Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 27
I I H- , )' I ;> v !M1 /(ii •-/,• i/ U ;.ÍO) MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1989 Fjármögnun framkvæmda við Ólafsfjarðarmúla: Þingflokkur Framsóknar hefiir fyr- irvara um samþykki Vegáætlunar ÞINGFLOKKUR Framsóknarflokksins hefiir sett tvo fyrirvara fyrir samþykki vegáætlunar. Annars vegar verði fundin önnur leið til að Qármagna Ólafsfjarðarmúla en að taka Qármagn af almennum verkefiium og hins vegar verði athuguð nánar skipting milli stórverkefiia og almennra næstu þrjú ár. Aðspurður kvaðst Qármálaráðherra ekki kannast við nein skilyrði eða fyrirvar af hálfú þingflokks Framsóknarflokksins Samkvæmt vegáætlun sem Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra mælti fyrir í Sam- einuðu þingi í síðustu viku, er gert ráð fyrir að 200 milljónir fari í stór- verkefni á þessu ári, nánar tiltekið Ólafsfjarðarmúla, sem áður var áætlað til almennra verkefna. í samtali við Morgunblaðið sagðf Alexander Stefánsson (F/Vl) að þetta væri nokkuð sem þingflokkur Framsóknarflokksins sætti sig ekki við. „Við viljum finna aðra leið til að fjármagna Ólafsfjarðarmúla en að taka fjármagn af almennum verkefnum, til dæmis með lántöku." Þingmenn Framsóknarflokksins setja einnig fram fyrirvara um skiptingu milli stórverkefna og al- mennra verkefna í áætlun fyrir 1990, 91 og 92. Að sögn Alexand- ers skyldi samkvæmt þeirri tólf ára áætlun sem samþykkt var 1981 ná eftirfarandi markmiðum: 10 tonna öxulþunga á öllum stofnbrautum, allar væru upp úr snjó, bundið slit- iag væri á þeim og fullt öryggi. „Um þriðjungur af stofnbrautum lands- ins eða 1140 kílómetrar bera í dag ekki tíu tonna öxulþunga," sagði Alexander og kvað framsóknar- menn ekki myndu samþykkja skipt- ingu milli almennra verkefna og stórverkefna, nema áður væri gaumgæfilega athugað og staðfest að þessum markmiðum tækist að ná með því fjármagni sem áætlað væri. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra ekki hafa heyrt um nein skilyrði eða fyrirvara af hálfu framsóknarmanna og vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. 27 Alexander Stefánsson: Verður að finna aðrar leiðir til Qár- magna Ólafsfjarðarmúla. Miklar annir hjá Alþingi: Þing situr líklega firam að hvítasuimu ALLAR líkur benda til þess að Alþingi sitji fram að hvitasunnu, jaftivel lengur, en ljúki ekki störfúm 6. maí eins og gert var ráð fyrir. Eru bæði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Ölafúr G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sammála um að ekki takist að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar fyrir 6. maí. Ríkisstjórnin hefiir enn ekki lagt fram lista yfir þau mál sem hún vill að njóti forgangs. Samkvæmt starfsáætlun þings- ins, sem lögð var fram í upphafi þings í haust, var gert ráð fyrir að þingslit yrðu þann 6. maí nk. i sam- tali við Morgunblaðið sagði-Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, að enn væri stefnt að því að áætlunin héldi sér og að störfum þingsins lyki þann 6. maí. Guðrún útilokaði hins vegar ekki að þingið sæti lengur, en vart yrði það lengur AIMflGI en fram að hvítasunnu, eða einni viku lengur en starfsáætlunin gerði ráð fyrir. Staðan í þinginu er að sögn Guð- rúnar þokkaleg um þessar mundir; mjög fá mál væru eftir í Sameinuðu þingi, en mikið af málum óafgreidd í deildum, en flest þeirra væru mál sem samkomulag væri um. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin myndi bíða átekta og sjá hveiju fram yndi í þinginu, áður en farið væri að strika mál út og setja frum- vörp í forgang. „Ég hef ekki trú á því að þingstörfum ljúki fyrir 6. maí og mín vegna má þingið standa eins lengi og menn vilja. Steingrím- ur vildi ekki tjá sig um hversu mik- inn viðbótartíma þyrfti til að af- greiða helstu mál ríkisstjórnarinn- ar. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ánægður með þau vinnu- brögð að leggja fram starfsáætlun í upphafi þings, þannig að þing- menn vissu fýrirfram um fundar- daga. Hann kvað stjórnarandstöð- una ekkert hafa haft við áætlaðan þinglausnardag að athuga, en hann hefði heyrt á fundi með þingforset- um að halda þyrfti lengur áfram. „Slíkar hugmyndir hafa fengið óblíðar viðtökur hjá þingmönnum stjórnarinnar en engar athuga- semdir hafa komið fram hjá okk- ur,“ sagði Ólafur og bætti við að stjórnarandstaðan hefði ekkert á móti viðbót; það gæti orðið til þess að mál þingmanna fengju umræðu og afgreiðslu. Ólafur taldi að aðeins yrði unnt að afgreiða lítið brot af málum stjórnarinnar fyrir 6. maí og að það