Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 25
Meðalland i ;:c i>1 v fi r.t )í< j> lv‘«l'• fl r 1G,i I -il 1 í 0 i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1989 25 Spár þriggja bænda um harðindi liafa ræst Hnausuin, Meðallandi. NÚ ER hér snjólaust í Meðallandi nema lítið eitt eftir í skurðgröfu- skurðum. Er gott að gamli snjórinn er farinn því að vori er nýsnævi fljótt að taka upp. Til er að menn hér eystra spái fyrir veðri. Þótti sérstaklega athyglisvert að í vetrarbyijun 87 spáðu þrír bændur fyrir vetrinum og allir eins. Rættist þetta algjörlega. Notuðu þeir þá aðferð að skoða garnirnar í fyrstu kindinni sem þeir slátruðu og svara þær til vetrarins. Heyrt hef ég að helst þyrfti þetta að vera ær. Tærnin í görnunum táknar harðindi. Mun spádómsað- ferð þessi vera komin úr römmustu heiðni. Eru og sumir spámennirnir hérna lítt kirkjuræknir. Eitthvað mun þessi spádómsaðferð hafa ruglast fyrir mönnum í haust en kannski ekki að öllu leyti. Fram að þessu hafa þeir í stéttinni verið mjög dularfullir ef spurt er um vor- komuna og mætti halda að harðindi væru enn framundan. En svo eru þeir sjálfsagt komnir í verkfall eins og háskólalærðu spámennirnir. En þótt snjólaust sé í Meðallandi er mikill snjór til fjalla og í byggðinni í Skaftártungu er ennþá mikill snjór. Fénaður er ennþá allur á gjöf því enginn gróður er kominn. Er frost flestar nætur og grær ekki á meðan. Nú er sauðburður framund- an, mesti annatími ársins hjá sauð- fjárbændum. Vilhjálmur Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Bílvelta á Bústaðavegi Tvennt var flutt á slysadeild Borgarspítalans að morgni síðastlið- ins sunnudags eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum við brúna á Bústaðavegi. Að sögn lögreglu var ekki talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða. Aðfaranótt laugardagsins var ekið á flóra bíla á Hringbrautinni og stakk sá ökumaður af en náðist fljótlega. Var hann grunaður um öivun við akstur. Fiskverð a' uppboAsmörkuöum 18. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 45,00 49,81 72,115 3.592.288 Þorskur(óst) 51,00 46,50 47,67 9,362 446.284 Þorskur(smár) 34,50 34,50 34,50 2,750 94.873 Ýsa 81,00 38,00 46,05 10,014 461.173 Karfi 32,00 24,00 30,29 3,055 92.528 Ufsi 32,50 30,00 31,29 19,787 619.206 Steinbítur 25,00 20,00 24,23 2,190 53.069 Steinbítur(óst) 15,00 15,00 15,00 0,034 510 Langa 15,00 15,00 15,00 0,049 735 Lúða 235,00 205,00 214,92 0,171 36.751 Koli 45,00 40,00 43,71 0,950 41.501 Keila 14,00 14,00 14,00 0,613 8.589 Skata 119,00 119,00 119,00 0,113 13.507 Samtals 45,06 121,204 5.461.014 Selt var aðallega úr Víði HF. í dag veröur selt úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(óst) 51,00 38,00 49,15 7,699 378.406 Ýsa 89,00 35,00 82,64 0,849 70.161 Ýsa(óst) 87,00 62,00 80,69 0,436 35.182 Karfi 29,00 15,00 26,87 0,230 6.180 Ufsi 28,00 28,00 28,00 0,332 9.296 Steinbítur 7,00 7,00 7,00 0,012 84 Steinbitur(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,084 2.520 Skarkoli 39,00 31,00 36,48 0,588 21.450 Langa 24,00 24,00 24,00 0,232 5.568 Lúða(smá) 235,00 180,00 219,32 0,037 8.115 Rauömagi 50,00 50,00 50,00 0,007 350 Hnísa 9,00 9,00 9,00 0,039 351 Blandaö 59,00 11,00 37,43 0,089 3.331 Samtals 50,87 10,634 540.994 Selt var úr netabátum. í dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,00 47,00 47,00 0,11'0 5.194 Þorskur(ósL) 47,50 41,50 46,43 13,411 622.727 Ýsa 71,00 54,00 68,60 12,044 85.398 Ýsa(ósl.) 90,00 66,00 78,57 9,704 762.403 Ufsi(óst) 26,00 19,00 20,80 0,241 5.013 Karfi 28,50 21,00 27,57 12,708 350.319 Langa(ósL) 31,00 13,00 28,24 2,457 69.381 Lúða 305,00 225,00 261,67 0,133 31.990 Skarkoli 45,00 35,00 40,41 0,447 18.065 Keila 15,50 12,00 13,41 0,870 11.665 Samtals 47,41 41,665 1.975.366 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Sigurði Þorleifssyni GK, Sandvikingi KE og Hraunsvík GK. I dag verða m.a. seld 25 tonn af ufsa úr Hörpu GK, 27 tonn af þorski úr Þuríði Halldórsdóttur GK, 15 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu og óákveöið magn af steinbít og keilu úr Eldeyjar-Hjalta GK, 7 tonn af ufsa, 4 tonn af ýsu, 3 tonn af steinbít og 2 tonn af karfa úr Gnúpi GK. Selt veröur óákv. magn af bl. afla úr dagróðra- og snurvoðarbátum. Karlakórinn Þrestir. Þrestir syngja í Víðistaðakirkju Karlakórinn Þrestir í Hafnar- firði heldur sínar árlegu söng- skemmtanir fyrir styrktarfélaga og aðra velunnara kórsins fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Tónleikamir verða í Víði- staðakirkju í Hafiiarfirði. Á morgun, fimmtudag, heíjast tónleikamir klukkan 17, á föstudag heflast þeir klukkan 20.30 og á laugardag klukkan 17. