Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 40
40 M,QftGUNBLAQIÐ, I^IÐYJKUDAUUR, 19, APRÍL 1989 4 )1988 Universal Press Syndicate „ þ6 veist að 'eg geyrni ekki baÍscL.ptxr~ i'eldhúsinu- þette- e^á-va_'*fce^J'tlcuJ^x, " Ást er... 3-31 ... sýnd í morgunmund. TM Reg. U.S. Pal Off.—all righls reserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu v/#i Er það annar? Ef þú elskar mig þá ættir þú að slá gjaldmælinn af? HÖGNI HREKKVISI SOUN Skömmu fyrir páska var ég á ferð í Hveragerði og keypti þar ferskt grænmeti að vanda og að auki eitt búnt af gullfallegum af- skornum páskaliljum. Þessi páska- blóm eru fengin af sérstaklega for- ræktuðum, eða „drifnum" laukum, en tugir tonna af slíkum blómlauk- um eru árlega fluttir inn til þess að afskorin blóm þeirra megi gleðja Islendinga á páskahátíðinni. Lauk- ana sjálfa, sem eftir afskurðinn eru enn sprelllifandi, geta garðyrkju- menn hins vegar ekkert nýtt sér frekar og er þessum laukum því einfaldlega kastað út á hauga að loknum páskum ár hvert. Páskalilja eða narcissus er einn tilkomumesti og vinsælasti vorboð- inn í görðum um gjörvalla Evrópu, en samtímis er wardssw-laukurinn ein allra harðgerasta blómjurt sem borist hefur hingað til lands; þolir umhleypinga og rysjótt íslenskt veðurfar plantna best. Sé laukunum komið fyrir í sæmilegum jarðvegi og ekki of rökum getur þessi vor- jurt hæglega lifað tíu til fimmtán ár eða lengur og glatt augu manna eftir langa og erfiða íslenska vetur. Páskaliljur sjá þá um sig sjálfar, flölga sér stöðugt og geta með tímanum myndað stórar fagUrgular breiður sem lýsa upp umhverfið á fyrstu vordögum og standa oft allt að fjórar vikur í blóma. Þess skal getið, að narcissu- laukar, sem drifnir hafa verið sér- staklega til að bera blóm síðla vetr- ar, en síðar settir niður eftir af- skurðinn, eru oftast eilítið daufari í blómgun fyrsta vorið þar á .eftir en ná sér hins vegar nær undan- tekningarlaust fullkomlega á strik aftur annað árið og eru upp frá því öruggir með mikla blómgun. Það er vægast sagt hryggilegt að vita af því skipulagsleysi að kasta þurfi árlega tugum tonna af þessari ótrúlega harðgeru og gull- fallegu jurt á haugana, í stað þess að garðeigendur og þau bæjarfélög sem loks eru laus við ágang gang- andi búfjár innan bæjarmarka sinna taki sig til og nýti þennan happa- feng til þess að prýða ýmis opin óræktarsvæði, mela og óhijálega vegkanta sem alls staðar er fullt af og blasa við augum, þegar kom- ið er inn í íslensk þorp og kaupstaði. Ekki alls fyrir löngu birtist mynd- skreytt grein í þýsku tímariti, það voru litmyndir af vegarköntunum við aðalþjóðbrautina inn í borgina Bremen. Hafði sá staður þá hlotið sérstök verðlaun fyrir fegurstu og snyrtilegustu aðkomu til þýskrar borgar. Myndirnar sýndu breiður af tugþúsundum páskalilja í blóma við brautina inn í borgina. Maður sá eins og ósjálfrátt fyrir sér að- komuna inn í bæjarfélög eins og Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakka eða Kópasker í svo dýrðlegum skrúða. Þetta augnayndi sem breið- ur af páskaliljum eru gæti sem hægast með litlum tilkostnað og lítilli fyrirhöfn prýtt bæjardyr íslenskra þorpa og kaupstaða, en er í þess stað látið liggja og rotna ár hvert í hundraða þúsunda tali á haugunum við garðyrkjustöðvar landsins vegna einstaks framtaks- leysis og kæruleysis. Þannig með- höndla Islendingar þessa harðgeru landnema frá Hollandi, sem fluttir eru til landsins fyrir milljónir króna árlega. Það er óskiljanlegt bruðl í gróðurvana landi — það er skortur á lágmarks skipulagi þessara mála, þvílík heimska og þvílíkur vansi! En vonandi sjá bæði einstakling- ar og þá einkum bæjarfélög sér nú hag í því að gefa þessum prýðilegu laukjurtum líf með því að fá leyfi garðyrkjustöðva til að hirða hið fyrsta sprelllifandi lauka af haug- unum, væntanlega gegn einhverju vægu gjaldi, og nota þá t.d. með tilstyrk unglinga í sumarvinnu, til að lífga svo um munar