myndi ekki breyta miklu um afgreiðslu stærstu stjórnarmál- anna, þó einni viku yrði bætt við; „til þess þarf stjórnin meiri tíma og fleiri þingmenn." Stjórnarfrumvarp í neðri deild: Nýtt ráðuneyti umhverfismála „Frumvarpið ósamboðið virðingu Alþingis,“ segir Matthías Á. Mathiesen FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um umhverfísmál var lagt fram í neðri deild Alþingis í gær. í frumvarpinu er gert ráð fyrir sér- stöku ráðuneyti umhverfismála og eru flutt undir það ráðuneyti helstu viðfangsefiii er varða mengun, og verndun og friðun lands og dýralífs. Matthías Á. Mathiesen telur framlagningu frum- varpsins ósamboðna virðingu Alþingis; svo illa sé það unnið. Fé- lag heilbrigðisfiilltrúa hefúr hvatt til þess að ekki verði sam- þykkt ný lög um umhverfismál á þessu þingi. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði í neðri deild í gær. Forsætisráðherra gat þess að flest- ar ríkisstjórnir á þessum áratug hefðu reynt að skipa niður þessum málaflokki en ekki tekist. Hér væri um viðkvæmt mál að ræða og sýndist sitt hveijum. Forsætisráðherra kvaðst hafa fengið menn til þess að skoða þá vinnu sem fráfarandi ríkisstjórnir hefðu unnið og athuga þau sjónar- mið sem uppi hefðu verið gegn hugmyndum til breytinga á hveij- um tíma. „Hef ég í þessu frum- varpi reynt að þræða meðalveginn; er hér um að ræða málamiðlun frá ríkisstjóminni í þeirri von að Al- þingi samþykki.“ Umhverfisráðuneytið skal hafa frumkvæði að alhliða umhverfis- vernd og sinna rannsóknum og framkvæmdum alþjóðasamninga um umhverfismál og vinna að sam- ræmdri stjórn umhverfismála og skipulegu samstarfi. Umhverfismál eru skilgreind í lögunum sem varnir gegn mengun á landi, í lofti, í ferskvatni og sjó og hins vegar til náttúruverndar, þar með talið eftirlit með ástandi gróðurs, útisvistarmál og friðun og verndun villtra dýra og fugla. Felldar eru undir umhverfis- ráðuneytið Mengunarvarnadeild Hollustuvemdar ríkisins, Mengun- arvamadeild Siglingamálastofnun- ar, Náttúruverndarráð og embætti veiðimálastjóra. í framsögu sinni sagði forsætis- ráðherra að hér væri e.t.v. um mikjlvægasta málefni þessarar þjóðar næstu árin að ræða. Um- hverfismálin væra eitt af mikil- vægustu málefnum heimsins í dag og Islendingar sætu eftir. Ula unnið frumvarp Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) tók undir þau ummæli forsætisráð- herra að hér væri um mikilvægan málaflokk að ræða og viðkvæmt mál. I ljósi þessa væri það sér- kennilegt að forsætisráðherra ætl- aðist til að málið yrði rætt og af- greitt á jafn stuttum tíma og væri fram að þinglokum. Matthías rakti nokkuð forsögu málsins; benti meðal annars á að á síðustu dögum þingsins, vorið 1988 hefði ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar lagt fram framvarp um umhverfismál. Við samningu þess frumvarps hefði verið haft náið samstarf við fjölmarga aðila. Svo væri ekki nú, þar sem ekki virtist hafa verið haft samráð við neinn þann aðila er máli skipti eins og t.d. sveitarfélögin. Matthías kvað frumvarpið vera illa samið og ekki virðingu al- þingis samboðið að leggja það fram. Framvarpinu væri ætlað að samræma stjórnun umhverfismála, en skapaði þess í stað óreiðu og erfiðleika, í stað þess að samræma eins og frumvarp ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar. Tók hann sem dæmi að skipta ætti upp Hollustu- vernd ríkisins eftir heilbrigðis- og mengunarmálum og ætti sinn hvor málaflokkurinn að heyra undir mismunandi ráðuneyti. Matthías benti enn fremur á að samkvæmt 5. gr. laganna væri ráðuneytinu ætlað að fara með framkvæmd laga, sem búið væri að fella úr gildi. Heilbrig'ðisfiilltrúar mótmæla Þess má geta að á aðalfundi Heilbrigðisfulltrúafélags íslands, sem haldinn var þann 15. apríl sl. töldu menn ekki ráðlegt að skipta upp starfsemi Hollustuvemdar ríkisins. í ályktun frá fundinum er framvarpinu fagnað en varað við því að afgreiða lög um um- hverfismál á jafn skömmum tíma og væri til þingloka. „Nauðsynlegt er að aðrar lagabreytingar sem lúta að umhverfiseftirliti haldist í hendur við slíkar breytingar og að jafntengdir málaflokkar og heil- brigðiseftirlit, umhverfiseftirlit og mengunarvarnaeftirlit séu undir yfirstjórn eins ráðuneytis. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra að hann væri efnislega sammála þessu og bjóst við að þetta yrði ítarlega skoðað í nefnd. Taldi hann hugsanlegt að Hollustu- vernd ríkisins myndi alfarið heyra undir hið nýja ráðuneyti. Ekki taldi ráðherra rétt að fresta afgreiðslu framvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.