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Söngstjóri Þrasta er Kjartan Siguijónsson, undirleikari Bjami Jónatansson og einsöngvari Krist- inn Kristinsson. Aðgöngumiðar verða til sölu við innganginn. Ulla Hosford Sýningu Ullu Hosford lýkur Málverkasýningu Ullu Hos- ford sem nú stendur yfir í Djúp- inu lýkur sunnudaginn 23. næst- komandi. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning listakonunnar hér á landi, eru fimmtán olíumálverk. Kaffisala Yatnaskógar á sumardaginn fyrsta HIN árlega kaffisala Skógar- manna KFUM verður haldin sumardaginn fyrsta í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík. Frá kl. 14 verður borið fram kaffi með kökum, tertum o.fl. góðgæti sem velunn- arar starfsins í Vatnaskógi hafa lagt fram. Sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi hafa verið starfræktar í 65 ár og er óhætt að segja að starfsemin , hafi vaxið jafnt og þétt. Mikil upp- bygging hefur átt sér stað og býð- ur staðurinn upp á góða möguleika til skemmtilegrar sumardvalar. Uppbygging og vinna byggist að mjög miklu leyti á sjálfboðavinnu og fijálsum framlögum félags- manna og annarra velunnara starfsins. Kaffisalan er liður í fjár- öflun til að standa straum af kostn- aði við starfið. Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður almenn kvöldvaka í húsi KFUM og KFUK og verður dag:- skráin tengd Vatnaskógi í máli, myndum og söng. Allir eru vel- komnir þangað, og eru foreldrar drengjanna sem dvalið hafa í Vatnaskógi sérstaklega hvattir til að koma. Innritun í dvalarflokka sum- arsins er hafin, en í sumar verða alls 11 flokkar fyrir drengi á aldrin- um 10-17 ára og að aúki karla- flokkur sem ætlaður er eldri strák- um, 18-99 ára. Innritunin fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2b frá kl. 9-17 alla virka daga. Tumi sýnir í Bankastræti í GALLERÍ Sævars Karls Bankastræti 9, stendur nú yfir málverkasýning Tuma Magnús- sonar. Sýningin stendur til 8. maí. Opið er á verslunartíma. Viking Band í Þórscafe FÆREYSKU vikingarnir í Vik- ing Band mæta til leiks í Þórs- cafe í kvöld, miðvikudagskvöld 19. aprfl, síðasta vetrardag og . um helgina 21.—22. aprfl. Þeir félagar kynna nýja plötu sem inniheldur islensk lög með fær- eyskum textum. í Viking Band eru 6 hljóðfæra- leikarar með íslendinginn Njál Sig- uijónsson í broddi fylkingar. Auk hans skipa hljómsveitina Færey- ingamir: Kolbeinn Simonsen, Ronny Nielsen, Ambjöm Sivertsen, hans Karl Jensen og Georg Eystan. Síðast þegar Viking Band var á ferðinni í Þórscafe var uppselt fyr- ir miðnætti. (Úr fréttatilkynningu.) Háskóla- menntaðir ríkisstarfs- menn kynna störf sín NOKKUR félög háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna verða með kynningu á störfúm félags- manna á næstunni. Verður m.a. fjallað um eftirfarandi efiii milli klukkan 14 og 15 í Sóknarsaln- um við Skipholt. í dag miðvikudaginn 19. apríl: Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn í heilbrigðisþjónustu kynna störf sín. Föstudaginn 21. apríl: Félag íslenskra náttúmfræðinga fjallar um störf sín í þágu sjávarútvegsins. Mánudaginn 24.apríl: Félag íslenskra fræða, Félag bókasafns- fræðinga og móðurmálskennarar fjalla um menningu og tungu. Laugarásbíó sýnir „Tungl yfir Parador“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Tungl yfir Parador". Með aðalhlutverk fara Richard Dreyfúss, Raul Julia og Sonia Braga. Leiksljóri er Paul Mazursky. „Tungl yfir Parador" fjallar um ungan leikara frá New York, sem fær óvænt hlutverk sem s- amerískur ein- ræðisherra, en sá hafði látist óvænt. Skiptin verða að fara mjög leynt þar sem búast má við borgarastyijöld. Hinn ungi leikari reynir allt hvað hann getur til að herma eftir hin- um látna einræð- isherra. Styðja hjúkr- unarfræðinga í verkfalli EINDREGINN stuðningur við þjúkrunarfræðinga í félagi há- skólamenntaðra þjúkrunarfræð- inga sem eru í verkfidli kom fram á fiindi í Hjúkrunarfélagi íslands sem nýlega var haldinn. Félagsstjórn og karamálanefnd skora á stjómvöld að sýna í verki vilja til að leysa það verkfall sem nú stendur yfir hjá tólf aðildar- félögum BHMR, segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Á fundinn mættu fulltrúar af öllu landinu. Kjaramál voru megin- efni fundarins en HFÍ er með lausa samninga. Viðræður eru í gangi um samningamál, en Hjúkrunarfé- lag Islands ásamt öðrum starfs- greinafélögum innan BSRB tók ekki þátt í BSRB-samflotinu. Jasstónleikar í Haftiarborg Jasstríó Guðmundar Ingólfssonar verður með tónleika í kvöld klukkan 20.30. í Hafn- arborg, lista- og menning- arstofnun Hafnarfjarð- ar. Richard Dreyfúss í hlutverki sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.