upp á ömur- leg, gróðursnauð svæði, sem fullt er af hvert sem litið er í þéttbýli hérlendis. Sú sjálfsagða nýtni væri landi okkar og þjóð til sóma. Valgeir Heimilishávaðaeftirlit nauðsynlegt • i • Til Velvakanda. Nýlega var ég staddur seint að kvöldi til i húsi hjá húsmóður nokk- urri í vesturbænum. Ofar í stiga- ganginum gekk á með tónlistar- hávaða linnulítið mestallan tímann þar til ég hjólaði heim á leið klukk- an að ganga tvö um nóttina. í framhaldi af þessari lífsreynslu verð ég að játa að ég er eiginlega kominn á sömu skoðun og Magnús nokkur Oskarsson borgarlögmaður hélt fram í Sjónvarpinu hér um daginn um nauðsyn Heimilisháv- aðaeftirlits ríkisins. Svo vill til að ég átti erfitt með að skilja hvað vakti fýrir manninum þarna í Sjónvarpinu þar sem ég bý í einbýlishúsi hér í austurbænum rólega, — greinilega við mjög góðar aðstæður miðað við sumar kunn- ingjakonur mínar í vesturbænum. — Því maðurinn var að tala um nauð- syn hinna aðskiljanlegustu eftir- grennslana og eftirlita á okkur borgurunum, sem ég hafði og hef ýmsar alvarlegar efasemdir um þar til ég hraktist í og úr þessari fyrr- greindu heimsókn við illan leik. Svona Heimilishávaðaeftirlit þarf síðan skýlaust að hafa heimild til að skakka svona heimilishávaða á eiginlega hvaða tíma sem er þegar út yfir lágmarks siðgæðismörk rek- ur. .Og hafa heimild til að gera hávaðatækin upptæk um skemmri eða lengri tíma sé um ítrekuð upp- vakningarbrot að ræða í stiga- göngum landsins. Ekki er annað veijandi. Eða hvers eiga saklausir borgarar að gjalda með nætursvefn sinn sem þeir eiga heimtingu á?. Þessu eftirliti að minnsta kosti verð- ur að koma á sem allra fyrst. Það sjá það allir skynsamir menn. Magnús H. Skarphéðinsson Yíkverji skrifar Það eru óskaplega “hressir“ þulir hjá sjónvarpsstöðvunum. Uppáhaldsorð þeirra, þegar þeir eru að íýsa dagskrá sjónvarpsstöðvanna eru , að það komi “hressir" menn í viðtal, eða “eldhressir“ eða “fjall- hressir". Er ekki komið nóg af þessu í bili? Er ekki hægt að nota einhver önnur orð?! Bandaríkjaforseti hefur nýlega skipað nýjan sendiherra I Bonn. Hann heitir Vernon Walters og var áður einn af æðstu mönnum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Ástæðan fyrir því, að þessi skipan vakti athygli Víkveija er sú, að hinn nýi sendiherra er 72 ára gamall. Hér á íslandi værí það óhugsandi að skipa 72 ára gamlan mann í embætti og skiptir þá ekki máli um hvaða embætti væri að ræða. Þess- ar reglur eru komnar út í öfgar. Heilsufar fólks er mismunandi. Sumir eru orðnir heilsuveilir sjötug- ir. Aðrir eru .við beztu heilsu. En hér á Islandi er jafnvel farið að tala um, að menn eigi að víkja úr störfum rúmlega sextugir! Sannleikurinn er sá, að fólk á þessum aldri er oft hæfasta fólkið til þess að takast á við erfið verk- efni. Það býr yfir lífsreynslu og þroska, sem nýtist vel í mörgum störfum. Þess vegna er út í hött, að þjóðfélagið njóti ekki starfs- krafta hæfra manna, jafnvel þótt þeir séu komnir yfir sjötugt. Við eigum að taka Bandaríkjamenn okkur til fyrirmyndar í þessum efn- um. * A hinn bóginn er það svo, að þeir sem komnir eru yfir sex- tugj; - að ekki sé talað um, þegar menn fara að nálgast sjötugt - eiga vissan þátt í því andrúmi, sem skap- að hefur verið í kringum þennan aldur. Þeir hafa tilhneigingu til þess að tala um, að þeir geti ekki gert þetta eða hitt, vegna þess, að þeir séu orðnir svo gamlir! Þetta er auðvitað bull! Þessi aldurstlokkur á að stuðla að því, að starfskraftar hans verði nýttir í þágu þjóðfélagsins betur en nú er gert með því að hætta slíku tali. Svo að aftur sé vísað til Banda- ríkjanna eru ijölmörg dæmi þess, að menn sem komnir eru langt yfir sjötugt stjórni risáfyrirtækjum þar í landi. Víkverji hvetur þá, sem konir eru á sjötugs- og áttræðisald- ur til þess að halda fast við rétt sinn til þess að teljast fullgildir þjóð- félagsþegnar! < 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.