Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR MEVnCUDAGUR 19. APRÍL 1989 HARMLEIKURINN A HILLSBOROUGH I SHEFFIELD Qeorges. McCartney. ÍÞRÚmR FOLK ■ JACQUES Georges, forseti UEFA, knattspymusambands Evr- ópu, hefur formlega beðist afsök- unar á ummælum sínum í fyrradag jgggggggH um áhangendur Li- Frá Bob verpool. Hann Hennessy sagði í viðtali við i Englandi frönsku útvarps- stöðina Europe 1 að '•’áhangendur Liverpool á leiknum á laugardaginn hefðu minnt á „skepnur" sem væru að ryðjast inn á völl. Þessi 74 ára gamli Frakki, valdamesti maður UEFA, bar því við að hann hefði sagt þetta í fljót- fæmi og ummæli sín hefðu verið vanhugsuð. ■ UMMÆLI forseta UEFA í fyrradag hleyptu illu blóði í margan manninn á Bretlandi. Aðal fram- kvæmdastjóri Liverpool, Peter Robinson, lagði til að enska knatt- -spymusambandið segði sig úr Evr- ópusambandinu ef Georges segði ekki af sér og bæðist afsökunar. ■ BÍTLARNIR voru frá Li- verpool sem kunnugt er og nú eru líkur á að tveir þeirra, Paul McCartney og George Harrison komi til heimaborgar sinnar til að taka upp plötu á morgun, en ágóði af sölu hennar rennur í sjóðinn sem stofnaður var til styrktar aðstand- endum þeirra sem létust. McCart- ney hefur lofað að koma og vonast er til að Harrison mæti, en hann er nú búsettur í Bandaríkjunum. ■ FLEIRI kunnir tónlistarmenn verða í hljóðverinu á morgun, nefni- lega hljómsveitin Christians og -Gerry Marsden, höfuðpaur hljóm- sveitarinnar Gerry and the Pace- makers. Lagið sem á að taka upp er Ferry me across the Mersey, sem hljómsveitin söng fyrir 25 árum, og kom á topp breska vinsældalist- ans í október 1964. Plötunni á að koma í verslanir strax á mánudag. Vonast er til að ágóði af sölu henn- ar nemi 4 milljónum punda — sem er um 360 milljónir ísl. króna. ■ LEIK QPR og Manchester United í deildinni, sem var á dag- skrá í kvöld, hefur verið frestað af tillitssemi við syrgjendur hinna látnu. Einnig heimaleik Tranmere gegn Grimsby um helgina, en Tranmere er frá Liverpool. Verðlaun eða títlar fáekki léttokkargeð segir Ronnie Whelan, fyrirliði Liverpool, í samtali við Morgunblaðið „ÉG vakna á hverjum morgni og get einfaldlega ekki trúað því að þetta hafi gerst. Þetta er svo sorglegt að ég má vart mæla. Ég hef enn varla áttað mig á þessu. Að eitt hundrað áhorfendur sem hafa hvatt okkur í vetur séu dánir er of ótrúlegt. í dag er dimmt yfir Liverpool-borg, sorgin vomir yfir öllu.“ Svo mælti Ronnie Whelan, fyrirliði Li verpool, í samtali við f réttamann Morg- unblaðsins i Englandi. Hann samþykkti að lýsa tilfinning- um sínum eftir harmleikinn í Sheffield, fyrir lesendum blaðsins. Tttlar skipta ekkl máli Eins og staðan er í dag væri mér sama þótt mótinu yrði slitið. Það skiptir mig ekki lengur máli hvort það verður klárað eða síðustu leikjunum frestað. Það skipt- ir einfaldlega ekki máli lengur. Ég held að verð- laun eða meistaratitlar skipti ekki máli og ekkert slíkt fær létt okk- ar geð. Það er ailt svo tómlegt eftir slysið. Við leikmenn munum þó fylgja ákvörðun forráðamanna félagsins og ég á von á að marg- ir vilji að Liverpool leiki síðustu leikina, fyrir þá sem dóu. Hinsveg- ar eru þeir einnig margir sem vilja fresta leikjunum sem eftir eru og þeir hafa líka margt til síns máls. Bob Hennessy skrifartrá Englandi Ronnle Whelan fyrirliði Liverpool. Það er ekki gott að segja hvor leiðin verður farin og hvor þeirra er sú rétta. Hvemig eigum við að geta spil- að, með áhorfendur sem hvetja okkur, þegar enn er verið að bera fólk til grafar? Það er ekki hægt.“ Hryllllegt „Ég hvorki get né vil trúa því sem ég les í blöðunum og sé í sjónvarpinu. Þetta er hryllilegt. Ég var á Heysel-Ieikvanginum og það var hraéðilegt. Og nú hefur ógæfan aftur dunið á Liverpool. Þetta er of ótrúlegt til að geta verið satt. Eftir Heysel-slysið þurftum við ekki að leika meira strax á eftir. Keppnistímabilinu var lokið og framundan voru því ekki æfíngar dag hvem, eins og nú. Nú horfir þetta öðruvísi við, því við eigum leiki eftir í deildinni. Ég veit ekki hvemig það kemur við Arsenal og Norwich ef við leikum ekki gegn þeim. En ég held að allir, sama hverrar skoðunnar þeir em, sætti sig við ákvörðun félagsins. Fólk er mjög viðkvæmt þessa dagana og það er vel skiljanlegt. Það miskunnarlaust að segja: ...