl sem Sveinn átti við ísland héldu þó ætíð við þeirri von hans að geta eytt síðustu dögunum á íslandi. En það gekk ekki. Gamall og veikburða hóf hann baráttu við kerfin á íslandi og í Austur-Þýskalandi. Austur- þýsku yfirvöldin neituðu að yfirfæra eftirlaun hans til íslands og á ís- landi átti Sveinn ekki rétt á lífeyri, nema að litlum hluta. En vinir Sveins lifðu lengst af í þeirri von að hægt væri að finna lausn á þessu máli, því að hér var um að ræða mann sem í tugi ára hafði eytt öll- um starfskröftum sínum til að kynna íslenska menningu erlendis og rannsaka íslenskt mál, gamlan mann, heilsulausan og upp á guð og góða menn kominn í útlandinu. En lagabókstafurinn er sjaldnast sniðinn fyrir slíka menn. Og enn beið Sveinn Bergsveinsson eftir heimferð sinni þegar kallið kom, ferðinni sem aldrei var farin, síðast á hrörlegu og yfirfullu elliheimili í Austur-Berlín. Sveinn var mikill húmoristi og sá jafnan hinar spaugilegu hliðar lífsins. Þótt hann léti angur og lífsstrit ekki beygja sig, var hann engu að síður alvörumaður og hafði sínar ákveðnu skoðanir á lífinu og tiigangi þess. Þess vegna var ætíð skemmtilegt að heimsækja Svein. Hjá honum, á heimili hans í Aust- ur-Berlín, á margur landinn góðar minningar um skemmtilegar og uppfræðandi samræður, litríkar sögur og mikinn hlátur. Þær góðu stundir gleymast seint. Hinn 10. nóvember sl. fór fram minningarathöfn um Svein í Aust- ur-Berlín að viðstöddum nokkrúm vinum, starfsbræðum og opinberum fulltrúum. í dag, 1. desember, verða jarðneskar leifar hans lagðar í íslenska mold. Dætur Sveins, Guðrún, Edda og Sinja, mega vera sérstaklega stoltar af minningu föður síns. Jón Bernódusson Verökr. 36^835- • HQkerfitryggirtullkominmyndgæöi • Mjög góð kyrrmynd • Hægurhraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endur- spólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara i Fjarstýring á upptökuminni i 365 daga upptökuminni i Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði i Sextán stöðva geymslurými < 20 minútna öryggisminni Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.