Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1989 19 Reykjavík: Fimmta hverfisbæki- stöðin tekin í notkun NÝ hverfisbækistöð gatna- málastjóra hefur verið tekin í notkun við Stórhöfða 9 í Graf- arvogi og á hún að þjóna Ár- bæjar- Selás- og Gráfarvogs- hverftim. Samkvæmt stjórn- skipulagi gatnainálastjóra er borginni skipt í fimm hverfi með jafh mörgum hverfis- bækistöðvum og eru þær auk nýju stöðvarinnar við Jafhasel í Breiðholti, við Njarðargötu, Undirskriftasöfiiun í Þingeyjarsýslum: Vilja fá varaflug- völlinn í Aðaldal í ÞINGEYJARSÝSLUM er verið að safha undirskriftum við yfirlýs- ingu um stuðning við hugmyndir um lagningu varaflugvallar fyrir millilandaflug í Aðaldal, að sögn Starra Hjartarsonar starfsmanns Skipaafgreiðslu Húsavíkur. „Eg byijaði einn á þessari undirskrifta- söftiun í síðustu viku en menn hafa boðist til að hjálpa mér við söfti- unina. Ég held að meirihluti íbúa í Þingeyjarsýslum sé fylgjandi byggingu varaflugvaliarins," sagði Starri Hjartarson í samtali við Morgunblaðið. Miklatún og Sigtún. Hverfisbækistöðvarnar heyra undir rekstrardeild gatnamáh stjóra ásamt þjónustumiðstöð. I hverri bækistöð er rekstrarstjóri, rekstrarfulltrúi, fulltrúi, flokks- stjórar og allt að 25 verkamenn. Gert er ráð fyrir fjölgun yfir sum- artímann í allt að 40 til 45 manns vegna aukinna verkefna og vinnu- skóla borgarinnar. Frá hverfisbækistöðvunum er stjómað daglegum störfum í hverfinu, svo sem nýbyggingu og viðhaldi gatna, holræsa, gang- stétta og stíga, hreinsun gatna og opinna svæða, umhirða gras- svæða, sláttur og viðhald, hreins- un lóða borgarstofnanna og op- Morgunblaðið/Þorkell Ný hverfisbækistöð gatnamálasfjóra fyrir Árbæ- Selás- og Grafar- vog hefur verið tekin í notkun við Stórhöfða 9 í Grafarvogi. inna svæða. Ennfremur verður Trésmiðja borgarinnar með útibú í verkstæðis- og geymsluhúsinu til þjónustu við húsnæði borgar- innar í hverfinu. Nýja hverfisbækistöðin við Stórhöfða er um 223 fermetrar að stærð með matsal og eldhúsi fyrir aðkeyptan mat, skrifstofum, salernum, böðum og búningsklef- um. Verkstæðis- og geymsluhúsið er þrískipt. Tvö rýmin eru véla- verkstæði- og vélageymslur, en það þriðja er fyrir Trésmiðju Reykjavíkurborgar. Áætlaður kostnaður við bækistöðina er um 31 milljón. Smjörlíkisiðnaðurinn: Starri sagði að undirskriftalistar lægju frammi í verslunum, 4 bensín- stöðvum og vinnustöðum og farið væri með listana á sveitabæi í Þing- eyjarsýslum. Hann sagði að óvíst væri hvenær söfnuninni lyki. Á undirskriftalistunum er þessi texti: „Við undirritaðir íbúar í Þing- eyjarsýslum lýsum yfir stuðningi okkar við fram komnar hugmyndir um byggingu varaflugvallar fyrir millilandaflug í Aðaldal. Við teljum eðlilegt að leita samvinnu við Atl- antshafsbandalagið um byggingu vallarins. Við leggjum áherslu á að völlurinn verði þó alfarið í umsjón og eigu okkar Islendinga og að Atlantshafsbandalaginu verði ein- ungis heimil afnot af vellinum komi til ófriðar í okkar heimshluta. Við teljum að með tilkomu al- þjóðaflugvallar í Aðaldal væri á ný skotið stoðum undir atvinnulíf á Norður- og Norðausturlandi. Að öðrum kosti er hætt við að byggð í þessum landshluta komi til með að eiga undir högg að sækja á næstu árum. Við leggjum áherslu á að nátt- úrulífs- og umhverfisröskun verði eins lítil og frekast er kostur.