þú verður bara að sætta þig við þetta... en þegar fram líða stund- ir verðum við að gera'það. Við getum ekki breytt því sem gerst hefur. Ég held að slysið hafi haft áhrif á alla íbúa Liverpool-borgar. Frændi konunnar minnar, 18 ára drengur, átti miða og við vissum af honum þama í þvögunni. Við vissum hins vegar ekki hvort hann hefði sloppið lífs og biðum allan daginn. Hann slapp, en ég þekki marga sem misstu vini og ætt- ingja. Þetta er hræðilegt. Eg hef tekið þessu rólega, en innst inni líður mér mjög illa. Ég veit hins- vegar ekki hvaða áhrif þetta mun hafa á mig og ég veit ekki hvort daglegar æfingar verða á dagskrá þjá liðinu." Vorum sem lamaðlr „Það gekk allt svo vel. Við vor- um á sigurbraut, búnir að ná Arsenal, og vorum að leika gegn Forest í undanúrslitum bikar- keppninnar. Skyndilega kom lög- regiumaður hlaupandi inná. Dóm- arinn kom til mfn og sagði mér að koma liðinu útaf vellinum og til búningsklefa, en við vissum ekki hve slæmt ástandið var. Áhorfendur grétu en við héldum að þeir væru að slást og hefðu ruðst inná völlinn. Leikmenn lið- anna sátu í búningsklefunum og horfðu f gaupnir sér. Svo fréttum við að hlið hefði brostið og skömmu síðar sáum við í sjón- varpinu hvað raunverulega hafði gerst. Við sátum í klefanum f rúmlega klukkustund. Allir þögðu. Við vorum sem lamaðir og vissum ekki hvað við áttum að gera eða segja. Það sama var upp á teningnum í rútunni á leið- inni heim um kvöldið — enginn sagði orð. Menn sátu kyrrir og störðu út f myrkrið." Byrjað að fjarlægja girðingar Igærmorgun var hafist handa, á Qórum völlum á Bretlandi, við að íjarlægja jámgirðingar sem skilja að áhorfendastæði og völlinn sjálfan. Baseball Ground, leikvangur Derby County, var sá fyrsti þar sem grindurnar voru rifnar niður. Einnig var það gert á White Hart Lane, velli Tottenham Hotspur í London, og hjá Brighton, svo og hjá Hearts í Skotlandi. Fólk um gjörvallt Bretland hefur krafist þess að girðingar þessar verði teknir niður á öllum völlum; telur þær geta stofnað lífi sínu í hættu, eins og sannaðist í Sheffield um helgina. HAÞRYSTI-VOtitAKERFI t Radial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 3 SÉRFRÆÐItUÓNUSTA - LAGER < Reuter Starfsmenn á White Hart Lane, leikvangi Tottenham,. hófust handa við að fjarlægja margumræddar jámgirðingar strax í gærmorgun. Kraftaverk? TVÍTUGUR piltur, sem missti meðvitund á Hillsborough- leikvanginum í Sheffield á laugardag, kom óvænttil meðvitundará mánudag er Kenny Dalglish, yfirþjálfari Liverpool, stóð við rúm hans á sjúkrahúsinu. S ean Luckett hafði verið með- vitundarlaus í tvo sólar- hringa. Nýbúið var að taka hann úr öndunarvél, þegar Dalglish og leikmenn Liver- pool komu á sjúkrahúsið. Læknar bjuggust við að klukku- Frá Bob Hennessy í Englandi stundir, jafnvel einhveijir dagar, liðu áður en Luckett kæmi til meðvitundar. Svo var ekki í þessu tilviki: Dalglish stóð við rúm pilts- ins, sem fyrr segir, og sagði nafn hans. Sean opnaði þá skyndilega augun og settist upp. „Kenny Dalglish!" var það fyrsta sem drengurinn sagði er hann lauk upp augunum. Hann ræddi síðan við Dalglish og leikmenn Liverpool dágóða stund. „Ég gat ekki annað en tárast," sagði læknirinn sem fylgdi Li- verpool-hópnum. Var sá mjög hissa á þessum ótrúlega bata piltsins. ÍÞR&nm FOLK ■ FYRSTI leikurinn sem fram fer í Liverpool-borg eftir harmleik- inn í Sheffield verður að öllum líkindum viðureign Everton og Li- verpool í 1. deildinni miðvikudag- inn 3. maí. Það þykir viðeigandi að það skuli vera heimaliðin tvö sem mætist í fyrsta leiknum eftir at- burðinn. ■ TALA látinna eftir harmleik- inn á Hillsborough er komin í 95. Fjórtán ára drengur lést á sjúkra- húsi í Sheffield í gærmoj-gun. ■ EF undanúrslitaleikur Li- verpool og Nottingham Forest fer fram á ný verður hann á Old Traf- ford, leikvangi Manchester Un- ited, 7. maí. Stjórn Liverpool fund- aði um málið í gærmorgun, en tók sér viku frest til viðbótar til að ákveða hvort félagið héldi áfram þátttöku í keppninni eða ekki. Ann- ar fundur verður nk. þriðjudag. ■ EFliðin leika aftur verður leik- ið til þrautar — framlengt verður og gripið til vítaspyrnukeppni ef með þarf. ■ ALLUR aðgangseyrir af úr- slitaleik bikarkeppninnar, ef hann fer fram, rennur í sérstakan sjóð sem stofnaður var til styrktar að- standendum hinna látnu. ■ FARI leikurinn fram fær hvort lið a.m.k. 35.000 miða til að selja stuðningsmönnum sínum, jafnvel 37.000. Hingað til hefur hvort lið sem kemst í úrslit bikarkeppninnar fengið 27.000 miða. ■ EINNAR mínútu þögn verður fyrir undanúrslitaleikina sex á Evr- ópumótum félagsliða, sem eru á dagskrá í kvöld, vegna harmleiksins í Sheffield. Þá verður flaggað í hálfa stöng á öllum völlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.