“ Aðlögunartími nauðsyn eigi að leyfa innflutning - segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda Þingeyri: Samið við ísfírðinga um rekstur Framness Þin^eyri. STJORN Kaupfélags Dýrfirðinga og Fáfhir hf. á Þingeyri ákváðu á fiindi sínum í gær að ganga til samninga við íshúsfélag ísfirðinga á ísafirði um rekstur á togaranum Framnes ÍS 708 á grundvelli til- boðs sem fyrir liggur frá því síðarnefiida. Um 200 manns á félagssvæði Kaupfélags Dýrfirðinga hafa ný- lega lýst yfir þeirri skoðun sinni með undirskriftum að það sé að þeirra dómi heppilegra að leita sam- starfs um rekstur togarans á ísafirði fremur en á Bíldudal, en viðræður hafa staðið yfir um nokk- urt skeið um þetta efni við Fisk- vinnsluna hf. á Bíldudal. Þar ráða mestu staðhættir á Vestíjörðum, þ. á m. samgöngur sem eru mun betri norðan til, togarinn er smíðað- ur í Noregi árið 1973 og hefur hann dregið mikinn afla á land í gegnum árin. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á togaranum nýlega, svo heita má að hann sé sem nýr. Eins og kunnugt er hefur Kaupfélag Dýrfirðinga átt í miklum rekstrar- örðugieikum undanfarin misseri, áðurnefnt samstarf Kaupfélags Dýrfirðinga og íshúsfélags ísfirð- inga er einn liður í þeirri endur- skipulagningu sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði. Hulda VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, segir að ef ætlunin sé að taka upp fríverslun með smjörlíki þá verði að ganga skipulega til verks og gefa smjörlíkisiðnaðinum þann að- lögunartíma sem hann þarf, en með því að leyfa innfiutning á snýörlíki nú sé horft framhjá því að um sé að ræða fram- leiðslugrein sem ekki hefúr notið kjara samkeppnisiðnað- arins í tollftjálsum innflutningi á vélum og tælq'um. Víglundur sagði að smjörlíkis- gerð hafi hingað til ekki verið skilgreind sem samkeppnisiðnað- ur og þar af leiðandi hafi ekki fengist sú eðlilega aðlögun sem fylgt hefur öðrum fríverslunarað- gerðum. Annað atriði sem hafa yrði í huga varðandi innflutning á smjörlíki væri að smjörlíkisiðn- aður í ríkjum Evrópubandalagsins nyti víðtækra niðurgreiðslna, sem fyrst og fremst kæmu í gegnum niðurgreiðslur á hráefnum. „í öll- um tilvikum þegar íslenskir iðn- rekendur hafa bent á að beita eigi jöfnunartollum til þess að taka á slíkum ríkisstyrkjum þá hafa íslensk stjórnvöld ekki haft burði í sér til að gera það. Það verður að hafa í huga áð það er einfalt og auðvelt að drepa heilu framleiðslugreinarnar á íslandi með tímabundnum styrkjaað- gerðum og undirboðum, og við lifum ekki lengi á því einu saman að kaupa vörur í útlöndum. Menn verða að setja sér einhver skyn- samleg markmið í þessu og láta ekki svona pólitískar skylmingar blinda sig í hita augnabliksins," sagði Víglundur. Jörfagleði hefst á morgun Búðardal JÖRFAGLEÐI Dalamanna, sem haldin er annað hvert ár, hefst á sumardaginn fyrsta og stendur yfir í þrjá daga. Mai'gt verður til skemmtunar og menningarauka. Þessi gleði er sú sjöunda síðan hún var haldjn 1977. Á sumardaginn fyrsta klukkan 11 verður Q'ölskyldumessa í Hjarð- arholtskirkju. Listmuna og handa- vinnusýning verður opnuð í Gi-unn- skóla Búðardals klukkan 13. Klukk- an 14 verður kvikmyndin Kristni- hald undir jökli sýnd í Dalabíó og klukkan 16 kaffihlaðborð í Veit- ingasölunni Dalabúð. Klukkan 21 er síðan setning hátíðarinnar í Dala- búð. Þarverðurm.a. Skarðshreppur kynntur í sveitakynningu Steinólfs Lárussonar og á tónlistarvöku syngja Söngfélagið Vorboðinn, Þorrakórinn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar og tónlistarskólinn verður með lúðrablástur, söng og. einleik og harmonikkuklúbburinn Nikkolína kemur fram, einnig Jó- hannes Kristjánsson eftirherma. Föstudaginn 21. apríl klukkan 13 verður áframhald listmuna- og handavinnusýningar Grunnskóla Búðardals og klukkan 21 verður „Hassið hennar mömmu“ eftir Dario Fo sýnt undir leikstjórn Guð- jóns Sigvaldasonar í Dalabúð. Leik- endur eru 7 en með aðalhlutverk fara þau Melkorka Benediktsdóttir og Grettir Guðmundsson. Þetta er 13. starfsár klúbbsins og formaður er Kristinn Jónsson. Klukkan 23 verður síðan unglingadansleikur þar sem hljómsveitin Busarnir leik- ur fyrir dansi. Laugardaginn 22. apríl klukkan 13 verður skákkeppni og bridge- keppni í Laugaskóla. Klukkan 14 verður vígsla nýja íþróttahússins að Laugum. Málverkasýning Einars Ingimundarsonar og höggmynda- sýning Páls Guðmundssonar verða opnaðar kl. 14. Skemmtidagskrá í umsjá Laugaskóla og Búðardals- skóla, og kaffisala kvenfélagsins Guðrúnar Ósvífursdóttur verða á sama tíma. Byggðasafn Dalamanna verður opið. Klukkan 21 verður söngskemmtuní Dalabúð, Karlakór Reykjavíkur syngur, skemmtiatriði verða og loks verður Jörfagleði 1989 slitið. Klukkan 23 hefst stór- dansleikur. Hljómsveitin Lexía sér um lokasprettinn. - Kristjana Eru þeir að ■ fá 'ann T ' Eru þeir að fá ' ann? Sjóbirtingsveiðin hefúr farið nokkuð vel af stað þrátt fyrir rysjótta tíð og nokkurn vorkulda. Þó hefiir aðeins verið hægt að renna fyrir sjóbirting sunnanlands, ís er rétt nýlega byrjað- ur að hreyfast af ám á vestanverðu landinu. Best hefúr veiðin verið i Geirlandsá á Síðu og svokölluðum Vatnamótum þar sem hin sama Geirlandsá rennur ásamt fleiri vatnsföllum saman við Skaftá. Mikill fiskur í Geirlandsá Um 160 sjóbirtingar munu vera komnir á land úr Geirlandsá, en veiðin hófst þar 1. apríl eins og í öðrum sjóbirtingsám. Algengt hef- ur verið að veiðihópar hafi fengið um 30 fiska á úthlutunardögum og hefur það verið fiskur af öllum stærðum, allt að 12 punda, en meðalþyngdin hefur verið nálægt 4 pundum. Mest hefur fiskurinn haldið sig í svokölluðum Ármótum, en skot hafa komið annars staðar. Vatnamótin byrjuðu vel 50 sjóbirtingar veiddust fyrstu dag- anna í Vatnamötunum og er það einhver besta byijun þar í árarað- ir. Vom það yfirleitt 3-6 punda fiskar, en þeir stærstu allt að 10 pund. Síðan hefur veiðst vel þegar veður hefur leyft og veiðimenn orð- ið varir við töluverða fiskför. Rólegt í Varmá Veiðin hefur verið fremur róleg í Varmá við Hveragerði, en þó verið að glæðast nokkuð síðustu daga. Um 100 silungar, sjóbirtingar og bleikjur, hafa veiðst, yfirleitt 1-2 punda fiskar, en þeir stærstu hafa verið nokkrir 5 til 8 punda fiskar. Ýmsir hafa séð talsvert af sjóbirt- ingi í ánni, en hann hefur oft tekið illa. Flestir þeirra sem vel hafa veitt hafa notað flugu. Fáir en stórir í Ytri Rangá Það hefur verið kuldalegt við Ytri Rangá það sem af er, og áin sjálf köld. Veiðin hefur verið treg þegar á heildina er litið, en menn hafa þó verið að fá reyting á köflum og þá yfirleitt rokvænan fisk, allt að 12 punda sjóbirtinga. Stórbleikja er þarna einnig og ofan Árbæjar- foss hafa veiðst nokkrir mjög stór- ir vatnaurriðar. Hér og þar.... Það er víðar rennt fyrir sjóbirting og frést hefur af „skotum" í Breiðabalakvísl á Síðu, Brunná, Fossálum, Eldvatni og Tungufljóti. Eflaust víðar. í þeim ám á Vesturl- andi þar sem enn er rennt fyrir sjóbirting, er ekkert farið að gerast vegna síðbúinna leysinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.